Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 36
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 Já. þér komið frá sumarvinnu- ráðninKarstofunni. Forstjórinn á von á yður. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Fáir vita betur en bridgespilar- ar hve erfitt er að komast hjá mistökum. Og þeir vita líka, að aðrir við borðið eru oft tilbúnir að láta vita af og skýra það, sem betur má fara. Gjafari norður, allir á hættu. Norður S. 94 H. Á10763 T. 106 L. Á874 Vestur Austur S. 873 S. Á H. 2 H. DG984 T. K872 T. Á54 L. DG652 L. K1093 Suður S. KDG10652 H. K5 T. DG93 L. - COSPER Hvernig komumst við niður á gólfið, úr því rafmagnsstiginn bilaði? Látum verkin tala Mig langar til að biðja þig, Velvakandi, að birta fyrir mig eftirfarandi bréf. Ég hef aldrei skrifað í lesendadálka dagblaða fyrr en get ekki lengur orða bundist. Nú undanfarna daga er varla hægt að segja að annað hafi birst í lesendadálkum, sérstaklega síðdegisblaðanna, en lofræður um einstaka forsetaframbjóðendur. Gengur lofræðan oft það langt að þessir ágætu menn eru nánast komnir í guðatölu. Ekkert hafa þeir slæmt gert og ekkert munu þeir slæmt gera og allir eru þeir hæfustu menn til að gegna störf- um forseta íslands. Ég er alls enginn áróðursmeist- ari en ég fæ ekki betur séð en að allar þessar lofræður virki ekki á lesendur eins og þeim er vafalaust ætlað að virka. Þær koma áreiðan- lega ekki til með að breyta skoð- unum kjósenda hætishót. Það er hlegið að þessu pári og það alls ekki tekið alvarlega. Meira að segja hef ég heyrt fjölda fólks vorkenna þeim heiðursmönnum sem í framboði eru fyrir að þurfa að koma auga á þessar ritsmíðar. Látum verk og fortíð frambjóð- endanna tala um ágæti þeirra en sleppum því að „gylla" þá með hlægilegu pári. Kjósandi. • Talnakúnstir Sölvi Helgason reiknaði barn úr konu sem kölski hafði í hana reiknað. Gísli Sveinsson sendi- Austur opnaði á einu hjarta og suður stökk þá beint í lokasögn- ina, fjóra spaða. Út kom einspilið í hjartanu. Suður tók slaginn heima og spilaði trompdrottningu. Hug- myndin var að hræða vestur ef hann ætti ásinn. Hann gæti gefið fyrsta trompslaginn af ótta við, að austur ætti kónginn einspil. Hugmyndin var út af fyrir sig ágæt en kom ekki að gagni í þessu tilfelli. Austur tók slaginn og lét makker sinn trompa hjarta. Seinna fengu varnarspilararnir tvo slagi á tígul og sagnhafi tapaði öllu nema verðlaununum fyrir honorana í trompinu. Suður tók eftir augnaráði makkers síns og sagði í afsökun- arskyni: „Þú áttir ekki réttan ás fyrir mig. Laufásinn var gagns- laus.“ „Ekki næstum eins gagnslaus og sumir makkerar", svaraði norður. „En ég nefni þó engin nöfn“. Auðvitað getur þú giskað á hvern hann hafði í huga. En sérð þú hvers vegna norður var svo gramur? Sagnhafi kom ekki auga á ör- ugga vinningsleið. Hann gat tekið fyrsta slaginn í blindum. Og þá hefði verið hægt að taka á laufás- inn til að losna við hjartakónginn af hendinni. Að því loknu yrði óhætt að spila trompi. Og vörnin fengi ekki slag á smáspil í tromp- inu og aðeins þrjá í allt. RÁÐSTEFNA Landssambands bæjarstarfsmannafélaga í BSRB hófst í húsakynnum BSRB í gær. Sækir hana fjöldi fulltrúa utan af landi. Ráðstefnunni verður haldið áfram í dag. Formaður sambandsins er Þórhallur Halldórsson. Myndin er tekin á ráðstefnunni í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.