Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 Þekkingarflótti 9% írá íslandi í ÁRSBYRJUN rannsóknaráðs fyrir árin 1978 og 1979 segir frá athugun á þekkingarflótta. Á árinu 1948 gerði Katrin Friðjóns- dóttir, sem var nemandi í félags- visindum við háskólann í Lundi. athugun á þekkingarflótta á sviði tækni. vísinda og la-knis- fræði frá íslandi. Könnun hennar afmarkaðist við þann mannafla, sem lokið hafði námi í ofangreindum sviðum árið 1968. Meginniðurstaðan af könnun Katrínar var sú, að af 1406 íslendingum, sem höfðu hlotið sérmenntun og voru starfandi árið 1968 á sviði læknisfræði, tann- læknisfræði, náttúruvísinda, stærðfræði, landbúnaðarfræði, hagfræði og í félagsvísindum og hugvísindum voru 295, eða 21%, búsettir erlendis það ár. 10 árum seinna eða 1977 voru 127 af þessum 295 ennþá búsettir erlend- is, eða 9% af upphaflega mannafl- anum árið 1968. Þetta hlufall út af fyrir sig er nokkuð hátt miðað við alþjóðlegan samanburð, segir í skýrslunni. Hins vegar er nauð- synlegt að kanna nánar ástæður fyrir þessu, svo og fá yfirlit um Leiðrétting FRÁ ÞVÍ var skýrt í Morgunblað- inu síðastliðinn laugardag að þrír af þeim er undirrituðu stofnsamn- ing SH árið 1942 væru enn á lífi. Hið rétta er, að þeir eru fjórir og féll niður nafn Odds Kristjánsson- ar, sem var fulltrúi Hraðfrysti- húss Grundarfjarðar hf. á stofn- fundinum, en hann býr nú á Hrafnistu í Hafnarfirði. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. þróun þekkingarflótta yfir lengri tíma en þessi athugun á mannafla eins árs nær til, áður en víðtækari ályktanir verða dregnar. Kvikmyndin Land og synir: Viðræður um sýningar víða í Evrópu „Land og synir fékk mjög góðar undirtektir i Cannes og nú eru framundan viðræður um sýn- ingar í kvikmyndahúsum víða í Evrópu,“ sagði Indriði G. Þor- steinsson, er Mbl. spurði hann, hver hefði orðið árangur af sýn- ingu kvikmyndarinnar i Cannes. „Annars er það næst að frum- sýna myndina í Færeyjum um helgina og það er stór viðburður því hún er með færeyskum texta, en hingað til hafa Færeyingar orðið að notast við danska texta í kvikmyndunum." „Það er of snemmt að fullyrða eitthvað núna,“ sagði Indriði, er Mbl. vildi fá nánari fregnir af áhuga erlendra á kvikmyndinni. „En þetta er allt annað heldur en þegar 79 af stöðinni var á ferðinni. Þá þurfti alveg óskaplegan þrýsting til að koma henni út, en það er eftirsókn eftir Landi og sonum." 1 TT 1 Áhugasamir Vesturbæingar planta trjám á KR-lóðinni á laugardaginn. Og má meðal annars á myndinni sjá Björgvin Schram. stórkaupmann og kunnan KR-ing. Ljósm. ól. K. Magn. Reykvíkingar plöntuðu 25 þús. trjáplöntum á gróðursetningardeginum f TILEFNI af ári trésins var efnt til sérstaks gróðursetn- ingardags í Reykjavik siðast liðinn laugardag. Áformað hafði verið að planta alls 35 þúsund trjáplöntum en að sögn Vilhjálms Sigtryggssonar hjá Skógræktarfélagi Reykjavikur var alls plantað um 25 þúsund plöntum. Plantað var á ýmsum stöðum i borginni og i næsta nágrenni hennar. „Ég er alls ekki nógu ánægður með hvað fólk mætti illa til að planta og veðrið er þar ekki eina ástæðan, þó það hafi ekki verið eins og best hefði verið á kosið fyrstu klukkustundirnar,“ sagði Vilhjálmur, „og sérstaklega er ég óánægður hvað fólk mætti illa í nýrri hverfunum. Það má ekki gleyma því að búið var að dreifa til allra foreldra, sem eiga börn á skólaskyldualdri, upplýsingum um hvenær og hvar ætti að planta, auk þess, sem þetta var auglýst í blöðum. Ég get tekið dæmi, þar sem ég var sjálfur en það var í Neðra-Breiðholtinu. Þar mættu ekki nema 5 til 6 hjón með börnum sínum, þó þarna séu um 100 einbýlishús með görðum fullum af trjám. Sjálf- um finnst mér Reykvíkingar því miður ekki hafa með þessu sýnt nægan áhuga fyrir umhverfi sínu þennan dag.“ Vilhjálmur sagði að þeim 10 þúsund plöntum, sem eftir væru, yrði plantað með aðstoð Vinnu- skóla Reykjavíkurborgar. Fyrsta skóflustungan tekin að laxeldisstöð að Hólum í Hjaltadal Bæ, Höfdastrðnd. 2. júní. HÁTÍÐARDAGUR var á Hólum í Hjaltadal í gær. í dásamlcgu sumarveðri. eins og oft er á Hólum, var fyrsta skóflustungan tekin að laxeldisstöðinni Hólalax á Hólum. Um fimmtiu manns voru samankomnir af þessu til- efni, þar á meðal landbúnaðar- ráðherra, fjármálaráðherra og tveir þingmenn kjördæmisins. Auk þeirra þrír fyrrverandi skólastjórar á Hólum, skólanefnd Hólaskóla. veiðimálastjóri, verk- fræðingar og margt af innlend- um Hólastaðar úr Skagafirði og Húnavatnssýslum. Landbúnað- arráðherra tók fyrstu skóflu- stunguna að stöðinni, sem standa á niður við Hjaltadalsá. á milli Hóla og Hofs. Einnig stjórnaði ráðherrann ýtu þeirri, sem byrj- ar íramkvæmdir, og fannst við- stöddum það verk vera vel af hendi leyst. Formaður Hólalax hf., Gísli Pálsson, Hofi í Vatnsdal, sem jafnframt er formaður skóla- nefndar, bauð gesti velkomna að þessari athöfn. Þá flutti landbún- aðarráðherra ávarp. Eftir þetta fluttu gestir sig heim að Hólum, þar sem sest var að myndarlegu kaffiborði. Ræðuhöld voru þar nokkur. Valgeir Guðjónsson, Daufá, stjórnarmaður í Hólalax hf. gerði grein fyrir aðdraganda og þeim framkvæmdum, sem þeg- ar eru hafnar hjá veiðifélögum á Norðurlandi vestra. Þau hafa bundist samtökum um að reisa laxeldisstöð og fiskiræktarstöð á Hólum í félagi við ríkið, þ.e. bændaskólann, og aðra áhuga- menn um fiskirækt. Taldi hann að veiðimálastjóri hefði verið þeim mjög innanhandar og ráðgefandi um öll þessi mál. Árið 1972 var fyrsti fundurinn haldinn að Sól- vangi og kosin nefnd, sem hefur unnið markvisst að sameiningu veiðifélaga á svæðinu. Við borun að heitu vatni að Reykjum í Hjaltadal og góðan árangur þar hefur verið eindóma álit allra aðila að laxeldisstöðin yrði stað- sett á Hólum. Við athugun hefur komið í ljós, að færri en vildu gátu gerst hluthafar að stöðinni. Frá byrjun hefur Gísli Pálsson að Hofi verið mesti hvatamaður að stofnun stöðvarinnar og er hann, jafn- framt því að vera formaður skóla- nefndar, stjórnarformaður Hóla- lax. Pálmi Jónsson, ráðherra ræddi um framtíð fiskeldis og þýðingu þessarar búgreinar fyrir landbún- aðinn og þá einnig fyrir búnað- arskólann sem kennslugrein. Veiðimálastjóri hefði áhuga fyrir, að við þessa stöð yrði ráðinn maður, sem gæti kennt bændaefn- um fiskirækt. Ákveðið er að koma laxeldisstöðinni upp á þessu ári. Þegar er búið að afla fjármagns til framkvæmdanna. Nú þegar er efnið til hitaveitu á leið til lands- ins og ákveðið að byrja á því fyrirtæki í júlí. 220 milljónir eru nú veittar til þeirra framkvæmda á fjárlögum. Unnið verður að endurbótum og viðhaldi á skóla- húsinu á þessu ári og einnig á leikfimihúsinu. Innan húss við skóla er áætlað að taka húsið í gegn 1981 og nota aðstöðuna á Hólum til námskeiða eins og gert var síðastliðinn vetur. 1982 er 100 ára afmæli bændaskólans að Hól- um og hét ráðherra á norðlenska bændur og unnendur Hóla að vinna einhuga að því, að þá gæti bændaskólinn aftur tekið til starfa af myndarbrag. Ragnar Arnalds, ráðherra, sagði að nú yrðu tímamót í sögu Hóla með tilkomu hitaveitu og laxeldis- stöðvar og í því sambandi hefði nú síðustu daga verið veitt 30 millj- óna aukaframlag til Hóla. 17 milljónir hafa verið veittar til fyrsta áfanga að hesthúsbyggingu, sem þegar er byrjað á, einnig 10 milljónir til annarra fram- kvæmda. Guðmundur Gunnarsson, verk- fræðingur, sem unnið hefur að teikningum fyrir Hólalax gerði ítarlega grein fyrir allri tilhögun við fiskeldisstöðina og klakhúsið, sem byggja á og reka í sambandi við stöðina. Skúli Skúlason lýsti einnig framkvæmdum við fyrirhugaða hitaveitu, en nú þegar er búið að leggja heitt vatn heim að bænum Reykir í Hjaltadal, en Reykir eiga landið, sem borað var á. Gunnar Bjarnason, fyrrverandi skólastjóri, talaði sköruglega. Sagðist vera unnandi Hóla, eins og fleiri, en þar hefði hann átt litríka daga, hefði komið þangað glaður, en farið þaðan hryggur, eftir stutt skólastjórastarf. Hjörtur á Tjörn í Svarfaðardal, sem er einn af skólanefndar- mönnum, sagðist vilja þakka formanni skólanefndar, Gísla á Hofi, fyrir frábært starf, því að Gísli fengist ekki til þess að gera það sjálfur. Haukur Jörundsson, fyrrver- andi skólastjóri, sagðist hafa verið á Hólum fjórða part af starfsferli sínum. Sagði hann frá minnis- verðum atburðum, sem komið hefðu fyrir á Hólum. Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri, sagði þennan dag merki- legan í sögu fiskeldis á íslandi, þar sem upp væri að rísa sameiginlegt fyrirtæki allra veiðifélaga á Norð- urlandi vestra, einmitt á Hólum, þar sem bændaefni gætu lært að nytja þau hlunnindi, sem finnast á mörgum býlum landsins. Konráð Gíslason tilkynnti fyrir hönd sýslunefndar Skagafjarðar- sýslu, að þar hefði verið samþykkt að leggja fram 20 milljónir til framkvæmda við Hólalax. Síðastur talaði Þórarinn í Hróarsdal og sagði engan vafa, að strax og Hólar hefðu komið til greina, sem aðsetur, hefðu allir orðið sammála. Það ríkti einhugur og bjartsýni á þessari samkomu um fyrirhug- aðar framkvæmdir og framtíð Hóla og í hvers manns munni verði í framtíðinni sagt heim að Hólum. Björn. Hólar i Hjaltadal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.