Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 57 Oddur A. Sigurjónsson: Flest gerum við okkur það ljóst, A. Ást og aðdáun á ljóðum og fyrr eða síðar á ævinni, að okkur sögum, auk annars fróðleiks. sé einungis ætlað að lifa einu B. Hóflítil og stundum barnaleg sinni. vitsmunadýrkun. Sá beizki sannleikur gerir auð- C. Hneigð til dulmagnatrúar. vitað kröfur til okkar, að velja D. Ferða- og flökkuþrá. okkur leiðina, eða leiðirnar, sem í annan stað koma svo: ótrúleg við kjósum að ganga hverju sinni. seigla við harðræði, dugnaður, Að vísu má segja, að þá séum við sem hafinn er yfir allan efa og komin út á hála og vandrataða metnaður, sem þó sést ekki ætíð götu, enda hafa vegir siðfræðinnar fyrir. Fari ofanritað nokkuð nærri verið sízt óumdeildir og greinzt lagi, virðist mér koma í ljós furðu víða. skýr mynd af eðliseigindum hins Vitanlega er það hvorki ætlun forna guðs Ásatrúarmanna, Óðins mín, né á mínu færi, að gefa sjálfs. neinum haldbær ráð, sem orkuðu Arfsagnir okkar birta, að hann Hvers erum ekki meira og minna tvímælis í svo til hverju skrefi. Á hitt ber þó að líta, að við verðum að hafa það bak við eyrun, að okkur beri að nota skynsemistýruna okkar eft- ir öllum föngum, svo mikið vald. sem við mannanna börn leyfum okkur að taka yfir umhverfinu og hvert yfir öðru. En hvort sem málið er hugleitt lengur eða skemur, hljótum við alltaf að koma að því, að reynsla liðinna kynslóða verði nokkur vegvísir, þó við viðurkennum réttilega, að veröldin sé enganveg- inn söm við sig frá öldum til alda. Það er svo á fárra eða engra færi, að rekja þær örtraðir slóða, sem um kunnar sögur mannlífsins ligöa, hvað þá þær sem fyrnd og gleymska hefur hulið sýnum. Við teljum okkur þekkja — lauslega að vísu — söguslitur um þúsundir ára aftur í tímann, jafnvel í nokkru samhengi. Annað mál er svo hversu þessi slitur eru hæf til leiðsagnar. Hér er þó um stærri hluti en svo að ræða, að ekki sé alger „útúrseiling okkar stuttu höldum“ að rekja til neinn- ar hlítar. Að vísu verður okkur ljóst, þegar við berum saman aldur og stærð með valdi hinna fornu þjóða í austurlöndum og okkar mann- fáu, íslenzku þjóð, að þar er ólíku saman að jafna. Á hitt má þó líta, að við höfum lifað hér í rösk 1100 ár og verið þess umkomin að mynda furðu traust og heilsteypt menningarríki, þrátt fyrir allt og allt. Þetta er ekki sagt til að ýta undir neina ófrjóa þjóðrembu, en aðeins til að viðurkenna alkunnar staðreyndir. Jafnvel lítilfjörlegur saman- burður við ýmsa aðra, sem aðeins væri hægt að drepa lauslega á, rúmsins vegna, getur þó gefið örlitlar bendingar um, hvað við kunnum að hafa til að selja í sumblið í hópi þjóðanna, ef sann- sýni er gætt. En framar öllu er þó, ef við getum rakið gegnum sögu okkar og reynslu heillega þræði — hvort sem það eru nú glit- eða bláþræðir — að við getum farið að átta okkur á því hverskonar lífernislist sé líkleg til að við getum í framtíðinni borið höfuðin með sæmilegri reisn. Saga og þjóðsaga Fúslega skal játað, að inntakið í orðinu saga getur verið viðsjár- vert, jafnvel þótt þess sé gætt að rýna það með fullum heiðarleik, eftir því sem mönnum er í brjóst lagið. Þetta gildir vitanlega ekki fremur fyrir einn kynþátt en annan. En þar sem hver er sjálfum sér næstur, er eðlilegt, að við vildum leita að og finna, ef tækist, einhvern eða einhverja „rauða þræði" í geðslagi og gáfna- fari okkar, eins og þeir birtast í rás, straumi og reynslu sögunnar frá upphafi íslands byggðar. Vissulega er þetta ekki áhlaup- averk og hætt við, að sitt kunni að sýnast hverjum. Mér kemur það svo fyrir sjónir, að þessu mætti skipta í tvennt; aðallega: væri konungur ljóða og sagna og hann skirrðist ekki við eigin líkamsmeiðsl, til þess að öðlast enn dýpri sýn en áður um hulda og leynda hluti. Hann var einnig galdra- og rúnameistari og ferða-, flökku- og fróðleiksþráin var daglega nærð á fróðleiksvængjum hrafnanna, Hugins og Munins, sem mættu hafa borið nöfn athygli og minnis. Leitin eftir vitsmunum er svo fótstallur þess að geta hagnýtt sér kunnáttuna. „Nú, það mátti ekki minna kosta! Á nú að fara að boða okkur Ásatrú?" segir eflaust einhver, sem kynni að glugga í þessar línur! En það er víðs fjarri mér, að gerast trúboði. Þvert á móti teldi ég tíma afar illa varið, sem í það færi. Allt annað mál er, að bent sé á hliðstæður, ekki sízt þær, sem liggja í augum uppi. Milli þess og að eltast við kreddur og „kategoríur" hinna ýmsu trúflokka, liggur meira en húsavegur! Hvort sem okkur líkar betur eða verr, skulum við bara játa í fullri einlægni, að flestir — líklega allir — bera hið innra með sér ein- hvern grun um það, að fleira sé milli himins og jarðar en við daglega sjáum eða nemum með okkar ófullkomnu skynfærum. Við getum kallað það trú, ef okkur svo sýnist. Það er vandalaust. Vandinn hefst fyrst þegar við ætlum að hneppa gerðir okkar undir þá siðfræði, sem er áhang- andi tilteknum trúarlærdómum. Þar er nefnilega úr anzi mörgu að moða. Og það er einmitt hér, sem allskonar smámunasemi lýstur ótrúlega hart saman. Til er tákn- ræn gamansaga úr okkar fornu fræðum um goðin, sem brutu tá af hrímþursa, köstuðu henni á himin upp og gerðu af henni stjörnu, í sárabætur! Auðvitað breytist hvorki efni né eðli táarinnar, þó hún skipti um stað. Hún var hrímþursatá eftir sem áður. Ætli við höfum ekk nokkuð oft orðið vitni að álíka merkisviðburðum?! Skal eða skal ekki! Það er nokkuð athyglisvert um aðaltrúarbrögð Vesturlanda milli Kyrrahafs að vestan, um Atlanz- ála að Norður-Afríku og þaðan alla götu austur undir Kyrrahaf til endimarka Rússlands, að í reynd eru farvegir siðfræðinnar furðu samhliða. Annarsvegar er reynt að laða fólk til ákveðinna hegðunar með loforðum um dýrð og sælu að lokinni hérvist og hinsvegar að hóta mönnum öllu illu, ef þeir skripli á göngunni, og reyndar er það ekki gert á neinu smáletri! Til þess að fylgja þessu sem fastast eftir, hafa svo trúarhöfð- ingjarnir búið sér til tvö kerfi eða þrjú. Annað til verðlaunaveitinga og hitt til tyftunar, nema kaþólska kirkjan i viðbót einskonar „litla helvíti", sem nefnist hreinsunar- eldur! Það liggur nú í hlutarins eðli, að veslings mannkindin, sem þessu fornu fræði, getur átakalítið skilið þau til fulls gagns og hagnýtt sér ef vilji er til. Þar er gripið á flestum vanda- málum hins daglega lífs, þó að breyttu breytanda sé. Er þar, að sjálfsögðu, átt við að vígaferli og mannráð eru löngu niður lögð. Mér er stórlega til efs, að nokkur þjóð í veröldinni eigi, og a.m.k. ekki nein nærhendis, jafn fjölstrengja hörpu þar sem hóf- semi og mannvit hríslast á hverj- um streng, dagleg fyrirbæri eru hispurslaust rædd, án þess að vafið sé í neina skrúðmælgi, til þess að sýna einhverja dulda vizku eða yfirlæti, en heiður einfaldleiki skín af hverri ljóðlínu. við að leita? trúir, er hér milli steins og sleggju. Utan í þessu kerfum hanga svo allskonar spámenn, til þess að herða enn á krítinni! Enda vantar sízt á, að margur í þeim hópi sé ærið tasvígur og smáskítlegur í túlkunum. „Prestar hinum heimi fra/hulda dóma segja. /En skyldi þeim ekki bregða í brá /blessuðum nær þeir deyja!" kvað Breiðfjörð forðum. Mesta furðu má í öllu þessu verkja, að annaðtveggja skuli mest notað: Lokkanir með há- stemmdum loforðum, hæfustum fyrir óvita, eða grimmilegar hót- anir fallnar til að beygja ístöðu- lausar sálir! Og eru hræðslugæði óhugnanlegt fyrirbæri. Ástæðulaust er að deila um, að margur þarfnast hollra og skyn- samlegra ráða oft og einatt, en trúlega er flóttinn undan helvíti ekki greiðasta leiðin til himnarík- is. Fyrir tæpum þúsund árum sam- þykktu forfeður okkar að skipta um trú, sem alkunna er . Allt gekk það hófsamlegar en í nokkru öðru landi, sem um er vitað og nauð- ungarlítið. Frá þessum tíma eig- um við merkilegar heimildir, sem snerta bæði trúfræði og þó einkum siðfræði, bæði hina æðri og ekki síður það sem kalla mætti sið- fræði hversdagslífsins. Þar er að finna fjölda heil- og hollráða og annarra spekimála. Athyglisvert er, að VÖLUSPÁ leggur þyngsta áhverzlu, ef skoðað er niður í kjölinn á ábyrgð orða og gjörða fyrst og fremst ábyrgð- arinnar vegna, þó að vísu sé drepið á illa vist illþýðis í sölum undnum ormahryggjum og vaðandi eitur- elfur. í öllu þessu er talað tæpitungu- laust og án lokkandi fyrirheita annarra en þeirra, sem heiðarleik- inn ber í sjálfum sér. Því betur sem menn sökkva sér niður í þessi fornu spjöll, því harðar sannfærast allir hugsandi menn um, að þessi fræði eru ekki annað en ávöxtur heiðrar lífsreynslu. Auðvitað kann það að kosta þá, sem þannig eru gerðir, ekki hót að fullyrða að þeir séu jafnkunnugir í Himnaríki og á t.d. Selfossi. En annað mál er, hvaða gildi fyrir þroska mannsins og getu til sæmilegs lífernis, er að hafa fjölyrði um og lýsingar á blómum á eilífðarenginu. Nú eða þá hvort Andskotinn rjóðrar biki og brennisteini á umhverfi sitt, eða kaupi sér árlega nýtízku húsbún- að! Annar eins naglaskapur er held- ur fáfengilegur. Flest erum við í raun hvers- dagsmanneskjur og þurfum engan kinnroða að bera þar fyrir. Af sjálfu leiðir þá, að við leitum hispurslaust hversdaglegra úr- lausna við vanda, sem mætir okkur. Það liggur við, að maður fari hjá sér, að þykjast þurfa að minna á heil og hollræði, sem við höfum átt og löngum haft nokkuð hand- bær í 11 aldir. En þar átt við HÁVAMÁL. Hver sem nennir að rýna í þessi „Það er margur ríkari en hann hyggur.“ Vissulega er alvarlegt íhugun- arefni fyrir okkar þjóð, sem sann- arlega hefur oft orðið á beizku að bíta, án þess að kikna, ef við ætlum nú, þegar rakna tekur úr, að glopra úr höndum okkar því, sem gerði hana að mönnum. Það er ömurlegt, að unga fólkið afsiðist fyrir handvömm þeirra, sem gæta eiga þess á viðkvæmasta æviskeiðinu, bara fyrir hlaup eftir „mýraljósum." Eitt okkar fjölgáf- uðustu og menntuðustu skálda frá liðinni öld, Grímur Thomsen, sem hafði setið við menntalindir álf- unnar vel og lengi, kemst svo að orði í flokki Hemings Ásláksson- ar, sem örlögin sviptu umsjá foreldra á ungum aldri: „Þar var Hemingur til fósturs fenginn, fornum afreksmanni úr Þrændalögum, sem að elskar bæði og agar drenginn, elur hann á fornum kappasögum...“ Mættum við ekki hugleiða þess- ar ljóðlínur ofurlítið áður en við haugum að börnum okkar og unglingum lesefni eins og Barba- papa, Tinna og Ástríki og veltum þeim uppúr Prúðu leikurunum og álíka geðslegheitum?! Það kann að skipta meiri sköp- um en athugað er oft í fljótræði, hvort við ætlum að ala upp apaketti eða menn með mönnum. Við höfum, gáfnafars vegna, enga þörf fyrir að haga okkur eins og fyllirafturinn, sem leitaði undir ljóskersstaur að týndum dýrgrip, aðeins af því að þar var týra, þó hann vissi og viðurkenndi að hann hafði týnt gripnum undir ljóslaus- um staur! Að mínu viti verjum við þeim fjármunum, sem til fræðslu fara, meira en laklega, þó það sé vissulega nokkur glæta, sem fram kemur í aðstoð við þá, sem eru okkar minnstu bræður og systur og mætti þó gera betur. Fræðagutl undir yfirstjórn allskonar „Gúmmí Tarzana" leiðir hinsvegar í eina átt, sem að vísu er hæg, eins og allsstaðar þar sem hallar und- an fæti! Sárast af öllu er að horfa á, að unga fólkinu sé ekki hjálpað til að eignast heilbrigt markmið og inn- rættur metnaður til að keppa að því, en sitt er auðvitað hvað, metnaður eða ofmetnaður. Þó er sá kostur sýna betri að ætla sér það, sem meira reynir á, svo fólki vaxi ásmegin, heldur en að taka aldrei á nema hálfum kröftum. íslendingar hafa verið ólatir að birta minningar sínar. Vel má vera, að allt það svari ekki tilw gildis orðanna. En um það kemur flestum saman, að hóglífið í upp- vextinum hafi litlu skilað fram á leið. Og þá er aftur komið að því, sem fyrst og fremst erti mig til að ræða þessi mál. Þetta sífellda fjas um að ganga í einu og öllu undir börnum og unglingum langt um skör fram og seilast í það sem síður skyldi. Einn angi af þessu eru hin svokölluðu námslán. Vissulega var þeirra þörf, en á engan hátt jafn óskilorðsbundið og raun hefur á orðið. Jafn lítil efni og þjóðin hefur á því, að svelta dugandi námsfólk og hamla framgangi þess, hefur hún engin — bókstaflega engin efni á að ausa í slóða og liðléttinga fé, til þess að slæpast. Það er öllum bókstaflega talað sáluhjálparatr- iði, að til þeirra séu gerðar tilteknar hóflegar kröfur gegn aðstoð, sem menn kunna að æskja og sanna að þeir séu verðugir! Þetta er ákaflega einfalt mál, þó framkvæmd þess gæti velkzt fyrir, ef ekki er tekið á í fullri alvöru. En undirstaðan undir fram- þróun og framgangi þjóðarinnar, er tvímælalaust að unga fólkinu séu veitt vel öguð heimili, sem það nafn er gefandi. Hvað sem öllu fjasi líður um misrétti kynjanna, sem oft og víða er meira tilfundið en raunverulegt, vil ég leyfa mér að heita á alla foreldra og verð- andi foreldra, að gefa börnum sínum fyrst og fremst heimili þar sem þeir, sem eiga að erfa landið geta vaxið upp í skjóli og undir verndarvæng ástvina. Þessu er ekki sízt beint til mæðranna. Það er algjör fásinna, að þær, sem eru fullur helmingur þjóðarinnar, þurfi að vera svo umkomulausar, að þær geti ekki knúið fram önnur skilyrði til lífsframfæris en að grýta afkvæmum sínum í ein- hvern Pétur eða Pál. Og ég vænti þess, að ef til kæmi gætu þær vænzt verðugs stuðnings frá körl- um, ef vilji er til skynsamlegra úrræða. Það vil eg að þessu sinni hafa mín lokaorð í spjallinu. Oddur A. Sigurjónsson Frystihús innan vébanda Sölumiðstöðvarinnar: Mest framleitt hjá ÚA 2 síðastliðin ár ÚTGERÐARFÉLAG Akureyr- inga varð árið 1979 framleiðslu- hæsta frystihúsið innan vébanda SII eins og reyndar einnig árið 1978. Framleiðslan var 6.103 smálestir og verðmæti framleiðsl- unnar rosklega 4,7 milljarðar króna. Á vegum ÍIA eru gerðir út 5 skuttogarar. Fiskiðjuver Bæj- arútgerðar Reykjavikur fram- leiddi 5.815 smálestir að verð- mæti yfir 3.6 milljarðar króna. íshúsfélag lsfirðinga 1.153 smá- lestir fyrir 3,1 milljarð. íshúsfé- lag Bolungarvikur 4.013 smálest- ir fyrir tæplega 3,1 milljarð og Hraðfrystihúsið Norðurtangi á ísafirði framleiddi 3.776 smálest- ir fyrir 2.94 milljarða króna. Af einstökum landsvæðum var mest framleitt á Vestfjörðum, en framleiðslan skiptist sem hér seg- ir eftir landsvæðum: Vestmannaeyjar Smálestir 16.781 Milljónir kr. 9.317 Suðurnes 13.387 8.558 Hafnarfjörður 4.086 2.630 Reykjavík og austan fjalls 17.065 10.005 Akranes 4.152 2.976 Snæfellsnes 5.120 3.487 Vestfirðir 23.219 18.039 Norðurland 15.405 12.006 Austfirðir 8.366 5.973 Alls 107.581 72.991 Framleiðsluverðmætið er miðað við útborgunarverð 1/1—31/12 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.