Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 Ásgeir í>. Ólafsson fyrrv. héraðsdýralæknir: 1907 lauk Hannes prófi, sem landbúnaðarkandidat frá nefnd- um háskóla; starfaði síðan sem ráðunautur fyrir Búnaðarsam- band Vestfjarða frá 1907—1911. 1916 lauk Hannes embættisprófi í dýralækningum frá Landbún.- og dýralæknahásk. í Khöfn. Sama ár (1916) er Hannes skipaður dýra- læknir í Vesturamtinu með búsetu í Stykkishólmi. Búnaðarfél. ísl. lætur nú ekki undir höfuð leggjast að leita álits hins nýskipaða dýralæknis um innfl. búfjár. Bréf Hannesar dýra- læknis dags. 15. nóv. 1916 er langt og ítarlegt. Undirr. vill leyfa sér að taka upp nokkur atriði úr þessu langa bréfi Hannesar dýralæknis. — Eftir að hafa rætt mikið um smitsjúkdóma í búfé kemst dýra- læknirinn svo að orði: Búnaðarblaðið Freyr og þættir um innflutning búfjár til Lslands I. Upphaf Freys Búnaðarblaðið Freyr hóf göngu sína árið 1904. Þeir sem skrifaðir voru útgef- endur 1. árg. 1904 voru: Einar Helgason garðyrkjuráðunautur — þjóðkunnur maður (Einar í Gróðr- arstöðinni), Guðjón Guðmundsson frá Finnbogastöðum í Árnes- hreppi Str.sýslu, ráðunautur hjá Búnaðarfél. Islands og Magnús Einarsson dýralæknir í Suður- og Vesturamtinu. í ávarpi 1. tbl. 1. árg. 1904 segir svo m.a.: Freyr á erindi við alla bændur á íslandi. Freyr veitir færi á að kynnast helztu búnaðarhreyfing- um utanlands og innan. — Freyr ræðir landbúnaðarmál án þess að heyra til neinum ákveðn- um flokki. — Freyr veitir rúm öllum þeim, sem eitthvað nýtilegt hafa fram að bera landbúnaðinum til gagns og þrifa. — Freyr borgar sanngjörn ritlaun öllum sem í hann rita. Freyr kemur út í arkarheftum einu sinni á mánuði. Freyr kostar aðeins 2 krónur um árið. Á því herrans ári 1979 (75 ára afmæli Freys) eru útgefendur blaðsins Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. Dr. Hall- dór Pálsson búnaðarmálastjóri er einn af þremur í útgáfustjórn Freys og kem ég að því seinna. Ritstjóri Freys er nú hinn fjölmenntaði búfræðikandidat Jónas Jónsson frá Yzta-Felli í Suður-Þingeyjarsýslu. Undirritaður hefir verið áskrif- andi að Frey síðan 1928, og líkað allvel, stundum ágætlega. II. Bréfið frá bóndanum nafnlausa Þegar ég var að blaða í 11. tölubl. Freys rakst ég á í þættin- um Bréf frá bændum — bréf til ritstjórans frá bónda og búfræð- ingi sem ekki vill láta nafns síns getið. Bréf þetta virðist hafa komið allharkalega við heimamenn í Búnaðarfél. íslands og þá sér- staklega farið í „fínu taugarnar" á búnaðarmálastjóra dr. H.P. Tilefni bréfsins frá bónda og búfræðingi (nafnlausum) mun vera ritstjórnargrein í 2. tbl. Freys 1979 sem ber yfirskriftina Búnaðarfræðslan. Ekki var það meiningin að taka þau mál (búnaðarfræðslu) til um- ræðu í þessum pistli, þó ég sé þeim málum ofurlítið kunnugur. Þá kem ég að bréfi bóndans og búfræðingsins (nafnlausa). Bún- aðarmálastj. (dr. H.P.) virðist telja það hlutverk sitt að svara þessu bréfi og leiða hinn villuráf- andi bónda í allan sannleika. M.a. telur bóndinn í bréfi sínu að búlærðir menn (hann á þar sennil. við búfræðikandídata eða „bú- vísindamenn" eins og þeir eru „tituleraðir" nú til dags) — hafi greitt götu mæðiveikinnar og um leið s.n. „karakúlsjúkdóma" inn í landið: þ.e.a.s. bóndinn slær þessu fram í spurnarformi og er það að sjálfsögðu órökstutt. Búnaðarmálastj. (H.P.) bregður fljótt við og afgreiðir málið í snarheitum: Sei-sei sei-sei-nei — búnaðar- ráðunautar hafa hvergi komið nærri um innflutning karakúlfjár og þar með saklausir af því að hafa flutt inn s.n. karakúlsjúk- dóma þ.e. mæðiveiki og garnaveiki (Paratubarculosis), það eru aðrir, sem sökina bera af þessum búfjár- innflutningi. „Ef einhverjum má kenna mis- tökin, þá var það of fámenn og vanmenntuð dýralæknastétt sem ekki krafðist nægrar varfærni," — þetta er tekið orðrétt úr svari dr. H.P. til bóndans (nafnlaus). — Málið afgreitt frá Halldóri. Undirritaður telur það ekki rétt að búnaðarblaðið Freyr sé látið flytja grófar blekkingar og sleggjudóma um þessi mál jafnvel þó dr. H.P. skrifi undir nafn sitt. — Þess vegna vil ég leitast við að koma á framfæri nokkrum stað- reyndum og skjalfestum heimild- um varðandi þessi mál, þ.e. inn- flutning á búfé til íslands, fyrr og síðar — og þó einkum um inn- flutning karakúlfjárins. Annars eru þessi mál, þ.e. innflutningur á búfé til íslands, svo yfirgripsmik- il, að engin tök eru á því að gera þeim viðhlítandi skil í stuttri blaðagrein. III. Innflutningur búf jár fyrr og síðar Á 18. og 19. öld var flutt inn sauðfé til Islands. 1757 var stofnað sauðfjárræktarbú að Elliðavatni undir stjórn sænsks manns, Hast- fers baróns. Hastfer flutti inn spáska hrúta og með þeim fjár- kláðann fyrri. Því ævintýri lauk með því að ríkisstjórnin gaf út 1772 tilskipun um niðurskurð á öllu kláðasjúku fé. — Er talið að um 280 þús. sauðfjár hafi farist og verið skorið niður vegna þessa kláðafaraldurs. 1853 komu til landsins 4 lömb — ensk, sem flutt voru að Hraun- gerði í Flóa. Lömb þessi voru kláðasjúk og voru búin að sýkja frá sér fé í Gröf og Elliðadal í Mosfellssveit í flutningnum aust- ur að Hraungerði en þar var lömbunum lógað. Fjárkláðasýk- ingin frá þessum Hraungerðis- lömbum virðist hafa gripið ótrú- lega fljótt um sig. Á árunum 1855—1859 lækkaði sauðfjártala landsmanna um nál. 200 þús. — og enn er kláðinn við lýði (1979) þrátt fyrir vanhugsaða, misheppnaða og mjög dýra útrým- ingartilraun 1903—1905. Nóg um það. Á 20. öld eða nánar tiltekið upp úr 1930 er enn flutt inn sauðfé og einnig nautgripir. Vegna ummæla búnaðarmála- stj. (H.P.) sem ég hefi áður vitnað í og eru að finna í 11. hefti Freys 1979, þykir hlýða að athuga við- horf þeirra dýralækna íslenskra, sem spurðir voru þegar þessi mál voru á döfinni, þ.e. innflutningur á sauðfé til íslands, en þær umræð- ur (og áróður) stóðu yfir alla tíð frá aldamótum til ársins 1931. Magnús Einarsson f. 1870 d. 1927. — Hann lauk embættisprófi frá Dýralæknaháskólanum í Khöfn 1896. Var síðan skipaður dýralæknir yfir Suður- og Vest- ur-amtið með búsetu í Reykjavík; jafnframt ráðunautur lands- stjórnarinnar um allt er varðaði heilbrigðismál búpenings. Þegar frumvarp til laga um heimild ríkisstjórninni til handa um innfl. á sauðfé var lagt fram á Alþingi 21. febr. 1931, fórust forsætis- og atvinnumálaráðh. Tryggva Þórhallssyni svo orð: „Á meðan Magnúsar Einarsson- ar dýralæknis naut við, lagðist hann mjög fast á móti innflutn- ingi sauðfjár og þar sem hann var ráðunautur stjórnarinnar um þess mál var ekki nema eðlilegt að landsstjórnin tæki í sama streng ...“ Á Búnaðarþingi 1907 er innfl. sauðfjár til umræðu og út af erindi Hallgríms Þorbergssonar um það mál óskar stjórn Búnað- arfél. íslands eftir umsögn Magn- úsar Einarssonar dýralæknis varðandi þennan innfl. — Magnús skrifar svo til stjórnar Búnaðar- fél. ísl. ítarlegt bréf. Niðurlag bréfsins hljóðar svo: „Sjúkdóms- hættur eru mér út af fyrir sig næg ástæða til þess að leggjast á móti því, að undanþágur séu veittar frá bannlögunum frá 1905 um inn- flutning búpenings, enda væri hörmung að vita til þess ef það hlytist af lítt gagnlegum tilraun- um eða nýjungagirni, að ísland fengi til sín fleiri eða færri af þeim búpeningskvillum sem það er nú algerlega laust við og stórþjóð- irnar kosta offjár til að losast við, og gengur illa samt. Ég verð því samkvæmt framansögðu að ráða háttv. Búnaðarfél. ísl. eindregið frá því að greiða fyrir þessum og sams konar tilraunum og skal geta þess að ég mun svara á sama hátt, ef erindi þetta verður sent landsstjórninni og kemur til mín úr þeirri átt. Virðingarfyllst Magnús Einarsson Umræður um innfl. sauðfjár voru til umræðu á flestum ef ekki öllum Búnaðarþingum frá 1907— 1931. Út af ályktun Búnaðarþings 1915 ritaði stjórnarnefnd Búnað- arfél. ísl. dýralæknum í Reykjavík og á Akureyri; Magnúsi Einars- syni og Sigurði Einarssyni Hlíðar, 7. ágúst s.á. hvorum um sig svolátandi bréf: „Búfjárræktarnefnd á Búnað- arþingi í sumar lét þá ósk í ljósi að félagsstjórnir (B.I.) gengjust fyrir því, að fá fullnaðarvitneskju um þau vandræði, er á því eru, sakir sýkingarhættu, að flytja inn kyn- bótapening til takmarkaðrar kyn- blöndunar. Búnaðarrit 30. árg. 1916 Dýralæknarnir urðu báðir vel við þessari málaleitan. Sigurður Einarsson Hlíðar f. 1885, d. 1962. — Lauk embættis- prófi við Dýralæknahásk. í Khöfn 1910. Sama ár skipaður dýralækn- ir í Norðlendinga- og Austfirð- ingafjórðungi með búsetu á Akur- eyri. Skipaður yfirdýralæknir 1943. Sigurður var fulltrúi á Bún- aðarþingi frá 1919—1931. Alþing- ismaður var hann frá 1937—1949. Sigurður Hlíðar tekur upp í svar- bréfi sínu til B.I. ýmsa smitandi sjúkdóma. Teiur Sigurður örugg- asta ráðið algjört innflutnings- bann á alidýrum — en verði innflutningur leyfður þurfi að vera tryggilega um hnútana búið varðandi sjúkdómahættuna. — Sigurður Hlíðar endar bréf sitt á þessum orðum: „Aftur á móti geta sjúkdómsor- sakir verið til staðar í innfluttum alidýrum en sem ekki er á valdi dýralækna að varast...“ Búnaðarrit 30. árg. 1916. Magnús Einarsson vísar til bréfs er hann hafi áður skrifað Búnaðarfél. ísl. og birt í 6. árg. Freys — ennfr. blaðagreinar um þessi mál (í Lögréttu) og hefir hann ekki skipt um skoðun varð- andi hættuna af slíkum innflutn- ingi. Niðurlagsorðin í bréfi Magnúsar eru þannig: „En það virðist mér einsætt að þau stjórnvöld, sem um mál þetta eiga að fjalla hafi skyldu til að fara að öllu gætilega og rasa ekki fyrir ráð fram þvi vel gæti af því hiotist það tjón, sem seint yrði hætt.“ Búnaðarrit 30. árg. 1916. Nú kemur til sögunnar nýr dýralæknir, Hannes Jónsson f. 1883 — d. 1942. Hannes stundaði nám við Landbúnaðar- og dýra- læknaháskólann í Khöfn. Arið „Loks skal ég leyfa mér að benda á það, að sýkiefnið getur flutzt með dýrunum löngu eftir að sjálfur sjúkdómurinn er batnaður. Sem dæmi skal ég nefna „munn- og klaufasýkina"; — hann heldur áfram: „af þessu, sem ég nú hefi nefnt ætti það að vera Ijóst, að það er með öllu ómögulegt að búa svo um hnútana, að sýking geti ekki átt sér stað við innflutning búfjár. Fjölmarga sjúkdóma ætti að vera hægt að forðast, ef rétt er að farið, en ef til vill eru jafnmargir sjúkdómar þess eðlis, að ómögu- legt er að gefa nokkra tryggingu fyrir því, að þeir geti ekki flutzt inn í landið með aðfluttum búpen- ingi.“ Hannes bendir réttilega á, að þar stangist: annars vegar bannaður innfl. á búfé, en á hinn bóginn leyfður innflutningur á ýmsu er sýkiefni geti borist með, eins og t.d. heyi, hálmi og ýmsum umbúðum, bendir ennfr. á miltis- brunatilfellin, sem voru svo að segja árviss víða um land meðan leyfður var innflutningur á ósút- uðum húðum. Og enn segir Hannes: „Að lok- um skal ég leyfa mér að taka fram, að ómögulegt er að flytja inn búfé, án þess að því sé samfara meiri eða minni hætta á innfl. búfjársjúkdóma; að vér útilokum engan veginn hættu þessa að öllu leyti, þótt vér bönnum innfl. búfjár, á meðan vér leyfum ótak- markaðan innflutning ýmissar vöru, sem sýkingarhætta fylgir, að full þörf væri á því, að gera ráðstafanir til að minnka hættu þessa, og að minnka mætti mjög mikið sýkingarhættuna við inn- flutning búfjár, ef hann væri mjög takmarkaður og bundinn ströng- um varúðarreglum." Búnaðarrit 31. árg. 1917. Magn- ús Einarsson dó 2. okt. 1927. Hannes Jónsson var settur dýra- læknir í Sunnlendingafjórðungi 3. nóv. S.á. skipaður í embættið 12. júlí 1928, jafnframt ráðunautur ríkisstjórnarinnar í öllu viðkom- andi búpeningssjúkdómum, sótt- vörnum o.fl. — Meðal annars samdi Hannes frumvarp til laga um varnir gegn munn- og klaufa- sýki, ennfr. átti hann þátt í að semja reglugerðir í sambandi við afurðasölulögin 1934—’35. Mér hefir orðið nokkuð tíðrætt um þessa 3 dýralækna, en álits þeirra var leitað er innflutningur sauðfjár var mest til umræðu á Búnaðarþingum, enda voru þessir menn ekki neinir ómerkingar. Segja má, að staðið hafi í þófi um þennan búfjárinnflutning í nærri þrjá áratugi, sem lauk með því, að á Alþingi 1931, voru samþykkt lög um innflutning sauðfjár frá Bretlandi, til slátur- fjárbóta (einblendingsrækt).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.