Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 24
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 Sverrir Runólfsson: Hver er ábyrgur? Eitt mesta hagsmunamál ungs .fólks er að eignast þak yfir höfuðið, með hagkvæmum kjörum. Nú það eru nokkrar leiðir til að ná þessu fram en allar eru þær nokkuð erfiðar, því lánakerfið stendur víst í þeirri meiningu að fólk hafi lítið annað að gera en að standa upp fyrir haus í steypu- vinnu og öðru sem tilheyrir bygg- ingariðnaðinum, þegar það hefur smástund frá brauðstritinu, þó að allir viti, að fyrir venjulega laun- þega þyrfti sólarhringurinn að vera 36 klukkustundir eða lengri, til að vinna sér inn fyrir nauð- þurftum. Þessi þrældómur bitnar svo mest á heilbrigðU fjölskyldu- lífi. Nú látum það vera að ungt fólk leggi á sig smá aukavinnu til að ná takmarkinu til svokallaðra lífsgæða, þ.á m. eigið húsnæði. En svo kemur vandamálið ef valin hefur verið steinsteypa til bygg- ingarinnar, því það er auðséð að enginn er tryggður fyrir því að þurfa ekki að byggja annað hús utan um það fyrra, vegna þeirra „alkali" (krabbameins) skemmda sem orsakast hafa frá því að fylgja ekki settum reglum við framleiðslu á steinsteypu. Það er bara happa- og glappaaðferðin, sem sker úr því hvort húsið hrynur eða ekki. Þessar steypu- skemmdir sem eru að koma í ljós, eru eitt stærsta hneyksli hér á landi, þó af mörgu sé að taka. Og þar með verður það eitt kostnað- arsamasta mál þjóðarinnar. Kemur þá að spurningunni: Hver er ábyrgur? Nr. 1) er það byggingameistari ríkisins fyrir það að heimila sölu á ónýtri steypu? Nr. 2) eru það steypu- stöðvarnar fyrir það að selja ónýta steypu? Nr. 3) er það byggingarmeistarinn fyrir að kaupa ónýta steypu? Nr. 4) er það byggingareftirlitið fyrir að láta ekki rífa niður þá steypu sem ekki hefur verið framleidd samkvæmt reglum? Nr. 5) eða er það aura- ingja íbúðarkaupandinn og þar með byggingarfélög þ.á m. verka- mannabústaðafélög, sem í sakleysi sínu héldu að þeir væru að versla við fagmenn? Þau yfir tuttugu ár sem ég vann í samvinnu við fyrirtækið sem framleiðir steypu m.a. í skýja- kljúfana í Los Angeles, sem er eitt mesta jarðskjálftasvæði í heimi, sá ég aldrei staðið að steypufram- leiðslu eins og gert er hér á landi. Forvitnin kom upp í mér að vita hvort framleiðendur hefðu heim- ild til að selja þá steypu sem þeir voru að framleiða til íbúða (class A concrete). Allir sögðu það sama, að þetta væri allt í lagi hér á landi. Þetta kom mér vitaskuld ein- kennilega fyrir sjónir, því ég hafði einu sinni ekki séð þannig að staðið við byggingu útihúsa. Það var engin ástæða fyrir mig að rengja þessa menn. Enda var þá nóg á minni könnu, eins og margir vita. Nú hefur heyrst að pólitíkus- arnir séu að hugsa um að skemmdirnar borgist með al- mannafé, með því að hækka sölu- skattinn enn einu sinni, og ég spyr þess vegna: Hvar á þetta að enda? Það er af og frá, að það fólk sem á ekki og hefur aldrei átt húsnæði, borgi fyrir þessi mistök. Því óhappa fólki sem hefur lent og mun lenda í skemmdunum ætti að hjálpa með lánum frá bjargræð- issjóði t.d. til allt að þrjátíu ára sem væru frádraganleg frá skatti, eins og fólkið borgaði lánin til baka. Það er sagt að eftir hausun- um dansi limirnir og þess vegna er hægt að kenna hinu óábyrga pólitíska kerfi um mistökin. Það er breytingar þörf. Skólaslit í Skálholti VETRARSTARFI lýðháskóla í Skálholti lauk fimmtudag- inn 1. maí s.l. Hófst skóla- slitaathöfn með guðsþjónustu í sal, en að henni lokinni fluttu nemendur samfellda dagskrá. er þeir nefndu „Vor í ljóðum“. Þessu næst talaði formaður Skálholtsskólafé- lagsins. Þórarinn Þórarins- son, fyrrum skólastjóri. Árn- aði hann nemendum heilla og færði Skálholtsskóla að gjöf nýtt kennslutæki, myndvarpa af sérstakri gerð. Þá fluttu nemendur ávörp og afhentu skólanum gjafir að skilnaði. í skólaslitaræðu drap rektor á helstu viðburði vetrarins og orðfærði stuttlega þau sér- kenni lýðháskóla, sem kapp- kostað er að hafa í heiðri í Skálholti. Nemendur skólans urðu á vetrinum 44 talsins, þar af 26 í lýðháskóladeild á aldrinum 17 til 46 ára. Fastir kennarar eru þrír, en stunda- kennarar fjórir. Fjöldi fyrir- lesara sótti skólann heim á vetrinum, enda eru fyrirlestr- ar um ýmis efni fastur liður á stundaskrá skólans.. Umfangsmesta félagslegt viðfangsefni Skálhyltinga á vetrinum var að vanda skóla- leikurinn, en að þessu sinni var þar um að ræða gaman- leikinn „Fjötur um fót“ eftir norska skáldið Oskar Braaten. Sjónleikur þessi var frum- sýndur á hinu árlega móti Nemendasambands Skálholts- skóla, er haldið var í marslok, en síðar var leikurinn fluttur í félagsheimilinu Aratungu. Að öðru leyti dafnaði félagslíf — eða heimilislíf, eins og lýð- háskólamenn kjósa að nefna það — dável á vetrinum. Fjölbreyttar tónlistariðkanir voru í frammi hafðar, skóla- blöð gefin út, málfundir tíðir, ekki síst í tengslum við hið árlega félagsmálanámskeið skólans, og ferðir margar farnar. Vetrarlangt unnu nemendur undir forystu Guð- mundar Yngvasonar, skóla- umsjónarmanns, að gerð heimildakvikmyndar um lýð- háskólahald í Skálholti, og er kvikmynd sú nær fullgerð nú. Tvívegis komu nemendur fram í útvarpsþáttum á vetrinum, og fleira mætti telja. Sumarstarf í Skálholtsskóla verður pieð áþekkum hætti og verið hefur. Miðskóladeild starfar til 23. maí, en úr því hefjast ýmiss konar námskeið, fundir og ráðstefnur. Raunar hefur hin fyrsta samvist þegar átt sér stað, en skáld og rithöfundar dvöldu í Skál- holtsskóla dagana 2. til 4. maí, ásamt ritstjórum dagblaða og nokkrum guðfræðingum. Var þá fjallað um trúarleg við- fangsefni í íslenskum nútíma- bókmenntum. Að ráðstefnu þessari stóð ritstjórn Kirkju- ritsins. Helztu fiskveiði- þjóðir heims 1978 Japan 10.752.163 1 10.763.358 1 Sovétríkin 8.929.754 2 9.352.204 2 Kína 4.660.000 3 4.700.000 3 Bandaríkin 3.511.719 4 3.085.211 5 Perú 3.364.843 5 2.540.675 7 Noregur 2.647.074 6 3.460.013 4 Indland 2.367.852 7 2.311.869 6 Suður-Kórea 2.350.778 8 2.419.019 8 Thailand 2.264.000 9 2.189.907 9 Danmörk 1.745.474 10 1.806.612 10 Chile 1.698.484 11 1.398.953 16 Indónesía 1.655.000 12 1.571.852 12 Norður-Kórea 1.600.000* 13 1.600.000* 11 ísland 1.579.019 14 1.378.182 15 Filipseyjar 1.558.383 15 1.510.789 13 Kanada 1.406.757 16 1.270.027 17 Spánn 1.379.882 17 1.393.793 14 S-Afríka og Namibía 1.035.444 18 1.007.230 19 Bretland 1.027.330 19 992.710 20 Víetnam 1.013.500* 20 1.013.500* 18 Formósa 900.000 21 854.784 21 Brazilía 857.971 22 748.487 24 Frakkland 795.581 23 760.323 23 Mexíkó 752.490 24 670.096 25 Bangladesh 640.000 25 835.000 22 Pólland 571.397 26 654.828 26 Malasía 565.995 27 499.148 29 Burma 540.500 28 518.700 27 Argentína 537.323 29 392.466 32 Nígería 518.567 30 504.024 28 Ecuador 475.500* 31 475.500* 30 V-Þýskaland 411.918 32 432.089 31 Ítalía 401.958 33 380.028 32 Senegal 345.772 34 288.843 36 Holland 324.436 35 313.044 34 Færeyjar 318.142 36 310.281 35 Pakistan 293.029 37 269.958 37 Marokkó 292.185 38 260.617 40 Tanzanía 287.150 39 261.025 39 Ghana 264.029 40 268.143 38 Alls veitt í heiminum 72.379.500 71.212.900 Á ÞESSARI töflu eru 40 helztu fiskveiðiþjóðir heims, sé miðað við heildarafla allra fiskteg- unda, sem bárust á land i viðkomandi riki á árinu 1978. Samsvarandi tölur fylgja einn- ig fyrir 1977, og má þannig sjá innbyrðis breytingar á röðun landanna milli ára. Upplýs- ingarnar í töflunni eru fengnar úr aflaskýrslum Matvælastofn- unar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Eins og lesa má af töflunni eru íslendingar í 14. sæti 1978, en voru í 15. sæti 1977. Aflaaukn- ingin er 20.000 tonn, en árið 1978 heimsaflinn einni milljón smá- lesta meiri en 1977. Greinilega kemur fram hversu fiskafli Rússa og Norðmanna hefur dregist saman 1978, og hversu mikii aukningin er hjá Banda- ríkjamönnum og Kanada- mönnum. Fiskafli Englendinga, Skota og Norður-íra er ekki sundurgreindur í skýrslu FAO og því birt á listanum ein safntala fyrir Bretland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.