Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 4* / / . juni Bls. 32-72 Eyðileggingin Mike Gawda hefur fundiö bílflak í nágrenni fjallsins. Bíllinn reyndist mannlaus. Gawda var aö leita aö týnd- um ættingjum. Vitaö er um aö minnsta kosti þrjá tugi manna týndum ættingjum, sem uröu gosinu aö bráö, en svo margra er ennþá sakn- aö, aö menn óttast aö dán- artalan nái hundraðinu. Enn kann að draga til tíðinda í eldhringnum Norðvesturhéruðin við Kyrrahafið eru hægt og með harmkvælum að losa sig undan nokkrum milljónum tonna af eldf jallaösku, þar er að verki heill herskari manna sem notar jarðýtur, snjóplóga og þyrlur. Ennþá stafar 60.000 íbúum Toutleárdalsins hætta af stíflu sem myndaðist úr jarðefnum við hið geysiöfluga gos úr St. Helenarfjalli þann 18. maí s.l. Það rýkur enn úr eldf jallinu mikla og hvenær sem er gæti það þeytt mörgum tonnum af leðju ofan í lónið þannig að flóð hlypi fram! William Scobie OBSERVER Vísindamenn segja nú, að sprengingin í St. Helenarfjalli, 65 km fyrir norðan Vancouver í Washingtonríki, hafi verið 2.500 sinnum öflugri en sprengjan sem varpað var á Hiroshima. Fjallið hefur þegar spúð jafnmikilli ösku og grjóti og Vesúvíus árið 79 f. K. Carter forseti sem flaug yfir eyðileggingarsvæðin frá her- flugvelli í þessari smáborg við Columbíaána á fimmtudaginn, hefur lýst Washingtonríki neyð- arsvæði. Yfirvöld telja látna 29, sem segja að talan gæti auðveld- lega hækkað upp í 100, svo margra er enn saknað. „Það er óvíst að við komumst nokkurn tíman að því hversu mörg lík eru þarna“, sagði björg- unarmaður nokkur og benti í átt til hins 400 ferkílómetra svæðis þar sem eyðingin er alger, þar sem gildir trjábolir liggja eins og hráviði og hitinn rúmlega hálfum metra undir yfirborðinu er enn 140°c. Árvatn mælist allt að 33 stiga heitt og dauðir fiskar fljóta á yfirborðinu. Bráðabirgðatölur um tjón eru upp á milljarða dollara. hundruð heimili, vegir og brýr skoluðust burt í heitu leðjufíóði. Askan, sem sums staðar er 18 cm djúp, liggur yfir uppskerunni frá ald- ingörðum Washingtonríkis til kornekranna í Miðvesturríkjun- um. Smábæir 110—120 km fyrir austan eldfjallið líta út eins og hellt hafi verið úr risa-ryksugu- pokum yfir þær. í Yakima (þar búa 43.00 manns) vógu frétta- menn rúmfet (0,09 rúmmetra) af ösku, hún vóg 45 kg, síðan reiknuöu þeir út að askan sem féll á þennan eina bæ hafi vegið um 600.000 tonn. Utan á einni verslun var skilti sem á stóð „Aska úr St. Helena- fjalli til sölu“. Engir kaupendur sýndu sig. Á ekrunum börðu verkamenn í kirsuberja- og epla- tré hlaðin ávöxtum, til að hrista af þeim öskuna. „Ef skola á öskuna af, verður hún eins og steypa", sagði einn bóndinn. I kæfandi hitanum, sem er nær 30 gráður á celsíus er fólk með höfuðklúta og andlitsgrímur, snjóplógarnir sem ýta öskunni í hauga þyrla upp rykskýjum sem setjast í vitin. Þar sem áður var blómlegasta og grænasta svæði Bandaríkjanna er nú allt grátt og hvítt eins og svartlistarmynd. Timburiðnaðurinn, sem undir- stöðuatvinnuvegur, hefur orðið fyrir miklu áfalli. Tapið er metið á meira en 200 milljón dollara, og það mun enn auka á samdráttinn í efnahagslífinu hér. Ekki var tekið vel í þá hvetj- andi hugmynd Carters forseta að sá tími kæmi að St. Helenarfjall yrði „eftirsóttur ferðamanna- staður". Embættismenn, sem voru í för með Carter, fengu að heyra reiðilegar kvartanir fólks um að mistök af hálfu stjórn- valda og hersins hefðu valdið töfum við leitar- og björgunar- starfið. Fyrstu dagana misstu ýmsir stjórn á skapi sínu. Meðan 6000 manns flýðu eða voru fluttir á brott gagnrýndu menn aðgerðirn- ar ákaft og sögðu þær ónógar og ruglingslegar. Þyrlur hringsóluðu í loftinu og náðu ekki sambandi við menn á jörðu niðri þar sem tíðnisvið fjarskiptatækjanna var mismunandi. Þjóðvarðliðar og björgunarsveitir heimamanna komu sér ekki saman um leitar- aðferðir. Reiðir ættingjar þeirra sem saknað var stofnuðu sína eigin leitarflokka og gengu í berhögg við bann yfirvalda gegn því að fara til hættustaða. Tugir manna voru ennþá tepptir við rætur eldfjallsins seint í vikunni (þ.e. í síðustu viku) og biðu þess að komast á brott flugleiðis. Þoka, lokaðir flugvellir, tepptir vegir og 10 km hámarkshraði, sem fyrirskipaður var til að koma í veg fyrir að rykið þyrlaðist upp, allt þetta hindraði umferð. Col- umbíaáin, sem er lífæð viðskipta í norðvesturhéruðunum, er lokað skipum, leðja og aska hafa grynnt djúpálinn svo hann er aðeins 4% metri. En hið geysistóra ösku- og gasský frá upphafssprenging- unni, sem reif 360 metra ofan af 3000 metra háu fjallinu, barst í átt til Evrópu og vísindamenn fóru að huga að afleiðingum gossins ef litið er til lengri tíma. Skýið er ekki lengur svo þétt að það valdi áberandi úrfelli. Það samanstendur aðallega af brenni- steinsgufum sem á næstu mánuð- um munu breiðast út yfir norður- hveli jarðar í háloftunum í 18 til 21 km hæð. Ymsir vísindamenn spá lítils- háttar kólnun í gufuhvolfi jarðar. „Krakatá áhrifum" sem menn tóku eftir t kjölfar eldgossins 1893, og nokkrum köldum vetr- um. Aðrir búast við aukningu á súru regni sem er nú þegar umhverfisvandamál í Bandaríkj- unum. Mörg tonn af brennisteins- gufum leystust úr læðingi. í sólarljósi bindast þær vatnsgufu og mynda brennisteinssúra smá- dropa. Jarðskjálftafræðingar segja að eldgosið í St. Helenu sé enn ein sönnun þess að „eldhringurinn", eldfjallakeðjan mikla umhverfis Kyrrahafið, sé riú á mjög virku skeiði. Gos koma í bylgjum, segir Dr. Reid Bryson, sérfræðingur við Wisconsinháskóla, og er oft samfara jarðskjálftum. Þessi orð hafa valdið mönnum á vesturströndinni áhyggjum, í Kaliforníu hafa vísindamenn ný- lega sagt frá óvenjumikilli virkni meðfram San Andreas sprung- unni, aukning hefur orðið á smá- skjálftum, einkennilegar breyt- ingar á jarðgrunni og harðara misgengi í hinum miklu berg- spildum meðfram sprungunni. Enginn veit hvað þetta boðar. Eldgosið í St. Helenu hefur einnig vakið áhyggjur um öryggi skíðastaða, gistihúsa og íbúðar- húsa sem á undanförnum árum hafa risið í hlíðum annarra eld- fjalla í Cascadefjallgarðinum. Þau gætu vaknað úr dvala hve- nær sem er, eins og Lassenfjall í Kaliforníu gerði árið 1914 eftir jarðskjálftann í San Fransisco árið 1906. Shasta, fjallið mikla á mörkum Oregon og Kaliforníu, hefur gosið 13 sinnum á síðustu 10.000 árum. „Áhættan sem er fyrir hendi er vissulega raunveruleg" segir jarðfræðingurinn Donal Mullin- eux, sem starfar fyrir bandarísku stjórnina. Meðan hreinsunaraðgerðum er haldið áfram fylgjast íbúar Vest- urríkjanna náið með St. Helenar- fjalli og hættum þess. Dwight Grandell, æðsti maður Jarðfræði- stofnunar Bandaríkjanna á staðnum, telur að hraungos gæti orðið næst, eða að þak úr hrauni gæti myndast í gígnum og lokað eldfjallinu, en það gæti skapað hættu á nýjum sprengingum eftir nokkrar vikur eða mánuði. Aftur heyrðust skruðningar úr fjallinu seint í síðustu viku. Vísindamenn sögðu að bráðið grjót gæti enn verið komið á hreyfingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.