Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 Alfred Hitchcock (1972) Ólafur M. Jóhannesson: Alfred Hitchcock Að skoða tímann er líkt og að fara í Tívolí að skjóta karla með boltum. Alltaf hittirðu einhvern en þá ris upp annar eins í framan með sama brosið. Þannig eru aldirnar samansettar af ör- fáum andlitum. Þau hverfa en koma ætíð aftur. Verða líkt og táknmyndir allra manna. Hinna nafnlausu andlita sem hverfa að eilífu þegar boltinn hittir. Þrjú andlit í því púsluspili sem er tuttugasta öldin hafa fallið, fyrir boltanum stærsta á skömmum tíma, fyrst Sartre, þá Hitchock, loks Tító. Og við lifum nú á andlitslausri öld, öld þar sem menn fá senn ásjónur úr vélum. Slíkt verður ekki hægt að skjóta niður með boltum, aðeins tölvu- stýrðum rafboðum sem hitta alls staðar og hvergi, síst í hjarta mannsins þar sem hann geymir andlit þeirra sem hann getur ekki gleymt. Og hver getur gleymt Hitchock. Ekki sá sem hefur klipið sessunautinn í bíó af hræðslu eina stundina en hlegið hina. Lífspunktar Alfred Joseph Hitchcock fæddist í London 13. ágúst 1899. Faðir hans William Hitchcock verslaði með fiðurfé og flutti inn ávexti. Sem drengur virðist Hitchcock hafa verið haldinn ákafri ferðaástríðu. Því þegar 8 ára hafði hann ferðast með öllum strætisvagnaleiðum Lund- úna og rannsakað hvern slipp og hverja byggju við Thames. Fylgdist hann nákvæmlega með öllum ferðum breska kaupskipa- flotans með því að kaupa dag- legan upplýsingabækling frá Konunglega siglingamálaráðu- neytinu. Nú allt var svo sam- viskusamlega merkt inn á risa- stórt kort heima í stofu. Sína formlegu menntun hlaut Hitch- cock svo í St. Ignatious College og síðar í Lundúnaháskóla. Þar lagði hann stund á fög Sem leiddu hann í rafmagnsverk- fræði, en einnig gaf hann á þessum tíma gaum að listnámi, siglingafræði, hagfræði og stjórnmálafræði. Fyrsta starf Hitchcock að loknu háskólanámi var hjá ein- hverslags raflagnafyrirtæki sem tæknilegur ráðgjafi. En raf- lagnabisnessinn hentaði honum ekki, listgyðjan í því sérstæða ljósi sem hann sá hana lokkaði. Og hann ræður sig á auglýs- ingastofu stórverslunar við upp- setningu og útlitshönnun. Laun- in voru svo sem ekkert að hrópa húrra fyrir 15 shillingar á viku. Nú en uppúr 1920 hefjast faðmlögin við listgyðjuna fyrir alvöru, er hann ræður sig við ýmis störf hjá „The Famous Players-Lasky Company" (Nú Paramount) og síðar hjá Gains- borough Pictures í Islington. Árið 1925 markar spor í ferli hans, er hann stjórnar sinni fyrstu mynd, „The Pleasure Gar- den“, sem var gerð í Munchen. Og nú rekur hver myndin aðra, m.a. „Murder, The Ting, Juno and The Paycock(?), The Manx- man, Rich and Strange, The Woman Alone, The Blackguard, Downhill...“ og fyrsta almenni- lega breska talmyndin „Black- mail" gerð af British Interna- tional. Listamaðurinn Hitchcock er farinn að verkja athygli, sérstaklega á sviði spennu- mynda, en meðbyr eftirtektar- innar blæs ekki í seglin að neinu marki fyrr en á árunum 1935— 1938 er hinn brezki angi Gaumont-samsteypunnar fær hann sem leikstjóra að myndun- um The Lady Vanishes, The Man Who Knew Too Much, Secret Agent, Sabotage, The Girl Was Young og The 39 Steps. Síðast- nefnda myndin hlaut viðurkenn- ingu sem best stýrða myndin 1938 af gagnrýnendum New York borgar. Nú er hann kominn undir smásjá gullgæsarinnar í kvikmyndaiðnaðinum og hann undirritar í Hollywood sama ár samning upp á 5 myndir við Selznick-International. Næsta ár 1939 sest hann að í Bandaríkjun- um til frambúðar og hér verður Hitchcock til, eitt af þeim and- litum sem við teljum tímann með og mörkum aldirnar. í mynd eftir mynd þrýstir hann ímynd sinni í vitund okkar, hún verður samrunnin hryllingssen- um á borð við sturtumorðið úr „Psycho", eltingarleik flugvélar- innar yfir akrinum við Gary Grant í „North by Northwest", árás fuglanna á Melanie Daniels í símklefanum úr „The Birds", en samt verður ímynd hans ekki vonda mannsins í vitund okkar. Miklu fremur afans sem segir draugasögur. Og afar veru ekki vondir menn. Lífssýn Við erum nú eiginlega komin að manninum bak við myndina. Ósýnilega manninum í tívolí sem afhendir okkur boltana og réttir jafnframt við kallana sem skjóta skal. Getum við ratað um völ- undarhús þeirrar hugsunar sem hefur með aðstoð einfaldra tæknibrellna hrætt fleiri jarðar- búa en nokkur önnur. Sjón- varpsspyrla spurði eitt sinn Hitchcock hvað hann hræddist mest. 1. Lítil börn. 2. Löggumenn. 3. Há hús. 4. Að næsta myndin mín verði ekki eins góð og sú sein- asta. Þetta svar er gert fyrir vel- borgaða ímynd sjónvarsins. Við komumst nær hinu sanna er við leitum í viðtölum meistarans við sálufélaga. í einu slíku við Francois Truffaut segir Hitchc- ock er Truffaut spyr hann hvers konar maður faðir hans hafi verið. Segjum að hann hafi verið vondur á taugum. Hvað annað get ég sagt þér? Nú en svo við víkjum að fjölskyldu minni sem slíkri, þá var leikhúsið hennar yndi. Þegar ég hugsa til baka held ég að við höfum verið fremur sérvitur hópur. Hvað sem því líður, þá var ég það sem kallað er þægt barn. í fjöl- skylduboðum sat ég þögull út i horni. Ég horfði vel á allt sem gerðist. Eg hef alltaf verið þann- ig og er reyndar enn. Ég gerði lítið af því að breiða úr mér. Ætli ég hafi ekki verið einfari. Ég man t.d. ekki eftir að hafa átt leikfélaga. Ég lék mér einn, og bjó til mina eigin leiki. Ég var bara smástrákur þegar foreldrar mínir sendu mig í St. Ignatius skólann. Hann var rek- inn af Jesúítum. Fjölskylda mín var katólsk og sjáðu til, í Eng- landi er slíkt í sjálfu sér álitið sérviska. Það hefur sennilega verið er ég dvaldi með Jesúítun- um að hin sterka óttatilfinning sem ég ber ætíð, þróðaist með mér — svona siðferðilegur ótti við að lenda í einhverju illu. Ég var sífellt að forðast það ... Já, af hverju? (Hristir hausinn). Sennilega ... vegna líkamlegs ótta. Mér hraust hugur við líkamlegri refsingu. Á þessum tíma notuðu þeir keðjur, gerðar úr mjög hörðu gúmmíi. Ég held reyndar að Jesúítarnir noti þær enn. Refsingarnar voru ekki framkvæmdar með höppum og glöppum í þessum herbúðum, það var fremur eins og við værum sakamenn að afplána dóm. Okkur var sagt að mæta hjá yfirmanninum þegar kennslustund var lokið. Hann skráði síðan nafn okkar í kladda innvirðulega ásamt fyrirhugaðri refsingu. Svo beiðst þú allan daginn eftir „athöfninni". Hvað ætli margar milljónir hafi beðið eftir refsingunni, horfandi á Hitchcock-mynd. Beðið skjálfandi eftir öskrinu, blóðinu, hnífnum sem sker hold- ið. Fastir í hinni grjóthörðu gúmmikeðju óttans. Litlu dreng- irnir í Jesúítaskólanum hlógu ekki þegar gúmmíkeðjurnar smullu á líkömum þeirra. Fólkið sem sér slíkar keðjur hvína á bökum annarra jafnaldra sinna en finnur þær ekki sjálft getur leyft sér að hlæja. Þannig fær það á vissan hátt útrás fyrir ótta sinn. Myndir Hitchcocks með öllum sínum hryllingi, blóði, hjartabítandi spennu eru þannig eicki neikvæðar. Þær eru ein- faldlega spegill sem manneskjan getur séð sína óttalegustu martraðir svart á hvítu, jafnvel hlegið að þeim. Því draumar okkar stundlcgra vera eru af sama toga og meistara Hitch- cock. Þeir eru sprottnir af sama myrka aflinu sem við öll óttumst en hann einn fékk andlit. Og nú ertu Hitchock máske kominn í samlíf við þetta myrka afl, sem þú barðist við í öllum þínum 53 kvikmyndum okkur hinum til skemmtunar. Þér ætti ekki að bregða nógu vandlega voru lýsingarnar unnar, með tveim vélriturum sem negldu niður fyrirmæli um hvert skot, hverja sviðsmynd. Og leikurum sem þú stjórnaðir eins og „brúð- um“. Nú en ef svo skyldi vilja til að þú hefðir farið með lyftunni „upp“ þá hefurðu vafalaust frá ýmsu að segja. Ég get reyndar ímyndað mér að þú sitjir þar í mestu makindum á þægilegu skýi og lesir The Times. Búinn að fá nóg af neðsta heiminum og miðheiminum, varstu þar ann- ars nokkruntímann? Hitchcock með uppáhalds leikara sínum Cary Grant (1942). Tímaritið Skák: Fyrsta helgarskák- mótið á Suðurnesjum FYRSTA helgarskákmót Tíma- ritsins Skákar verður í Fjðl- brautarskóla Suðurnesja um helgina, en meðal þátttakenda verða stórmeistararnir Friðrik ólafsson og Guðmundur Sigur- jónsson, alþjóðlegu meistararnir Helgi ólafsson, Ingi R. Jóhanns- son, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson Islandsmcistari. Tefldar verða sjð umferðir eftir Monrad-kerfi á föstudag, laugardag og sunnu- dag. Skákstjóri verður Jóhann Þórir Jónsson. Samtök sveitarfélaga á Suður- nesjum leggja til 600 þúsund krónur í þrenn verðlaun; 300, 200 og 100 þúsund krónur. Sérstök 50 þúsund króna kvennaverðlaun eru í boði, ef 3 konur eða fleiri verða meðal keppenda og sá unglingur, 14 ára og yngri, sem hlýtur bezta útkomu fær í verðlaun dvöl í skákskólanum að Kirkjubæjar- klaustri næsta sumar. í fréttatilkynningu frá Tímarit- inu Skák segir að ætlunin sé að halda fleiri slík helgarskákmót um landið í sumar og fá 10 efstu á hverju móti punkta til aukaverð- launa, sem eru ein milljón króna, og hlýtur þær sá skákmaður sem stigahæstur verður að mótunum loknum. AUGLÝSINGASIMINN ERi 22410 JH*r0tiniiUhih

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.