Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 39 „í uppnámi“: Upphaf íslenskra skákbókmennta Hætt er við að vegur skáklist- arinnar á íslandi væri minni en raun ber vitni ef ekki hefði notið hér við bandarisks próf- essors, Daniel Willard Fiske að nafni. Fiske var vel efnum búinn ok lét okkur íslendinga njóta þess með stórmannlegum ííjöfum um síðustu aidamót. Hann sótti ísland nokkrum sinnum heim og var mikill áhugamaður um islensk mál- efni almennt. Hann hreifst mjög af tafláhuga meðal þjóðar- innar, enda ágætur skákmaður sjálfur og freistaði því þess að koma skipulagðri skákhreyf- ingu á legg hér ásamt hinum áhugasömustu meðal heima- manna. Prófessor Fiske gerði sér vel grein fyrir þvi að framfarir yrðu litlar hér i einangruninni ef ekki væri fróðleik að fá af bókum. Hann réðst þvi i það stórvirki að koma á fót islensku skáktimariti, sem hann lét prenta i Leipzig, „í uppnámi" og er það hið fyrsta rit er út kom á íslensku um skák. Til ritsins, sem kom út á árunum 1901 — 1902, var ákaflega mikið vandað, en það hefur nú um langan tima verið ófáanlegt með öllu. Skáksamband íslands og Taflfélag Reykjavíkur tókust í vetur á hendur þá framkvæmd að endurútgefa ritið í upphaf- legri mynd þess. Eldri útgáfan var ljósprentuð og eftir að hafa borið árangurinn saman við frumútgáfuna get ég ekki annað sagt en að hin tæknilega hlið verksins hefur tekist ákaflega vel. Hér er um gagnmerkt rit að ræða, nú á dögum hefur það auðvitað mikið gildi sem söguleg heimild, en þrátt fyrir að 80 ár séu liðin frá útgáfu þess á ég erfitt með að trúa því að það hafi verið skemmtilegra aflestrar þá en nú. TR og Skáksambandið eiga því þakkir skildar fyrir framtakið, ekki síst Hólmsteinn Stein- grímsson, fyrrverandi formaður TR, en hann annaðist útgáfuna. Tæplega þarf að óttast að útgáf- an verði baggi á skákhreyfing- unni, þó að dýr sé, því að ritið hefur lengi verið eftirsótt meðal safnara og annarra er áhuga hafa á skák. Efni ritsins er ákaflega fjöl- breytt, enda er það alllangt, út voru gefin átta tölublöð alls, samtals 300 síður. Þar er þá fyrst að telja margar kappskákir frá ofanverðri nítjándu öld, t.d. ófáar með ameríska fléttusnill- ingnum Paul Morphy, sem enn eru í fullu gildi. Skýringar með skákunum bera því hins vegar oft vitni hversu gífurlegum framförum skákmenn hafa tekið síðan um aldamót, hvað varðar stöðumat og úrvinnslu. Þá eru fjöldamörg skákdæmi í bókinni og hafa aðstandendur ritsins fengið Maximov nokkurn í Pétursborg til þess að fjalla um þau, en hann var frægur skák- dæmahöfundur á þessum tíma. Hann sendir síðan höfundum ýmsra dæma óspart tóninn og sýnir sjálfur hvernig betur megi gera, enda skákdæmagerð þá skammt á veg komin. Verð ég þó að segja að mörg dæmanna í ritinu eru blessunarlega laus við feluleik nútíma skákdæma og því auðleystari og meira stund- argaman. „ÚR skákríki voru“ nefnist Daniel Willard Fiske. Bogi Th. Melsted ritaði æviminningu hans árið 1907. Fiske setti á stofn fræðistofnun um ísiand að fornu og nýju við Cornell háskóla i íþöku. Hann stofnaði sjóð til þess að þar gæti jafnan verið íslenskur bókavörður og annan til kaupa á íslenskum bókum. Þá gaf Fiske Lands- bókasafninu mestallar bækur sínar, þ. á m. 1500 skákbækur, nú ómetanlegar. í ritinu „I uppnámi" kemur fram að Fiske þreytti einu sinni i samráði við tvo aðra, kapp- skák við Paul Morphy og lögðu þeir þrír snillinginn að velli i skák sem birt er í ritinu. þáttur í ritinu og veitir hann upplýsingar um skáklíf sam- tímans hér á landi. Höfundur þess pistils, væntanlega Halldór Hermannsson meðritstjóri Fisk- es, kemur víða við. T.d. reynir hann að grafast fyrir um sann- leika þeirra sagna er þá gengu um skákmennt Grímseyinga, en hún var þá orðrómuð. Eyjar- skeggjar sjálfir voru hins vegar ákaflega hógværir í bréfum er þeir skrifuðu til „I uppnámi", en þó mátti lesa úr bréfum þeirra að áhugasamir iðkendur voru þar fleiri, hlutfallslega, en ann- ars staðar. Af íslenskum skákmönnum er aðallega fjallað um tvo, þá Þorvald Jónsson, héraðslækni á Isafirði og Magnús Magnússon Smith, Vestur-íslending, en hann var um skeið einn fremsti skákmaður í Kanada. í ritinu eru nokkrir stuttir leiðbeiningaþættir til byrjenda og má af ýmsum þeirra lesa að aðstanderidum ritsins hefur ver- ið meinilla við öll afbrigði frá alþjóðlegu reglunum, nema vit-. anlega forgjafir sem voru mikið tíðkaðar þá. Hér áður fyrr tíðkuðust hér ýmsar undarlegar skákkreddur, svo sem valdskák- in, en undarlegasti siður sem ég hef heyrt um var sá að nefna kóngspeðið kóngslalla og hafa það ódræpt. Gerði það þá að vonum oft mikinn usla hjá óreyndum andstæðingi. Um slíkar kreddur skal að öðru leyti vísað í grein eftir Leif Jósteins- son í 3. tbl. tímaritsins Skák frá 1968. En það efni í ritinu sem er tvímælalaust skemmtilegast af- lestrar eru nokkrar bráðsnjallar smásögur eftir prófessor Fiske, lýtalaust þýddar af Halldóri Hermannssyni, um efni tengt skák. Tvær þeirra, „Kórónur rahaj- anna“ og „Sagan af Karli XII í Bender" eru t.d. samdar utan um skákdæmi og eru þær lýsandi dæmi um hugkvæmni höfundar- ins. Greinilegt er að fátt var spar- að til ritsins, t.d. fengu aðstand- endur þess Sigfús Blöndal, cand. mag. til þess að snara arabískri þjóðsögu yfir á íslensku og gerði hann það í bundnu máli af glæsibrag. „I uppnámi" er mikill fengur fyrir þá er hafa gaman af skák og sögu og skemmtiefni þess er sígilt. Samningamálin: Símamenn mótmæla seinagangi FUNDUR í Félagi íslenzkra síma- manna, sem boðað var til í sam- vinnu við BSRB 21. maí sl., mótmælti „eindregið seinagangi í samningamálum BSRB og átelur stjórnvöld fyrir afstöðu þeirra til kröfugerðar bandalagsins". Einnig mótmælti fundurinn „harðlega undangenginni kjara- skerðingu" og krafðist þess að hún yrði að fullu bætt í komandi samningum. Þá lýsti fundurinn yfir fullum stuðningi við samn- inganefnd bandalagsins. Kvikmyndun 20th Century Fox: Mikil aðsókn í hlutverk steinaldarmanna KVIKMYNDAGERÐIN Víðsjá hefur fyrir hönd 20th Century Fox kvikmyndafélagsins auglýst eftir fólki í aukahlutverk vegna kvikmyndatöku á íslandi á tímabilinu ágúst—október í ár. í gær höfðu á annað hundrað manns haft samband við Víðsjá, en áætlað er að það þurfi að ráða um 30 aukaleikara. Engir þekktir leikarar erlendis leika aðalhlut- verk í myndinni sem gerist á steinöld og þeir Islendingar sem koma til með að leika í myndinni verða í hlutverkum steinaldar- manna, fáklæddir, óhreinir og fátækir, en eins og sagt hefur verið frá í fréttum er mikill viðbúnaður í sambandi við mynda- tökuna, m.a. innflutningur Afríkufíla til landsins. k*J AfeLkosumar 80 BANKASTRÆTI 7 & AÐALSTRÆTI4 í ár er Melkasumar i Herrahúsinu Því flöggum viö geysilegu úrvali af léttum og þægilegum sumarfatnaði frá Melka. M.a. blússum, buxum, stuttbuxum, skyrtum, stutterma skyrtum / o.m.fl. Allt sómaklæöi enda frá / Melka komin. / ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.