Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 67 Rætt um heimspeki- kenningu Sartre SUNNUDAGINN 18. maí sl. hélt Páll Skúlason prófessor fyrirlestur í Háskóla lslands í minningu hins heimskunna heimspekings Jean Paul Sartre, sem er nýlátinn. Nefndi hann fyrirlesturinn „Bylting og bræðralag“, og var hann haid- inn i boði Félags áhugamanna um heimspeki. í upphafi andmælti Páll þeim orðum helzta frjálshyggjuhugs- uðar Frakka, stjórnfræðingsins Raymond Aron, að sum ummæli Sartre hefðu sómt sér vel í sýnisbók fasisma. Páll sagði að Sartre hefði stundum mælt fyrir ofbeldi, vegna þess að hann hefði verið prédikari siðferðis eða „móralisti", en ekki þrátt fyrir það. Páll sagði, að viðfangsefni Sartre sem heimspekings, hefði verið staða mannsins í heimin- um. Hann hefði í skáldsögum sínum, einkum skáldsögunni Ógleði, lýst vel þeirri reynslu, þegar menn teldu sér ofaukið í heiminum, þegar þeim fyndist heimurinn vera tilgangslaus óskapnaður. En í heimspekirit- um sínum hefði hann notað aðferð, sem kenna mætti við fyrirbærafræði (fenómenólógíu) og verufræði (ontólógíu), og hann hefði m.a. sótt til þýzku heimspekinganna Husserl og Heidegger. Aðalrit Sartre um stjórnmál væri Critique de la raison dia- lectique. Þar reyndi hann að leggja grundvöll að heimspeki sögunnar með greiningu félags- legrar reynslu einstaklingsins: Maðurinn gæti skilið söguna með því að skilja eigin reynslu. Hann hefði sett fram „krítíska díalektík" og gagnrýnt „dogma- tíska díalektík" marxista, þótt hann aðhylltist marxisma í viss- um skilningi. Eitt frumhugtak Sartre í þessu stjórnspekiriti hefði verið þörfin. Hún knýr menn til að vinna, þannig að þeir skapa afurðir, en um leið hafa afurð- irnar áhrif á þá, því að þeir sækjast eftir þeim, og því mætti líta á þá sem afurðir eigin afurða. Þörfin hlutgerir þannig mennina. Annað frumhugtak Sartre hefði verið skorturinn. Skortur- inn leiddi til baráttu, „barátt- unnar um brauðið", og þannig til ofbeldis. Sartre hefði tekið dæmi af biðröð til að lýsa samskiptum manna í nútímaþjóðfélagi: mennirnir væru eins og tölur í röð, þeir réðu ekki sjálfir örlög- um sínum, veruleikinn væri „biðraðaveruleiki". Andstæðan við að lifa í biðröð væri að lifa með öðrum mönnum í hópum, þannig að sameinazt væri um eitthvert markmið og bræðralag yrði til. Byltingarhópurinn væri ip í* slíkur hópur, en honum hætti til að viðhalda sjálfum sér, eftir að markmiðinu eða byltingunni væri náð. Þess vegna þyrfti að gera sífellda byltingu. Sartre hefði verið bölsýnn, því að honum hefði fundizt óheilind- in einkenna mennina. Helzta vonin væri að sögn hans fólgin í því að gagnrýna óheilindin og gera þannig bræðralagið að veruleika. Nokkrar umræður urðu um kenningu Sartre að fyrirlestri Páls loknum. Hannes H. Gissur- arson sagnfræðingur gagnrýndi tvö stjórnmálahugtök Sartre, skort og bræðralag. Hann benti á, að skortur hlyti ekki af neinni röknauðsyn að leiða til ofbeldis, því að menn gætu fullnægt þörfum sínum með því að skipta hver við annan á frjálsum mark- aði, eins og heimspekingurinn Adam Smith hefði þegar sýnt á átjándu öld. Hannes sagði einn- ig, að bræðralagshugsjónin væri óraunhæf á okkar dögum, því að ekki væri hægt að hnýta þau bræðralagsbönd, sem Sartre ætti við, og fá ólíka menn til að sameinast um eitt markmið.’ Skilyrðið fyrir slíkum böndum á milli manna, þ.e. fyrir bræðra- lagsandanum eða samkomulagi um markmið, væri þekking manna á aðstæðum hvers annars og skilningur á markmiðum hvers annars, en þessu væri ekki til að dreifa í hinu sérhæfða, verkskipta og óraflókna millj- ónaþjóðfélagi nútímans, sem væri „abstract" eða sértækt, en ekki „face-to-face“ eða nálægð- arþjóðfélag, eins og ættasamfé- lagið til forna. Meðal þeirra, sem tóku til máls, voru dr. Arnór Hanni- balsson lektor, Andri Isaksson prófessor og Esra Pétursson læknir. Að sögn dr. Michaels Marlies lektors, formanns Fé- lags ahugamanna um heimspeki, verður næsti fyrirlestur félags- ins sennilega fluttur af hinum víðkunna bandariska rökfræð- ingi Willard V.O. Quine í júní- mánuði. Fyrirlestrar félagsins eru öllum opnir. Ályktun Alþingis: Endurskoð- un samvinnu- löggjafar ALÞINGI ályktaði á síðasta starfsdegi sínum að „fela ríkis- stjórninni að láta í samráði við samvinnuhreyfinguna hefja und- irbúning nýrrar löggjafar um samvinnufélög og samvinnusam- bönd“. Tillaga þessi var flutt af Eyjólfi Konráði Jónssyni (S) og allsherjarnefnd Sameinaðs þings mælti með samþykkt hennar, lítið eitt breyttri. Þannig breytt var hún samþykkt með 40 samhljóða atkvæðum. Þingsályktun: Ríkisstjórnin meti bætur til Skúla Pálssonar Á SÍÐASTA degi þings var sam- þykkt svohljóðandi þingsályktun varðandi mál Skúla Pálssonar á Laxalóni: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að meta fyrir 1. október 1980, hvort og þá hversu miklar bætur skuli greiða Skúla Pálssyni á Laxalóni í framhaldi af ályktun Alþingis 23. maí 1979 um aðgerðir vegna fiskeldis að Laxalóni og með hliðsjón af áliti þingkjörinnar nefndar frá 30. apríl 1980. AIGLYSWGASIMINN SIMINN ER: iA 22410 ‘vjÍJ Rannsóknabor leigður til Færeyinga í haust ALLAR líkur eru á að Jarðboranir ríkisins leigi Færeyingum í haust rann- sóknabor til að bora rann- sóknarholu við Vestmanna á Straumey. Bor þessi get--' ur borað niður á 600 metra dýpi og fara menn frá Orkustofnun til Færeyja í dag til að ganga frá samn- ingum um þessi mál, en Færeyingar hafa fengið fjárveitingu til þessa verk- efnis. Færeyingar hafa áhuga á að fleiri verkefni verði unnin á næsta ári, en það hefur aðeins verið rætt en ekki ráðið eins og Þor- gils Jónasson settur for- stöðumaður Jarðborana sagði í gær. IJI ÚTBOÐ Tilboö óskast í aö byggja II. áfanga bæklstöövar Rafmagnsveitu Reykjavíkur á lóöinni Suöurlandsbraut 34, Reykjavík. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri aö Fríklrkjuvegi 3, Reykjavík gegn 300.000.- kr. skilatryggingu. Tilboöin verða opnuð á sama staö þriöjudaginn 1. júní n.k. kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN REVKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 Vestmannaeyingar og aðrir velunnarar kaupstaöarins! BLIK, ársrit Vestmannaeyja er komiö út. Vinsamleg- ast greiðið senda gíró-seðla eða pantiö ritið í síma 5-34-31. Útgefandinn. EFÞAÐERFRÉTT- 9) NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Vandaðai innrélfingar Norema innréttingar hafa nokkra kosti umfram aðrar tegundir eldhúsinnréttinga. 1. Mjög sterkt efni, vandaður frágangur. 2. Allar hurðir opnast 170°, ekki bara 90°. 3. Stærri og rúmmeiri skápar, allt að 40% meira pláss. Nú getið þér valið um 11 gerðir eldhúsinnréttinga og skoðað flestar þeirra í rúmgóðum sýningarsal okkar að Háteigsvegi 3. Við veitum yður allar ráðleggingar varðandi innréttingar, og gerum yður tilboð að kostnaðarlausu og án nokkurra skuldbindinga. Hringið eða skrifið og fáið heimsendan bækling. STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI, 1 Vz-2 mánuðir. innréttlngahúsið Háteigsvegi 3 Verslun sími 27344

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.