Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 43 Rúnar Vilhjálmsson: Líf og réttlæti Um fóstureyðingar Stundum er líf manna mót- sagnakennt. Þessar mótsagnir liggja ekki alltaf í augum uppi, samt er tiltölulega auðvelt að benda á þær. Oft hefur maður ekki fyrr bent á þær en maður er kominn í mótsögn við sjálfan sig. Þótt einstaka sinnum takist manni að sníða af sér vankanta, gengur það yfirleitt hægar en maður vildi. Þannig er komið fyrir öllum mönnum. Þótt menn telji sig hafa tilfinningu fyrir réttlæt- inu, og eigi sannarlega í baráttu, er sifrurinn sorglega sjaldan unn- inn. Ég segi sorglega m.a. vegna þess, að sú hætta er fyrir hendi að menn búi sér til sitt eigið siðgæði ef þeim gengur illa í baráttunni, eða treysta sér ekki í hana. Mig langar að draga eitt orð inn í þessa umræðu, en þetta orð virðist oft gera baráttuna fyrir réttlætinu. Þetta orð er þakklæti. Einu sinni voru þessi fleygu orð sögð: „Sá sem þakkar það sem hann hefur, þarf ekki meira en hann fær.“ Stundum virðist manni auðvelt að skilja að ekki séu allir í stakk búnir til að auðsýna þakklæti, það sé einfaldlega fátt að þakka. Þegar betur er að gáð sjáum við að málið er alls ekki svo einfalt. Ólíkustu hlutir verða sjálfsagðir og ekki þakklætis verðir. Og það sem mikils virði er, verður oft jafn sjálfsagt og hitt, sem ef til vill var aldrei neins virði. En hvað er mikils virði? Hvað er þakkarverð- ast? Þegar ég legg þessa spurn- ingu fyrir kunningja mína fæ ég sérlega samstæð svör: Lífið, segja þeir, lífið sjálft. En eins dýrmætt og lífið er, getur jafnvel aftaka þess orðið sjálfsögð. Það er þá sem mótsagn- irnar verða mestar. Hið sjálfsagða á sér lítil takmörk. Réttlæti er voldugt orð. Þótt allir taki mið af því, valda því færri. Vegna þess hve erfitt er að valda réttlætinu krefst það bar- áttu og þótt oft sé sú barátta hörð er hún ósjaldan hljóðleg og háð innra með mönnum. Stundum ber baráttan merki. Og stundum verða merkin svo óhugnanleg, að þeir sem utan við standa fyllast formælingum yfir að baráttan skyldi leyst með þeim hætti sem gert var. Stundum var það sem gert var engin lausn í baráttunni og hún heldur áfram magnaðri en nokkru sinni fyrr. Stundum var engin barátta háð því það sem gert var þótti sjálfsagt alveg eins og allt annað sem sjálfsagt er. Þessari grein er ætlað að fjalla um fóstureyðingar. Þær virðast stundum þröngt umræðuefni, en tengjast þó grundvallarspurning- um og snerta kvikuna í lífi okkar. Sumt fólk sem tjáir sig um þetta umræðuefni, neitar því að börn eigi nokkurn fæðingarrétt tiL Þetta fólk telur ákvörðunarréttinn í höndum foreldranna, börnin séu ekki lifandi, þau séu bara fóstur, bara partur af móðurinni. For- eidrarnir séu einir færir um að meta hvort hægt sé að ala upp börnin eða ekki og það eigi ekki að taka fram fyrir hendur á fólki, helst eigi að banna bönn. Þeir sem aðhyllast slíkar skoð- anir hafna því gjarnan að réttlæt- inu fylgi barátta. Þeir vilja að reglur manna séu ekki reglur manna heldur reglur fullorðinna, í þessu tilviki mæðra sem ekki vilja eiga börnin sín. Og þessir menn vilja hafa óskildar reglur. Sumar reglur til vara ef eitthvað kæmi upp á. Og þótt reglurnar séu ekki samhljóða gerir það ekkert til, því það er aldrei farið eftir þeim öllum í einu. Eitt gildir í dag, annað á morgun. Menn verða jú að ráða sér sjálfir, þótt orðið menn sé reyndar túlkað þarna dálítið þröngt. Þess vegna er upplagt að kalia fóstureyðingar mannrétt- indi. Það er aldrei of mikið til af öryggisventlum. Gallinn er bara sá, að því fleiri sem öryggisventl- arnir eru, því óábyrgari verður maður. Er ekki eitthvað sjúklegt við þessa umræðu? Getur talist eðli- legt að vera á flótta undan ábyrgð sinni, í ótta við hið eina réttlæti sem er til, hið eina réttlæti sem nokkurn tíma verður til? Auðvitað er allt mannlegt líf jafn mikils virði öllum stundum. Og auðvitað er lífvísir jafn dýrmætur og síðari vaxtarskeið. Það er enginn eðlis- munur á vaxtarskeiðum heldur stigsmunur. Ekki hafa allir menn sama aðganginn að réttlætinu og þó menn hafi sama aðganginn um- gangast þeir réttlætið með ólíkum hætti. Sumum er það sjálfsagt sem ekki er til umræðu hjá öðrum. Sum verk eru neyðarúrræði fyrir sumum, en fyrir öðrum einfaldar ráðstafanir. fjöldi Ár fóstureyðinga 1970 99 1971 142 1972 151 1973 224 1974 229 1975 304 1976 367 1977 447 1978 452 (Heimild: Aborter i Isl. Jón Tynes, Ólafur Ólafsson. 1979). Hvað skyldi vera að gerast á Islandi í málefnum smæstu þegn- anna. Tafla 1 svarar því að nokkru. Þetta eru nýjustu tölur um fóstureyðingar sem gefnar hafa verið út. Taflan sýnir að á 8 árum fjölgar löglegum fóstureyð- ingum úr 99 í 452. Tölurnar fram til 1975 segja þó ekki alla söguna, þar sem fóstureyðingar erlendis fóru í talsverðum mæli fram þau ár. Hins vegar gerist það á 3 árum frá 1975—1978 að fóstureyðingum fjölgar um 144! Þessa tölur er að marka. Ef þróunin heldur áfram sem horfir verða fóstureyðingar komnar á annað þúsund árið 1984! Eftir 4 ár myndu þá á annað þúsund börn svift lífsréttinum. Tölurnar virðast algerlega óháðar velmeguninni í landinu, nema hvað því hærri sem velmegnuni er því tíðari eru fóstureyðingarnar að jafnaði. Og hjólið heldur áfram að snúast. Samt teljum við okkur réttláta þjóð að mestu leyti og fyllumst jafvel dálitlum rembingi á tyllidögum. Þá er stundum gaman að vera Islendingur. En það virðast engin takmörk fyrir tvöfeldninni. Stundum væri reyndar réttara að tala um þre- feldni eða fjórfeldni. Ef einhverjir hafa haldið að allar fóstureyð- ingar væru örþrifaráð örvingla fólks, neyðarúrræði þegar allar bjargir eru bannaðar, þá bið ég þá vinsamlegast að endurskoða af- stöðu sína, þeirra sjálfra vegna. Og ef eihverjir halda að ég fullyrði of mikið þegar ég segi að fóstur- eyðingar séu sumu fólki ekki meira mál en að losa úr sér tönn, skulu þeir líta á töflu 2. Fjöldi 1976-78 Giftar konur lóstureyðinKa i sambúA ógiftar án 586 («,6%) sambúúar Skildar án 523 (37.2%) sambúúar ógiftarí 153 (10.9%) sambúú 77 (5.5%) Annad 68 (4.8%) (Heimild: Aborter í Island Jón Tynes. Olafur ólafsson. 1979). Taílan sýnir að flestar konur sem framkvæma fóstureyðingar eru giftar og i sambúð. Huggulegri sambýlishætti væri ekki hægt að hugsa sér. Samt er þetta fjöl- mennasti hópurinn! Þetta er m.a. árangurinn af löggjöfinni frá 1975, þegar allt var gefið frjálst með formerkjum, sem ekkert virð- og 78% allra fóstureyðinga. Allar virðast þessar niðurstöður koma illa við það réttlæti sem maður hefur verið að reyna að tileinka sér og maður hélt að væri ennþá í gildi. Ef til vill breytti Alþingi réttlætinu árið 1975 í maí. Eitt er víst. Það er ekki til tvennt réttlæti eða þrennt, en því virðast litlar skorður settar hvað hægt er að samþykkja á Alþingi. Niðurstöð- urnar sem maður dregur af þeim tölum sem hér hafa verið nefndar eru m.a. á þessa leið: Stærsti hópurinn sem framkvæmir fóst ureyðingar eru giftar konur i sambúð. Hvorki meira né minna en 77,3% þeirra eru á besta aldri frá 20— 39 ára. (Aborter í Island, tafla IV og VII, 1979). Uppgefnar ástæður fóstureyðinga. 1976 Fjöldi % 1977 Fjöldi % 1978 Fjöldi % Læknisfr.legar ástæður 66 18 48 11 78 17 Læknisfr.legar & félagslegar 68 20 46 11 48 11 Félagslegar ástæður 231 62 349 78 326 72 Alls 367 100 447 100 452 100 .Heimild: Aborter I Island Jón Tynes. Ólafur i*)laísson 1979). ist farið eftir. Það er þetta sem ég á við þegar ég segi, að stundum verður það sem verðmætast er svo lítilvægt í augum okkar að tor- tíming þess verður sjálfsögð og eðlileg, enda ýmis áhugamál önn- ur til en lífið sjálft. Annars tala þessar tölur sínu máli. Lítum að síðustu á töflu 3. Hún er í samræmi við þær töflur sem áður er getið. Stöðugt fækkar þeim konum hlutfallslega, sem af lækn- isfræðilegum ástæðum fram- kvæma fóstureyðingar. Félagsleg- ar ástæður eingöngu eru milli 62 Sú skýsla sem ég hef vitnað í er gefin út af landlæknisembættinu árið 1979. í lokaorðum skýrslunn- ar segir orðrétt: „Á íslandi hefur verið talið að fóstureyðingar séu vandamál lágstéttarfólks, en sam- kvæmt fyrirliggjandi upplýsing- um virðast konur sem leita fóstur- eyðinga ekki skilja sig frá öðrum þiggjendum íslenskrar heilbrigð- isþjónustu þ.e.a.s. þeir tilheyra hinum virkari og menntaðri hluta þjóðarinnar." Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðinemi Jóhann M. Kristjánsson: Seðlabanki Islands Ábending til þeirra er öllu ráöa um byggingu Seðla- banka íslands, sem nú er á dagskrá í annað sinn — góöu heilli. 1975 var sem kunnugt er mikill undirbúningur hafinn að byggingu Seðlabanka íslands við rætur Arnarhóls og snotur teikning af væntanlegum banka birt í fjöl- miðlum, er háreysti mikil reis gegn staðsetningu hans sem þyrl- aði upp slíku moldviðri að fyrir- hugaður banki hefir ekki komið út úr því kófi síðan. Úndirritaður hafði áhuga á málinu en hirti ekki um að koma honum á framfæri. Byggingin getur orðið borgar- djásn ef jafnt yrði staðið að tvíþættu inntaki hennar. Traust- um umbúnaði um bústofn þjóðar- innar, hvað Seðlabankinn er og á að vera og teikningin lofar góðu um, og fyrir hinn hluta inntaks- ins: hugsjón goðsins, draumsýn þess og framsýni um kosti lands- ins, fegurð þess og mikilleik, skal þak bankans vera stór, víður, hár og hlýr útsýnisvangur í stað ber- svæðis hólsins með háum gluggum frá lofti í gólf og útsýn um eina fegurstu hauðurs og himinsýn, er skapari láðs og lagar rétti „mið- nætursólarþjóðinni" í vöggugjöf. Réði sá er þetta ritar skyldi byggingin reist hærra á hólnum en til stóð og stytta Ingólfs á hlaði hennar. Kannski mundu ófreskir heyra Ingólf mæla? „... Dætur mínar og synir, sjáið: Fagurt hefi ég land fundið og gott yður til búsetu. Rökrétt hafið þér valið umgjörð bústofni vorum. Hátt getur rödd yðar risið og dirfsku til stórræða vísað, þótt fárra höfða verði þjóðin. Úr góð- málmi eruð þér „slegin" því af höfðingjum norrænum borin og af hollvættum landsins vígð. Við hafsins Röst rís höfuðból lands vors. Haginn er meiri en nógur — bryddir landið allt milli fjalls og fjöru. Fossa, læki, vötn og ár, firði og flóa víða fyilir fiska og fugla mergð svo langt sem vér eygjum. Hverirnir góðu og laugin heit, balsam vors líkama og sálar. Hvergi eru táknin fyrir fagurt mannlíf og göfugt svo skír sem hér. Fegurðin — augu ástarinnar — umlykur yður við sólarlag. Hver hugsar illt undir slíkri skírn? Hvergi er birtan svo mild og regindjúp, sem himinn sá er Snæfellsjökull skautar signdur sólu liðins dags, eða atlot önnur fegri en haddur sá að lokkabjartri nótt...“ „Hugsjón Ingólfs Árnarsonar vakir í auru íslands enn Hún treystir á lifandi starfandi fólk. Hún vill ris sitt vítt og bratt á traustum sperrum, en ekki fúnum, að þjóðfélagsdöggin renni frjáls, en staðni ekki í lautum á sliguðu þaki, hún vill að stjórnar- tækið sé sú ryðfría mynt, sem aðeins þróttmikið starf heillar þjóðar fær rnótað." ... Þótt Arnarhóll sé hentugur „grunnur" undir umræddan banka, þá getur ekki moldarhrúga ein, sem regn og vindar afmá á minna en einni öld skilað því hlutverki að vera um alla framtíð minnisvarði eða legsteinn land- námsmannsins. Ekkert minna en ísland allt er hóll Ingólfs Arnarsonar. Sjö hæðir Stór-Reykjavíkur, höfuðbóls „vors prúða lands“ með stílfögrum byggingum fornrar og nýrrar byggingalistar geta sam- einað í eina heild hin ýmsu menntasetur íslensku þjóðarinnar og um leið viðeigandi „hlið“ að alheimsdraumnum um háþróað menningarver í mannheimi, Aþenu hina nýju. 20. apríl 1980. Jóhann M. Kristjánsson. Laxaseiðunum komið fyrir i flugvél á Húsavikurflugvelli. 60.000 laxaseiði til Noregs Húsavik. 2. júní 1980. FRÁ laxeldisstöðinni Norðurlax í Laxamýri er nú verið að flytja til Noregs 60.000 laxaseiði af sjógöngustærð. Flugleiðir sjá um flutningana með Fokker friendship flugvélum og verða farnar alls þrjár ferðir. Fyrsta ferðin var farin frá Húsavíkur- flugvelli um kl. 15 í dag til Moldö í Noregi og var áætlað að flugtíminn yrði um 3 tímar. í vélinni voru rúm 20.000 seiði. Þetta er þriðja árið í röð sem Norðurlax flytur út laxaseiði til Noregs en aldrei eins mikið og nú. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.