Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 21
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 53 * Innrás Rússa í Afganistan kemur ekki á óvart Einræðishreyf- ingar misnota hugsjóna- menn úr röðum menntamanna BERNT VESTRE ræðir við — Mikael Konupek, þú ert Tékki og heíur orðið að þola rússneskt hernám. Hvað finnst þér um Kang mála í Afganistan? — Fólki frá Mið- og Austur- Evrópu komu atburðirnir í Afgan- istan ekki á óvart. Okkur er alveg Ijóst að þeir fara eftir forskrift sem við þekkjum úr okkar eigin sögu. — Hvaða forskrift? — Um er að ræða misnotkun á tilteknum hugsjónum sem til- heyra andlegri og menningarlegri arfleifð Evrópu. Tvær þær mikil- vægustu eru í mínum augum mannleg samhygð og félagsleg samstaða. Sérhver ný kynslóð telur að sér beri að skapa „Hið réttláta þjóðfélag", og þessi til- finnig gerir þá að stuðnings- mönnum þjóðfélagsbyltingar. það er einmitt þessi löngun til að breyta þjóðfélaginu sem alræðis- hreyfingarnar misnota. — Geturðu útskýrt nánar hvernig þessi misnotkun á sér stað? — Þróunin virðist gerast í þrem- — Þú telur þá að eitthvað svipað þessu hafi gerst í Afganistan? — Já. Flestum austur-evrópskum vinum mínum finnst hlægilegt hversu auðvelt það hefur reynst Rússum að ná þessum þremur áföngum í Afganistan. Nú er komið að fjórða áfanganum, sjálfu hernáminu. I stað fyrstu kynslóð- arinnar, sem Taraki var ef til vill af, komu Amin og hans menn. Þeir unnu skítverkin sem vinna þarf í öðrum áfanga. Síðan var Amin, alveg samkvæmt forskriftinni, sakaður um að vera C.I.A. -útsendari og tekinn af lífi. Nýi leiðtoginn, Karmal, er leikbrúða Rússa og dæmigerður skrifræðis- maður, sem sóttur var í sendiráð Afganistans í Tékkóslóvakíu. — Hvaða augum lítur þú viðbrögð vinstri manna við útþenslustefnu Rússa? — Það fer eftir því hvernig á málin er litið. Annars vegar finnst mér vinstri sinnar eiga allt of auðvelt með að finna afsakanir fyrir öllu sem Rússar gera, og þeir einhvern veginn ekki skilja grundvallarmuninn á vestrænum lýðræðisríkjum og Austur- Evrópuríkjum. Hins vegar finnst Skrifræðissós- íalisminn gerir menn að starfsmönnum kerfisins án einstaklings- ábyrgðar Mannréttinda hugmyndin er undirstaða allra stjórn- mála Sovéskt her- nám vofir yfir mörgum Evrópulöndum tékkneska heimspekinginn MICHAEL KONUPEK ritgerðn á rætur í gömlu heim- spekilegu áhugaefni mínu frá þeim tíma að ég var nemandi Jans Patocka. Ég komst þá að þeirri niðurstöðu að þörf væri á meiri og betri rannsókn á mannréttirda- hugmyndinni í andlegum menn- ingararfi Evrópu. Eftir að ég kom til Noregs tók ég fljótt eftir því að í megindráttum er ríkjandi tvenns konar skilningur á þessari hug- mynd í evrópsku stjórnmálalífi. I hópi andófsmanna í Austur- Evrópu er mannréttindahug- myndin talin hafa markað tíma- mót í þróuninni í Evrópu. Þeir binda vonir sínar um betri framtíð við hana. Þetta gera yfirvöld sér PRAG ‘68 — A öör- um degi innrásarinnar efndu þúsundir ungra manna í Prag til setu- verkfalls á Wensesl- asstræti. Hættan á sovésku hemámi er ekki hugarfóstur flóttamanna ur áföngum. í fyrsta áfanga koma fram hugsjónamennirnir og draumóramennirnir, það er að segja þeir sem trúa á mannlega samhygð og félagslega samstöðu, og langar til að eiga þátt í sköpun þjóðfélags sem kemur þessum hugsjónum í framkvæmd. Alræð- ishreyfingar beita slíku fólki fyrir sig, en þær hafa ekki fyrr tekið völdin en þær losa sig við það. Það sáum við bæði í Þýskalandi Hitl- ers og Rússlandi Leníns. í Tékkó- slóvakíu sáum við, að í stað fyrstu kynslóðarinnar, manna eins og Smerals og að vissu leyti Gott- walds og Clementis, kom fljótlega ný kynslóð sem ég vil nefna giæpamennina. Þeirra starf var að framkvæma hreinsun í þjóðfélag- inu þannig að kommúnistar hlytu öll völd. En þegar því starfi var lokið voru heldur engin not fyrir þá lengur. Ný kynslóð, skrifræðis- mennirnir, gat tekið við. Tilsvar- andi þróun hefur átt sér stað í öllum hinum Austur-Evrópulönd- unum. mér ánægjulegt að þeir (ef við undanskiljum nokkra kommún- ista) taka ákveðna afstöðu gegn því sem er að gerast í Afganistan. Samt er ég svolítið hræddur um að margir vinstri menn, sem tóku þátt í mótmælagöngunni að rúss- neska sendiráðinu, hafi gert það á röngum forsendum. — Hvað áttu við með því? — Ég á við að þeir trúa enn á sósíalisma með mannlegt andlit. Þeir telja að framferði Rússa í Afganistan sé sorgleg pólitísk yfirsjón sem hins vegar snerti ekki sjálfan sósíalismann. — Trúir þú ekki lengur á sósíalisma í neinni mynd? — Ég trúi á þjóðfélag þar sem mannleg samhygð og félagsleg samstaða byggist á samvisku ein- staklingsins, en það á að miklu leyti við á Norðurlöndum, í Vest- ur-Evrópu og í Bandaríkjunum. Skrifræðissósíalisminn eins og hann er í Austur-Evrópu gerir menn að starfsmönnum kerfisins án einstaklingsábyrgðar. Og þá getur það hræðilegasta gerst, eins og við sáum greinilega i sambandi við Eichmann. Þróunin í átt til skrifræðis er en aðalhættan sem vofir yfir heiminum í dag. Hér vil ég gjarnan vitna í tékkneskan heimspeking, Vaclav Belohradsky, en hann er prófessor í heimspeki í Genua. Hann ritar í einni af bókum sínum: „Táknmynd meinsemdar tuttugustu aldarinn- ar er Gyðingarnir sem urðu út- rýmingarherferð nasista að bráð. Fólk sem bíður stillt og rólegt í endalausum biðröðum með tilskil- inn farangur sinn. Nöfn þess eru kölluð upp, eitt af öðru eftir spjaldskrá sem er vandlega unnin af iðnum og duglegum ríkisstarfs- manni í ráðuneyti „hinnar endan- legu lausnar". Éichmann hélt því stoltur fram að sjálfur hefði hann enga andúð haft á Gyðingum og aldrei skaðað neinn þeirra sjálfur. Þetta undarlega haturslausa böl hefði verið óframkvæmanlegt án skrifstofuveldis sem vinnur óað- finnanlega með hjálp starfsmanna sem vinna venjulegt skipulags- starf af dugnaði og umhugsunar- laust. Allur þessi eyðingarmáttur varð því aðeins virkur, að nútíma- ríki starfar á ópersónulegan hátt ... Gúlagið er ekki afleiðing djöf- ullegs afls, heldur daglegra skrifstofustarfa, sem unnin eru af stórum hópi heiðarlegra ríkis- starfsmanna í samræmi við gild- andi lög ... Raunveruleg ástæða þeirrar kreppu, sem vestræn menning er í, er að menn telja að beiting skynsamlegra stjórnar- hátta samsvari ópersónulegri meðferð mála ...“ Almennt trúa Norðmenn því ekki, að skrifræðisþróunin sem átt hefur sér stað í Austur-Evrópu, geti orðið hér. En menn ættu ekki að vera of vissir í sinni sök. — Þú telur þá að sú þróun sem þú hefur lýst, aukning skrifræðisins sem sviptir ein- staklinginn ábyrgð, eigi sér einnig stað á Norðurlöndum? — Að mér læðist alltaf nokkur ótti þegar ég les í blöðunum að sósíaldemókratar séu að óska eftir enn nýjum lögum til að geta „stýrt“ þjóðfélaginu betur. Sífellt aukin stýring þjóðfélagsins krefst aukins skrifræðis og það hefur í för með sér að ábyrgð hvers einstaklings á því sem gerist verður minni. Já, ég er viss um að á Norðurlöndum á sér einnig stað hættuleg þróun í átt til skrifræðis. Við getum vissulega ekki líkt aðstæðum hér í Noregi við ástand- ið í Austur-Evrópu, en ég held að hægt sé að bera það saman það sem er að gerast hér hjá okkur og það sem gerðist í Tékkóslóvakíu á árunum mill 1945 og 1948. — Þú ert að vinna að ritgerð um mannréttindamál. Er það fortíð þín í Tékkóslóvakíu og Charta 77-hreyfingin sem veldur þvi að þú fæst við þetta efni? — Svarið er bæði já og nei. Reynsla austur-evrópskra andófs- manna veitti mér aukna hvatn- ingu til að rannsaka þetta efni. En ljóst það er þess vegna sem þau berjast gegn andófsmönnunum með oddi og egg. Stjórnmála- ástandið á Vesturlöndunum knýr menn hins vegar ekki til að leggja svo þunga áherslu á mannréttind- ahugmyndina. Þess vegna verður hún hér aðeins nokkurs konar viðauki við hugmyndafræði hinna ýmsu stjórnmálastefna. Fyrir austur-evrópsku andófsmönnun- um er hún aftur á móti sjálf undirstaðan undir öllum stjórn- málum. í ritgerðinni ætla ég að reyna að sýna fram á að mannréttindahug- myndin er sameinandi hugmynd, eins og þær hugmyndir sem eitt sinn tengdu hinn gríska, kristna og rómverska heim, og geti gert Evrópu að einni menningarheild. Síðan á tímum endurreisnarinnar hefur slík sameining ekki verið til í Evrópu. Allar rómantísku þjóð- ernislegu og sósíalistísku hreyf- ingarnar sem við þekkjum úr sögunni hafa í innsta eðli sínu verið sundrandi. Skorturinn á sameiginlegum hugmyndagrund- velli hefur leitt til þeirrar hnign- unar sem við erum nú vitni að. — Mannréttindahugmyndin er fyrst og fremst siðgæðis- hugmynd. Þú virðist telja að stjórnmál sem ekki byggja á siðgæðisgrundvelli muni á skömmum tíma leiða til óæskilegrar niðurstöðu. — Það er einmitt það sem ég á við. Og ég held að hægt sé að færa sönnur á það með tilvísun til þess sem átt hefur sér stað í Evrópu- sögunni á síðustu öldum. Allar stjórnmálastefnur sem hafa byggst eingöngu á hagnýtum sjón- armiðum og ekki hafa haft sið- ferðilegan grundvöll hafa leitt til versnandi ástands. — Ástandið í Tékkóslóvakíu eftir dóminn yfir Vaclav Hav- el og þeim sem ákærðir voru með honum virðist ekki upp- örvandi. Hvert er þitt álit á þróun mála í Austur-Evrópu í náinni framtíð? — Hún er ekki ótvíræð. Annars vegar eiga andófsmenn í miklum erfiðleikum. Hins vegar sjáum við að kaþólska kirkjan er raunveru- legur valdaaðili í Póllandi. Þar við bætist að í Ungverjalandi er verið að gera tilraun til endurbóta á gjaldeyriskerfinu sem felur í sér að efnahagsheild Austur-Evrópu liðast í sundur. Að lokum sjáum við að Rúmenía reynir að slíta næstum öll efnahagsleg og stjórn- málaleg bönd sem binda landið við COMECON og Varsjárbandalagið. Ég held, ef ég á að reyna að spá, að smám saman, ef til vill á níunda áratugnum, muni verða miklar breytingar í Austur-Evrópu. Bæði efnahagsleg, stjórnmálaleg og ekki síst þjóðernisleg vandamál Austur-Evrópu eru mikil. Fólk á Vesturlöndum virðist ekki gera sér ljóst í hve ríkum mæli Sov- étríkin eru nýlenduveldi, síðasta stóra nýlenduveldið. Rússar halda nú hernumdum ýmsum löndum sem ekki hafa nein náin söguleg tengsl við þá. Þessi lönd hafa ekki aðeins verið svipt stjórnmálalegu forræði sínu, þau ráða heldur ekki yfir auðlindum sinum og efna- hagslegri þróun. Á níunda ára- tugnum munu Sovétríkin ef til vill horfast í augu við sams konar vandamál og keisaradæmið Austurríki-Ungverjaland stóð frammi fyrir við lok fyrri heims- styrjaldar, það er að segja að það landsvæði sem þeir ráða yfir klofni í minni þjóðlegar einingar. — Snúum okkur aftur að ástandinu í Afganistan. Gæti það sama gerst hér í Evrópu, i landi sem er náiægt rúss- nesku landamærunum? — Ég er sannfærður um að hætta er á rússneskri innrás í Vestur- Evrópu. Mörg sjálfstæð ríki hafa þegar verið hernumin af Rússum, líttu bara á löndin í Austur- Evrópu og Eystrasaltslöndin. Þeg- ar ég kom til Noregs og hitti Tékka sem flýðu þegar árið 1968, sögðu þeir mér að þeim veittist afar erfitt að fá Norðmenn til að skilja að hætta væri á að Rússar hernæmu Noreg. Ég vona að eftir innrásina í Afganistan skilji Norðmenn að þessi hætta er ekki skáldskapur okkar sem erum landflótta, heldur raunveruleiki. — Hvað finnst þér um um- ræður Norðmanna um end- urnýjun kjarnorkuvopna NATO í Evrópu? — Ég varð fyrir vonbrigðum með að margt fólk sem ég lít á sem vini mína og sem hefur sérþekkingu á málum Austur-Evrópu skyldi taka þátt í baráttunni gegn nýju kjarn- orkuvopnunum. Ég álít þessa bar- áttu barnalega og sjálfseyðandi. Hún meðhöndlar spurninguna um endurnýjun kjarnorkuvopnanna eins og öll ábyrgðin hvíldi á NATO. Það er ekki talað mikið um ábyrgð rússa á endurnýjun þeirra á sínum kjarnorkuvopnum. At- burðirnir í Afganistan sýna að Rússar skáka í því skjólinu að Bandaríkjamenn vilja ekki hefja stríð með langdrægum kjarnorku- vopnum. Næst gætu Rússar reynt fyrir sér við Evrópuland, t.d. Austurríki, eða Finnland, eða Svíþjóð, eða því ekki Noreg? Varnir, sem miðast við takmark- aða beitingu kjarnorkuvopna, er það eina sem getur haldið þeim frá því að reyna. Þá geta þeir ekki treyst andúð Bandaríkjamanna á því að beita langdrægum kjarn- orkuvopnum. — Hver getur ástæðan verið fyrir útþensluþörf Rússa? — Ástæðurnar geta verið margar. Við viljum gjarnan finna skyn- samlegar ástæður. Á Vesturlönd- unum er til að mynda vinsælt að halda að Rússar vilji ná yfirráðum yfir orku- og hráefnisauðlindum sem mikilvægar eru fyrir Vestur- lönd, til að geta finnlandíserað okkur á þann hátt. En kannski eru ekki til slíkar skynsamlegar ástæður fyrir útþenslu þeirra. Hvað var það sem rak Alexander mikla áfram? Eða Napóleon? Eða Hitler? Var það valdagræðgi? En þótt við getum ekki útskýrt hvers vegna þeir hernema önnur lönd, verðum við að horfast í augu við að það hefur verið stefna þeirra frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Og að vissu marki hefur það gerst með aðstoð draumóramanna og hugsjónamanna úr hópi vestur- evrópskra menntamanna. Það er harmleikur. MICHAEL KONUPEK MICHAEL — „Fólk á Vesturlöndum virðist ekki gera sér Ijóst í hve ríkum mæli Sovétríkin eru nýlendu- veldi.. .“ Meöfylgjandi viðtal birtist í tímaritinu „Kon- tinent Skandinavia", sem gefið er út í Ósló og lætur mannréttindamál hvers konar mjög til sín taka. Michael Konupek, sem situr hér fyrir svörum, er systursonur séra Kára Valssonar í Hrísey. Michael fæddist í Prag 1948 og er doktor í heimspeki frá háskólanum þar. Reynt var aö torvelda honum nám vegna borgaralegs upp- runa síns, en afburðanámsgáfur riðu bagga- muninn. — Sumarið 1966 dvaldist Michael á íslandi og vann að súrheysturnagerð á Suður- landi, og enn var hann hér á landi sumariö 1967 og fékkst við smíöi símstöðvar í Hrísey. Loks kom Michael til íslands ásamt tékkneskri konu sinni 1968, þá tvítugur. Hjónin Konupek fóru héðan daginn fyrir innrás Rússa í Tékkóslóvakíu, en dvöldust um skeiö í Svíþjóð hjá vinafólki séra Kára. Eftir mikið sálarstríð ákvað Michael að hverfa aftur — þrátt fyrir allt — til föðurlands síns, en sá brátt mjög eftir því. Hann skrifaði undir Mannréttindaskrána 1977 og varð fyrir vikiö „óæskilegur“ þegn í heimalandi sínu. — Kona Michaels og börn komust til Noregs í júní sama ár, og sjálfur fylgdi hann á eftir í lok ársins. Tékknesk yfirvöld veittu hinum unga mennta- manni fararleyfi og virtust jafnvel fegin aö losna við hann. Áður þurfti hann samt að endurgreiða ríkinu námskostnað sinn allan og konu sinnar og gjalda að auki háa útflutningstolla. Framan af börðust þau hjón við fátækt í Noregi, en í fyrra var Michael veittur þar ríflegur fræöimannsstyrkur til nokkurra ára. Kona hans leggur stund á bókasafnsfræði. — Michael er sem fyrr segir systursonur séra Kára í Hrísey. Séra Kári fæddist í Prag í Tékkóslóvakíu 17. júlí 1911 og kom fyrst hingað til íslands 1933 og varð fyrir áratugum íslenskur ríkisborgari. Skírnarnafn hans er Karel Václav Alexej Vorovka, en í bókinni „Aldnir hafa oröið“ segir um hann meðal annars, að hann telji það „mistök forsjónarinnar að hafa ekki fæðst á íslandi".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.