Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 59 Elías Davíðsson: Nokkrar spurningar til Sigurgeirs Jónssonar aðstoðarseðlabankastjóra að Þorskafjarðarheiði, en þar er hann kunnugastur, væri búin til úr grús. Til stuðnings þessu vil ég benda á það sem jarðfræðingurinn segir í skýrslu sinni á bls. 19: „Hálendi Vestfjarða er líka svo mjótt og bratt niður til dala, að lítið svigrúm var fyrir ísaskil að færa sig til.“ Með tilliti til þessa atriðis er ljóst að svigrúmið á austur- svæðinu er miklu meira og tals- vert, heldur en á Kollafjarðarheið- inni, þar er snarbratt niður til dala beggja vegna heiðar. Varðandi jökulruðning sem vegagerðarefni vil ég vitna til skýrslu jarðfræðingsins, en þar segir á bls. 4: „Hér á landi hafa mjög litlar rannsóknir verið gerðar á jökul- ruðningi, sem er mjög miður, þar eð á stórum svæðum er hann eini lausamassinn ... Það er þó alls ekki útilokað að fá frostfrítt efni úr jökulruðningi, sem þar að auki hefur oft kornakúrfu, sem bendir til að efnið pakkist vel. Almennt má telja að jökulruðningur sé vel hæfur í undirbyggingu vegar. Til- valið virðist að gera smá „mórenu- stúdíu" fyrir og í sambandi við væntanlega vegagerð í Djúpið". Þetta er mjög athyglisvert og ég er sannfærður um að jökulruðn- ingur er mjög hæfur til vegagerð- ar. Öruggasta sönnunin á þessu er vegur sá sem lagður var fyrir 40 árum yfir Þorskafjarðarheiði. Vegi þessum hefur ekkert verið haldið við eða a.m.k. sáralítið. Hann hefur verið heflaður stöku sinnum og svo búið. Þrátt fyrir þetta þá virðist jökulleirinn þarna ekki sporast upp. Það myndast að sjálfsögðu vatnsholur í veginn, enda allur niðurgrafinn. Þó eru stöku kaflar ofanjarðar og þar er leir þessi eins og steypa. Og vegurinn furðanlega sléttur eftir öll þessi ár. I niðurstöðum sínum segir jarð- fræðingurinn: „Eftirtektarvert er, að fínefna innihald jökulruðnings- ins er strax mjög mikið og breytingin í kornastærðum út frá ísaskilum virðist aðallega sú að grófasta efnið malast niður í sand og malarstærðir. Þetta er þó lítt rannsakað". Ég vil spyrja af hverju var þetta ekki rannsakað, var það ekki þetta, sem var verið að leita að m.a., er það ekki ákveðin kornastærð, sem nauðsyn- legt er að hafa við byggingu á vegi. Þarna sýnist mér vera stórt gat í skýrslu þessa. Síðan segir á bls. 20 í skýrslunni: „í heild má segja, að efnisleysi torveldi vegagerð aðeins á stuttum köflum, þ.e. efni til undirbyggingar. Frostfrítt burð- arlagsefni verður víðast að flytja úr aðliggjandi dölum, að öllum líkindum mun bleyta valda meiri vandræðum en efnisleysi. Ég held að við hljótum að vera sammála um eftir að hafa lesið skýrslu þessa að hún er ekki þannig unnin að hægt sé að byggja á henni og slá því föstu að aka þurfi öllu efni neðst neðan úr dalabotnum og upp á heiði. Það væri fróðlegt að vita hvaða tæki jarðfræðingurinn hafði til afnota, þegar hann var að kanna þessi lausu efni. Er ekki nauðsynlegt að hafa einhverjar gröfur eða önnur stórvirk tæki, þegar þessar athug- anir fara fram. Hér er um það mikið fjármagn, sem er í húfi að ekki er við það unandi að hlutir sem þessir séu ekki nægjanlega kannaðir. Ég vil þó benda á það að jarðfræðingurinn talar um bleytu upp á heiðum þessum. Eflaust er þarna talsvert um bleytu, en þau eru líka mörg þurru holtin og hæðirnar á Þorskafjarðarheiði eða þarna á austursvæðinu, sem eru mjög álitleg til vegagerðar. Nú ég vil benda á það að mér hefur sýnst að Vegagerðin hikaði ekki við að taka efni þó það væri blautt, t.d. úr eða við árfarvegi, þannig að vatnið hellist úr því efni, sem er verið að flytja í vegina. Mér sýndist það efni, sem verið var að flytja í veg á Öxnadalsheiði sl. sumar ekki vera sérlega þurrt, tekið úr árbakka, sama er að segja um efni í veginn eftir Langadal í A-Hún. Á bls. 21 er því slegið föstu að varðandi vegalagningu yfir Þorskafjarðarheiði og Steingríms- fjarðarheiði, að þá fáist ekki burðarlagsefni nema niður í Stað- ardal, Langadal og Þorskafirði, þrátt fyrir það sem segir á bls. 14 og 15 í tilvitnaðri skýrslu, sbr. það sem segir á bls. 3 eins og ég gat um áðan. Hér er því um fullyrð- ingu að ræða hjá jarðfræðingnum, sem ekki er hægt að byggja á. Eiríkur Bjarnason, verkfræð- ingur byggir svo niðurstöður sínar á þessum nýju upplýsingum um efnisleysi og fær því þá útkomu að Kollafjarðarheiði sé ódýrust. Þessi niðurstaða verkfræðingsins er því byggð á algerlega röngum forsendum og því ber að hafna henni. Snjóalög Ekki fæ ég séð að nokkrar nýjar upplýsingar um snjóalög liggi frekar fyrir nú en 1976. Eiríkur Bjarnason, verkfr. kemur aðallega fram með það að Barðstrendingar, sem telji sig vera kunnuga þarna á heiðum uppi, segi að Kollafjarð- arheiði sé snjóléttust. Það er líka ljóst að ef vegur yrði lagður yfir Kollafjarðarheiði, að þá yrði hann skorinn inn í snarbrattar hlíðar Fjarðarhornsdals og Húsadals, en það hefur verið talinn mjög mikill ókostur fram að þessu, sökum þess að í skerðingar þessar sækir bæði snjór, svell og vatn. Ég ætla ekki að ræða um skýrslu E. Bj. Henni hafa verið gerð skil af öðrum. Ég vil þó lýsa því yfir að ég er henni í flestum atriðum ósammála og tel að verk- fræðingurinn gefi sér ýmsar for- sendur eða byggi niðurstöðu sína á röngum forsendum. Ég vil þó benda á eitt atriði varðandi snjóalög á bls. 15 í skýrslu hans. Efst á bls. er hann að fjalla um Kollafjarðarheiði en þar segir: „Reyndar yrði snjómokstur til- tölulega auðveldur á slíkum stöðum (þ.e. í bröttum hlíðum dala beggja vegna Kollafjarðarheiðar, innskot mitt) því að auðvelt er að koma frá sér snjónum út fyrir vegabrún." Síðan fjallar verkfræðingurinn um snjóalög í Norðdal á sömu bls. Þar segir hann: „En það er mál staðkunnugra manna, að Norðdal- ur sé snjóþungur og mæla þeir með því að veglínan verði flutt sem lengst frá norðurhlíðum dals- ins og upp fyrir símalínuna í dalnum, en sú færsla gæti aftur á móti leitt til skerðingar í fjallshlíðina, sem hefur síðan mjög líklega snjóasöfnun í för með sér.“ Skv. þessu er ekki sama hvort vegaskerðingin er í Fjarð- arhornsdal eða í Norðdal. Óþarflega víða kemur fram ósam- ræmi sem þetta í skýrslu verk- fræðingsins, sem dregur verulega úr gildi hennar. Arðsemissjónarmið Um þetta atriði vil ég benda á upphaf greinar minnar, þar sem ég vitna til skýrslu Vegagerðar- innar frá 1976, en þar kemur greinilega út óhagkvæmni Kolla- fjarðarheiðar. í sambandi við arðsemi vil ég benda á það, að ef það tekst að koma vegi yfir Steingrímsfjarð- arheiði og að hann haldist opinn meirihluta ársins, þá er ljóst að margir mundu óska eftir því að geta tekið ferju á leið sinni til kaupstaðanna við utanvert ísa- fjarðardjúp. Ferja þessi yrði þá tekin á hagkvæmum stað við innanvert Djúpið og væri þá hægt að spara sér um 200 km akstur. Menn hika ekki við að taka ferju frá Reykjavík upp á Akranes til að spara sér 100 km akstur eftir yfirleitt þokkalegum vegi. Með tilliti til þessa atriðis, þá væri Kollafjarðarheiði enn þá óhag- kvæmari fyrir þá, sem leið ættu í Út-Djúpið. Það er fráleitt að halda því fram að forsendur þær sem lágu fyrir, er arðsemin var reiknuð út 1976 hafi breyst á þessum fjórum árum. En ef svo væri þá yrði það frekar Kollafjarðarheiði í óhag vegna hækkaðs olíu- og bensíns- verðs. Jóhann Þórðarson frá Laugalandi. í erindi, sem þú fluttir á aðal- fundi Vinnuveitendasambands Is- lands 6. maí sl. og birtist í Morgunblaðinu stuttu síðar (10. og 13. maí), dregurðu upp „fram- tíðarmynd" af því, sem þú nefnir framfarir í íslensku efnahagslífi. Að þínum dómi eru framfarir í íslensku efnahagslífi óhugsandi nema á grundvelli stórfellds áliðn- aðar og annarrar orkufrekrar stóriðju. Þessi skoðun er ekki ný. Áður fyrr héldu menn að vegna tilkomu ódýrrar kjarnorku yrðu íslendingar að flýta sér að reisa orkufrekan iðnað. Nú eiga íslend- ingar að flýta sér að reisa slíkan iðnað vegna þess að verð kjarn- orku hefur hækkað mjög. Álltaf finnast gildar röksemdir til að sanna þetta mál! Það er ekki ætlun undirritaðs að pexa um pólitískar kenningar Vinnuveitendasambandsins, Verslunarráðs og Sjálfstæðis- flokksins, sem embættismenn Seðlabankans hafa gert að sínu hjartans máli. Hér verða aðeins settar fram nokkrar spurningar, sem hljóta að vakna þegar þessi mál eru skoðuð í víðara samhengi en hagfræðingum er tamt. 1. Um pólitískar afleiðingar þessarar stefnu í grein þinni telur þú hæfilegt að miða við 10-földun álfram- leiðslunnar á íslandi á næsta aldarfjórðungi. Hve mikið af þess- ari framleiðslugetu telur þú að íslendingar hefðu bolmagn til að reisa og reka, og hve mikið yrði í raun í höndum erlendra hringa og banka? Telur þú að sjálfstæði landsins yrði engin hætta búin þegar erlent fjármálavald væri orðið ráðandi hérlendis, með til- heyrandi aðgangi að félagasam- tökum, fjölmiðlum og styrkveit- ingum til að kaupa hollustu manna í lykilstöðum? 2. Um lýðræði og vinnugleði I grein þinni segir þú: „Sem betur fer eru íslendingar í þeirri aðstöðu um þessar mundir að þurfa ekki að fara smáiðnaðarl- eiðina." Telur þú að stóriðjuleiðin (sama hvort innlend eða erlend) tryggi betur pólitísk markmið á borð við lýðræði og valddreifingu en smáiðnaður myndi gera? Telur þú vinnu í málmbræðslum fjöl- breyttari og ánægjulegri fyrir afkomendur okkar en vinna í smærri einingum, eins og smáiðn- aði? 3. Um arðsemi áliðnaðar Forstjóri íslenska Álfélagsins (ÍSAL), Ragnar S. Halldórsson, heldur því fram að eigandi ÍSAL, þ.e. Swiss Aluminium Ltd., „(hafi) ekki farið vel út úr þessum rekstri" sínum á íslandi, og að „reksturinn (hafi) barist í bökk- um, stundum verið verulegt tap eða í besta falli hefur reksturinn staðið í járnum". (Mbl. 17.11.79) Hér verður ekki lagt mat á sannleiksgildi þessara yfirlýsinga. Það hefur verið gert á öðrum tíma. Hins vegar hljóta þær að kalla á skýringar af þinni hálfu. Hvers vegna telur þú t.d. að Islendingar séu betur til þess fallnir að þéna á slíkum rekstri en Swiss Alumin- ium Ltd., sem er þó meðal sex stærstu álhringa í heiminum? 4. Um óljósar hagrænar forsendur Þegar menn geisast fram og benda á jafn róttækar leiðir til „framfara", og þú gerir, skyldi maður ætla, að vel ígrundaðar forsendur liggi að baki tillögun- um. Undanfarið hefir undirritaður reynt að fá uppgefnar tölur um rekstur stóriðju hérlendis til þess m.a. að meta nettó gjaldeyristekj- ur Islendinga af þessari starfsemi. Það kom í ljós að ekkert stjórn- sýsluembætti hefur í sínum fórum ábyggilegar og sundurliðaðar töl- ur um þennan rekstur. Þótt ýmsar stofnanir fái einhverjar tölur frá ISAL, ber tölunum ekki einu sinni saman. Mikil leynd er að öðru leyti yfr rekstrartölum ÍSAL og annarrar stóriðju. Því er spurt hvort þú hefur verið „í náðinni" hjá forstjórum þessara fyrirtækja hvað varðar upplýsingagjöf, eða hvort óhlut- dræg úttekt á þjóðhagslegum áhrifum slíks reksturs, sé ein- hvers staðar til? Hvar þá? 5. Um þróun áliónaðar í heiminum Er þér ljóst, að helstu báxit- ríkin hafa talsvert af ónotaðri vatns- og kolaorku og eru að hefja eða huga að byggingu áliðnaðar í sínum löndum? Einkum á sér stað gifuleg uppbygging áliðnaðar í Ástralíu um þessar mundir, en þaðan kemur mestallt súrál til álversins í Straumsvík. Er líklegt að lítið land, sem hefur hvorki hráefni til álfram- leiðslu, eða fjármagn til að reisa álver, eða úrvinnslugreinar sem nota ál, eða markaðsítök, eða bolmagn til að kosta hagnýta rannsóknarstarfsemi í þessari grein, geti keppt við þau lönd, sem ráða yfir tveim og jafnvel þrem af þessum þáttum, og hafa auk þess talsverðar ónotaðar orkulindir? 6. Um samningsaðstöðu íslendinga Telur þú að íslendingar sem trúa á ágæti fjölþjóðahringa, hafa nána samvinnu við erlent fjár- málavald, eru á launum hjá er- lendum hringum hér, og hafa í gegnum árin stuðlað að auknum ítökum slíkra aðila hérlendis, séu þess umkomnir að tryggja hags- muni þjóðarinnar í heild í samn- ingum við vini sína? Virðingarfyllst, Elías Davíðsson. Kópavogi. 16. 5.1980. Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Tafl- og bridge- klúbburinn Fimmtudaginn 29. maí var spiluð síðasta umferð í 3ja kvölda keppni hjá félaginu. Sig- fús Árnason og Valur Sigurðs- son sigruðu nokkuð örugglega. Staða 12 efstu para eftir síðustu umferð er þessi: Sigfús Árnason — Valur Sigurðsson 1166 Júlíus Guðmundsson — Árni Guðmundsson 1056 Gestur Jónsson — Sverrir Kristinsson 1046 Gísli Tryggvason — Guðlugur Níelsson 1045 Orvelle Outley — Ingvar Hauksson 989 Guðríður Guðmundsd. — Sveinn Helgason 986 Hannesson Jónsson — Páll yaldimarsson 977 Baldur Ásgeirsson — Zóphanías Benediktsson 969 Guðmundur Aronsson — Jóhann Jóelsson 964 Skafti Jónsson — Gísli Torfason 959 Rafn Kristjánsson — Þorsteinn Kristjánsson 953 Geirarður Geirarðsson — Sigfús Sigurhjartarson 948 Sumarbridge hefst á fimmtudaginn Á fimmtudaginn hefst í Dom- us Medica sumarspilamennska á vegum Bridgesambands Reykja- víkur. Spilað verður með hefð- bundnu sniði. Tvenn verðlaun verða veitt þeim einstaklingum, er stigahæstir verða í lok sumar- spilamennsku. Keppnisstjórar verða þeir Hermann og Ólafur Lárussynir. Spilamennska hefst kl. 19.30 stundvíslega. Þáttökugjald er kr. 1.800- pr. mann. Spilað er um bronsstig. Guðmundur Kr. Sigurðsson, er stjórnað hefur þessum keppnum síðustu árin, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Eru honum færðar bestu þakkir fyrir allt hans framlag til bridge. Það eru félögin í Reykjavík, er standa að sumarkeppninni í Domus Medica. Öllum er frjáls þátttaka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.