Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 47 undiralda, báturinn leið ofan í öldudalina og ég fékk firðing í magann. Allt var morandi í neta- baujum hringinn í kringum sker- ið, bambusstangir með flöggum á. Á milli boðafallana sást í þara- vaxna steina, líkt og þeir væru með krullað hár. Hér og þar voru trillur að draga. Byrjað var á að leggja rauð- magatrossuna sem var fjögur net. Fiskifræðingurinn virtist þaul- vanur og runnu netin áfallalaust út. Fyrir tíu árum var byrjað að hnoða blýhólka á neðri teininn í stað netasteina. Nú hefur verið fundið upp á því að vefja tein með blýi innan í, svokallaður blýteinn, og er mikil hagræðing að því. Svo var stímað nær skerinu, Björn klæddi sig í sjóblússu og setti upp gúmmíhanska. Bauja var tekin og Björn byrjaði að draga. Aðeins efri teinninn var settur í spilið og „farið með,“ eins og kallað er. Vélin malaði í lausa- gangi og er undiralda leið undir bátinn erfiðaði spilið. í netinu var slím sem Björn kallaði kerlinga- hár. Með haka á lofti gægðist hann út fyrir borðstokkinn. Brátt sveiflaði hann spikfeitri grásleppu innfyrir, húkkaði hana af goggn- um og hélt áfram að draga. Grásleppan var með rauða kúlu á maganum og gleypti loft. Fiskifræðingurinn mældi lengd hennar, skar í sporðinn til að gá hvort hún væri dröfnuð, risti á kviðinn og lét hrognin renna í mælikönnu. Einnig tók hann kvarnir úr hausnum. Annar drengurinn las af mælikönnunni, hinn skráði. Hveljunni var fleygt í sjóinn, of seint var að hengja hana upp því varptími fiskiflugunnar er byrjáður. Múkkar höfðu umkringt bátinn og vögguðu á sjónum eins og bréfbátar. Mávar flögruðu yfir, nú steyptu þeir sér í sjóinn og múkkarnir busluðu. „Hvað er það þegar fiskurinn er drafnaður?" spurði ég. „Það er veiki sem mest hefur orðið vart á Reykjavíkursvæðinu, eins og þræðir í holdinu, það skaðar ekki hrognin en rauðmag- inn verður ekki góður.“ „Hefurðu syni þína oft með?“ „Ég hef þá stundum, þeir hafa gaman af því og eru duglegir að hjálpa til, verða betri með hverju árinu.“ Drengirnir brostu feimnislega. Fiskifræðingurinn sýndi okkur smádýr sem slæddust inn með netunum og sáust ef maður setti á nögl sér. Grásleppurnar voru laus- ar í netunum og ýmist reif Björn þær úr með goggnum eða hann hristi þær niður í bátinn. Hann hélt sér vel að verki. „Hvað hefur þú verið lengi í þessu?" spurði ég. „Þetta er fjórða vertíðin mín. Ég byrjaði að fara með svona 8—9 ára. Hér hefur einhver verið að skaka," sagði Björn og greiddi öngul með rauðri gúmmíbeitu úr netinu. „Ætlarðu að verða grásleppu- karl?“ „Ég fer á ýsuna í haust. Þetta er þrælavinna, þarf að salta hrognin í tunnur á morgnana áður en róið er. Ætli það endi ekki svoleiðis. Þetta er lífið." „Er eitthvað upp úr þessu að hafa?“ „Ef fiskast vel er sæmileg af- koma. Stundum er maður búinn 3—4 á daginn, en í fiskiríi er maður langt fram á kvöld. Þetta er lúxus í góðu veðri." Kominn var slatti af mislitum hrognum í hvítan stamp. Það var byrjað að kula, báturinn tók dýfur, það ólgaði í maganum á mér. Ég tók nokkrar myndir, klöngraðist svo inn í stýrishús. „Þú ert þó ekki sjóveikur, það er ekki hægt að verða sjóveikur núna, stafalogn,“ sagði Björn með kátínu í röddinni. „Nei, nei. Ég ætla bara að hlýja mér aðeins," sagði ég. í stýrishúsinu var ylur frá vélinni, ég hnipraði mig saman, fann svita spretta fram á enninu og mér leið hræðilega. Stýrishjólið titraði, það heyrðist skrölt í lausri spýtu og ýldufýla var af blóðlituðu vatni sem gutlaði undir vélinni. í húsinu var dýptarmælir og komp- ás. „Fjörutíu sentimetrar, ekki dröfnuð, fimmtán hundruð milli- lítrar. Pabbi hvað er undiralda?" ómaði utan af dekki og virtist í órafjarlægð. Loks var haldið heim á leið og ég reyndi að halda niðri í mér. Stórt fuglager elti bátinn. Inn í Skerjafirði lentum við í brælu og rigningu. Klukkan tvö komum við í land. Upp úr krafsinu hafðist; 11 rauðmagar og 144 grásleppur, hrognin náðu tæpri tunnu; höfð- um vitjað um helming af netum í sjó. Ég hjólaði heim með rauð- maga í poka og rigningu í andlitið; aldrei þessu vant þótti mér vænt um fÓSturjörðina. LAXASEIÐI TIL NOREGS Iscargo flutti um helgina nokkra tugi þúsunda laxaseiða til Noregs og i dag var áætlað að flytja 40 hesta til Noregs. Þá flytur félagið á miðvikudag garn til Júgóslaviu, en Júgóslavar hafa keypt garn frá Álafossi til að vinna úr flikur. Á laugardag flutti Lockheed Electra-flugvél Iscargo 37 þúsund laxaseiði til Molde i Noregi og var onnur ferð farin á sunnudag en það er Tungulax sem selt hefur seiðin. Á myndinni má sjá hvar verið er að hlaða Iscargovélina nú um helgina. Ljósm. Kristinn. Björn G. Ólafsson: Vegi fyrir vegleysur Framlag til varanlegrar vega- gerðar á fjárlögum er í lágmarki í ár. Hlýtur þetta að valda miklum vonbrigðum meðal áhugamanna um samgöngu- og byggðamál. Má raunar segja að þessi áratugur einkennist af fádæma dugleysi hvað varðar varanlega vegagerð. í þessu efni er ekki hægt að afsaka dugleysi með fjárskorti. Mikluln fjárhæðum hefur verið varið í vafasamar framkvæmdir, meðan sparnaður af umferð gerir lagn- ingu bundins slitlags á vegi með arðsömustu framkvæmdum. Að mínu áliti endurspeglar áhugaleysið um vegagerð almennt stjórnmálaástand í landinu. Þetta ástand á að talsverðu leyti rætur að rekja til óeðlilegrar sam- bræðslu löggjafar og fram- kvæmdavalds sem kynt er undir með óréttmætri kjördæmaskipt- ingu. Virðast þeir ráðamenn fáir sem taka ákvarðanir eða móta stefnu í innanlandsmálum með hagsmuni þjóðarinnar í heild að leiðarljósi; en samgöngumál kalla einmitt á slíka heildaryfirsýn. Endurbætur á aðalvegum út- heimta nefnilega mikinn stofn- kostnað en skila ekki sýnilegum afrakstri á einn stað, heldur dreifist hann á marga notendur. Stefnan í vegamálum ber einnig merki þeirra úreltu byggðasjón- armiða sem fylgt er. Þau birtast í því að menn vilja halda í núver- andi búsetumynstur hvað sem það kostar; jafnframt má ekki blaka við þeim atvinnuvegum sem þetta búsetumynstur á að styðjast við. í framkvæmd hafa þessar hug- myndir verið dýrar og rýrt lífskjör þjóðarinnar. í samræmi við þessi stjónarmið hefur til dæmis verið lagt í ýmsar sérframkvæmdir í samgöngumálum, eða þeirra kraf- ist, þótt þær séu ekki eins arðbær- ar og lagning bundins slitlags á vegi milli helstu staða. Nútíma iðn- og tæknivæðing hefur leitt til þess að byggðaþróun þarf ekki lengur að vera háð náttúrulegum aðstæðum. Arð- vænleg iðnfyrirtæki á ýmsum framleiðslusviðum má setja á fót nær hvar sem er, ef vinnuafl fæst á annað borð. Forsenda þess að nýta megi þennan ávöxt tækni- framfara og verkaskiptingar eru greiðar samgöngur og samskipti. Endurskipulagning frum- vinnslugreina og efling iðnaðar á þéttbýlisstöðum ætti að vera kjarni nýrrar byggðastefnu. Framgangur hennar og reyndar framtíð byggðar í landinu öllu byggist á hagkvæmu samgöngu- kerfi. Átak í vegamálum er því eitt brýnasta verkefni lands- manna og þolir enga bið. Strax í _ sumar ætti að leggja bundið slit- lag á svo sem 200 kílómetra af þeim vegaköflum sem tilbúnir eru og gefa mestan arð. Kostnaður yrði á að giska 10 milljarðar. Þess fjár er eðlilegt að afla með erlendum lánum (a.m.k. til að greiða innflutningskostnað vegna framkvæmdanna) og innlendum lántökum í formi verðtryggðra spariskírteina. Sú leið gefur mönnum kost á að sýna hug sinn til framkvæmdanna og verja fé Björn G. Ólafsson. sínu til ákveðinna framkvæmda í stað þess að eiga ráðstöfun þess undir misvitrum stjórnmálaköpp- um. Verðtrygging slíkra lána myndi byggjast á raunverulegri arðsemi og lánin mætti endur- greiða að einhverju leyti með því fé, sem sparaðist í viðhaldi eða fengist með vegaskatti. Þar sem hér er lagt til að verulegum upphæðum verði varið til framkvæmda er eðlilegt að menn krefjist ábendinga um sparnað á öðrum sviðum. Hér verða þó ekki gerðar ákveðnar tillögur í því efni. Aðalatriðið er að varanleg vegagerð er með arðbærustu framkvæmdum sem hægt er að benda á. Það hvílir því á herðum þeirra sem valið hafa aðra ráðstöfun fjármuna, að rétt- læta hvers vegna vegafram- kvæmdir ganga ekki fyrir ýmsum öðrum framkvæmdum. Reykjavík 7. maí 1980. Björn Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.