Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÍTNÍ1980 Frá þing- slitum Hvað segja þingflokksformenn?: Liðið þing frá ólík- um sjónarhólum Ólafur G. Einarsson: „Undir- mál sem iðkuð voru“ • 1. Ekki er auðvelt að benda á mál, sem mikil reisn er yfir. En mikilvæg mál eru auðvitað lögin um jöfnun og lækkun hitunar- kostnaðar, um aðbúnað og öryggi á vinnustöðum og um Húsnæð- isstofnun ríkisins. Því fer þó fjarri að ég sé sáttur við öll ákvæði þessara laga. • 2. Starfstími þingsins var annar en venjulega þar sem það hófst ekki fyrr en 10. des. í stað 10. okt. Það varð til þess, að fjárlög urðu ekki afgreidd fyrr en í mars. • 3. Þá sat hér starfsstjórn til 8. febrúar. Því var enginn ákveð- inn meiri hluti í þinginu til þess tíma, sem hafði svo í för með sér óvissu um framgang mála, og að sjálfsögðu einnig tafir. En það sem skilur þingið mest frá öðrum þingum, sem ég hef setið, eru þau undirmál, sem iðkuð voru við stjórnarmyndun. Afleiðingarnar sjáum við ekki enn að fullu, en víst er að þær eru ekki og verða ekki til heilla. Þótt það orð fari af stjórn- málamönnum að þeir stundi ein- kum fláttskap og annað ljótt, þá er drengskapurinn mest metinn í röðum þeirra. í stjórnmálastarfi skiiar okkur því aðeins nokkuð á leið, að við getum átt gagn- kvæmu trausti að fagna. Við atburði vetrarins hafa samskipti manna færst mörg ár aftur í tímann. • 4. Þetta venjulega óðagot í þinglok, þótt það sé raunar minna nú en stundum áður, vegna þess að þing stendur 10 dögum lengur en ríkisstjórnin ætlaði. Aðfinnsluvert er einnig, hve seint á þingi mál voru lögð fram, einkum hin stærri mál. Síðan er ætlast til afgreiðslu á fáum dögum og kallað málþóf ef eðli- legar umræður eiga sér stað, eða tafir á þingstörfum. Á þessum síðustu dögum hafa þó stjórnar- liðar notað meiri tíma til ræðu- halda en sjálfstæðismenn. Þar er ljósasta dæmið húsnæðisfrum- varpið, sem fór umræðuleust til 1. umræðu og var ekki tafið á nokkurn hátt af sjálfstæðis- mönnum. Þá hlýt ég að nefna að að- finnsluvert er þegar ríkisstjórnin brýtur lög með því að standa að framlagningu og afgreiðslu láns- fjáráætlunar sem hún gerði. Ólafur Ragnar Grímsson: „Þetta þing skipar virðingar- sess“ • 1. Síðan ríkisstjórnin var mynduð hefur Alþingi afgreitt mörg stórmál á óvenjulega stutt- um tíma. Fjárlög, lánsfjáráætl- un, skattamál og fleiri mál sem yfirleitt eru á dagskrá nokkra mánuði voru nú afgreidd á fáein- um vikum. Styrk stjórn ríkis- stjórnarflokkanna á þinghaldinu og málefnaleg vinnubrögð gerðu þetta kleift. Auk þessara veigamiklu mála hafa stuðningsmenn ríkisstjórn- arinnar komið í gegn tveimur tímamótamarkandi lagabálkum á sviði félagslegra réttinda: Lög- um um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og nýjum lögum um húsnæðismál. Þessi lög færa launafólki veigamikil réttindi og betri lífskjör. Þau veita samtökum launafólks lag- abundið vald til að stjórna þessum málaflokkum launafólki í hag. Samkvæmt þessum lögum fá ASÍ og BSRB ný verkefni og mikilvægar áhrifastöður sem geta skipt sköpum fyrir alþýðu landsins. Aðbúnaður á vinnustað og húsnæði heimilanna eru grundvallarþættir í lífi launa- fólks. Samkvæmt þessum nýju lögum fá ASÍ og BSRB lög- verndað forystuhlutverk á þessu sviði. Slík breyting er veigamikið skref í áttina að auknum alþýðu- völdum og víðtækara lýðræði í landinu. I sögu verkalýðssam- takanna mun þetta þing því skipa virðingarsess. • 2. Við þinglok hefur ríkis- stjórnin komið í höfn öllum þeim málum sem hún vildi fá afgreidd. Og reyndar gott betur, því að auk þeirra 37 frumvarpa sem ríkis- stjórnin vildi fá sem lög, bættust nokkur ný í hópinn. Það er einsdæmi í þingsögunni, að stuðningsmenn ríkisstjórnar standi svo vel að verki, að þeir fái afgreidd öll frumvörp á lista ríkisstjórnar. Á sama tíma og þessi mynd- arskapur stuðningsliðs ríkis- stjórnarinnar hefur sett jákvæð- an svip á þingið, hafa viðbrögð Geirsarmsins við klofningnum í Sjálfstæðisflokknum verið til trafala við eðlileg þingstörf og sett, sérstaklega síðustu vikurn- ar, mjög neikvæðan blæ á þing- störfin. Þessi ergelsiskenndu við- brögð Geirsarmsins við ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen hafa gert þinghaldið nokkuð sérstakt. • 3. Fyrrgreind viðbrögð Geirsarmsins og ofsafengin upp- hlaup hans hafa að mínum dómi verið það helsta sem telja má aðfinnsluvert í störfum þingsins. Geirsarmurinn hefur reynst bæði rótlaus í stefnumótun og ístöðulítill í afstöðu til starfs- hátta. Þegar svo illa er komið fyrir stærsta þingflokknum, ger- ir það okkur hinum óneitanlega erfitt fyrir í störfum. Þau verða bæði stappkennd og tímafrek. Stefnuleysi Geirsarmsins hefur birst í Jan Mayen-málinu, í málefnum sveitarfélaga og i efnahagsmálum og fleiri mála- flokkum. ístöðuleysið kom svo skýrt í ljós í vonlausum upp- hlaupum gegn húsnæðismála- frumvarpinu og almennum pirr- ingi þeirra út af því að ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen skyldi takast að fá öll sín mál afgreidd. Það tókst ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar aldrei. Myndin sýnir þingflokksformennina: ólafur G. Einarsson (Sjálfstæðisflokkur), Páll Pétursson (Framsóknarflokkur), ólafur Ragnar Grímsson (Alþýðubandalag) og Sighvatur Björgvinsson (Alþýðuflokkur).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.