Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 61 Þingsíða Mbl. spurði for- menn þingflokka þriggja spurninga við þinglausnir, varðandi liðið þinghald: 1). Hver væru athyglisverðust mál liðins þings, 2) • Á hvaða hátt þetta þing væri frábrugðið öðrum. 3) • Hvað hefði verið helzt aðfinnsluvert við þinghaldið. Svör þeirra birtast hér á síðunni. Páll Pétursson: „Allvel hefur til tekizt“ • 1. Ég held að ekki verði um það deilt að Alþingi hafi afgreitt allmörg mikilvæg mál í vetur. Mörg þeirra bera þess þó nokkur merki að ríkisstjórnin og stuðn- ingsmenn hennar hafi stundum verið í tímahraki. Ég óttast að sumt af því sem afgreitt hefur verið eigi eftir að þurfa lagfær- ingar við áður en langt um líður. Þar á ég við mikilvæg lagafrum- vörp um skattamál sem raunar voru leiðréttingar og viðbætur við skattalög Mathiesens, lög um holl- ustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum, sjómannalög, húsnæðis- málalöggjöfina og fleira. Fjárlög og lánsfjárlög eru auð- vitað alltaf mjög mikilvæg við- fangsefni hvers árs. Ég held að allvel hafi tekist við fjárlög og raunar lánsfjárlög líka að svo miklu leyti sem það stóð í valdi Alþingis og ríkisstjórnar að hafa áhrif á þá þróun. Alltof margt var ákvarðað fyrirfram af „ríkjum í ríkinu" sem jafnvel voru búin að taka lán og eyða þeim áður en heimild Alþingis kom til, svo sem Járnblendiverksmiðjan á Grund- artanga. • 2. Þetta þing hefur verið mjög óvenjulegt. Það sem einkum veld- ur því er nokkuð óvænt stjórnar- myndun, þar sem nokkrir sjálf- stæðismenn gengu til liðs við Framsóknarflokk og Alþýðu- bandalag í stað Alþýðuflokksins sem hljóp frá fyrra samstarfi. Það voru út af fyrir sig góð skipti. Þetta er miklu starfhæfari, sam- hentari og því langtum sterkari stjórn heldur en sú ríkisstjórn þar sem Alþýðuflokkurinn reyndi allt- af að „terrorisera" samstarfs- flokkana með hótunum um stjórn- arslit væri ekki öll della látin eftir þeim. Hinsvegar safnaðist saman efnahagsvandi sem betur hefði verið reynt að leysa í fyrrahaust á grundvelli tillagna okkar Fram- sóknarmanna. Þrátt fyrir nokkuð samheldinn meirihluta er staða ríkisstjórnar- innar veik á þinginu hvað varðar embættismenn og nefndir. Það hefir þó bjargast nokkuð vel nema undir það síðasta og raunar ber þess að geta að ýmsir stjórnarand- stæðingar hafa iðulega hlaupið undir bagga með stjórninni. • 3. Persónulegt uppgjör nokk- urra Sjálfstæðismanna hefur langt um of mótað umræður og starfshætti, sérstaklega nú síðustu vikurnar. Umræður hafa yfirleitt verið leiðinlegar í vetur og snjallar skylmingar miklu fátíðari heldur en t.d. í fyrra. Þá hafa málþófsræður verið of al- gengar. Ég er mjög andvígur því að takmarka málfrelsi í regiu- bundnum umræðum, og vil láta sómatilfinningu þingmanna setja þeim skorður, þó eru nokkur sorgleg dæmi frá þessu þingi um að sómatilfinning hefur ekki dug- að þeim. Þeir sem þræta fyrir að þeir hafi verið með málþóf ættu að lesa ræður sínar og fá þær birtar í Morgunblaðinu orðrétt, þá sæi þjóðin hvort þar hafi ekki í mörgum tilfellum verið um gagns- laust þvaður að ræða, augsýnilega flutt til að tefja tímann og þing- störfin. Stjórnarandstöðunni hefur nú á síðustu dögum tekist að lítillækka ríkisstjórnina með því að hnekkja ákvörðun hennar um þinglok og halda okkur uppi á snakki og þannig komið í veg fyrir að tími ynnist til nauðsynlegs samráðs við launþega um bráðnauðsynlegar viðnámsaðgerðir við dýrtíðarflóð- inu, þannig að við missum af einu tækifærinu enn til að gera það sem gera þarf. Hins vegar má það hugga metnað stjórnarinnar að við gátum þrælað öllum óskalist- anum í gegnum þingið. Spurningin er bara, hvort það var ekki of dýru verði keypt. Sighvatur Björgvinsson: „Vinnubrögð óstjórnar, upplausnar og stefnu- leysis“ • 1. Fyrir utan hefðbundin við- fangsefni Alþingis, svo sem gerð fjárlaga og lánsfjárlaga, sem jafn- an eru meðal stærstu verkefna Alþingis, ber langhæst meðferð og afgreiðsla félagslegra stórmála, sem undirbúin voru og lögð fram á sl. hausti af minnihlutastjórn Ai- þýðuflokksins. Af slíkum stórmál- um, sem ríkisstjórn Alþýðuflokks- ins lagði fram og afgreiðslu hafa, má nefna frumvarp til laga um eftirlaun aldraðra, sem varð að lögum fyrir jól og tryggði gömlu fólki stóraukin lífeyrisréttindi; frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum; frumvarp til laga um breytingu á sjómannalögum ásamt frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lögskráningu, sem færðu sjómönnum stóraukinn rétt til samræmis við það sem best gerist í landi. Öll þessi mál voru undirbúin og flutt af ríkisstjórn Alþýðu- flokksins. Þá má einnig geta um nýja lagasetningu um húsnæðis- mál, sem afgreidd var síðasta dag þingsins. Hún var einnig undirbúin og lögð fram af ríkisstjórn Alþýðu- flokksins, en núverandi ríkisstjórn gerði á frumvarpi ríkisstjórnar Alþýðuflokksins nokkrar breyt- ingar, sem m.a. hafa í för með sér að fjármögnun húsnæðislánakerf- isins stendur í algeru uppnámi og ávinningur lagabreytinganna fyrir launafólk er því orðinn léttvægari en ella. Þótt þinghald í vetur hafi verið óvenju stutt hafa engu að síður óvenjulega mörg mikilvæg félags- leg málefni verið afgreidd á þessu stutta þingi, sem fram voru lögð af ríkisstjórn Alþýðuflokksins. Það tel ég markverðast og mikilvægast um þinghaldið í vetur. Fjölmörg önnur mál, sem ríkis- stjórn Alþýðuflokksins lagði fram, náðu hins vegar ekki afgreiðslu. Þar má nefna skattalagafrumvarp um að afnema tekjuskatt af al- mennum launatekjum í tveim áföngum; 1980 og 1981; þannig að hjón með rösklega 7 milljón króna tekjur væru tekjuskattslaus, en fjárlagafrumvarp Alþýðuflokks- stjórnarinnar var við slíka tekju- skattslækkun miðað. Af öðrum málum ríkisstjórnar Alþýðuflokks- ins, sem ekki náðu afgreiðslu, má nefna frumvarp um stóraukinn rétt til fæðingarorlofs, frumvarp um verðtryggingu dómkrafna, frum- varp að barnalögum, frumvarp um ráðstafanir gegn skattsvikum og stofnun skattadómstóls, frumvarp um kvikmyndasjóð og fleira. • 2. Líðandi þing er stórlega frábrugðið öllum öðrum þingum, sem ég hef fylgst með. Mikil spenna og átök hafa verið á undanförnum mánuðum í íslensk- um stjórnmálum og er þeim átök- um síður en svo lokið. Þau átök eru djúpstæðari en oftast áður og standa e.t.v. um meiri grundvallar- atriði í stjórnmálabaráttunni en almennt gerist. Eftir heils áratugs stjórnleysi í efnahagsmálum, þar sem ráðið hafa viðhorf og vinnu- brögð óstjórnar, upplausnar og staðfestuleysis, sem fylgt hafa „framsóknarkommúnismanum," verður stöðugt fleirum nóg boðið og afdráttarlausri kröfu um ger- breyttar starfsaðferðir vex fylgi. Þessi átök leiddu til þingrofs og kosninga á sl. hausti og þau átök munu vara þar til breyting fæst fram, annaðhvort með aðild sumra þeirra, sem enn ráða rangri vegferð í stjórn landsins, eða þá án þeirra atbeina. Inn í þessi mál hafa svo blandast átök í Sjálfstæðisflokknum, sem fremur eiga sér persónulegar en skoðanalegar orsakir, og hafa leitt til þess að í raun hefur flokkurinn klofnað með því að hluti hans settist undir árar með Framsókn- arflokki og Alþýðubandalagi, þegar aðrir fengust ekki til þess, til að viðhalda um sinn þeirri upplausn- ar- og óstjórnarstefnu, sem fylgt hefur verið sl. áratug með óskap- legum afleiðingum. Allt þetta hefur komið fram í störfum þingsins í vetur og gert það frábrugðið öðrum. Einkennin bera þess þó ekki alltaf merki hverjar raunverulegar orsakir eru — en þær hafa verið þessar, sem ég nú hef rakið. • 3. Fyrir utan þau aðfinnslu- verðu einkenni, sem stafa af þeim orsökum, sem greinir í svari mínu við spurningu 2 — og m.a. lýsa sér í því, að einn af fjórum þingflokk- unum, sem gegna mikilvægu lykil- hlutverki í öllum þingstörfunum, er nánast óstarfhæfur sem slíkur vegna þess furðulega ástands að hluti stjórnarliða kýs að starfa í flokki með stjórnarandstæðingum — þá eru aðfinnsluatriðin í starfs- háttum nýliðins þings þau sömu og allra nýliðinna þinga. í fáum orð- um sagt er löngu orðið ljóst að gera þarf róttækar breytingar bæði í lögum um þingsköp Alþingis og öðrum starfsháttum, sem bundnir eru í stjórnarskrá svo sem eins og um deildaskiptingu, eða eru venju- bundin. Að kröfu Alþýðuflokksins var ákvæði um endurskoðun á öllum vinnubrögðum og starfshátt- um Alþingis sett inn í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnar Ólafs Jóhann- essonar, en sú endurskoðun fór ekki fram. Ekkert slíkt ákvæði er í stjórnarsamningi núverandi ríkis- stjórnar, en nýliðið þing sem og önnur síðari þing leiða í ljós brýna nauðsyn á breyttum starfsháttum. Formenn þingflokka hafa að und- anförnu ræðst við um umbætur, sem hægt er að gera á starfshátt- um Alþingis án lagabreytinga og var haldinn sérstakur fundur þeirra þar um nú strax eftir þinglausnir. Stjórnarskrárnefnd fjallar um endurskoðun þeirra starfshátta, sem bundnir eru í stjórnarskrá og þingflokkur Al- þýðuflokksins hefur ríkan hug á að endurskoðun á þingskapalögum geti hafist strax á næsta þingi eða fyrr ef unnt væri. Gestakennari við Mynd- lista- og Hand- iðaskólann Jörgen Bruun Hansen, kennari við Dönsku lista- akademíuna, var gesta- kennari við Myndlista- og Handíðaskóla íslands á síðasta kennslutímabili. Meðfylgjandi myndir voru teknar á umræðufundi um list og umhverfi, sem ný- lega var haldin í M.H.Í. þar sem Jörgen Bruun Hansen var frummælandi og sýndi kvikmynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.