Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 35 Eyjólfur Guðmundsson skrifar frá Noregi: Að rétta öðrum þjóðum hjálparhönd Það má segja að Norðmenn láti sér ekki aðeins annt um eigin þjóðarhag, heldur hafa þeir á margan hátt veitt öðrum þjóðum hjálparhönd. Þeir hafa nú síðustu 10 árin tekið á móti flóttafólki, eða fólki sem komið hefur í atvinnuleit til lengri eða skemmri tíma. Ráðgert er nú að Norðmenn taki á móti a.m.k. 3 þúsund manns frá Víetnam, en haldgóð- ar heimildir áætla að eftir nokk- ur misseri verði sú tala komin upp í 6 þúsund. Þeir sem komið hafa hingað í atvinnuleit eru aðallega frá Suður-Evrópu og úr löndum Mú- hameðstrúarmanna. Eru þar Pakistanar og Tyrkir fjölmenn- astir. Álitið er að þetta séu kringum 15 þúsund manns, og fjölgar ört þar sem lítið er skeytt um takmarkanir á barn- eignum. hjálparstarfsemi í Tanzaníu í Austur-Afríku, en það land er tiltölulega auðugt frá náttúr- unnar hendi. Aftur á móti skort- ir tæknimenntaða menn, og stór hluti landsmanna lifir ennþá á steinaldarstigi. Er nú gert ráð fyrir að starfsemin í Tanzaníu muni kosta Noreg um einn milljarð norskra króna á næstu árum. í nágrannaríkinu Kenýa hafa Norðmenn kennt innfæddum vegagerð eftir nýjustu tækni. Samkvæmt upplýsinguin frá verkfræðingi sem þarna starfaði taldi hann Kenýamenn heldur lata og voru sumir þeirra jafnvel mótfallnir vegalögninni. Einn þessara frumstæðu manna lét eftirfarandi orð falla: „Götuslóð- arnir hafa nægt mér og forfeðr- um mínum, en þessi breiði harði vegur er bara fyrir yfirvöldin ... svo auðveldara verði fyrir þau að ná til okkar, sem hafa búið í friði úti á landsbyggðinni." Verkfræð- ingurinn kvaðst eftir þetta hafa þá skoðun að vafamál væri að innreið menningarinnar í frum- stæð lönd, hefði alltaf blessun í för með sér. Baráttan gegn landeyðingu er eitt af mörgum verkefnum. í ýmsum löndum heims er hún mikil, einkum í þeim löndum Afríku sem liggja næst Sahara- eyðimörkinni. Árlega hverfur mikið landsvæði undir eyði- mörkina og er hún nú stærri en nokkru sinni áður. Meðal verk- efna norskra vísindamanna er að gera tilraunir með vissar trjá- tegundir, sem gróðursettar hafa verið í sandinum. Tilraunir þess- ar lofa góðu, og tré sem gróður- sett voru fyrir rúmu ári hafa vaxið um einn metra. Vonast er til að hið greinótta rótarkerfi þessara trjáa geti bundið sand- fokið og fært landeyðinguna í fjötra. Norska ríkið og kirkjan reka margvíslega hjálparstarfsemi í ýmsum fátækum og vanþróuðum löndum í Afríku, Asíu og Suður- Ameríku. Sú starfsemi er aðal- lega fólgin í að kenna fólki hagnýta tækni á sviði landbún- aðar, iðnaðar og fiskveiða, en jafnframt er reynt að bæta heilsufar þjóða þar sem þörfin er brýnust. Norðmenn hafa ennfremur verið manna fyrstir til að hjálpa þeim sem orðið hafa fyrir tjóni vegna náttúruhamfara, hvort heldur það hafa verið flóð austur á Indlandi, eða eldgos á íslandi. Ekki eru reyndar allir Norð- menn hrifnir af „hjálparstarf- seminni", og er það sérstaklega innflutningur fólks af þeldökk- um og lituðum þjóðum, sem margir telja varhugaverðan. Ljóst er að Múhameðstrúar- menn halda fast við sín trúar- brögð og siði, og að þeir verða ekki hindraðir í því. Hins vegar getur þetta orðið til þess að þeir aðlagist ekki norsku þjóðfélagi og geti í framtíðinni orðið þjóð- arbrot. Slíkt getur skapað ófyr- irsjáanleg vandamál. Nokkur illindi hafa orðið milli norskra unglinga og unglinga frá Víetnam. Beittu Víetnamar hnífum með þeim afleiðingum að nokkrir Norðmenn særðust. Yf- irvöld gera heldur lítið úr þessu og telja að misskilningur vegna lélegrar málakunnáttu sé ástæð- an. Verkefnin í þróunarlöndunum eru margvísleg og ljóst að Norð- menn geta ekki verið alls staðar og hjálpað öllum. Þetta hefir m.a. orðið til þess að ákveðið er nú að einbeita sér að víðtækri Steindu gluggarnir eign Kópavogs í FRÉTT í Mbl. á laugardag varð sá misskilningur að steindu glugg- arnir eftir Gerði Helgadóttur, sem komu til landsins fyrir sýninguna á Kjarvalsstöðum, væru fengnir að láni frá Þýzkalandi. Þeir eru framleiddir í Þýzkalandi í verk- stæði dr. Oidtmans, en eru í eigu Lista- og menningarsjóðs Kópa- vogs og eru hluti af listaverkagjöf systkina Gerðar, og verða því í framtíðinni hluti af verkum í listasafni Kópavogs. Ungt fólk með Albert Laugardalshöllinni miövikudag 4. júní kl. 21.30 Margir lanc rægir skemmtikraftar koma fram m.a.: ★ Brimkló ★ Start ★ Magnús & Jóhann & Co. ★ Pálmi Gunnarsson ★ Diskótekiö Dfsa ★ • Kynnar: Baldur Brjánsson og Magnús E. Kristjánsson. Módel 79 sýna tískuna frá Quadro HLJÓMLISTIN VERÐUR FLUTT í NÝJU 20.000 WATTA HÁTALARA- KERFI FRÁ STERÍÓ Brynhildi Allir velkomnir Ókeypis aðgangur Sviösstjóri Gubjörn Magnússon. Hljóöstjóri Bjarni Haröarson. Lýsing Bjarni Þór Óskarsson. Sviösmaöur Páll Ársælsson. Unga fólkið kýs Albert og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.