Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 55 Guðmundur Guðmunds- son forstjóri — sjötugur í dag 4. júní er Guðmundur Guðmundsson forstjóri í Tré- smiðjunni Víði sjötugur. Guð- mundur er fyrir löngu landskunn- ur maður fyrir afrek sín í iðnaði og verslun. Fáum mun þó Ijóst hver afburðamaður hann er og hefur verið sem stjórnandi stórs fyrirtækis, en segja má að sjálfur hafi Guðmundur alla tíð haldið í járngreipum sínum öllum stjórn- taumum rekstursins í landsins stærsta húsgagnaframleiðslufyr- irtæki og verið sem sál þess allt til þessa dags. Ekki er undarlegt þó menn spyrji sem svo: Hver er hann þessi framsækni maður og hvaðan er hann, hann hlýtur að hafa átt ríka foreldra og fengið mikia menntun og fyrirgreiðslu. Ekki er málum Guðmundar þannig varið. Hann fæddist sem áður var sagt í Önundarholti í Flóa 4. júní 1910. Daginn sem hann leit fyrst dagsins ljós voru fyrstu blómin að springa út á leiði föður hans, sem dó í janúar það sama ár. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Hildur Bjarnadóttir og Guðmundur Bjarnason bóndi í Önundarholti, bæði af sunnlensk- um ættum. Arið 1910 var að mörgu leyti merkilegt ár. Þrem dögum eftir að Guðmundur fæddist var ráðherra íslands Birni Jónssyni hótað lifláti innan níu daga út af bankahneyksli í Landsbankanum, en sem betur fór varð ekki meira úr því. Þá má geta þess að íslandsmálaráðherra í Kaup- mannahöfn var settur í fangelsi fyrir fjársvik. Sama ár skeði það einnig að Sigurjón Pétursson á Álafossi kafaði undir Seljalands- foss og fékk sér stórkostlegasta steypibað sem um getur. Þá var Dagblaðið Vísir stofnað í desem- ber en Guðmundur mun einmitt nú vera einn af eigendum blaðsins og einn af stjórnendum þess. En sleppum öllu gamni og snúum okkur aftur að afmælis- barninu. Guðmundur var þriðja barn foreldra sinna, hin voru Bjarni læknir á Selfossi og Gísli vélstjóri, sem dó ungur. Á fyrsta ári fluttist Guðmundur með móð- ur sinni til Reykjavíkur og hefur átt þar heima síðan. Innan við fermingaraldur hafði Guðmundur misst sjón á báðum augum og er því augljóst að menntun hlaut hann enga á þann mælikvarða sem venjulega er mælt á. Það er því augljóst mál að hvorki hafði hann auð eða mennt- un að vegarnesti út í hina hörðu lífsbaráttu sem við honum blasti þegar hann var tekinn í kristinna manna tölu og er mér ekki kunn- ugt um hvort hann komst það nokkurn tímann. En Guðmundur stóð ekki einn, hann átti góða móður sem leiddi hann til barátt- unnar við harðan heim. Hann var Nýskipuð sáttanefnd hélt sinn fyrsta fund með fulltrúum ASt og vinnuveitenda á mánudaginn. Á þessari mynd Kristins situr sáttasemjari og fyrir miðju endaborðsins með sáttanefndarmenn á báðar hcndur. Frá vinstri: Jón Þorsteinsson, _ Gestur Jónsson, Guðmundur Vignir Jósefsson, Geir Gunnarsson og Árni Vilhjálmsson. ASÍ-menn lögðu fram ályktun samninganefndar FULLTRÚAR Alþýðusambands íslands lögðu fram á sáttafundi á mánudag ályktun 43 manna samninganefndar sambandsins. sem Mbl. hefur skýrt frá, og gerðu grein fyrir henni og hafa fulltrúar Vinnuveitendasam- bands íslands og Vinnumálasam- bands Samvinnufélaganna málið til athugunar til fimmtudags, en næsti fundur er boðaður þá klukkan 9 árdegis. Gftir fundinn á mánudag spurði Mbl. Þorstein Pálsson framkvæmdastjóra VSÍ um álit hans á ályktuninni, en hann kvaðst að svo stöddu ekki vilja ræða einstök efnisatriði hennar. „Hitt er jafnljóst eftir sem áður, að við Ieggjum höfuð- áherzlu á að öll samningsatriðin séu uppi á borðinu í einu,“ sagði Þorsteinn. „Það er ekki okkar stefna að semja um einn hluta við sameiginlega nefnd og um annan hluta við sérsamböndin.“ Mbl. spurði Þorstein, hvort og þá hvers vegna VSÍ hefði verið á móti því að dr. Gunnar G. Schram ætti sæti í sáttanefndinni, en Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra skýrði Mbl. frá skipan nefndarinnar á fimmtudaginn og sagði þá, að Gunnar G. Schram væri einn nefndarmanna. Fundum félagsmálaráðherra með aðilum vinnumarkaðarins á föstudag lauk svo að ráðherra skipaði nefndina, en þá var Árni Vilhjálmsson fjórði maður nefndarinnar, en ekki Gunnar. „Við samþykktum Gunn- ar sem sáttasemjara í flugmanna- deilunni, sem er mjög flókið mál og brýnt að leysa, þannig að við töldum ekki rétt að taka tíma frá lausn hennar með því að hann sæti einnig í þessari sáttanefnd," sagði Þorsteinn. handlaginn sem faðir hans og fór barn að aldri að föndra við smíðar. Snemma beygist krókur- inn að því sem verða vill segir máltækið og sannaðist það á Guðmundi. Hann mun hafa verið 17 ára þegar hann bjó til fyrsta húsagnið sem hann seldi. Líklega hefur það verið kommóða. Nú framleiðir hann þær í hundraða- tali eins og svo margt annað. Þeir sem fyrst seldu muni hans voru Benedikt G. Waage og Þorsteinn Bjarnason í Körfugerðinni. Nú eru húsgögn frá Guðmundi seld í flestum húsgagnaverslunum landsins. Guðmundur hefur alla tíð verið stjórnsamur ekki síst við sjálfan sig. Þeir voru ekki margir sem efnuðust hér á kreppuárunum en það hlýtur Guðmundur að hafa gert því árið 1938 byggir hann stórt hús á Víðimelnum og setur upp verkstæði í kjallaranum. Nokkru síðar keypti hann lítið verkstæði með nokkrum vélakosti og réð fyrrverandi eiganda til sín og gerði hann að ábyrgum meist- ara síns fyrirtækis en það var þá orðið svo fyrirferðarmikið að hinir lærðu í iðninni undu illa við sinn hlut en þeim deilum lauk með sigri Guðmundar eftir málaferli og stapp. Árið 1945 stofnaði hann svo fyrirtæki sitt Trésmiðjuna Víði við Laugaveg 166. Árið 1957 varð hann fyrir miklum skaða þegar eldur eyddi efsta hluta hússins en eftir brunann var húsið stækkað að mun, þó fór svo að það reyndist fljótt of lítið fyrir rekst- urinn og flutti Guðmundur þá alla starfsemina í Kópavog þar sem hann hafði þá byggt hús sem er stærra að flatarmáli en knatt- spyrnuvöllur af stærstu gerð, og jafnvel það er nú orðið of lítið. Þannig hefur Guðmundur rekið sitt fyrirtæki og sýnt hversu langt er hægt að komast þrátt fyrir að maður sé illa í stakk búinn til lífsbaráttunnar. Hann hefur vissulega gefið gott fordæmi þeim sem finnst þeir vera vanbúnir til stórræða. Nú gæti maður haldið að maður sem kann hvorki að lesa né skrifa og hefur þar að auki misst sjónina kunni lítið fyrir sér í fræðum þeim sem af bókum má fá en ekki ræð ég neinum að etja kappi við Guðmund á þeim orustuvelli. Hann hefur líka mjög gott minni og skarpan skilning. Hann lætur oft lesa fyrir sig heima hjá sér enda á hann konu sem er þekkt fyrir fróðleik og bókfýsi. Guðmundur hefur verið i stjórn félags húsgagnaverslana og vara- maður í bankaráði Iðnaðarbanka Islands, hann hefur lengi verið í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og setið í mörgum nefndum mikilvægra stofnan og nýtur hvarvetna mikils trausts og virðingar. Guðmundur er kvæntur ágætrú konu Ólafíu Ólafsdóttur frá Áshól og gengu þau í hjónaband 24. mars 1956. Foreldrar Ólafíu voru hjónin Sigríður Sigurðardóttir frá Hvalsnesi á Miðnesi og Ólafur Kr. Ólafsson bóndi í Áshól í Rangár- vallasýslu, bæði af rangæskum ættum. Þau eiga fimm syni: Ólaf Kristin, Gísla Isfeld, Björn Inga, Sigurð Vigni og Guðmund Víði, sem er yngstur, 10 ára, einstak- lega prúður og athugull drengur. Á þessum merka degi í lífi Guðmundar óska ég honum og fjölskyldu allra heilla og langra lífdaga. Undir það munu taka allir sem þekkja Guðmund. Guðm. Guðni Guðmundsson SUMARHBMIUÐ BIFRÖST Aóstaða Maturogkaffi Á 2ja manna herb. með hand- laug og útvarpi. Bókasafn, verslun og setustofa. Sturtur, gufubað og íþróttasalur. Stutt í sund. Dagblöð og sími. Rómuð náttúryfegurð. Fæól Fyrir einstaklinga, starfshópa, fjölskyldufagnaði og hópferðir. Pantið með fyrirvara. Raóstefnurfundir namskeíö Stakar máltíðir eða afsláttar^ matarkort, hálft eða fullt fœðij Sjálfsafgreiðsla. Börn______________________ Frítt fæði með gistingu fyrir börn orlofsgesta til 8 ára aldurs. Matur á hálfvirði fyrir 8—12 ára. Fyrir allt að 150 manns. Leitið upplýsinga og verðtilboða. Pantanir og upplysingar 93- 7500 Bifröst 2ja manna herb. 26.6—30.6. 4 daga orlof 31.000.— 30.6— 7.7. viku orlof 54200.— 7.7,—14.7. viku orlof 58.400.— 14.7.—21.7. viku orlof 58.400.— 21.7.—28.7. viku ortof 58.400.— 28.7.— 4.8. viku orlof 58.400.— 5.8.—12.8. viku orlof 54.200.— 12.8.—19.8. viku orlof 54.200,— 20.8.—26.8. 6 daga orlof 46.600,—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.