Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 38
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 Nefndarálit sjálfstæðismanna um Vegaáætlun 1980: „Söluskattur leggst ofan á toll og benzíngjald44 Fjárveitinganefnd klofnaði i afatöðu til tillöKU um breytingu á KÍldandi vegáaetlun fyrir árið 1980 á þskj. 348. Undirritaðir fuiltrúar Sjálfstæðisflokksins i nefndinni eru algerlega andvÍKÍr þeirri skattlagninKu á notkun bifreiða sem rikisstjórnin og stuðningsmenn hennar á Alþingi hafa knúið fram samtimis þeim niðurskurði á vegaframkvæmdum, sem þessi tillaga um breytingu á kíIdandi vegáætlun hefur i för með sér. Skv. upplýsingum Vegagerðar rikisins felur tillagan i sér 4,5 milljarða króna niðurskurð á raungildi heildarfjárveitinga til vegamála miðað við gildandi vegáætlun. Samtimis þvi hefur skattlagning á bensin verið aukin svo gifurlega aö óviða er að finna dæmi slikra skattálaga meðal þjóða heims. Nokkur höfuðatriði þeirrar öfugþróunar, sem átt hefur sér stað i skattlagningu á umferðina og framlögum til vegamála siðan sjálfstæðismenn fóru með rikisfjármálin 1978, eru þessi: • 1. Engin einasta króna af 10 milljarða króna skattahækkun á bensin umfram verðlagsbreytingar, sem orðið hafa siðan 1978, fer til vegaframkvæmda. Þvert á móti hefur raungildi markaðra tekjustofna og beinna eða óbeinna framlaga rikissjóðs til vegamála minnkað nálægt 1 milljarði i fyrra og á þessu ári, ef þessi tillaga verður samþykkt. • 2. A yfirstandandi ári kæmi 4050 millj. kr. hærri fjárhæð til vegaframkvæmda af bensinsköttum en þessi tillaga gerir ráð fyrir skv. útreikningum Vegagerðar rikisins, ef sama hiutfall þessara skatta gengi til vegaframkvæmda og raun varð á 1978 (Sjá fskj. IV). • 3. Bein framlög úr rikissjóði að meðtöldum afborgunum og vöxtum af lánum til vegagerðar væru skv. útreikningum Vegagerðarinn- ar og fjárlaga- og hagsýslustofnunar 2810 millj. kr. hærri að raungildi en tillagan gerir ráö fyrir miðað viö framlögin 1978. (Sjá fskj. III og IV). • 4. Rikisframlög af skatttekjum til vegagerðar eru þvi skv. þessari tillögu skorin niður i raun um 6860 millj. kr. skv. útreikningum fyrrgreindra stofnana miðað við þessi framlög 1978. Þetta fjármagn er notað til eyðslu rikissjóðs i stað vegaframkvæmda. • 5. A þessu timabili hefur heildarskattlagning rikisins á bensini aukist á föstu verðlagi (fjárlaga 1980) um 9938 millj. kr. skv. útreikningum Þjóðhagsstofnunar. • 6. Framkvæmdamagn nýbygginga vega og brúa skv. þessari tillogu er svo til það sama og meðaltal áranna 1975—1978 að báðum meðtöldum þegar skattlagning á umferðina var millj- arðatug minni. • 7. í tillögunni er gert ráð fyrir 3,5 milljarða króna auknum lántökum að raungildi miðað við lántökur til vegagerðar 1978 til þess að standa straum af vegaframkvæmdunum i ár, sem ekki eru meiri en meðaltal áranna 1975—1978. íslendingar eru vanþróuð þjóð i vegamálum og eyða milljörðum króna i vonlitið viðhald malarvega, viðhald og eldsneyti bifreiða, sem við gætum sparað með þvi að leggja sem fyrst bundiö slitlag á fjölförnustu þjóðvegi. Viða kemst fólk ekki leiðar sinnar á vetrum, jafnvel i neyðartilfellum, vegna skorts á vel uppbyggðum vegum. Auknar framkvæmdir i vegamálum eru við hlið orkuframkvæmda arðbærasta og mesta félagslega verkefni þjóðarinnar sem bíður úrlausnar. Framangreind stefna, sem felst í því að slá heimsmet i skatt- heimtu á notkun bifreiða til eyðslu úr ríkissjóði, en skera niður vega- framkvæmdir, er því hvort tveggja í senn andfélagslegt og fjárhagslegt glapræði. Við afgreiðslu vegáætlunar fyrir 1979—82 talaði þáverandi samgönguráðherra (núverandi fjármálaráðherra) um „stórt stökk upp á við“ árið 1980 í vegamálum sem hann væri að undirbúa með flutningi tillögu sinnar. Ýmsir gerðu sér því vonir um að í ár yrði sveigt af óheillabraut ársins 1979, þegar skattheimta var sú mesta sem þá hafði þekkst af umferðinni, en vegaframkvæmdir minnstar á áratugnum. Þessu er því miður ekki að heilsa. Þrátt fyrir ákvæði málefnasamnings ríkisstjórnar- innar, þar sem segir: „Staðið verði við vegáætlun 1980—82“ er hún nú skorin niður. „Stóra stökkið upp á við“ varð ekki í framlögum ríkis- sjóðs til vegamála. „Stóru stökkin upp á við“ 1979 og 1980 eru í skattlagningu á b ensín til eyðslu fyrir ríkissjóð. Niðurskurður einstakra þátta gildandi vegáætlunar fyrir 1980. Niðurskurður gildandi þátta vegáætlunar skv. till. bitnar mest á nýframkvæmdum vega og brúa. Þar skortir 3182 millj. kr. á að staðið sé við gildandi vegáætlun að raungildi. Mestur er niður- skurðurinn á svonefndum sérverk- efnum í vegagerð, ef frá er talin Borgarfjarðarbrú og vegagerð í Önundarfirði. Þessi siðasttöldu verkefni fá 380 millj. kr. hækkun skv. till. frá gildandi vegáætlun í verðbætur eða rúmlega 10%. önn- ur sérverkefni eru skorin niður í krónutölu um 16%, en að raun- gildi um nálægt 45%. Hér er um að ræða Þingvallaveg, veg um Holtavörðuheiði, Héraðsvötn, Vík- urskarð og Hvalnesskriður. Almenn brúargerð er einnig skv. tillögunni skorin verulega niður frá vegáætlun að raungildi eða 40%. Brú á Svarfaðardalsá á Ólafsfjarðarvegi, sem verja átti til 218 millj. króna á verðlagi í ár, er skorin niður og verður sú fram- kvæmd ekki hafin á þessu ári. Mikill niðurskurður er á sumar- viðhaldi vega og verður það ein- ungis 73% af því sem Vegagerð ríkisins telur þörf á. Enn þá meiri er niðurskurður á vetrarviðhaldi eða snjómokstri. Á upphæð gild- andi vegáætlunar skortir 608 millj. kr. til þess að raungildi fjármagns til snjómoksturs skv. vegáætlun haldist. Ljóst er, að næsta haust þarf að vera sérstak- lega snjólétt til þess að þetta standist, og útilokað er að rýmka snjómokstursreglur, ef halda á þessari áætlun, þótt það sé nánast mannréttindamál að því er varðar ýmis fjölmenn byggðarlög. Fjárveitinganefnd ákvað með öllum atkv. að skipting á vegafé milli kjördæma að því er varðar almenn verkefni stofnbrauta og þjóðbrauta skuli vera óbreytt frá því sem ákveðið var við afgreiðslu vegáætlunar fyrir yfirstandandi ár á Alþingi í fyrra. Einnig var samþykkt af meiri hl. nefndarinn- ar að hækka fjárveitingu til Borg- arjarðarbrúar og vegagerðar í öndunarfirði um 380 millj. kr., en lækka önnur sérverkefni í krónu- tölu um 180 millj. kr. Minni hluti nefndarinnar telur að hér sé um fráleit vinnubrögð að ræða. Þann- ig stendur á að þessi verkefni, bygging Borgarfjarðarbrúar og vegagerð í öndunarfirði, eru á því framkvæmdastigi að þeim verður að ljúka í ár. Fjáröflun til þess á þó ekki að bitna á öðrum mikil- vægum verkefnum. (Sjá töflu nr. 1 í fskj. um niðurskurð gildandi vegáætlunar skv. þessari breyt- ingartillögu). Framlög ríkissjóðs til vegamála 1978-80 Þegar frá eru taldir markaðir tekjustofnar Vegasjóðs sem renna beint til vegamála (þ.e.a.s. bensíngjald, gúmmígjald og þungaskattur) má skipta framlög- um ríkissjóðs til vegafram- kvæmda í tvennt: 1) Beint framlag ríkissjóðs á fjárlögum og 2) greiðslu afborgana og vaxta af lánum til vegagerðar. Framlög ríkissjóðs þannig skilgreind hafa lækkað um 2810 millj. kr. skv. útreikningi Vega- gerðar ríkisins og fjárlaga- og hagsýslustofnunar. Á föstu verð- lagi (1980) lítur samanburður á þessum framlögum þannig út: Beint framlag Afb. og Samtals ríkissj. m.kr. vext.m.kr. m.kr. 1978 .................... 3050 4928 7978 1979 ..................... 860 5074 5934 1980 ..................... 1000 4168 5168 Þennan samanburð má einnig gera þannig að reikna saman bein framlög ríkissjóðs og fjármagns- kostnað sem hann greiðir af lán- um til vegagerðar. Slíkur saman- burður sést á eftirfarandi súluriti. Markaðar tekjur hafa hækkað að raungildi um nál. 1900 millj. kr. og verður því niðurstaðan sú, að fjáröflun til vegamála með skatt- tekjum hefur minnkað um 900— 1000 millj. kr. að raungildi síðan 1978. Heildartekjuöflunardæmið lítur þannig út (verðlag 1980): 78 voru fjárveitingar til þessara framkvæmda að meðaltali 11.190 millj. kr. á verðlagi yfirstandandi árs skv. útreikningum Vegagerð- arinnar. Hér er nánast um að ræða sama framkvæmdamagn. Til þess að ná þessu nánast sama framkvæmdamagni og á árunum 1975—78 er gert ráð fyrir að auka lántökur frá því 1978 um 3500 millj. kr. og frá meðaltali áranna 1975—78 um 2750 millj. kr. Skattgreiðendur þurfa því að Markaðar Beint framl. Afb. og vext- Samtals tekjur m.kr.ríkissj. m.kr. ir, m. kr. m.kr. ..... 12.770 3050 4928 20.748 ..... 14.160 860 5074 20.094 ..... 14.675 1000 4168 19.843 1978 1979 1980 Markaðar tekjur og framlög ríkissjóðs eru reiknuð af Vegagerð ríkisins, en afborganir og vextir af lánum Vegagerðar af fjárlaga- og hagsýslustofnun, sbr. fskj. III. Þessi niðurskurður á fjáröflun til vegagerðar af skatttekjum hef- ur átt sér stað á sama tíma sem skattálögur ríkissjóðs á bensín hafa aukist að raungildi um 10 milljarða króna skv. útreikningum Þjóðhagsstofnunar. Ef 50,6% af bensínsköttum gengju nú til vega- mála eins og 1978 færi 4050 millj. kr. hærri fjárhæð til vegagerðar af bensínsköttum en till. gerir ráð fyrir. Lántökur auknar — sama fram- kvæmdamagn. Nýframkvæmdir vega og brúa eru áætlaðar í þessari tillögu 11.570 millj. kr. Á árunum 1975— borga síðar — þegar lánin verða greidd — fyrir að halda vegafram- kvæmdum óbreyttum miðað við fyrri ár til viðbótar öllum þeim álögum sem nú eru á þá lagðar. A súluriti hér að neðan má sjá hve „stórt stökk upp á við“ verður í lántökum á þessu ári, þótt magn framkvæmda sé hliðstætt og 1975—1978 og skattáiögur stór- auknar. Skattálögur á bensin Eins og að framan greinir hafa heildarskattálögur ríkisins á bensín aukist gífurlega frá árinu 1978 til viðbótar hækkuðu inn- flutningsverði. Skv. upplýsingum frá Þjóð- hagsstofnun eru skattar ríkissjóðs af bensíni 1978 og 1980 skv. ríkisreikningi og fjárlagaáætlun AÐ SKATTLEGGJA VEGASKATTA ÁN þESS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.