Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 26
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 Jóhann Þórðarson frá Laugalandi: jarðfræðiskýrslu Hreins Haralds- sonar, jarðfræðings, en hann kannaði gerð og efni lausra jarð- efna á fyrirhuguðum leiðum með tilliti til þess hvort hægt væri að nota þau til vegagerðar. Ég er sammála jarðfræðingnum um það að nægjanlegt vegagerðar- efni fæst í öllum dölum, sem liggja að þeim leiðum, sem hér er verið að fjalla um. Þarflaust er því að ræða um það hér. Það sem skilur aðallega á milli Kollafjarðarheiðar og hinna þriggja er það, að á jökultímanum hefur jökullinn náð að mala niður berglög og mynda jökulöldur á Steingrímsfjarðarheiði og Þorska- Er tillaga Vegagerðarinnar byggð á réttum forsendum? í maímánuði 1976 var gefin út álitsgerð Vegagerðar ríkisins varðandi tengingu Inn-Djúps við vegakerfi annarra landshluta. Álitsgerð þessi var samin að tilhlutan þingmanna Vestfjarða- kjördæmis. Að henni unnu sjö vanir verkfræðingar í sambandi við vegagerð, einn prófessor, tveir viðskiptafræðingar auk fjögurra velkunnugra og háttsettra starfs- manna Vegagerðarinnar á Vest- fjörðum. Að vonum er skýrsla þessi mjög vel unnin og sjáanlegt að höfund- ar hennar hafa unnið hana á fræðilegum grundvelli. Höfundar álitsgerðarinnar bera saman fimm leiðir, þ.e. Kolla- fjarðarheiði, Þorgeirsdal, Þorska- fjarðarheiði, nálægt núverandi vegarslóða, Steingrímsfjarðar- heiði og síðan Vestur-Barða- strandarsýslu og Vestur-ísafjarð- arsýslu, enda áfangastaður í öllum tilfellum Isafjörður. Til að lengja ekki mál mitt um of fer ég ekki gjörla niður í álitsgerð þessa, en vil benda á AÐALFUNDUR Neytendasam- takanna á Akureyri og nágrenni, NAN, var haldinn 4. mai 8.1., og lauk þar með fyrsta starfsári félagsins. Eitt fyrsta verkefni félagsins var að opna skrifstofu að Skipa- götu 18, og er hún opin á þriðju- BÚR: Nýi togar- inn hlaut nafnið Jón Baldvinsson HINN nýi skuttogari Bæjarút- gerðar Reykjavíkur var skírður í skipasmíðastöðinni í Viana Do Castelo í Portúgal laugardaginn 31. maí. Frú Dagrún Þorvaldsdóttir eig- inkona Björgvins Guðmundssonar formanns Utgerðarráðs B.Ú.R. skírði togarann og var honum gefið nafnið Jón Baldvinsson. Hinn nýi togari fór í reynslusigl- ingu 28. og 29. maí sl. og reyndist vel. Áætlað er að skipið verði tilbúið til heimsiglingar 10. júní n.k. (Fréttatilkynning) eftirfarandi, sem fram kemur í niðurstöðum hennar, en þar segir: „2. Tenging milli Inn-Djúps og Austur-Barðastrandarsýslu virð- ist hagkvæmust um Þorgeirsdal eða Þorskafjarðarheiði. Leið Q um Þorskafjarðarheiði gefur 58,1% afkastavexti mismunafjárfest- ingar sé leið Q borin saman við leið 0 um Kollafjarðarheiði, og 14,3% afkastavexti sé leið Q borin saman við leið P um Þorgeirsdal (sjá fskj. 31 og 32).“ Um þetta efni segir ennfremur á þessa leið í kaflanum: „Álitsgerð og tillögur 2.2.“: „Við samanburð á vegkostnaði á mögulegum leiðum frá Dalsmynni í Norðurárdal til Isafjarðar virðist hagkvæmasta leiðin vera um Þorgeirsdal eða Þorskafjarðarheiði (sjá fskj. 33).“ Við þessa útreikninga er tekið tillit til aksturskostnaðar pr. ár, sumarviðhald vega pr. ár og vetr- arviðhaldsaukningar pr. ár. Skv. þessu er því ljóst, að Kollafjarð- arheiði kemur mjög illa út. Síðan segir: „Tenging milli Strandasýslu og Norður-Isafjarð- arsýslu um Steingrímsfjarðar- dögum og miðvikudögum kl. 4—6. Þar liggja frammi erlend neyt- endablöð og verið er að flokka niður efni þeirra til að gera það aðgengilegra. Einnig er þar sinnt kvörtunarþjónustu fyrir félaga samtakanna og þeir aðstoðaðir við að leita réttar síns, hafi þeir verið órétti beittir í viðskiptum. NAN-fréttir hafa verið gefnar út fjórum sinnum, en útgáfa hefur legið niðri um skeið af fjárhags- ástæðum. Strax í upphafi var ákveðið að dreifa þéim á hvert heimili á Akureyri og nágrenni fyrsta árið og var það gert. Framvegis verður einungis dreift til félagsmanna. Meðal framtíðarverkefna NAN er að vinna að bættum upplýsing- um til neytenda. Flest kvörtun- armála sem borist hafa eru vegna ónógra eða villandi meðferðar- upplýsinga á fatnaði og álnavöru. í lögum sem Alþingi samþykkti 1979 eru gerðar kröfur um slíkar upplýsingar, en munu lögin ekki hafa öðlast gildi. Formaður NAN er Steinar Þor- steinsson og aðrir í stjórn eru Stefanía Arnórsdóttir varafor- maður, Jónína Pálsdóttir gjald- keri, Stefán Vilhjálmsson ritstjóri NAN-frétta og Valgerður Magn- úsdóttir ritari. í varastjórn eru Aðalheiður Þorleifsdóttir, Kristín Thorberg, Sigríður Jóhannesdóttir og Sigurður Bjarklind. heiði þykir þó eðlileg, þegar sam- göngur innan hvers svæðis, og tenging þeirra við aðalvegakerfi landsins, eru komnar í viðunandi horf.“ Síðan álitsgerð þessi var samin hafa komið fram háværar raddir bæði frá íbúum bæja og sveita við ísafjarðardjúp svo að Stranda- mönnum sem hafa lagt til að Steingrímsfjarðarheiði verði val- in, enda mjög eðlilegt þar sem Barðstrendingar hafa af óskiljan- legum ástæðum lagst mjög fast gegn því að ísafjarðardjúp kæmist í eðlilegt samband við akvegakerfi landsins. Ég vil þó taka það fram að hinn almenni borgari í Barða- strandarsýslu hefur í flestum til- fellum skilið það að Kollafjarð- arheiði væri versti kosturinn til að tengja Djúpið. Hér hafa verið á toppinum nokkrir framámenn, sem hafa látið í það skína að það skipti miklu máli fyrir Barð- strendinga hvar ísfirðingar færu úr Barðastrandarsýslu yfir í Djúp. Kunningi minn sagði mér á dög- unum að það mætti búast við því að sveitarstjórnir í Barðastrand- arsýslu mundu fara að gera sam- þykktir á þá leið að Norðlendingar ættu ekki að fara Holtavörðuheiði heldur ættu þeir að fara Laxár- dalsheiði og vera með því móti lengur samferða Barðstrendingum að og frá höfuðborgarsvæðinu. Að athuguðu máli er þessi hugdetta kunningja míns mjög í samræmi við þær kenningar, sem komið hafa fram og átt að vera í þá átt að mæla með Kollafjarðarheiði. Ný tillaga Fyrir skömmu kom út skýrsla frá Eiríki Bjarnasyni, umdæmis- verkfræðingi, varðandi tengingu Inn-Djúps. Tillaga þessi mælir eindregið með því að Kollafjarð- arheiði verði fyrir valinu í þessu sambandi. Tillagan gengur því alveg þvert á tillögu Vegagerðar- innar frá 1976, sem ég vitnaði til að framan. í tillögu þessari, bls. 7, segir svo: „Þeir þættir, sem aðallega hafa áhrif á endurmat tillagna Vega- gerðar ríkisins, eru breyttar kostnaðaráætlanir á hinum ýmsu leiðum á grundvelli jarðfræði- skýrslu, sem Vegagerðin lét vinna sumarið 1979, og frekari upplýs- ingar um snjóalög á heiðum, sem fylgst hefur verið með síðan skýrslan um tengingu Inn-Djúps kom út árið 1976. Ennfremur er lagt annað mat á hversu heppi- legir arðsemisreikningar eru við þessar aðstæður." Þessar breyttu forsendur byggj- ast á því að flytja þurfi allt efni neðan úr aðliggjandi dölum upp á heiðarnar, þar sem þar sé ekkert efni að fá. Nýjar upplýsingar um snjóalög hafi verið aflað segir ennfremur í skýrslu þessari. Að lokum er breytt mati á arðsemisreikning- um. Þar sem ég er langt frá því að vera sammála þessum niðurstöð- um, þá finnst mér að ég komist ekki hjá að færa rök að þessari skoðun minni. Ég vil fyrst víkja að fjarðar- og Þorgeirsdalsleið, enda jökullinn runnið þar í þrjár meg- ináttir, þ.e. niður í Þorgeirsdal og niður Tögl, þar sem núverandi vegur er, og síðan af Þorskafjarð- arheiði niður í Norðdal og Staðar- dal og síðan í svipaða átt og Högná rennur niður í Langadal. Það er því stórfurðulegt ef ekki finnast nægjanleg laus jarðefni á þessu svæði til vegagerðar. Um Kollafjarðarheiði er annan veg farið og mun ég víkja að því nú. Kollafjarðarheiði Fyrirhugað er að vegurinn skuli liggja upp Fjarðarhornsdal aust- anverðan. Þar er um að ræða snarbratta hlíð, og um hana segir Hreinn Haraldsson jarðfræðingur svo í skýrslu sinni: Við hugsanlega vegagerð upp heiðina virðist eðli- legast að skera sig upp austurhlíð dalsins, svipað og núverandi slóð liggur. Til að byrja með er þar lítið laust efni, mest klapparholt og þunnt lag af lausu í dældum. Bergið er áberandi ummyndað og morkið. Skriðuefni er lítið framan af, en verður þó mun meira innst í dalnum, enda hlíðarnar þar bratt- ari. í Fjalldalnum fram af Fjarðar- hornsdal finnur jarðfræðingurinn eitthvað af lausu efni. Þar segir hann ennfremur. „í Fjalldalnum er töluverður jökulruðningur, slitkenndur með talsverðu af hnullungum. Víðast er þetta frem- ur þunnt lag, en þó líklega nægj- anlegt til að ýta. upp undirbygg- ingu vegar.“ Eg vil benda á þetta sérstaklega hjá jarðfræðingnum, þarna finnur hann jökulruðning, slitkenndan, og telur að þetta efni sé nægjanlegt til að undirbyggja veg. Þó virðist þetta atriði órann- sakað — bara talið líklegt. Þegar komið er upp á heiðina finnur jarðfræðingurinn ekkert laust efni, nema rétt við Borgar- vötnin og telur jarðfræðingurinn að þetta lausa efni hafi veðrast úr klapparholtunum. Þar eru kletta- borgir lítt ávalaðar og kantaðar og sundursprungnar. Laust efni er því þar lítið, en eitthvað á þessa leið segir í nefndri skýrslu. Síðan segir jarðfræðingurinn: „Norðar við vötnin (þ.e. Borgar- vötn, innskot mitt) eru eintómar klappir og gróf urð. Þegar aðeins fer að halla norður af taka við móar, líklega á þunnu jökulruðn- ingslagi, allt niður undir Húsadal. Innst í honum er eingöngu skriðu- efni, fremur þunnt lag svo að klappir standa víða upp úr. Hlíðarhalli er þar mikill." Ég held að allir sem þekkja eitthvað til Kollafjarðarheiðar kannist við þessa lýsingu á lands- laginu. Ekki er að furða þó þetta land sé gróft og ójafnt, en það byggist á því að jökullinn hefur að mjög takmörkuðu leyti skriðið niður í Fjarðarhornsdal. Hann hefur runnið niður með Fraknadalsá, niður að eyðibýlinu Seljalandi og út undir Klett, þ.e. vestan dalsins. Ljóst er að það svæði er mikið heflað eftir skriðjökulinn. Þetta kemur og heim og saman við það Neytendasamtökin á Akureyri: Flest kvörtunármál vegna ónógra meðferðar- upplýsinga á fatnaði lausa efni, sem jarðfræðingurinn finnur skammt frá Seljalandi, en þaðan er löng leið upp á Kolla- fjarðarheiði. Hinn hluti skriðjökulsins hefur svo runnið niður í Kálfadal, sem liggur upp frá Múla í Kollafirði. Skv. þessu er ljóst að mjög erfitt verður að fá efni í veg í snarbratt- ar og klettóttar hlíðar Fjarðar- hornsdals og síðan upp á sjálfa Kollafjarðarheiði og allt niður í Laugabólsdal, en þar er nægjan- legt efni eins og niður við Frakna- dalsá Kollafjarðarmegin heiðar. Vegna brattans beggja vegna Kollafjarðarheiðar hefur því mestum hluta lausaefnisins, eða því sem hefur losnað vegna vatns og fanna skolast niður í dalina. Ég vil nú víkja að nokkrum atriðum varðandi hinar heiðarnar þrjár, Steingrímsfjarðarheiði, Þorgeirsdal og Þorskafjarðar- heiði. Eins og ég gat um áðan hefur skriðjöklinum tekist að jafna á þessum slóðum flestar ójöfnur og er að því tilliti nokkuð lík Dynj- andisheiði á vesturleiðinni hvað jarðveg snertir, enda mun þar einna bestur vegur á þeirri leið. Fróðlegt er að lesa skýrslu jarðfræðingsins á bls. 11 en þar virðist jarðfræðingurinn ekki eiga nægjanlega sterk lýsingarorð yfir hversu mikið af lausum jarðefnum finnast í skarðinu á milli Heimri- og Fremri-Fjalldals, en þar segir hann að sé gífurlega mikið efni og að skolað efni geti þar leynst. Þetta athugar jarðfræðingurinn ekki, þó er hér um að ræða stað, sem er kominn upp í ca. 340 m hæð yfir sjó. Jarðfræðingurinn segir á sömu bls.: „í Fremri-Fjalldal er enginn efnisskortur ... Á dalbotn- inum eru töluverðar áreyrar, þar sem fást ætti frostfrítt efni.“ Til skýringar vil ég benda á að þegar talað er hér um dalbotna þá er hér um stað í ca. 350 m hæð að ræða og leiðin yfir fjallið nærri hálfnuð. Þetta mikla efni stafar af því að Fjalldalsáin, sem kemur langa leið ofan úr Reiphólsfjöllum hefur verið hér greinilega að verki ásamt skriðjöklinum. Jarðfræðingurinn skoðar síðan jarðlögin austan Gedduvatns. Hér tel ég að hann hafi villst af réttri leið. Hugsanlegt vegarstæði hlyti að verða vestan Gedduvatns, en það svæði er ekki skoðað nema úr lofti. Austan vatnsins finnur hann ekkert nema urð og grjót. Allt öðru máli gegnir vestan vatnsins, þar eru jökulöldur og því miklar líkur á efni þar. Eins og ég gat um áðan hefur skriðjökullinn runnið niður Töglin eins og jökulrákir benda ótvírætt til svo og þau ávölu moluðu holt, sem þar eru. Jökullinn hefur og runnið niður með Hrútagili og út allt til Kinnastaða. Þarna í hlíðinni hefur verið mokað upp talsverðu af efni, sem virðist vera skolað og því álitlegt til vegagerð- ar. Ef haldið er áfram eftir núverandi vegaslóða yfir Þorska- fjarðarheiði, en þessari leið lýsir jarðfræðingurinn sérstaklega á bls. 14 og 15 í skýrslu sinni. Á þessu svæði finnur hann m.a. rauð setlög, sem hann segir á bls. 3 í sömu skýrslu að geti haft þýðingu við vegagerð, þar sem kunnugt sé að gott malarslitlagsefni fáist oft úr bessu efni og bergmulningi. Ég vil benda á að Högná rennur lengst sunnan af heiði og niður í Langadal og hefur eflaust runnið undir jökli á sínum tíma, það er því mjög furðulegt, ef ekki finnst á þessu svæði skolað efni í veru- legum mæli. Ef við höldum yfir á Stein- grímsfjarðarheiði, þá gegnir þar sama máli, þar eru jökulöldur alla leið frá vegamótum Þorskafjarðar heiðarvegar og yfir í Norðdal. Til viðbótar við Högná eru á þessu svæði tvær ár, Þiðjungaá eystri og vestri, og kemur fram í skýrslu jarðfræðingsins að þar sé að finna 1—3 m þykk jarðvegsslit og -sand- lög. Mjög miklar líkur eru því á að þarna fáist nægjanlegt af skoluðu efni í væntanlega vegagerð. Ég vil því undirstrika það sem kunningi minn sagði mér á dögun- um, en hann er vanur vegagerðar- maður og hefur starfað víða um land, að hann hafi alitaf litið svo á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.