Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 37 kvæmdir hitaveitunnar hversu allur frágangur er til fyrirmynd- ar. Orkunámið sjálft byggist á til- tölulega flóknu varmaskiptakerfi þar sem kalt vatn er hitað upp með jarðgufu en síðan dælt um aðveiturör til byggða. Albert Al- bertsson, verkfræðingur fyrirtæk- isins, útskýrði fyrir mér hvernig varmaskiptin innan Orkuvers I færu fram og lýsi ég því hér í grófum dráttum með hliðsjón af yfirlitsmyndinni. Úr borholum á Svartsengis- svæðinu kemur um 200°C heit gufa og einnig nokkuð af kísil- menguðu söltu vatni (sjó). Þar sem þetta vatn virkar mjög tær- andi á alla málma er nauðsynlegt að losna við það út úr kerfinu sem fyrst. í orkuverinu er saltvatninu og gufunni hleypt inn á háþrýsti- skiljur, þar sem háþrýstigufan (155°C) er skilin frá vatninu. Vatninu er hleypt áfram inn á lágþrýstiskiljur og gufar þar hluti þess upp við undirþrýsting en afgangnum er sleppt út úr kerf- inu. Kalt vatn er sótt í borholur 3 km frá orkuverinu, því er dælt inn í forhitarann (sjá yfirlitsmynd) þar sem það sameinast gufunni frá lágþrýstiskiljunum. Háþrýsti- gufan frá háþrýstiskiljunum er hins vegar notuð til þess að drífa hverfla (til rafmagnsframleiðslu) en fer síðan í svokallaðan eftirhit- ara, þar sem varminn er numinn úr henni og hitnar vatnið frá forhitaranum þar upp í 105°C. Úr eftirhitaranum fer vatnið í afloft- ara, þar sem hleypt er af því ýmsum lofttegundum s.s. súrefni, sem annars yllu tæringu í rörum. Frá afloftaranum er vatninu síðan til að fullnægja eftirspurn á heitu vatni fyrir Keflavíkurflugvöll, þegar Orkuver II bætist við, og í ráði er að auka rafmagnsfram- leiðsluna verulega. Núverandi raf- magnsframleiðsla er um 2 MW, — af því eru um 700 KW notuð í orkuverinu sjálfu en afgangurinn seldur út á línu (til RARIK). Að sögn Ingólfs Aðalsteinsson- ar, framkvæmdastjóra, er áætlað að heitavatnssalan á þessu ári muni nema um 1340 millj. króna en sala á rafmagni yfir sama tímabil 60 millj. króna. Vatnssal- an mun aukast verulega þegar Keflavíkurflugvöllur bætist við og einnig er gert ráð fyrir umtals- verðri aukningu rafmagnssölu í náinni framtíð. Hitaveita Suðurnesja er byggð fyrir erlent lánsfé og er verð á heitu vatni frá hitaveitunni ákveðið þannig, að tekjur fyrir- tækisins nægi til að greiða af stofnláni jafnframt því að unnt sé að standa straum af rekstrinum. Eru vaxtagreiðslur þannig 70% af heildartekjum fyrirtækisins en 30% fara í viðhald, stjórn og umsjón. Um hagkvæmni Hitaveitu Suð- urnesja verður ekki deilt — olíu- sparnaður á svæðinu vegna hita- veitunnar er miðað við núverandi vatnsnotkun um 20.000.000 lítrar af olíu á ársgrundvelli. Sparnaður þjóðarbúsins í erlendum gjaldeyri jafngildir þannig 3,1 milljarði íslenzkra króna á yfirstandandi ári sé miðað við óbreytt olíuverð. Ibúar Suðurnesja hafa verulegan hag af hitaveitunni. Ef borinn er saman kostnaður viðskiptamanns af hitaveitunni og þeim kostnaði sem hann hefði af olíukyndingu, Orkuver 1 lengst til hægri. stjórnstöð fyrir miðju og Orkuver II til vinstri. Háþrýsti- og lágþrýstiskiljur. Lágþrýstiskiijurnar eru fyrir ofan. dælt um 100°C heitu um aðveitur til byggða. Þegar Orkuver II fer í gang, verður hiti vatnsins frá Orkuveri I aukinn verulega, — þá verður vatninu frá afloftaranum dælt um lokahitara þar sem varmi afgangs háþrýstigufu frá hverflum verður nýttur til að hita það upp í 125°C. Nánar er vikið að þessu síðar í greininni. Hér hefur vinnslunni verið lýst eins og um eina rás væri að ræða. í rauninni eru rásirnar fjórar og alveg óháðar hverri annarri. Er þetta mikið öryggisatriði, því þótt ein rásanna brigðist eru hinar þrjár starfhæfar engu að síður. Orkuver II er svipað í öllum aðalatriðum en tekist hefur að einfalda varmaskiptakerfið þar verulega með þeirri reynslu sem fengist hefur með byggingu og keyrslu Orkuvers I. Núverandi rennsli frá Hitaveitu Suðurnesja er um 10 tonn af tæplega 100°C heitu vatni á mínútu. Næg orka er fyrir hendi kemur í ljós að hann greiðir um 35% af olíukyndingarverði. Samningur hefur verið gerður við Bandaríkjamenn um að Kefla- víkurflugvöllur verði tengdur við hitaveituna um áramótin 1980—81 en samtimis á að vera lokið dreifikerfi þar. Heitavatnsþörf Keflavíkurflugvallar er áætluð, eins og áður segir, jafn mikil og allra byggðarlaganna til samans — og eykst vatnsþörfin þannig um helming. Til að komast hjá að gera nýja aðveitu frá Svartsengi til Keflavíkur er sú aðferð höfð, að hitastig vatnsins verður aukið í orkuverinu og því dælt 125°C heitu niðureftir. í blöndunarstöð, sem verið er að reisa við Fitjar, verður vatnið blandað frárennslis- vatni frá Keflavíkurflugveili og dælt þangað um 90°C heitu. Með þessum hætti er komist hjá veru- legum kostnaði, sem hlytist af lagningu nýrrar aðveitu, og einnig sparast umtalsverð orka við dæl- ingu. Bragi óskarsson. Hjálmtýr V. Heiðdal: Oft gefst tilefni til að ræða fjölmiðlun og fréttaflutning, það efni sem yfir okkur er hellt linnulaust. Greinin — Með morð- tólum gegn menningu — sem Morgunblaðið birti 15. mars sl. er enn eitt tilefnið til vangaveltu um fréttaefnið sem birt er um Kamp- nama var sett á laggirnar þver- neitaði hún að um hungursneyð væri að ræða. Tillögur um hjálp- arsendingar voru þá kallaðar til- raunir heimsvaldasinna til að skipta sér af málefnum Kampúts- eu. Síðan, þegar hundruð þúsunda kampútseumanna komu skjögr- Framíarir í her- numdu landi? útseu. Athugasemdir af hálfu Mbl. er ekki að finna við þessa þýddu grein, er því ekki úr vegi að skoða hana aðeins nánar og gera nokkr- ar valdar athugasemdir (um tilurð og tilgang greinarinnar nenni ég tæpast að ræða hér). Eins og venjulega er staðhæft í greininni að stjórn Pol Pots hafi verið á móti menningu, stundað fjöldamorð o.fl. í svipuðum dúr. En greinin er bæði úr samhengi við hinn venjulega áróður að hluta og einnig í þversögn við margt það sem fjölmiðlar hafa verið að segja okkur að undanförnu, er hún því gott efni til að staldra við. Gegn tækni og menningu? Lítum fyrst á „and-menningar- lega“ stefnu Pol Pots. Greinin segir (eins og hundrað fyrirrenn- arar hennar) að engir skólar, engin lyf og engar vélar hafi verið leyfð. Þessu hlýtur fólk að vera farið að trúa eftir alla endurtekn- inguna. En andstætt þessu eru ýmsar upplýsingar ferðalanga — sem komu í skóla, höfðu heim með sér bækur, sáu lyfjaverksmiðjur (að vísu nokkuð frumstæðar), horfðu á vélar í verksmiðjum (sem fulltrúar Pol Potsstjórnarinnar sýndu mjög stoltir þótt ekki þætti mikið til koma hér á vesturlönd- um). Svo mikið af þessu hefur verið fest á filmu (þótt slíkar filmur fáist ekki sýndar í íslenska sjónvarpinu af enn óútskýrðum ástæðum) að ekki þýðir fyrir þá sem vilja fjalla alvarlega um málefni Kampútseu að halda áfram að tyggja þessar frásagnir um skólaleysi o.fl. Undirritaður hefur lesið í íslensku blaði að engin prentun hafi verið leyfð í Kampútseu á meðan Pol Pot ríkti. Samt hef ég undir höndum bækl- ing, litprentaðan, sem er prent- aður í Phnom Penh árið 1977. Að vísu eru litmyndirnar fremur slæmar, en ekki verri en það sem hér var gert fyrir svo sem 15 árum. Fjöldamorð? Næst er að líta á fjöldamorðin margumræddu. Víetnamar, og þeim handgengnir Kampútseu- menn, segja að 3—4 milljónir Kampútseumanna hafi látið lífið í útrýmingaræði Pol Pots. Svipaðar fullyrðingar hafa ýmsir vestrænir menn haft í frammi eða marg- tuggið upp eftir víetnömsku heim- ildunum. Nú segir umrædd grein í Morg- unblaðinu að fimm og hálf milljón búi á yfirráðasvæði Heng Samrin og um hálf milljón á svæði sem Pol Pot heldur. Hér eru komnar sex milljónir — og ef menn í tilef ni af frétta- grein almennt samþykkja þessar tölur þá eru þeir sem Pol Pot á að hafa komið fyrir kattarnef komnir úr gröfum sínum og byrjaðir störf að nýju. Þetta kraftaverk verður til ef skoðaðar eru tölur um mannfjölda í Kampútseu allt frá 1970. 1976 voru 7,6 milljón lifandi, séu þrjár til fjórar taldar sem fórnarlömb Pol Pots verða ekki eftir nema þrjár og hálf til fjórar og hálf. Þessi talnaleikur, sem hvorki lífgar þá dauðu né kemur fleirum í gröfina, er dæmigerður um fétta- flutning um Kampútseu. Ef töl- urnar sem birtar eru í Mbl. 15. mars eru réttar þá verður lítið eftir af fjöldamorðum Pol Pots. Því að fjölmiðlafréttir sögðu ný- lega að allt að milljón manns hafi látist eftir innrás Víetnama — ýmist af hungri eða af völdum stríðsins. Erkifjandi heims- byggðarinnar, uppáhaldsdjöfull margra blaða og annarra fjöl- miðla, herra Pol Pot, reynist samkvæmt þessu lítill bógur og eiga fátt á afrekaskrá sinni nema stórkostlega uppbyggingu áveitu- kerfa, heilbrigðisþjónustu og hús- byggingar (að sögn bandarska blaðamannsins R. Duman — sem er enginn aðdáandi Pol Pots — varð hann vitni að einu mesta átaki í húsabyggingum sem ráðist hefur verið í hjá vanþróuðu ríki. Dudman þessi slapp naumlega frá Kampútseu þegar Vietnamar réð- ust þar inn). Hjálparstarfið I niðurlagi greinarinnar er sagt að „starfsmenn hjálparstofnana hafa enga ástæðu til að ætla að hjálpargögn hafi verið send til hersins eða til Víetnam". Þessi umsögn greinarhöfundar stangast illilega á við margvísleg- ar upplýsingar um dreifingu mat- vælahjálparinnar á þeim svæðum sem vítnamski herinn ræður. Að- alritari sænska Rauða krossins, blaðafulltrúi hjálparstofnunar kirkjunnarí Noregi, vikuritið Newsweek hafa ásamt fleiri aðil- um skýrt frá því að hluti send- inganna lendi hjá hernum — og að fundist hafi sannanir fyrir því að matvæli hjálparstofnana sem dreift var í Kampútseu hafi fund- ist i Hanoi. Fyrst eftir að leppstjórn Víet- andi yfir til Thailands, langt leiddir af mánaðalöngu hungri, þá féllst Heng Samrin á að leyfa matvælasendingar. En þau skil- yrði og aðrar hindranir sem Vietnamar settu töfðu starfið lengi framan af. Á meðan sultu. tugþúsundir til bana. Síðan hefur komið í ljós að stór hluti af þeirri fæðu sem til landsins kom var ekki dreift og loks má nefna fyrrnefndar umsagnir talsmanna hjálparstofnana um afdrif a.m.k. hluta hjálparsendinganna. Um- mæli í greininni eru því í besta falli dæmi um barnalega trú á að tilgangur víetnama með innrás- inni hafi verið góður. Framfarir í hernumdu landi? Enn eitt atriði er vert athygli, umrædd grein fjallar jákvætt um þau stjórnvöld sem víetnamski herinn kom til valda (og lifa ekki deginum lengur án stuðnings hans). í greininni er talað um framfarir, opnun verksmiðja, nýj- ar stjórnardeildir o.fl. o.fl. sem talið er stefna fram á við. En greinin er gjörsneydd allri umfjöllun um orsakir vandans sem við er að etja í landinu, þ.e. innrás Víetnama. Hungrið kom til Kampútseu 10 mánuðum eftir innrásina, hjálparsendingar hafa ekki komist á leiðarenda nema í undantekningartilfellum og hátt í milljón manns hafa fallið úr hungri eftir að innrásin var gerð. Hvernig getur Morgunblaðið — sem ætíð þykist vera á vakt gegn útþenslu Sovétríkjana (sem kosta allan stríðsrekstur Víetnama) — birt svona grein án þess að um hana sé fjallað af blaðsins hálfu? Vill Morgunblaðið að sú stjórn sem víetnamski herinn kom til valda fái viðurkenningu (sem hlýtur að vera eðlileg afleiðing þess að til „framfara horfir" undir hennar stjórn?). í Afgahanistan sat stjórn sem „bað“ um hjálp frá Sovétríkjunum, en í Kampútseu var slíkri stjórn komið á með innrás. Síðan „bað“ sú stjórn um aðstoð frá Víetnam. Formið kann að vera breytilegt, en innihaldið er það sama. Eg mælist til þess að greinar eins og sú sem hér hefur verið til umræðu verði ekki birtar athuga- semdalaust í blaði sem telur sig berjast gegn heimsvaldastefnu austan að og að auki vera hlynnt sjálfræði þjóða án tillits til þess hvað álit er uppi um stjórnarfar og ástand innanlands. Hér má minna á að bæði í Tékkóslóvakíu, Afganistan og í Kampútseu var ástandið innan- lands notað sem átylla til erlendr- ar íhlutunar. Hjáimtýr V. HeiAdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.