Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÍJNÍ1980 Landsþing J.C. Rætt við nokkra þing- fulltrúa Til umfjöllunar í umræðum um frjálst viðskiptalíf: Ýmiss konar námskeiðahald er stór liður í starfsemi J.C. í róðstefnusal Loftleiða stóð yfir námskeið fyrir viðtakandi stjórnir aðildarfélaganna. Námsefnið miðaöi að því að (?era þátttakendur hæfari til að stjórna félögunum á komandi starfsári. Islands VLlr '3 v Vtí Herra ríkisvald, fröken verð- lagsnefnd og frú verðbólga „NÆST skulum við nefna náinn vin hr. Ríkisvalds, fröken Verðlagsnefnd. Hún telur sjálfsagt og í rauninni bráðnauðsynlegt að útdeila alls konar álagningarprósent- um eftir einu úreltasta verðlagskerfi sem völ er á í dag, verðlagskerfi, sem allir aðilar viðskiptalífsins að meðtöld- um neytendum hafa viðurkennt að er stórskaðlegt fyrir þjóðina. Þá skulum við aðeins minnast á frú Verðbólgu Við erum stödd á Landsþingi Junior Chamber að Hótel Loftleiðum og sá sem þetta mælir er Gísli Blöndal formaður Kaupmannafélags Austurlands og umræðuefn- ið er „Frjálst viðskiptalíf, vagga velmegunar", en það var einnig kjörorð þingsins. Gísli var einn af fimm frummæl- endum um þennan málaflokk. Landsþingið stóð frá 14,—17. maí, sátu það um 300 manns, og fóru þar fram stjórnarskipti, ýmis námskeið voru haldin, gerð var úttekt á starfi sl. árs og einnig fór fram úrslitakeppni í rökræðukeppni J.C. Island. Sigurveg- arar urðu J. C. Húnabyggð, en þeir fóru einnig með sigur af hólmi á síðasta ári. Þá fór fram á þinginu samkeppni um kjörorð fyrir samtökin „Viðskipti og verzlun". „Verzlunarfjötrar — versnandi hagur. Frjáls verzlun — framtíð þjóðar“ var valið bezta kjörorðið og hugmyndina átti Einar Rafn Haraldsson J.C. Héraði. Leggja öryrkjum lið Við tókum nokkra þingfulltrúa tali, fyrst hittum við nýkjörinn landsforseta Andrés B. Sigurðsson og fráfarandi forseta Hauk Gíslason. Andrés sagði að hann teldi merkilegasta árangur þings- ins ákvörðunina um landsverk- efni, sem yrði „Leggjum öryrkjum lið“ og að ákveðið hefði verið að gera það að tveggja ára verkefni. Andrés sagði ekki hyggja á neinar róttækar breytingar á starfshátt- um J.C. „Við stefnum að því að stækka hreyfinguna, stofna 6 ný aðildarfélög og fjölga félögum úr 1.200 í 1.400.“ Meginmarkmið okk- ar verður framvegis sem hingað til að láta verkin tala og gefa öllum félögum J.C. tækifæri til þroska með vinnu í J.C. Haukur sagðist ekki sjá eftir forsetahlutverkinu. „Síður en svo. Þetta er bezti skóli sem ég hefi gengið í gegnum. Þetta er eitt tækifæri í eitt ár og ég hef reynt að nýta það til fulls. Nú fær annar tækifærið og svo koll af kolli“. Hann sagðist ánægður með þann fjölda sem sótt hefði í J.C. Við spurðum hann, hvort ekki væri hætta á að hreyfingin yrði of stór. „Á meðan eru til einstaklingar hérlendis á aldrinum 18—40 ára sem ekki eru í J.C., þá höfum við verk að vinna“ var svar hans. Andrés B. Sigurðsson nýkjörinn landsforseti t.v. Haukur Gislason fráfarandi t.h. Ljósm. Emilia B. Björnsdóttir. Árni b. Árnason Vinna að uppbygg- ingu einstaklingsins Árni Þór Árnason J.C. Reykjavík var kjörinn varalands- forseti á þinginu. Hann var einnig forseti J.C. Reykjavíkur en það félag sá um undirbúning þing- Jón Gunnar Edvards haldsins. Hann sagðist ánægður með þinghaldið, allt hefði gengið vel og mál fengið góða afgreiðslu. Hann sagði að fólki úr viðskipta- lífinu hefði fækkað hlutfallslega innan J.C., nú væri þar fólk úr öllum stéttum. Hann sagði starf- semina hafa verið fjölbreytta á Lárus Ragnarsson síðasta ári og á þinginu hefði árangur verkefna verið ræddur og skipst á skoðunum. þingið gætu fulltrúar frá félögum alls staðar af landinu og gæfi það góða raun að skiptast á hugmyndum. - En hvert er aðalmarkmiðið? Starfið snýst mikið um mannleg sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.