Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 41 skipti. Aðalþátturinn er að kenna fólki að koma fram og tjá sig, einnig að vinna skipulega. Lykill- inn að velgengni einstaklingsins eru góð samskipti við aðra, og við vinnum að uppbyggingu einstakl- ingsins. Næstan hittum við að máli Jón Gunnar Edvards. Hann átti sæti í þeirri nefnd er sá um þann þátt, er laut að umræðum um kjörorð þingsins. Hann sagði framsögu- menn hafa verið valda með tilliti til þess að þeir væru sérfróðir um verzlunina hver á sínu sviði, um- ræður hefðu verið gagnlegar um þennan málaflokk og margt komið þar fram. „Það er margt í sam- bandi við verzlunina bæði sem snýr að verzluninni sjálfri og neytandanum, sem mætti betur fara og verðugt verkefni við að eiga. Þar spilar inn i afskipti ríkisvaldsins o.fl.“ sagði hann. — Hvað getur J.C. gert til lagfær- inga? „Það er margt. Við getum upplýst með námskeiðshaldi, skapað jákvætt umtal, sem er mikilsvert. Við gerum mikið af því að fá leiðandi menn á fundi til skoðanaskipta og getum þar náð góðu sambandi við forvígismenn verzlunarinnar og þjóðarinnar." Verzlunin varðar okkur öll Jón Gunnar sagði að góð þátt- taka hefði verið í samkeppninni um nýtt kjörorð. Hann sagði einnig, að þó í J.C. ísland væri fólk af öllurn stéttum og úr öllum starfsgreinum þá hefðu samtökin upphaflega verið stofnuð fyrir unga verzlunar- og viðskiptamenn og mikið af námskeiðum o.fl. byggt á þeirri staðreynd, enda verzlun og viðskipti nokkuð sem varðar okkur öll. Á harðahlaupum frammi á gangi hittum við Gunnar Helga- son frá Vestmannaeyjum. Hann gaf sér þó tima til að ræða við okkur og sagði hann að 22 aðilar væru á þinginu frá Eyjum. — Er einhver munur á starfsemi J.C. úti á landsbyggðinni og hér á höfuð- borgarsvæðinu? Hjá okkur a.m.k. verðum við, vegna erfiðra sam- gangna, að byggja mikið á sjálfum okkur, byggja upp okkar eigin leiðbeinendur o.s.frv. — Ég held að það sé bæði jákvætt og nei- kvætt. Alfarið ópólitísk — Er J.C. pólitísk hreyfing? Nei, alfarið ópólitisk. Hjá okkur eru aðilar úr öllum pólitískum flokkum og þó einkunnarorð hreyfingarinnar gefi sumum þá innsýn, þá eru þau þýdd úr alheimseinkunnarorðunum og get- ur verið að þýðingin hafi skapað þetta álit á hreyfingunni. Gunnar sagði í lokin að hann ætti þá ósk öllu ungu fólki til handa að það drifi sig í J.C. því starfið þar gerði einstaklinginn hæfari til starfa út á við. Þá vildi hann senda umsjónarmönnum þingsins beztu kveðjur og þakk- læti fyrir mjög gott þing. Hann sagði einnig staðsetninguna góða og aðstæður allar frábærar. Rökræðukeppnin skemmtilegust Lárus Ragnarsson frá Akureyri sagði þetta gott þing, en einnig dýrt þing, — það kostaði um 100 þús, kr. fyrir einstakling og marg- ir tækju maka sína með og gæti það reynst dýr biti í háls. „Þingið er mjög vel skipulagt og aðstæður frábærar" sagði hann. Rökræðu- keppnin er eflaust skemmtilegust en hér hafa verið teknar margar afdrifaríkar ákvarðanir og verður gaman að starfa að þessum verk- efnum í framtíðinni. — Hvað er það sem þú sækist eftir í hreyfingunni? „Það er númer eitt að læra og miðla af þekkingu. Hér er grundvallarat- riði að meta manngildið ofar öllu og starfið í J.C. hefur gefið mér mikið" sagði Lárus í lokin. F.P. «r Viö komuna til Luxemborgar 22. maí 1955. Talið frá vinstri: Alfreö Elíasson flugstjóri, Kristján Guölaugsson stjórnarformaöur, Siguröur Magnússon blaðafulltrúi, Kristinn Olsen flugstjóri, Siguröur Helgason varafor- maður stjórnar, Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri og Ingólfur Jónsson samgönguráöherra. Ljósm.: ÓI.K.M. Aldarfjórðungur frá upp- hafi Luxemborgarflugs Um þessar mundir er aldarfjórðungur frá því að Loftleiðir hófu flug til Luxemborgar. Sá atburð- ur markaði á sínum tíma tímamót í flugsögu íslands. Um það flug segir m.a. í grein frá Kynn- ingardeild Flugleiða: „Það var snemma árs 1952, sem forráðamenn Loftleiða fengu augastað á Luxemborg sem vænt- anlegum viðkomustað í milli- landaflugi. Athuganir leiddu í ljós að mögulegt myndi að fá loft- ferðasamning við Luxemborg samkvæmt Chicago-sáttmálanum frá 1944. Tekið var að þrengja að félaginu á öðrum mörkuðum og þótt Luxemborgarar væru þá að- eins um 300.000 og íslendingar innan við 200.000 mátti í fram- tíðinni vænta mikilla flutninga frá Luxemborg til íslands og þaðan til Bandaríkjanna. Luxem- borg, sem liggur í hjarta Evrópu, er í góðu vegasambandi við næstu lönd og þangað eru allar götur greiðar, frá þéttbýliskjörnum Mið-Evrópu. Árið 1952 fóru fram viðræður um loftferðasamning milli íslands og Luxemborgar. Vel var unnið að samningsgerðinni og samningur- inn endanlega undirritaður í Reykjavík 23. október 1952. Með þetta í huga og frekari framtíðar- verkefni var ákveðið að hefja flug til Luxemborgar vorið 1955. Árið 1953 auglýstu Loftleiðir lágu far- gjöldin yfir Atlantshaf, sem giltu frá Norðurlöndum og Bretlandi. Eftir að þau tóku gildi þrengdi að starfsemi félagsins í þessum lönd- um og fyrirsjáanlegt var að svo gæti einnig farið í Þýskalandi. Loftleiðir höfðu á þessum árum mjög náið samstarf við flugfélagið Braathens SAFE í Noregi. Það varð að ráði að ungur starfsmaður Braathens, fluttist til Luxemborg- ar og tæki þar við forstöðu Loftleiðaskrifstofunnar. Þessi maður er Einar Aakrann, sem er Islendingum að góðu kunnur fyrir aldarfjórðungs starf sitt í þágu Loftleiða og síðan Flugleiða. Einar Aakrann kom til Luxemborgar snemma vors og skrifstofa félags- ins var opnuð 1. maí. Undirbún- ingur var í fullum gangi og stefnt var að fyrstu áætlunarflugferð félagsins þangað þriðju vikuna í maí. Sumarið 1955 auglýstu Loft- leiðir fimm flugferðir í viku milli meginlands Evrópu og New York með viðkomu á íslandi. Fyrsta ferðin Það var laugardagsmorguninn 21. maí 1955 sem Skymasterflug- vél Loftleiða, EDDA, lagði upp frá Reykjavík. Ferðinni var heitið t'il Luxemborgar með viðkomu í Gautaborg og Hamborg, þar sem gist var yfir nótt. Meðal farþega voru Ingólfur Jónsson samgöngu- ráðherra, Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri, Kristján Guð- laugsson stjórnarformaður Loft- leiða, Sigurður Helgason varafor- maður, Alfreð Elíasson forstjóri og Sigurður Magnússon blaðafull- trúi auk blaðamanna frá Luxem- borg og íslandi. Flugstjóri í þess- ari sögulegu ferð var Kristinn Olsen. Sunnudaginn 22. maí var lent í Luxemborg. Múgur og margmenni var á flugvellinum, því fjölmiðlar höfðu sagt frá komu flugvélarinn- ar, og þeim tímamótum, sem þetta fyrsta áætlunarflug olli: Flugsam- band var komið á milli Luxem- borgar, íslands og Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem tóku á móti Islendingunum voru Victor Bod- son flugmálaráðherra Luxem- borgar, Pétur Benediktsson sendi- herra, Pierre Hamer stjórnarfull- trúi (flugmálastjóri), Fernand Loesch forseti Luxair, fulltrúar blaða, útvarps o.fl. í aðalsal flug- hafnarinnar var efnt til móttöku og þar fluttu ræður ráðherrarnir Victor Bodson og Ingólfur Jóns- son.“ Aldarfjórðungs þróun Síðar segir: „Þessi nýja flugleið var flogin einu sinni í viku sumarið 1955. Enginn gerði ráð fyrir stórkost- legum flutningum fyrsta kastið, en fyrir kom að öll 44 sæti Skymasterflugvélanna voru full- setin. Fyrsta árið urðu farþegar milli Reykjavíkur og Luxemborg- ar fram og aftur 246 og milli New York og Luxemborgar fram og aftur 343. Áfram var haldið með svipuðu móti. Farþegafjöldinn milli Bandaríkjanna, íslands og Luxemborgar óx þó stöðugt. Árið 1959 tóku Flugleiðir í notkun Cloudmasterflugvélar og það ár voru fluttir 768 farþegar til og frá Luxemborg. Enn verður stórstíg bréyting 1962, þegar fluttir eru næstum því 30.000 farþegar milli landanna og upp frá þessu vaxa flutningar milli Luxemborgar, Bandaríkj- anna og Islands hröðum skrefum. Árið 1964 bættu Loftleiðir enn flugvélakostinn, er félagið keypti fyrstu Rolls-Royce 400 skrúfuþot- una. Fleiri slikar fylgdu á eftir og árið 1966 voru þessar flugvélar lengdar og höfðu þá sæti fyrir 189 farþega. Áfram hélt þróunin og árið 1970 tók félagið 249 sæta DC-8-63 þotur í þjónustu sína á flugleiðum til og frá Luxemborg. Við samantekt á farþegafjölda í þau 25 ár, sem flug Loftleiða til Luxemborgar hefur varað, hafa verið fluttir tæplega 3,1 millj. farþega. Árið 1969 keyptu Loftleiðir flug- félagið International Air Bahama, sem flýgur áætlunarflug milji Luxemborgar og Nassau og Free- port á Bahamaeyjum. í mars 1970 var vöruflugfélagið Cargolux stofnað með þátttöku Loftleiða að einum þriðja hluta. Þá tók félagið einnig þátt í byggingu hótels, Hotel Áerogolf Sheraton, sem stendur skammt frá Findel- flugvelli og var opnað snemma árs 1973. Eins og sjá má að framansögðu hafa þær óskir og vonir sem við hið fyrsta flug voru tengdar, svo sannarlega ræzt. Það er meira segja vafi á, hvort þeir sem bjartsýnastir voru þá, hafi gert sér í hugarlund að svo stórstígar framfarir og aukning yrðu á þessari flugleið sem raun ber vitni. Nú 25 árum síðar vitum við að fyrsta áætlunarflugið til Lux- emborgar lagði grundvöll að stór- atvinnurekstri á íslandi, og ;>ótt erfiðleikar hafi um nokkurt skeið steðjað að Norður-Atlantshafs- fluginu er það von okkar að úr rætist."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.