Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 51 Borgarafundur um frjálst útvarp og sjónvarpskerfi í fjölbýlishúsum UNDIRBÚNINGSNEFND að stofnun félags um frjálsan út- varpsrekstur efndi til almenns borgarafundar i framhaldi af rannsóknum yfirvalda á sjón- varpskerfum i fjölbýlishúsum laugardaginn 31. april sl. Fund- arstjóri var dr. Jónas Bjarnason. Fundinn setti Guðmundur H. Garðarsson og skýrði hann m.a. Jón Skúlason póst- og simamála- stjóri. frá því á hvaða stigi undirbún- ingsstarfið væri fyrir stofnun samtaka um frjálsan útvarps- rekstur. Kom þar fram að þrjár vinnunefndir væru starfandi. Ein sem fjallar um fjármál, önnur um tæknilegu hliðina og sú þriðja um dagskrárgerð. Athuganir hafa verið gerðar á uppsetningu sjón- varps- og útvarpsstöðva af nokkr- um mismunandi gerðum og stærð- um. Var það verk unnið af Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni lögfræð- ingi. Kristinn Andersen verkfræð- inemi hefur aflað upplýsinga um tækjaútbúnað o.fl. Framsögu- ræður fluttu þeir Sigurður G. Ólafsson útvarpsvirki og Markús Örn Antonsson ritstj. í ræðum þeirra kom m.a. fram að miklar nýjungar og geysihröð tækniþróun hefur átt sér stað í þessum efnum, og ekki síst varðandi lokuð sjón- varpskerfi ekki ósvipuð þeim sem í notkun eru hérlendis í nokkrum fjölbýlishúsum og mikið hafa ver- ið til umræðu undanfarið. Þá kom fram á fundinum i ræðum manna að búið er að tengja lokuð sjónvarpskerfi í nokkrum nýjum fjölbýlishúsum, m.a. á Reykjanesi og víðar. Fannst mönnum það skjóta nokkuð skökku að hið opinbera leyfði innflutning á efnum og tækjum og heimti af þeim töluverða skatta og tolla en síðan væri bannað að nota þessi tæki. Meðal fundarmanna var Jón Skúlason póst- og símamálastjóri. Útskýrði hann m.a. fjarskiptalög- in fyrir fundarmönnum og sagði einnig að meðal forráðamanna Pósts og síma væri fullur áhugi á að mæta tækninýjungum á þessu sviði með jákvæðum hætti, en að sjálfsögðu þyrfti löggjafinn að afnema þau höft sem í lögum væru sem hindruðu slíkan rekstur. Var gerður góður rómur að máli hans og hversu jákvæður hann hefði verið. Á fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða: „Borgarafundur haldinn að Hótel Borg laugardaginn 31. maí 1980 mótmælir því að yfirvöld seilist inn á friðhelgi heimilanna með því að ætla að stöðva notkun myndsegulbandskerfa í fjölbýlis- húsum. Fundurinn bendir á að sjón- varpskerfi þessi eru fyrst og fremst sett upp vegna mikillar hagkvæmni, og ná ekki út fyrir veggi heimilanna. Fundurinn telur að uppsetning sjónvarpskerfa þessara sé einung- is eðlileg viðbrögð fólks sem ekki unir lengur ríkiseinokun á útvarpi og sjónvarpi. Fundurinn skorar á stjórnvöld að koma því til leiðar að útvarps- rekstur verði gefinn frjáls." Leiguvél Arnarflugs við komuna til Keflavikur á laugardag. Magnús Gunnarsson. framkvæmdastjóri Arnarflugs, annar frá vinstri á myndinni. tekur á móti áhöfn vélarinnar við komuna. Ljósm. Mbl. ÓI. K. Magn. Arnarflug tekur á leigu Boeing 707320C vegna leiguflugs í Jórdaníu Á LAUGARDAG kom til lands- ins fiugvéi af gerðinni Boeing 707-320C, sem Arnarflug hefur tekið á leigu vegna leiguflugs á vegum félagsins i Jórdaniu. Að sögn Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarflugs, er vélin tekin á leigu til 5 mánaða og er þar um að ræða leigusamning með mögulegum kaupum á vélinni á föstu verð- lagi innan leigutimans. Að sögn Magnúsar Gunnars- sonar hefur Arnarflug tekið að sér leiguflug fyrir jórdanska ríkisflugfélagið Alia og mun vélin fljúga í áætlunarleiðum Alia í Mið-Austurlöndum. Þegar liggur fyrir samningur um slíkt leiguflug á 3 mánuði og er jafnframt gert ráð fyrir að framhald geti orðið á þessu verkefni. Yfir 30 manns fara héðan á vegum Arnarflugs til að sinna þessu verkefni en Magnús sagði að samningurinn við Alia hljóðaði upp á 800 milljónir íslenskra króna. Flugvélin, sem Arnarflug tók á leigu vegna þessa verkefnis, er 10 ára gömul og tekur 189 farþega en í áhöfn eru 8. Véiin er einnig útbúin með vöruflutningadyrum og getur hún sem vöruflutningavél flutt 40 tonn. Vélin er vel búin tækjum og er með breiðþotuinn- réttingu. Vélin verður máluð hér heima í litum Arnarflugs og að hluta í litum leigutakans, Alia, en á miðvikudag verður henni flogið áleiðis til Jórdaníu. Nær 800 komu á „dag hestsins“ HAGSMUNAFÉLAG hrossa- bænda og Félag tamningamanna efndu siðast liðinn laugardag til dagskrár undir heitinu „dagur hestsins“ á Melavellinum i Reykjavik. Fjólbreytt sýningar- atriði voru á dagskrá en óhag- stætt veður spillti nokkuð fyrir. Alls komu nær 800 manns á Melavöllinn til að sjá sýninguna. Meðal atriða á degi hestsins var sýning á 14 stóðhestum, sem sýndir voru sem einstaklingar og einnig voru sýndir 6 afkvæmahóp- ar stóðhesta og stofnræktarfélaga. Þá sýndu unglingar úr Hesta- mannafélaginu Fáki í Reykjavík ýmis sýningaratriði og sýnd var notkun hestsins fyrr á tímum. Einnig komu fram ýmsir frum- herjar hestamennskunnar hér- lendis eins og hún er nú iðkuð. Félagar í Félagi tamningamanna sýndu einnig ýmsa af snjöllustu gæðingum landsins. Unglingar úr Fáki sýndu ýmis sýningaratriði á degi hestsins. Ljósm. ÓI.K.Magn. I I Þau tóku sig vel út þessi en ekki vitum við hvort förinni var heitið til kirkju eða i kaupstað. Meðal þess, sem sýnt var á degi hestsins var notkun hestsins fyrr á árum hérlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.