Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1980 Country tónlist og kvikmyndir Á undanförnum árum hafa vinsældir country-tónlistar aukist gífurlega um allan heim, og þá einkum í föður- landi hennar, Bandaríkjun- um. Nýtur hún nú sjálfsagðr- ar virðingar um landið allt, en löngum einskorðaðist þessi tónlist að miklu leyti við Suðurríkin. Það eru einkum listamenn- irnir Willie Nelson, Waylon Jennings, Dolly Parton, Kris Kristofersson, Kenny Rodg- ers, Don Williams, Merle Ha- ggard og Johnny Cash, sem aukið hafa á hróður country- tónlistarinnar síðari árin, auk nokkurra annarra (mér vitanlega er ekkert almenni- legt nafn á okkar tungu yfir þessa stefnu, dreifbýlistónlist kannski illskást). Svipuð þróun hefur orðið hérlendis sem annars staðar, hin bandaríska dreifbýlis- tónlist hefur unnið sér örugg- an sess hér, það sannar mikil plötusala með görpum eins og Willie, Waylon, Kenny Rodg- ers, Ann Murray o.fl. Þetta eru nöfn sem orðin eru títtnefnd hér í útvarpi (en þess má til gamans geta, að þegar undirritaður fékk Country-bakteríuna fyrir ein- um fimm, sex árum, mátti telja þá menn á fingrum sér, sem vissu t.d. hver Willie Nelson er). Og stóran þátt í þessum auknu vinsældum á countryaðdáandinn Björgvin Halldórsson og hljómsveit- irnar Lónlí Blú Bojs og eink- um Brimkló. Og það hlaut að koma að því fyrr en síðar að hún Hollywood rynni á iyktina, og nú hefur hún heldur betur uppgötvað feykivinsældir þessarar tónlistar og þeirra stjarna sem flytja hana. Stór- framleiðsla er nú hafin með þeim í aðalhlutverki og tón- listin situr að sjálfsögðu í fyrirrúmi, efnisþráðurinn snertir gjarnan líf og störf flytjendanna, eða er spunn- inn úr litríkum textum þess- arar ágætu tónlistar. Síðan í dag er helguð þess- ari eftirtektarverðu nýstefnu þar vestra og fjallað um þær myndir sem nú eru í fram- leiðslu og mennina að baki þeim. „You’ve come a long way baby, from Arkansas to Hollywood," syngur Loretta Lynn, Skyndilega hefur Country/western tónlistin, verið uppgötvuð í Hollywood. Undanfarna áratugi hefur hún aðeins verið notuð í fáeinum, ódýrum myndum, en núna eru að spretta upp stórmyndir, gerðar af dreifi- risum kvikmyndaborgarinn- THE ELECTRIC HORSE- MAN, sem frumsýnd var síðla ’79, með tónlist fluttri af Willie Nelson, auk þess sem hann kom fram í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu í umræddri mynd, hóf þessa stefnu. Fyrir skömmu hófust sýningar á „CALMINERS DAUGHTER, þar sem að Sissy Spacek fer með hlutverk Lorettu Lynn, sem hófst uppúr geysilegri Sissy Spacek sem hin vinsæla countrysöngkona Loretta Lynn í myndinni Coalmin- ers Daughter. fátækt í eina frægustu dreif- býlissöngkonu Bandaríkj- anna. I júní verður frumsýnd myndin URBAN COWBOY, sem John Travolta og Waylon Jennings, (sem hann sjálfur), en hún fjallar um aðdáendur countrytónlistarinnar, sem kvöldum saman koma og dansa eftir henni, í hinni sögufrægu danshöll Gilley’s Place, utan við Houston, þar sem eingöngu er flutt c/w tónlist. I ágúst verður frum- sýnd fyrsta myndin með Willie Nelson í aðalhlutverki, HONEYSUCKLE ROSE. Þetta er gamaldags saga um sviknar ástir; Willie er country-stjarna, sem heldur fram hjá konu sinni, (Dyan Cannon), með ungri söng- konu, (Ami Irving): í október lítur myndin HARD COUNTRY, dagsins ljós, en í henni fara með aðalhlut- verkin Jan Michael Vincent og söngvararnir Tanya Tuck- er og Michael Murphy. Mynd- in fjallar um togstreitu tveggja kvenna, hvort þær kjósi að lifa áfram góðu lífi í Lubbock í Texas, eða njóta ljúfa lífsins í Los Angeles. í meiri fjarlægð er svo mynd söngvarans David All- an Coe, TAKE THIS JOB AND SHOVE IT, sem byggð er á vinsælu lagi sem hann samdi, (og flutt var af Johnny Paycheck). Coe mun fara með hlutverk verkamanns við færiband í bjórverksmiðju. Bruce Dern og Ann-Margret munu fara með aðalhlutverk í mynd sem byggð er á hinu vinsæla lagi Jerry Lee Lewis, MIDDLE AGE CRAZY, og mögulega verður kvikmynduð ævisaga Tammy Wynette, STAND BY YOUR MAN. „Áhuginn fyrir c/w-tónlist- inni, endurspeglar þjóðar- móðinn", segir framleiðand- inn Robert Evans, en á hans snærum eru URBAN COW- BOY, „en hún kynnir country-tónlistina sem nýja, líklega danstónlist." Kfaftur- inn sprettur útúr henni. Þetta er nýr taktur, líffæraleg tón- list sem færir fólk saman. Fólk er orðið þreytt á að dansa undir ómelódískri tón- list“, bætir hann við. Þar á Evans við diskó-tónlistina, og þá dansar þú í rauninni meira og minna við sjálfan þig. Undir country/western tón- | list dansar þú aftur á móti við einhvern, og finnur þig | nær honum. „Það er ný-rómantík yfir 1 þessu“, segir Evans um kú- rekastrákana og-stelpurnar í URBAN COWBOY, sem á daginn lifa ósköp venjulegu lífi en upplifa drauma sína á dansgólfinu á nóttunni. Sidney Pollack, sem leik- stýrði Robert Rodford, Jane Fonda og Willie Nelson í THE ELECTRIC HORSE- MAN, (og varð ein vinsælasta mynd síðasta árs), og hjáip- aði Willie að skapa HONEY- SUCKUE ROSE, er þessu sammála. „Það er tilhneyging til dreiíbýlistónlistar og þema“, segir hann. „Ég tel að þetta sé hluti þess sem kalla má varúðarfulla þjóðrækn- isstefnu. Hún, (tónlistin), er öll um kúrekann sem er einmitt hinn kjarnmikli „Ööru vísi mór áöur brá“... John Travolta sem dreif- býlistónlist- araödáandi og dans- garpur í Ur- ban Cow- boy. Bandaríkjamaður. Rótin. Endurkoma hans er hluti nýrrar rómantíkur, bjartsýni á Bandaríkjunum." Annar leikstjóri bætir við, „þegar fólk er almennt farið að klæðast kúrekastígvélum og Western fatnaður Ralph Laurens fæst á Fifth Avenue, (dýr verslunargata í New York), þá skyldi eingan undra afturkoma kúrekans í kvik- myndum. Á liðinni tíð hefur Holly- wood haft svipað viðhorf til dreifbýlistónlistar og Jack Nicholson í FIVE EASY PIECES, þegar hann hótaði að bræða Tammy Wynette plötur Karen Black, „niður í hár-spray“. Það hafa reyndar verið gerðar myndir sem gagnrýnendur vestan hafs hafa nefnt „country-myndir", og hafa gjarnan fjallað um kappakstra, haglabyssur CB-talstöðvar, fjöleyðilegg- ingu bifreiða, en tónlistina hefur löngum vantað. Þær bestu af þessari gerð eins og THUNDER ROAD, WHITE LIGHTNING og PAYDAY, (enn ósýnd hérlendis), hafa gjarnan fjallað um góða, | hressa drengi á gamansaman hátt, komið fótunum undir leikara eins og Burt Reyn- olds. En hinar nýju country- myndir eru af allt öðru sauðahúsi. Alvarlegra mat og virðing fyrir þessari tónlistargerð hófst með NASHVILLE (1975), meðferð Roberts Alt- man á því sem gerist á bak við tjöldin í háborg dreifbýl- istónlistarinnar. Samt var enn litið á country-tónlist með lítilsvirðingu. Altman fyrirskipaði leikurum sínum að semja og syngja sín eigin „country“-lög. Jafnvel þó að tveir þeirra, Ronee Blakely og Keith Carradine, hafi vcrið atvinnutónlistarmenn, dró I fólk þá ályktun að allir gætu ' samið þessa tónlist. „Country er hin raunveru- lega þjóðlagatónlist Banda- ríkjamanna“ segir einn fram- leiðandinn, „eins og jazzinn og blúsinn, þá er hún innlend, Amerísk tónlist.". Leikstjór- inn Sidney Lumet segir: „Country-tónlist geymir ein- faldleika sem verður listrænn á líkan máta og frumstæðar teikningar". Til viðbótar einfaldleikan- um og hinum sívaxandi að- dáendahóps, þá býður dreif- býlistónlistin upp á fjölmörg þemu sem löngum hafa verið vinsæl í Hollywood: að fara að heiman, að snúa til baka heim, framhjáhald eða tryggð, einmanaleikann sem fylgir baráttunni fyrir vel- gengni, einmanaleikanum sem fylgir velgengni. I rauninni eru hinar nýju country-hetjur ekkert ósvip- aðar hinum rómantísku draumóramönnum sem Hollywood framleiddi af miklu kappi á fjórða og fimmta áratugnum. Sem hinn rafmagnaði knapi — enn ein kúreka útgáfan — Robert Redford leikur kúreka sem hættur er að keppa í rodeo, og selur sig fjölþjóðafyrirtæki, slítur af sér fjötrana í síðasta skiptið, og stefnir á „frelsið". Sem Loretta Lynn, er Sissy Spacek kát og hress stelpa, sem berst frá fátækt kola- námahéraðanna til frægðar, brotnar undan spennu vel- gengninnar og snýr baka til dreifbýlisins og tónlistar þess. (Atriði, er Loretta, út- keyrð og hálfdópuð, fær taugaáfall á sviðinu, er greinileg endurtekning svip- aðs atriðis í NASHVILLE) í HARD COUNTRY, er draumurinn jarðbundnari og tekur aðra stefnu. Ung Texas stúlka fer að endurskoða þann draum sinn að verða flugfreyja, þegar bernskuvin- ur hennar, sem orðinn er söngkona í Los Angeles, heimsækir hana. Jafnvel UR- BAN COWBOY, með sína útbrunnu dansjaxla, fjallar um draum að baki dansinum, einskonar Houston útgáfa af — að koma sér í burtu frá Brooklyn —, hugsjóninni í SATURDAY NIGHT FEV- ER. Framleiðandi HARD COUNTRY, John Hartmann, segir hinar nýju country- kvikmyndir „nútíma söngva- myndir”. „Þær eru af svipuð- um toga og hinar stórkost- legu músik- og söngvamyndir fjórða áratugsins. Pollack líkir þeim við myndir á borð við MR SMITH GOES TO WASHINGTON, Franks Capra. Gamlar Hollywood velgengnisformúlur, hafa verið færðar í nútimabúning og fluttar á svið country tónlistar. Niðurlag á næstu Kvik- myndasfðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.