Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 Próí stóðu yfir í Nýja hjúkrun- arskólanum. er fréttamann bar að garði. Skólinn er nú i góðu húsnæði á annarri hæð á Suður- landsbraut 18. Ekki hefur mikið verið sagt frá þessum skóla, sem er æði fjöibreyttur. En Maria Pétursdóttir, skólastjóri. gaf sér tíma til að gera nokkra grein fyrir honum, og setja hann i rétt samhengi i hjúkrunarfræðslunni. Lengi var hér aðeins um einn hjúkrunarskóla að ræða, Hjúkr- unarskóla íslands, sem tók til starfa 1931. Mjög mikilvægt var að fá þann skóla, svo hægt væri að flytja hjúkrunarnámið til íslands, sagði María. En miklar umræður voru orðnar um hjúkrunarkvenna- skort um 1970. Var því borin fram í borgarstjórn Reykjavíkur tillaga og samþykkt um að borgin ræki sjálf hjúkrunarskóla, til að bæta úr. Þessvegna ar ráðist í að koma upp þessum skóla, sem tók til starfa haustið 1972. — Um það leyti sem skólinn tók til starfa var heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið búið að undirbúa hjúkrunarnám fyrir ljósmæður, sagði María. Þetta var rúmlega tveggja ára nám fyrir ljósmæður. Það var nú flutt í Nýja hjúkrun- arskólann. Þegar ljósmæður starfa sjálfstætt, eins og þær gera víða úti á landi, þykir gott að þær hafi einnig hjúkrunarmenntun. Margir telja raunar að þær ættu fyrst að taka hjúkrunina, en ekki eru allir sammála um það, og það orðið úr að Ljósmæðraskólinn hefur verið lengdur. Margir hjúkr- unarfræðingar hafa raunar farið í Ljósmæðraskólann á eftir og okk- ur finnst að ljósmæðranámið sé framhaldsnám. — En hvað um það, við höfum nú þrisvar sinnum tekið ljósmæð- ur í hjúkrunarnám og er síðasti hópurinn, 12 nemendur, að ljúka á næsta ári. Við erum þá búin að taka 49 ljósmæður og veita þeim hjúkrunarréttindi. Nýi hjúkrunarskólinn hóf störf á vegum Reykjavíkurborgar, sem þá var með Grensásdeildina svo- kölluðu í byggingu og fékk hjúkr- unarskólinn þar inni. En þegar endurhæfingadeild Borgarspítal- ans tók Grensásbygginguna, var Nýi hjúkrunarskólinn vegalaus. Einnig hin nýstofnaða námsbraut inga. Það gafst ekki nógu vel, þar sem flestir hjúkrunarfræðingarn- ir eru bæði í starfi og með heimili og því varla á það bætandi. — Eftir að flutt var í nýja húsnæðið eftir tveggja ára starf, rýmkaði um. Þá tóku fleiri að leita eftir sérnámi. Og var ráðist í að koma upp framhaldsnámi í hjúkr- un á handlækninga- og lyflækn- ingadeildum, í skurðstofuhjúkrun og í svæfingahjúkrun svo og gjörgæsluhjúkrun. En þetta nám þarf að laga sig að rými fyrir verklega þjálfun á sjúkrahúsum í svæfingum, skurðstofuhjúkrun og gjörgæslu. Fyrir þetta erum við með sameiginlegt nám, en síðan er leitað til sérdeilda innan Hjúkrun- arfélagsins og sjúkrahúsanna. — Síðasta greinin, sem við tók- um upp í Nýja hjúkrunarskólan- um er það, sem kallað er félags- hjúkrun og það eru þeir nemendur sem eru í prófi nú. Nemendur þar eru allt hjúkrunarfræðingar, sem hafa verið starfandi á heilsu- gæslustöðvum, og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt nám er flutt inn í landið. Þetta er 10 mánaða nám, sem hófst um áramót. Fyrst er fjögurra mánaða bóklegt nám og síðan verklegt nám. Þá fara hjúkr- unarfræðingarnir í frí, en hafa þó verkefni, og koma hingað í janúar 1981. Þá er aftur fjögurra mánaða bóklegt nám og síðan verklegt. Reynt er að haga þessu þannig að það komi sem best út fyrir nem- endur. En sumar konurnar utan af landi mundu eiga erfitt með að vera svo lengi samfellt frá starfi sínu. Þá er ótalið sex vikna námskeið í heilsuvernd, sem 36 tóku þátt í. Þótti mörgum hjúkr- unarfræðingunum gott að geta komið og kynnst starfseminni hér í borginni og jafnframt treyst sambandið hver við aðra, sem getur verið mjög gagnlegt. — Við höfum semsagt ekki nema einu sinni gert það sem okkur var ætlað, að hafa þriggja ára hjúkrunarskóla til að útskrifa hjúkrunarfræðinga, sagði María Pétursdóttir og hló við. En þetta er að sjálfsögðu allt gert í samráði við ráðuneytið. Hér vantaði svo mikið sérnám fyrir hjúkrunar- fræðinga. Ekki geta allir farið til útlanda. Og svo kom til annar hjúkrunarskóli, þ.e. námsbrautin María Pétursdóttir, skóla- stjóri. Ljösm. Mbl. Kristján. bær Lára Sch. Thorsteinsson og Sigriður Halldórsdóttir eru kennarar i Nýja hjúkrunarskólanum. Framhaldsnám aöalverkefni Nýja hjúkrunarskólans í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands, sem María Pétursdóttir var þá einnig með, og sem hafði fengið að byrja í húsnæði Grens- ásdeildar. Hún fór því af stað í húsnæðisleit 1973 og fékk inni fyrir báða skólana í nýbyggingu Olíufélagsins á Suðurlandsbraut 18. Eru þeir þar enn á annarri hæð, sinn hvoru megin við gang- inn. Nýi hjúkrunarskólinn er nú rekinn af ríkinu, eins og annað hjúkrunarnám. Borgin var búin að hrinda þessu af stað og það nægði, eins og María orðaði það. Námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands fór af stað 1973. Ætlunin var að við í Nýja hjúkrunarskólanum værum með þriggja ára nám, eins og Hjúkrun- arskóli íslands, heldur María áfram útskýringum sínum. En þegar hann var kominn í gang, voru aðeins 7 geðhjúkrunarfræð- ingar á landinu, og vantaði tilfinn- anlega fleiri. Varð úr, að mennta- málaráðuneytið féllst á beiðni um slíkt nám og hér var komið á námi í geðhjúkrun fyrir hjúkrunarfræð- inga. Það er tveggja ára nám, eftir hjúkrunarnám í 3 ár og starfs- reynslu. Meðan við vorum til húsa í Grensásdeildarhúsinu var starfs- getan takmörkuð, og því aðeins byrjað með hjúkrunarnámið fyrir ljósmæður. En jafnframt var komið á síðdegisnámskeiði í stjórnun, kennslufræði og sálar- fræði o.fl. fyrir hjúkrunarfræð- við H.í. Sannleikurinn er sá, að mikil þörf er fyrir sérnám, svo sem fyrir geðhjúkrun. Og við vonum að miklu fleiri eigi eftir koma í það nám. Hjúkrunarfólk með sérmenntun í geðhjúkrun ætti ekki aðeins að starfa í geðsjúkrahúsunum, heldur miklu víðar. Við teljum að geðhjúkrun- arfræðingar eigi einnig að vera á öðrum sjúkradeildum, því margt bjátar á hjá sjúklingunum þar. Erlendis eru sums staðar einn geðhjúkrunarfræðingur á hverri deild almennu sjúkrahúsanna. Við víkjum að hjúkrunarnámi sem háskólagrein, sem mikið hef- ur verið um rætt, og María segir: — Við erum þeirrar skoðunar að allt hjúkrunarnám verði komið inn í Háskóla íslands á árinu 1985. Jú, þá mundi Hjúkrunarskóli íslands leggjast niður, þótt skóla- húsið verði notað. Hjúkrunarskóli íslands hefur lagt góðan grundvöll að hjúkrunarnámi. Hjúkrunar- skólarnir eiga að vera til meðan brýn þörf er á, en heldur ekki lengur. Að því kemur vafalaust á þtssum áratug. Háskóli íslands hefur lagt þarna góðan grunn. íslendingar og Bretar eru á þessu sviði í fararbroddi í Evrópu, en Japan, Indland og flest þróunar- löndin hafa tekið hjúkrun sem háskólanám. Hér í Evrópu er alltaf erfitt að ryðja mótaðri hefð burt og því þungt að rokka okkur Upp úr farinu. En hvað segir María um þá skoðun, sem víða heyrist, að hjúkrunarfræðingarnir séu þar- með að fjarlægjast sjúklingana og hjúkrun þeirra? — Ég er sann- færð um að hjúkrunarfræðingar muni gefa sig meira að sjúkling- unum sjálfum, svarar María um hæl. Þeir mega fara í stjórnun- arstörf, ef þeir kjósa það, en þeim er fyrst og fremst ætlað að hjúkra. Undir þetta taka ungu hjúkrun- arfræðingarnir tveir, sem kenna við skólann, þær Lára Sch. Thor- steinsson og Sigríður Halldórs- dóttir, sem báðar eru útskrifaðar frá Háskóla íslands. Lára sagði, að námsbrautin í Háskólanum væri fyrst og fremst til að mennta hjúkrunarfræðinga til þess að hjúkra. Almennt væri fólk nú orðið svo vel upplýst um læknis- fræðileg efni að mikla þekkingu og þjálfun þyrfti til að geta orðið því að liði. Sigríður sagði að allt þeirra nám byggðist á því að veita einstaklingsbundna hjúkrun. Nú væri meðal hjúkrunarfræðinga mikið talað um svonefnd hjúkrun- arferli, sem miði við að veita hverjum sjúklingi þjónustu sem einstaklingi. Kvaðst hún sjálf sakna þess að vera ekki við hjúkrunarstörf. En kennarar hefðu tækifæri til þess á sumrin að taka vaktir, og það gerði hún, til að missa ekki tengslin við raunverulegt hjúkrunarstarf. Það væri svo dýrmætt að fá að vera með fólki og hjúkra því. Og hún bætti því við, að hjúkrunarfræð- ingarnir frá háskólanum hefðu sett starfi sínu það markmið: a) að veita betri sjúklingahjúkrun b) að taka þátt í fyrirbyggjandi starfi á því sviði. Þannig væri hjúkrun sjúklinganna sett markvisst á oddinn. — Okkar nemendur hér í Nýja hjúkrunarskólanum eru fólk með reynslu í starfi, sagði Maria, þegar þær voru farnar. Og við finnum vel að yngra fólkið, það sem hefur lært seinna, hefur fengið yfir- gripsmeiri menntun. Endur- menntun er því mjög nauðsynleg. Við viljum koma til móts við þær þarfir. Við finnum að hjúkrunar- fræðingar þurfa orðið góða undir- stöðumenntun í eðlis- og efna- fræði, einnig tungumálum o.fl. til að geta vel sinnt sínu starfi. Og ég dáist að þessum konum með heim- ili og starf, hversu mikinn áhuga þær sýna og hversu mjög þær leggja sig fram. Áhuginn á því að bæta við sig hefur greinilega farið vaxandi. Kennarar Nýja hjúkrunarskól- ans eru aðeins tveir núna, en Þóra Arnfinnsdótti’- kemur aftur til kennslu í haust. Og að undanförnu hefur Marie Lysness frá Noregi verið við skólann, til að skipu- leggja geðhjúkrunarnámið, sem er að færast inn í landið. María segir, að þarmeð sé orðið hægt að taka sérgreinarnar hér, nema barna- hjúkrunarnámið, sem hún telur að líka þurfi að reyna að taka fyrir. Verðum við þá vel sett á þessu sviði. í Danmörku er til dæmis ekki annað framhaldsnám fyrir hjúkrunarfræðinga en heilsu- verndarnám. En þar eru þó nám- skeið í stjórnun og kennslu, sem hún kvaðst hljóta að telja fremur til stjórnunarnáms en hjúkrun- arnáms. En þetta sé mjög þarf- legt, þar sem hjúkrunarfræðingar lenda svo mikið í að stjórna og kenna á sjúkrahúsunum, þar sem nemdendurnir fá verklega þjálfun. Nýja hjúkrunarskólanum er stjórnað af skólanefnd, og er örn Bjarnason læknir, stjórnarfor- maður. — Það er ríkjandi viðhorf, að við getum ekki stjórnað okkur sjálfar, segir María spozk. Að læknar þurfi að vera hjá okkur í stjórn. Þó er aldrei talað um að við þurfum að vera í stjórnarnefndum þeirra. En þetta eru í rauninni tvær aðskildar starfsgreinar. — Við hér í Nýja hjúkrunar- skólanum erum ánægðar með það sem við höfum fengið að gera, sagði María í lok viðtalsins. Nú þurfum við bara kennslukrafta og tíma til þess að endurmeta og endurbæta. Þessvegna ætlum við að bíða með framhaldið þar til 1981, en einbeita okkur í vetur að því að undirbúa námið betur. - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.