Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 The Observer Lajos Lederer: Ástæðan fyrir aðskilnaði TÍTÓS OG JÓVÖNKU Ég hitti Tító í fyrsta skipti áriö 1950, tveimur árum eftir aö ég haföi spáö því í The Observer aö Júgóslavar mundu segja skiliö viö Sovétstjórnina. Árið 1947 höföu Rússar stofnaö Cominform, sem var ætlað þaö aöalhlutverk aö heröa tök Moskvu- stjórnarinnar á þeim Austur-Evrópuríkjum, sem Rauöi herinn haföi hernumiö í styrjöldínni. Enda þótt Tító væri kommúnisti sótti hann ekki stofnfund Cominform, en. í staðinn feröaöist hann um Austur-Evrópu og geröi grein fyrir hugmynd þeirra Georgi Dimitrov, búlgarska kommúnistaleiötogans, aö stofnuð skyldu samtök ríkja á Balkanskaga. Moskvu-stjórnin leit vitaskuld svo á þetta sem beina andstöðu viö tilraunir til aö auka völd og áhrif Sovétríkjanna. Þorlákshöfn: Tveir aldraðir sjómenn heiðraðir Þorlákshöfn, 2. júni 1980. Ilátíðahöld sjómannadagsins hófust hér á laugardag kl. 13.30 með björgunaræfingu Björgunarsveitarinnar á staðn- um. Þá fór fram kappróður og sjórall. Á sjálfan sjómannadaginn var skemmtisigling kl. 9 en kl. 11 var gengið til barnaskólans og þar hlýtt á messu sóknar- prestsins sr. Tómasar Guð- mundssonar. Söngfélag Þor- lákshafnar söng við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Utiskemmtun í skrúðgarði kvenfélagsins hófst kl. 13.30. Ræðu dagsins flutti Þorsteinn Garðarsson sveitarstjóri og heiðraðir voru tveir aldraðir sjómenn, þeir Hjörleifur Gísla- son, Oddabraut 21, Þorlákshöfn og Óskar Þórarinsson Reykja- braut 7, Þorlákshöfn. Kona Ósk- ars, Guðný Guðnadóttir, veitti verðlaununum viðtöku þar sem Óskar dvelst nú á sjúkrahúsi. Þá var skipshöfnin á aflahæsta skipinu hér á liðinni vertíð heiðruð en sem kunnugt er var Friðrik Sigurðsson aflahæstur hér og jafnframt yfir allt landið. Skipstjórinn, Sigurður Bjarna- son, veitti verðlaununum, fögr- um silfurbikar, viðtöku fyrir hönd skipshafnarinnar. Kiwanisklúbburinn Ölver vann kappróðurinn nú þriðja árið í röð og fengu Kiwanismenn hinn fallega silfurbikar sem keppt hefur verið um til eignar. Róðrakeppni kvenna, íslenskra og ástralskra, lauk með sigri þeirra íslensku. Þá komu þarna fram tveir heiðursmenn, Ómar Ragnarsson og Baldur Brjánsson sem allir kunnu vel að meta ekki hvað síst unga kynslóðin. Slysavarnakon- ur seldu kaffi og meðlæti í félagsheimilinu svo og blóm og fleira til ágóða fyrir slysavarna- starfið. Sjómannadagurinn hér var því hinn ánægjulegasti, veð- ur yndislegt, sólskin og logn. Um kvöldið var dansleikur í félagsheimilinu. Baldur Brjáns- son og hljómsveit Stefáns P. sáu um fjörið. Formaður sjómanna- dagsráðs var að þessu sinni Axel Guðlaugsson, Eyjahrauni 32. Formaður slysavarnadeildar- innar Mannbjörg í Þorlákshöfn er Ósk Gísladóttir, Klébergi 15, Þorlákshöfn. Ragnheiður. Staðfesta Títós í baráttunni gegn þýzkum og ítölskum ein- ræöisöflum haföi áunniö honum traust bæöi í austri og vestri. Þegar hann heimsótti höfuöborg- ir Austur-Evrópuríkjanna t nóv- ember 1947 voru Ijósmyndir af honum í búöargluggum hvar- vetna. En í marz tjáöi mér maöur, sem var nýkominn frá Búdapest, aö hver einasta mynd af Tító heföi skyndilega horfiö úr búö- argluggum í Búdapest. Ég kann- aöi máliö og komst aö því aö á sömu tveimur sólarhringunum höföu allar myndir horfiö úr gluggum um alla Austur-Evrópu. Greinilega var hér um aö ræöa vísbendingu um vanþóknun Sov- étstjórnarinnar, og ég spáöi því aö framundan væru vinslit milli Títós og Stalín. í júní 1948 kom á daginn aö Kominternbafði út- skúfaö Júgóslövum, og Stalín var búinn aö skrúfa fyrir alla efna- hagsaöstoö Sovétríkjanna viö landiö. Þaö var fyrsta skrefiö til aö sýna villutrúarmanninum í tvo heimana. Áriö 1950 var mér boöiö aö koma til Belgrad. Á flugvellinum tók nánasti aöstoöarmaöur Títós á móti mér. Hann kvaö Tító langa til aö vita hvaöan The Observer heföi komiö vitneskja um yfirvof- andi vinslit. Þessi fregn haföi ekki birzt í öörum blööum, og haföi henni veriö vísaö á bug mjög eindregiö á sínum tíma. Ég hitti Tító aó máli í húsi hans viö Uzice-stræti. Hann var 58 ára, en leit ekki út fyrir aö vera degi eldri en 40 ára. Hann var útitekinn og reffilegur, klæddur vönduöum fötum, sem virtust saumuö á Vesturlöndum, á hvítum skóm, meö glæsilegt hálstau úr silki. í samtali okkar, sem ekki mátti vitna í, skýröi hann mér frá því hvernig Rússar reyndu aö gegnumsýra Júgó- slavíu. Einnig sagöi hann mér frá hótunum þeirra sem ekki voru á almannavitoröi. „Á landamærum okkar eöa rétt viö þau er Rauöi herinn meö 30 herfylki", sagöi hann, „og þaö er ýmislegt fleira á seiöi. Viö vitum um hvern einasta Rússa í landinu og okkur er kunnugt um hvert einasta handbendi Sovét- stjórnarinnar. Viö vitum jafnvel hvaö þeir eiga margar skóreimar, hver um sig.„ Ég haföi ekki aöstööu til aö ganga úr skugga um aö þessar staöhæfingar væru réttar, en þaö fór ekki á milli mála aö Tító stóö stuggur af Sovétríkjunum og haföi megnan ímugust á Stalín. Áriö 1951 fórum viö kona mín í samkvæmi heima hjá Tftó í Bled. Þar gekk hann um meöal gesta meö úlfhund sinn, Tiger, á hæl- unum, og sagöi viö mig: „Mér þykir ekki aðeins vænt um Tiger, ég dáist aö honum. Hann er naskari en ég. Hann geröi sér grein fyrir hættunni af Rússum á undan mér. Þar til á árinu 1947 réöst hann ekki á neinn, en þá beit hann sovézka sendiherrann, Lavrentiev." Þegar viö skildum kvaöst Tító vonast til aö hitta mig aftur. Svo bætti hann viö: „Þú skalt ekki fara eftir venjulegum leiöum ef þú þarft aö ná í mig. Hringdu beint í skrifstofu mína, og þeir ákveöa tímann." Aö sjálfsögöu var mér Ijóst, aö þarna gat veriö maökur í mys- unni. Þaö var hugsaniegt aö Tító ætlaöi aö múlbinda mig. Þaö var heldur ekki útilokaö aö hann ætlaði aö reyna aö nota mig. Og þaö reyndi hann vissulega aö gera. Áriö 1953 bauö hann mér aö koma til fundar viö sig í Belgrad. „Lederer“, sagöi hann „ég er meö gjöf handa þér“. Vindla- kassi? Slivovitz-flaska? Nei. Hann sagöi: „Ég vil aö þú vitir, aö sendifulltrúi minn í Moskvu hefur hitt Molotov, og Molotov sagði honum aö Sovétstjórnin væri reiöubúin aö taka á ný upp fullt stjórnmálasamband viö Júgó- slavíu." Fofsíöufréttin mín af sáttunum vakti sem vænta mátti verulega athygli. En mér til mikillar furöu var þessu umsvifalaust og ein- dregiö vísaö á bug af sendiherr- um Títós, bæöi í Lundúnum og Washington. Þriöjudaginn eftir aö fréttin birtist fór ég aftur á fund Títós til aö spyrja hvaö þetta ætti aö þýöa. Tító brosti og sagöi: „Geturöu veriö hér í tvo daga — þá skaltu fá skýring- una“. Tveimur dögum síöar staöfesti Tító hvert einasta orö í frétt minni í ræöu, sem hann hélt í foringjaklúbbl flughersins í Belgrad. Hann tjáöi mér síðan, aö þegar sendifulltrúi hans í Moskvu heföi skýrt frá samtalinu viö Molotov og tilboði Rússa, þá heföi hann, þ.e. Tító grunað aö þetta væri ekki með felldu. „Molotov hatar mig“, sagöi hann. „Ég haföi þaö á tilfinningunni — og reyndar nánustu aðstoðar- menn mínir sömuleiöis — aö Molotov heföi eitthvaö óhreint í pokahorninu. Okkur þótti senni- legt aö Molotov heföi sagt þetta upp á sitt einsdæmi, ætlazt til þess aö viö fögnuðum þessu opinberlega, en síöan mundi Kremlstjórnin haröneita aö nokk- uö væri hæft í þessu.Þar meö heföi tekizt aö auömýkja okkur — tekizt aö auömýkja mig. En á fimmtudaginn var enn ekki búiö aö vísa þessu á bug í Moskvu, svo mér varö Ijóst aö þaö átti aö taka mark á þessu tilboöi Molo- tovs. Sovézka forsætisnefndin var því samþykk." Persónulegt samband okkar Títós stóö yfir í þrjá áratugi, og eitt sinn spuröi ég hvort Jóvanka kona hans mundi ge*a fallizt á aö ég skrfaöi greinaflokk þar sem fjallaö yröi opinskátt um líf henn- ar viö hliö Títós. Hún féllst strax á þetta, en sagöist þurfa að fá samþykki forsetans. Tító skellti upp úr þegar hann heyröi hvaö var á döfinni: „Þó þaö væri, Lederer. Mig langar svo sannar- lega til aö komast aö því hvaöa hug hún raunverulega ber til mín,“ sagöi hann. Þessi greinaflokkur var aldrei skrifaöur, því að rétt eftir aö þetta samtal átti sér staö var kominn brestur í hjónabandiö, — ekki af því aö ástin heföi breytzt í andúö, heldur af því aö ráöríki var farið aö setja um of mark sitt á ástina. Þau hittust fyrst í lok síöari heimsstyrjaldarinnar. Þá var Tító kominn fast aö fimmtugu, en Jóvanka Budisavljevik var aöeins 18 ára. Þrátt fyrir æsku sína haföi hún þó getiö sór orö fyrir frækilega framgöngu í þjóöfrels- Lajos Lederer, sem árum saman hefur skrifaö i brezka blaöió The Observer, var um langt skeió góövinur Títós heitins Júgóslavíufor- seta. Hór er Lederer ásamt Tító áriö 1953. Lederer fagnar Jóvönku 1967. Vínarborg áriö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.