Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980
Flókalundi 19. júni.
HÓTEL Edda í Flókalundi, tók
til starfa 24. maí s.l. og er það
u.þ.b. einum mánuði fyrr en í
fyrra. Alþýðusamband Vest-
fjarða ásamt nokkrum öðrum
launþegafélögum eiga Flóka-
lund, og fjölda sumarhúsa í
nágrenninu, en hafa samið við
Ferðaskrifstofu rikisins um
rekstur hótelsins. Nú í vor
opnaði kaupfélagið í Stykkis-
hólmi útibú hér, Vilgerðarbúð,
þar eru seldar almennar matvör-
ur ásamt ýmsu öðru sem ferða-
maðurinn þarf á að halda.
Aðstaða fyrir ferðamenn er
mjög góð, gistirými í hótelinu er
fyrir 30 manns og hægt er að
hafa 60—70 manns í mat í einu.
Fegurð Vatnsfjarðar er róm-
uð. Þaðan er sögusvið Gísla sögu
Súrssonar og geta ferðamenn
skoðað helli þann sem Gísli bjó í
um tíma. Þá er stutt í hrefnu-
stöðina á Brjánslæk, sem dregur
að sér marga ferðamenn, hvern
dag sem hrefna er skorin. Surt-
arbrandsgil er þar skammt frá
og víða má renna fyrir silung.
Hægt er að komast úr Reykja-
vík og af Vesturlandi hvern
þriðjudag og af Vestfjörðum
hvern miðvikudag með Vest-
fjarðaleið.
Hægt er að panta gistingu eða
mat í síma um Patreksfjörð.
Hótelstjóri er Sigríður Björns-
dóttir.
Úlfar.
Hvalvíkin
tafðist í
2 vikur
BYRJAÐ var að losa skreið
úr Hvalvíkinni í Lagos á
fimmtudag, en þá hafði
skipið beðið í rúmlega hálf-
an mánuð eftir að uppskip-
un hæfist. Að sögn Finn-
boga Kjeld hjá Víkurskip-
um, er reiknað með að
losun ljúki í Lagos í næstu
viku og síðan gangi fljótar
fyrir sig að losa afganginn
af farminum í Port Har-
court. Að loknu þessu verk-
efni fer skipið til Brasilíu,
þar sem þess bíður farmur
til Ítalíu.
Listahátíð lýkur með hljómleik-
um „Clash“ í Laugardalshöll
LISTAIIÁTÍÐ í Reykjavík 1980 lýkur í dag með
hljómleikum bresku rokkhljómsveitarinnar „CIash“ kl.
21 í Laugardalshöll. Ætlað var að Listahátíð lyki þann
20. þ.m. en hún hefur verið framlengd um einn dag.
Morgunblaðið hafði samband var hann fyrst inntur eftir hvað
við Ornólf Árnason, fram- hann vildi segja um aðsókn að
kvæmdastjóra Listahátíðar, og Listahátíð að þessu sinni.
• •
Ordeyða fyrir
smærri báta
í Skagafirði
Ba\ 19. júni.
SKAGFIRSKA songsveitin í Reykjavik kom tii Skagafjarðar á 10
ára afmæli sínu. Og eins og áður sigraði hún hugi Skagfirðinga sem
reyndu að taka á móti þessum landskunnu og ágætu gestum eins og
vera bar. Karlakórinn Heimir hefur verið á ferðalagi um Noreg og
er væntanlegur heim um næstu helgi.
Barnaskólahús á Hólum í fyrir smærri báta inni á Skaga-
Hjaltadal var vígt 15. júní sl. að firði. Allir hafa nóg að gera eins
viðstöddu fjölmenni. Er þar risið
myndarlegt hús, sem einnig verð-
ur notað sem félagsheimili Hóla-
hrepps og nágrennis.
Togarar Skagfirðinga hafa afl-
að vel eins og áður, en ördeyða er
og er, en jafnvel blasir við
stöðvun frystihúsa vegna rekstr-
arörðugleika. Heilsufar er talið
sæmilegt bæði hjá mannfólki og
búpeningi, og sumarhugur er í
allra hugum. — Björn.
„Aðsókn að þeim atriðum
Listahátíðar, sem selt hefur verið
inná, hefur verið heldur minni en
búist hafði verið við en aðsóknin
að ókeypis atriðum hefur farið
fram úr björtustu vonum. Al-
menn þátttaka í Listahátíð er
þannig meiri að þessu sinni en
nokkru sinni fyrr. I þetta sinn
hefur tekist að f;era Listahátíð-
ina meira út á meðal fólksins en
áður, — sem var einmitt okkar
meginmarkmið. Það er ekki hvað
síst að þakka þeim listamönnum
sem lagt hafa fram vinnu sína
ókeypis t.d. hópnum Umhverfi 80
og Klúbbi Listahátíðar," sagði
Örnólfur.
Um fjárhag Listahátíðar sagði
hann, að lítið væri hægt um hann
að segja að svo komnu þar sem
ekki hefði enn verið gert upp.
Ekki væri þó útlit fyrir annað en
fjármál Listahátíðar væru nokk-
uð eftir áætlun.
Að lokum sagði Örnólfur að
hinn 75 ára gamli hljómsveitar-
stjóri Pavarottis, Kurt Herbert
Adler, hefði fengið þá frétt að
kona hans hefði alið honum barn
þegar hann var á æfingu með
Sinfóníuhijómsveit íslands á
fimmtudag. Þetta hafi í fyrstu
valdið nokkru fjaðrafoki og Adler
orðið yfir sig glaður. Það var svo
Njörður P. Njarðvík, formaður
Listahátíðarnefndar, sem gaf
litlu stúlkunni nafnið Sif, — og
mun hún heita Sabrína Sif Adler.
Sjávarútvegs-
ráðherra í op-
inbera heimsókn
til Færeyja
STEINGRÍMUR Hermanns-
son, sjávarútvegsráðherra,
hefur þegið boð Heðins M.
Klein, fiskimálaráðherra Fær-
eyja um að koma í opinbera
heimsókn til Færeyja dagana
24.-28. júní n.k. Mun ráðherr-
ann eftir föngum kynna sér
sjávarútveg Færeyinga og eiga
viðræður við landstjórnina um
gagnkvæm fiskveiðiréttindi og
önnur hagsmunamál í sam-
bandi við veiðar, vinnslu og
sölu sjávarafurða. í för með
ráðherranum verður kona
hans, Edda Guðmundsdóttir,
Jón L. Arnalds, ráðuneytis-
stjóri og kona hans Sigríður
Eyþórsdóttir.
UM KLUKKAN ll í gærmorgun
varð 7 ára drengur á reiðhjóli
fyrir bifreið á gatnamótum Álfa-
bakka og Stekkjabakka í Breið-
holti. Slasaðist drengurinn tölu-
vert á höfði.
Islendingar og Norðmenn:
Anna ekki eftirspurn
á skreið fyrir Nígeríu
Aðalsteinn efstur
á lista ef ég fæ ein-
hverju ráðið að ári
- segir Steingrimur Hermannsson
— ÉG IIEF mikla samúð með Aðalstrini Jónssyni á Eskifirði og hann mun
árriðanirga vrrða rfstur á lista rf rg ra'ð rinhvrrju þar um á na-sta ári. sagði
Stringrímur Hrrmannsson. sjávarútvrgsráðhrrra. er Mhl. spurðist fyrir um
afstöðu hans gagnvart þrirri fyrira tlan Aðalstrins að skipta á 13 ára gomlum
skuttogara og fá nýrra skip i staðinn. rn Fiskvriðasjóður hafnaði umsókn
Aðalstrins þar að lútandi á dogunum.
EFTIRSPURN eftir skreið er mikil í Nígeríu og hefur
verið allt síðan l. apríl að skreiðarverzlunin var gefin
allt að því frjáls. í fréttum frá Noregi segir, að
Norðmenn áætli að selja 200 þúsund balla af skreið til
Nígeríu í ár, að verðmæti um 300 milljónir norskra
króna eða sem nemur tæplega 28 milljörðum íslenzkra
króna. íslendingar hafa gert samninga um talsvert
meira magn en Norðmenn og sömuleiðis er verðmætið
meira.
Sambandið og Samlag skreiðar-
framleiðenda gerðu sameiginlega
samninga um skreið til Nígeríu í
ár og sagði Bragi Eiríksson hjá
Samlaginu í gær, að á vegum
þessara aðila væri búið að skipa
út í þrjú skip og bankaábyrgð
fyrir fjórða skipinu væri þegar
komin. Þá er verið að losa úr
að selja skreið til
vegna stjórnmálaá-
— Vandræðin eru þau, að lánveit-
ingar vegna þessara skipta rúmast
ekki inn á lánsfjáráætlun, sagði
Steingrímur. — Á fundum Fiskveiða-
sjóðs var um það að ræða að smíða
þrjá skuttogara innanlanrls, eða
fækka þeim um einn og taka þetta
skip í staðinn. Gegn því var mikil
andstaða og mér þykir slæmt að
Aðalsteinn skuli ekki geta látið smíða
skip fyrir sig innanlands, en á næsta
ári verður horft með jákvæðum huga
á þessi skipaskipti hans, sagði
Steingrímur Hermannsson.
Lézt á sviplegan hátt í Kaupmannahöfn
ÍSLENZKUR maður, 25 ára gam-
all. lézt á sviplegan hátt í Kaup-
mannahöfn á miðvikudagsmorg-
un. Maður þessi hefur búið ásamt
islenzkri konu sinni i Kaup-
mannahofn i þrjú ár. Lögreglan
vinnur að rannsókn á dánaror-
sök mannsins og mun hún vænt-
anlega liggja fyrir i næstu viku.
Að svo stöddu er ckki hægt að
birta nafn mannsins.
Hvalvíkinni í Nígeríu þessa dag-
ana, en hún er á vegum Samein-
aðra framleiðenda.
Bragi sagði, að markaðurinn
væri mjög góður um þessar
mundir, en menn vissu þó ekki
gerla hve mikið hann þyldi. Árið
1957 hefðu Nígeríumenn keypt
800 þúsund pakka af skreið, en
síðan hefði komið mikili aftur-
kippur í sölu þangað vegna styrj-
aldar í landinu og óáran af ýmsu
tagi. Hann sagði, að erfitt væri að
gizka á hve mikið yrði framleitt
fyrir Nígeríumarkað hér á landi í
ár, þannig væri eitthvað af fram-
leiðslunni enn í sjónum, en sagði,
að Samlag skreiðarframleiðenda
og Sambandið stefndu að því að
senda skip með skreið til Nígeríu í
hverjum mánuði.
I fréttum frá Noregi segir, að
Noregur og ísland hafi enga
möguleika á að framleiða eins
mikla skreið og Nígeríumenn vilji
fá. Fyrirtæki víðs vegar um heim
hafi mikinn áhuga á að kaupa
skreið af Norðmönnum og selja til
Nígeríu. Norðmenn hafi hins veg-
ar samning við svissneska fyrir-
tækið Utex, sem hafi séð um sölu
á norskri skreið meðan mjög
erfitt
Nígeríu
standsins í landinu. Það fyrirtæki
kaupir einnig skreið frá Samein-
uðum framleiðendum og selur til
Nígeríu.
Fjórar sölur
FJÖGUR fiskiskip lönduðu afla
sinum erlendis i fyrradag. Berg-
ur VE seldi 52.8 tonn í Fleetwood
fyrir 21.6 milljónir, meðalverð
409 krónur á kiló. Guðmundur
Kristinn SU seldi 37.8 tonn í
Grimsby fyrir 19 milljónir, meðal-
verð 503 krónur á kíló. Albert
GK seldi 81.9 tonn í Hull fyrir
39.5 milljónir, meðalverð 483
krónur. Loks seldi skuttogarinn
Aðalvík i Cuxhaven í gær og í
fyrradag. Fyrir 170 tonn fengust
57.9 milljónir, meðalverð 340
krónur.
Áætlun Flugleiða
innanlands breytt
FLUGLEIÐIR hafa gert talsverð-
ar breytingar á áætlunarflugi sínu
innanlands og er það fyrst og
fremst vegna óhappsins, sem varð
á miðvikudag, er Fokker-flugvél
fyrirtækisins varð að nauðlenda í
Keflavík. Ýmis flug hafa verið
felld niður frá því sem tilkynnt er
í áætlun og tíma annarra breytt.
Þessar breytingar á áætlun hafa
verið gerðar fram til 13. júlí.