Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980 47 Island — Finnland Sex breytingar á landslióshópnum - þrír nýliðar og sex atvinnumenn eru meðal leikmanna NÆSTI landsleikur íslands í knattspyrnu íer fram á LauKardalsvelI- inum miðvikudajíinn 25. júni. Þá mætir iið íslands Finnum í vináttulandaleik sem er í tengslum við íþróttahátið ÍSÍ. sem hefst 26. júní. A hlaðamannafundi í gærdag tilkynnti landsliðsnefnd KSÍ val sitt á landsliðshópnum fyrir leikinn. Sex breytinKar eru frá siðasta hóp ok þrír nýliðar eru valdir, þeir Bjarni SÍKurðsson ÍA, ÞorKrimur Þráinsson Val, ok Oskar Færseth ÍBK. Sex atvinnumenn eru i hópnum, ok er það KleðileKt að Tcitur Þórðarson fær leyfi til að koma heim ok verður með. Teitur hefur átt KÓða leiki með liði sinu Öster að undanfornu. Þorsteinn Ólafsson markvorður fékk ekki leyfi að þessu sinni hjá liði sinu, þar sem þeir leika sama daK ytra. Landsliðshópurinn er skipaður eftirtoldum leikmonnum. ok innan svÍKa er landsleikjafjöldi þeirra. D 2 Félag A U21 U Bjarni Sigurðsson ÍA 0 1 4 Þorsteinn Bjarnason La Louviere 6 Arnór Guðjóhnsen Lokeren 3 1 6 Árni Sveinsson ÍA 26 7 Guðmundur Þorbjörnsson Valur 18 2 Janus Guðlaugsson Fortuna Köln 15 15 Karl Þórðarson La Louviere 10 1 Magnús Bergs Valur 0 2 Marteinn Geirsson Fram 46 3 Ólafur Júliusson ÍBK 15 Óskar Færseth ÍBK 0 1 Pétur Pétursson Feyenoord 10 2 4 Sigurður Ilalldórsson ÍA 1 1 2 Teitur Þórðarson Öster 32 Trausti Haraldsson Fram 5 1 Þorgrimur Þráinsson Valur 0 Landsleikur Islands og Finna er sjöundi landsleikur þjóðanna. Fyrsti landsleikurinn fór fram árið 1948 og þá sigruðu íslend- ingar 2—0. Fjórir leikir hafa tapast og einum leik lauk með jafntefli. Markatalan er okkur óhagstæð þar sem Finnar hafa skorað 10 mörk gegn 6. Helgi Daníelsson formaður landsliðsnefndarinnar sagði á blaðamannafundinum, að Islend- ingar stæðu jafnfætis Finnum í dag knattspyrnulega séð og það væri réttmæt krafa að ætla að sigur gæti unnist í leiknum, þetta væru áþekk lið. Guðni Kjartansson landsliðs- þjálfari sagði að þetta yrði erfiður leikur. „Við höfum ekki lakari einstaklinga. En þeir hafa haft lengri tíma til undirbúnings en við. Vonandi náum við að leika saman sem liðsheild út allan • tslensir knattspyrnuáhuga- menn fá tækifæri til þess að sjá Teit Þórðarson i leik, en hann kemur heim i landsleikinn gegn Finnum. leikinn. „Að sjálfsögðu vonast ég eftir sigri." Finnar hafa gert mikið átak í landsliðsmálum sínum í knatt- spyrnu á undanförnum árum Og eru nú með mjög gott lið, sem náð hefur góðum árangri. Lið þeirra hefur meðal annars sigrað Grikki sem komust í úrslitin í Evrópu- keppni landsliða 3—0. Finnar lögðu líka Ungverja að velli 2—1, og gerðu jafntefli við Sovétríkin 2—2. Þessir leikir voru í undan- keppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu á síðasta ári. ÍBÍ sigraði KA ÍBÍ bar sigurorð af KA 3—2 I mjög vel leiknum og skemmtileg- um leik á ísafirði í gærkvöldi. Staðan f hálfleik var jöfn, 2—2. KA náði forystunni i leiknum strax á upphafsminútum leiks- ins. Elmari Geirssyni tókst að brjótast I gegn á 2. minútu og skora. ísfirðingar jafna metin 1 — 1 á 15. mínútu. Kristinn Kristjánsson skorar fajlega með skalla eftir fyrirgjöf. Á 24. min- útu er dæmt viti á KA eftir að einn varnarmaður þeirra hafði bjargað með hendi á marklinu. Andrés Kristjánsson skoraði ör- uggleKa úr vítaspyrnunni og kom IBl yfir 2—1. Á 43. minútu skorar svo KA og jafnar 2—2. Sigurmark leiksins kom svo i siðari hálfleiknum á 71. minútu. Haraldur Leifsson skallaði kröft- uglega í netið af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf. Reyndist þetta vera sigurmarkið. Bæði iiðin áttu góðan leik, en ÍBÍ átti öllu hættulegri marktækifæri. þr/kj Það er því alveg ljóst að róður- inn hjá íslenska liðinu verður þungur næstkomandi miðvikudag. Finnar vinna vel og skipulega að uppbyggingunni hjá sér í knatt- spyrnunni og síðan í fyrrahaust hefur landslið þeirra verið í keppnisferð í Bermuda. Leningrad og Mexikó. íslenska landsliðið hefur und- ibúning sinn á mánudag er liðið æfir í Laugardal, en síðan mun hópurinn halda til Þingvalla og dveljast þar fram að leiknum. Heiðursgestur á landsleiknum verður forseti ÍSÍ, Gísli Halldórs- son. Forsala aðgöngumiða verður í sölutjaldi við Útvegsbankann á þriðjudag frá kl. 12 til 6 og á Laugardalsvelli á miðvikudag frá kl. 10. - ÞR. Bikarkeppni KSÍ Fram og Valur drógust saman í gær var dregið 1 16 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Fyrstur til að draga var fulltrúi núverandi bikar- meistara Fram Lúðvik Hall- dórsson formaður knatt- spyrnudeildarinnar. Lið Vals var það fyrsta sem dregið var. Bergsveinn Al- , fonsson fulltrúi Vals átti því næsta leik og dró hann Fram. Þessi leikur verður þvi stórleikur umferðarinn- ar. Leikirnar i 16 liða úrsiit- unum fara fram 2. og 3. júli. Eftirtalin lið leika saman. Valur — Fram Víðir/Víkingur Ó1 — Þróttur N Þróttur — Breiðablik ÍBV - KR Fylkir - KS Siglu- firði FH - ÍA KA — Víkingur Grótta — ÍBK Þórsarar skoruðu f jöqur og attu þr ju stangarskot ÞÓR sigraði Selfoss með nokkr- um yfirburðum 4—0, í leik lið- anna i 2. deild á Akureyri i gærkvöldi. Eftir frekar tíðinda- lítinn fyrri hálfleik fór lið Þórs i gang og skoraði fjögur mörk jafnframt sem liðið átti þrjú þrumuskot i stöng sem hæglega hefðu getað hafnað i netinu. Lið Selfyssinga átti aðeins eitt hættu- legt og umtalsvert marktækifæri i leiknum. Fyrsta mark Þórs skoraði Nói Björnsson, skaut hann föstu skoti frá vítapunkti sem rataði beina leið í netið. Var þetta á 55. mínútu. Á 71. mínútu er dæmd vítaspyrna á Selfoss. Árni Stefánsson fram- kvæmdi spyrnuna og skoraði af öryggi. Aðeins þremur mínútum síðar er Óskar Gunnarsson með háa fyrirgjöf að markinu og fór boltinn yfir markvörð Selfyssinga, sem kom út á móti. Fjórða og síðasta mark leiksins skoraði svo Óskar, einnig skallaði hann bolt- ann í markið eftir góða fyrirgjöf. Stórsigur Þórs varð því staðreynd. Frekar leiðinlegt veður setti svip sinn á leikinn en mikil rigning var meðan á leiknum stóð. Áhorfend- ur voru 252. sor Sigur Hauka kom á síðustu mínútu HAUKAR sigruðu Ármenninga í frekar jöfnum leik i 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi 2—1. Leikur liðanna fór fram á Kaplakrikavellinum i Hafnarfirði. Staðan í hálfleik var 0—0. Síðari hálfleikur var mun líflegri en sá fyrri og á köflum Þing HSI Þingi H.S.Í. verður framhaldið 22. júni að Hótel Loftleiðum og hefst kl. 14.00. Stjórnin. brá fyrir góðum leikköflum hjá báðum liðunum. Mörkin létu þó á sér standa og það var ekki fyrr en um miðjan siðari hálfleikinn að Þráinn Ásmundsson skoraði og kom Ármenningum yfir. Haukar voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp í leiknum og náðu að jafna metin 1—1, með góðu marki sem Loftur Eyjólfsson skoraði. Sigurmark leiksins kom svo á síðustu mínútu leiksins. Góð sending var gefin inn í vítateig, þar myndaðist þvaga en Lárusi Jónssyni tókst að hemja boltann og skora sigurmarkið. Eftir gangi leiksins hefði jafntefli verið sanngjörnust úrslit leiksins. ■ íslandsmót 1. deild , Víkingur — IBV I Laugardalsvelli í dag kl. 14.00. I Aiiir á vöiiinn. OO) Áfram Víkingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.