Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980
r Kvikmyndin
Oðal feóranna
frumsýnd í dag
Á útisamkomu í Húsafellsskógi.
Móöirin I Óöali feöranna (Hólmfríöur Þórhallsdóttir) í átakamiklu
atriöi.
Reynsla sem ég hefði
ekki viljað missa af
- segir Jakob Þór Einarsson
„Þetta var mjög skemmtileg reynsla þegar litið
er um öxl, “ sagði Jakob Þór Einarsson, í spjalli við
Morgunblaðið, en Jakob fer með eitt stærsta hlut-
verkið í myndinni „Óðal feðranna“
„Þetta var að vísu mikil vinna,
það fóru í þetta tæpir tveir mánuð-
ir og var unnið myrkranna á milli.
í upphafi tókum við þrjár vikur í
að ræða verkið innbyrðis og fá
útskýringar á ýmsum atriðum. Það
kom mér mest á óvart við gerð
myndarinnar, hve allt tekur lang-
an tíma, jafnvel örstutt atriði,"
sagði Jakob.
„Þrátt fyrir allt slíkt var andinn
innan hópsins mjög góðður, það
bar aðeins á þreytu síðari hlutann,
en aldrei kom upp neitt stórmál.
Það vakti undrun mína hve
fólkið sem átti húsið þar sem
myndatakan fór fram, sýndi mikla
þolinmæði, það virtist sem hún
væri endalaus. Það var alltaf
reiðubúið að hjálpa okkur og að-
stoða á alla lund, eins og raunar
allt fólið í sveitinni. Þessi mynda-
taka vakti óneitanlega mikla at-
hygli þarna í kring og gekk félags-
heimilið, þar sem við gistum, undir
nafninu Hollywood meðan á þessu
stóð. Við vorum mjög einangruð
þarna uppfrá og sem dæmi þá var
símstöðinni lokað klukkan 8 á
kvöldin. Þrátt fyrir það var konan
sem sá um símavörsluna alltaf
reiðubúin að aðstoða, það var
nánast sama hvenær hún var beðin
um aðstoð, hún var alltaf veitt.
Fólkið á bænum var mjög hjálp-
legt, eins og ég sagði, meira að
segja lánaði það okkur húsgögn úr
stofunni, málverk, heyvinnuvélar
og svo fengum við hesta léða af
bæjunum í kring. Það má með
sanni segja að við höfum ekki orðið
fyrir vonbrigðum með fólkið í
sveitinni.
í félagsheimilinu þar sem við
gistum var aðstaða hálfléleg, við
sváfum á dýnum í salnum, en
konurnar höfðu að vísu svolítið
afdrep. Hins vegar var maturinn
frábær. Við fórum yfirleitt á
hverju kvöldi út í Reykholt eða
Húsafell til að fara í gufu og sund
og má segja að það hafi haldið
mannskapnum gangandi," sagði
Jakob Þór.
— Hver er söguþráður myndar-
innar?
„Sagan hefst á því að Stefán,
yngsti sonurinn, er á bænum, en
faðir hans er nýdáinn. Ásamt
honum er í heimili systir hans og
móðir, þannig að búið hvílir mikið
til á hans herðum. Eldri bróðir
Stefáns er í skóia í Reykjavík og
vill Stefán einnig komast til
Reykjavíkur og fara þar í skóla.
Hann hefur sitt fram og fer til
Reykjavíkur og er vinnumaður
ráðinn í hans stað. Stefán hugðist
búa hjá bróður sínum, en af því gat
ekki orðið. Hann fer í menntaskóla
og er þar um hríð, en vegna
atburða heima fyrir verður hann
að snúa aftur til heimahaganna. í
heimilislífinu ber á misklíð milli
þeirra mæðgina, strákur vill flytja
Jakob Þór Einarsson
til borgarinnar en móðir hans er
trú sínu óðali. Inn í þetta fléttast
margir atburðir og ekki er ástæða
til að tíunda þá hér. Það má segja
að undirtónn myndarinnar sé bar-
átta Stefáns til að fá sjálfur að
ákveða framtíð sína,“ sagði Jakob
Þór, en hann fer með hlutverk
títtnefnds Stefáns.
„Fyrstu þrjár vikurnar sem við
vorum uppfrá fóru í æfingar, og
einnig var tíminn notaður til að
kynnast innbyrðis. Það má segja
að textinn hafi orðið til að miklu
leyti við þessar æfingar, leikararn-
ir höfðu mjög frjálsar hendur við
meðferð textans. Auðvitað voru
ákveðnir punktar sem voru fyrir-
fram ákveðnir, en annars fengum
við að leika okkur með textann.
Það má segja að við höfum fyllt
upp í eyðurnar, og að myndin hafi
orðið til í smáatriðum við þessar
æfingar," sagði Jakob Þór.
„Að leika í þessari mynd er
reynsla sem ég hefði ekki viljað
missa af og hefði raunar ekkert á
móti því að leggja kvikmyndaleik
fyrir mig í framtíðinni. Ég er
áhugaleikari eins og raunar flestir
leikaranna, sem voru um þrjátíu
talsins. Ég er ofan af Akranesi og
lék þar með Skagaleikflokknum og
hef gert það allt frá árinu 1974. Ég
hef verið að gæla við þá hugmynd
að fara í leiklistarskóla, en það er
erfitt, þegar maður er kominn með
fjölskyldu, að kljúfa slíkt. Maður
veit ekki hvað verður.
Mér þótti mjög gaman að kynn-
ast öllu fólkinu sem tók þátt í
þessu, það var gott samstarf á
milli allra. Annars eru miklu fleiri
þættir í gerð kvikmyndar sem
skipta máli, heldur en fólk al-
mennt gerir sér grein fyrir. Ég
nefni sem dæmi vinnu við búninga,
leiktjöld og allskonar tæknivinnu.
Þetta eru mjög mikilvægir þættir,
en fólk tekur síður eftir þeim. Þá
kom mér á óvart hve miklu Hrafni
Gunnlaugssyni leikstjóra tókst að
ná út úr leikurunum, þótt þeir
væru áhugaleikarar. Honum virt-
ist alltaf takast það sem hann
ætlaði sér,“ sagði Jakob Þór Ein-
arsson.
Ég hafði aldrei leikið
í kvikmynd, þegar ég tók
þetta hlutverk að mér,“
sagði Hólmfríður Þór-
hallsdóttir, en hún leik-
ur móðurina í kvikmynd-
inni óðal feðranna sem
verður frumsýnd í dag.
Ég hef oft leikið á sviði, lék m.a.
í Bláu stjörnunni á sínum tíma og
þá á móti Alfreð Andréssyni. Það
voru mín fyrstu spor á leiksviðinu.
Þetta var árið 1949. Hér áður fyrr
ætlaði ég mér alltaf að verða
leikkona og hef raunar alltaf
stússast t þessu meira og minna.
Hómfriður Þórhallsdóttir Uósm Ra*
Mjög kref jandi að
leika í kvikmynd
— segir Hólmfríður Þórhallsdóttir
Það er svolítið skrýtið með þennan
áhuga minn á leiklist, en ég er alin
upp vestur í Arnarfirði og þar var
leiklist ekki til umræðu. Eg hélt
mínu striki og fór að leika þegar ég
kom í bæinn. Ég hef leikið og
starfað með Leikfélagi Kópavogs
undanfarin ár og einnig sótt nám-
skeið í leiklist og leikstjórn. Nú
stunda ég nám við Menntaskólann
í Hamrahlíð og á þar tvö ár eftir,"
sagði Hólmfríður.
„Það var geysilega mikil andleg
áreynsla að leika í þessari kvik-
mynd. Ég fer með hlutverk móður-
innar, Guðrúnar, í myndinni. Hún
er mjög ólík mér og það var oft
erfitt að leika hana. Þó var það
auðvitað skemmtilegt og vildi ég
gjarnan reyna það aftur.
Guðrún er sérkennileg mann-
eskja. Hún á dóttur og tvo syni,
heldur verndarhendi yfir dóttur-
inni, en skilur ekki syni sína. Eg
held að hún geri líka litla tilraun
til þess. Hún er ekki í neinu
sambandi við þá og áttar sig ekki á
þörfum þeirra. Hún er hörð kona
og hefur lífið gert hana þannig.
Það er ekkert nema vinna og strit.
Heimur móðurinnar er fullur af
þekkingarleysi, hún gerir sér ekki
grein fyrir þörfum barnanna og
kann ekki að bregðast við veikind-
um dótturinnar. Hún finnur að
hún getur ekki tjónkað við eldri
drenginn og lætur hann því eiga
sig, en hefur yngri drenginn og
dótturina undir hælnum. Þetta
nýtir hún sér til fullnustu.
Segja má að undirtónn myndar-
innar sé sá, að kona sem er í
þessari aðstöðu, treystir sér ekki
til að fara út í lífið, hún vill vera á
sínu ættaróðali. Hún finnur van-
mátt sinn gagnvart umhverfinu,