Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ-, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980
Röggsamt þing í
hlé í Finnlandi
Frá fróttariíara Mhl. í Finnlandi.
Harry GranberK-
Veður
víða um heim
Akureyri 9 rigning
Amíterdam 13 skýjað
Aþena vantar
Barcelona vantar
Berlín 15 skýjaó
BrUasel 18 lóttskýjaó
Chicago 20 lóttskýjaó
Feneyjar vantar
Frankfurt 19 skýjað
Genf 19 skýjaó
Helsinki 23 skýjað
Jerúsalem 30 sólskin
Jóhannesarborg 14 sólskin
Kaupmannahöfn 18 skýjaó
Las Palmas vantar
Lissabon 26 sólskin
London 16 skýjaó
Los Angeles 26 skýjaó
Madríd 32 sólakin
Malaga vantar
Mallorca vantar
Miami 31 rigning
Moskva 26 lóttskýjaó
New York 25 rigning
Ósló 17 rigning
Parfs 19 skýjaó
Reykjavík 12 úrkoma
Rio de Janeiro 29 skýjaó
Rómaborg 26 sólskin
San Fransisco 14 rigning
Stokkhólmur 15 skýjað
Tel Aviv 30 sólskin
Tókýó 21 rigning
Vancouver 20 skýjaó
Vínarborg 21 skýjaó
Elzta
lífveran
fundin?
Lok AnKeles. 20. júní. AF.
VÍSINDAMENN hafa greint frá
þvi að þeir hafi uppKotvað stein-
gervinKa af elztu lifveru. sem
fundizt hefur. Er um að ræða
agnarsmáar frumur sem ríktu á
jarðkrinKÍunni fyrir þremur og
hálfum milljarði ára.
Þúsundir eintaka, sem mynda
örsmátt keðjulaga munstur, hafa
fundizt í höllkni á afskekktu horni
Vestur-Ástralíu, að sögn J. Willi-
ams Schopf, fornlíffræðings, við
Kaliforníuháskóla í Los Ángeles.
Hann sagði að lífverur þessar, er
lifðu á grunnsævi, væru furðu
flókinnar gerðar.
Að sögn vísindamannanna opnar
fundurinn þeim dyr fjögurhundruð
milljón ár aftur í tímann, framan
við það tímabil, sem þegar hefur
verið kannað.
FINNSKA þingið gerði þriggja
mánaða hjé á störfum á mið-
vikudag. Á vorþingi voru sam-
þykkt um áttatíu frumvörp og
endurspegluðu þau sterkan
meirihluta stjórnarinnar á
þingi. Ilefur löggjafarsam-
kundan komið mörgum fyrir
sjónir líkt og pósthús þar sem
Elkem fagnar
methagnaði
NORSKA iðnfyrirtækið Elkem
Spigerverket hefur skýrt frá. að
það hafi náð framúrskarandi ár-
angri á fyrstu fjórum mánuðum
ársins.
í ársfjórðungsskýrslu fyrirtækis-
ins (janúar—apríl) segir að hagnað-
ur hafi numið 135 milljónum
norskra króna á tímabilinu, og er
það þrefalt meiri ágóði en varð á
sama tíma í fyrra.
Árangurinn mun eiga rætur að
rekja til hagstæðra markaðsað-
stæðna fyrir ál og járnblendi.
Salisbury. 20. júni. AP.
STJÓRNARHERINN í
Zimbabwe hefur verið
sendur á vettvang til að
kveða niður „uppreisn“
ónefndra andófsafla á
miðsvæði landsins, að því
er Robert Mugabe forsæt-
isráðherra segir.
„Það hefur verið nokkuð um
mannfall á þessum slóðum und-
anfarna tíu daga“, sagði Mugabe
á fimmtudag. Þeir staðir, sem
bent var á, eru á svæði því, er
skæruliðar Joshua Nkomos
höfðu á valdi sínu um sjö ára
skeið í borgarastríðinu. Á hinn
St. Georne's. Grenada. 20. júní. AP.
FYRRVERANDI undirforingi, sem
talinn er hafa verið viðriðinn morð-
tilræði við Maurice Bishop. forsæt-
isráðherra Grenada. i gær, var í
dag skotinn til bana i bardaga við
lögreglu.
Það var ríkisútvarpið á eynni sem
skýrði frá láti mannsins, John Phil-
menn aðhafast fátt annað en
stimpla tillögur frá ríkisstjórn-
inni.
í ljós kom á þinginu að lítil
samstaða er í röðum stjórnar-
andstöðunnar og má í því efni
benda á tvær vantrauststillögur
er fram voru bornar á stjórnina
skömmu fyrir þingslit, en báðar
þessar tilraunir runnu út í
sandinn.
Talsmenn stjórnarandstöð-
unnar hafa einnig kvartað yfir
að þinghlé sé allt of langt,
einkum þegar þess er gætt að
þingmenn fá greidd full laun
fyrir sumarmánuðina. Talsmað-
ur þingsins, Johannes Mirolain-
en, fullyrti hins vegar að leyfið
væri réttlætanlegt og hefði
þingið komið öllum þeim málum
í höfn er kröfðust brýnnar
úrlausnar. Þingmenn búa sig nú
sem óðast undir bæja- og sveita-
stjórnarkosningar í haust, en
sjálf ríkisstjórnin heldur áfram
baráttu sinni gegn verðbólg-
unni.
bóginn lét Mugabe einnig svo
um mælt, að Nkomo styddi
tilraunir hans til að koma kyrrð
á að nýju.
Mugabe sagði uð andófsmenn
þessir væru ekki „venjulegir
stigamenn" heldur fylgdu þeir
„ákveðinni pólitískri fyrirmynd
sem miðaði að uppreisn." „En nú
er mál að linni“ sagði Mugabe,
„ég vil að svæðið verði rutt.“
I viðtali við fréttablaðið Arg-
us, sagði Mugabe frá því, að
hann myndi fljótlega afhjúpa
sönnunargögn um meðsekt
Suður-Afríku í samsæri til að
steypa stjórn hans.
ipps aö nafni. Atburðurinn átti sér
stað minna en sólarhring eftir að
sprengja drap konu og tvö börn á
fjöldafundi sem Bishop sótti. Bishop
hefur upplýst að nokkrir menn hafi
verið handteknir og yfirheyrðir
vegna atburðarins og brigzlaði hann
Philipps um tengsl við „heimsvalda-
sinna“.
Mugabe með her
gegn andófsöfhmt
Óvildarmanni
Bishops banað
Þetta gerðist
1979 — Bandaríkjastjórn hvetur
til brottvikningar Anastasio
Somoza í Nicaragua.
1977 — Hundruð Ugandabúa
flýja hreinsanir eftir tilræði við
Amin.
1971 — Alþjóðadómstóllinn úr-
skurðar stjórn Suður-Afríku i
Suðvestur-Áfríku ólöglega.
1965 — Japan og Suður-Kórea
taka upp stjórnmáiasamband eft-
ir 14 ára viðræður.
1963 — Frakkar draga Atlants-
hafsflota sinn út úr NATO —
Páll páfi VI kosinn.
1945 — Japanir gefast upp á
Okinawa.
1942 — Rommel tekur Tobruk.
1919 — Þýzka flotanum sökkt í
Scapa-flóa, Skotlandi.
1915 — Búaher Christiaan de
Wet gefst upp í Bloemfontein,
Suður-Afríku, eftir uppreisn.
1898 — Fyrstu bandarísku her-
mennirnir sækja á land á Kúbu.
1887 — Bretar innlima Zululand
og loka Transvaal frá sjó.
1813 — Orrustan um Vittoria:
Wellington gersigrar Frakka og
Jósef Bonaparte flýr frá Spáni.
1798 — Sigur Lakes lávarðar á
Vinegar Hill og uppreisn íra
lýkur með innreið hans í Wex-
ford.
1788 — Bandaríska stjórn-
arskráin tekur gildi með staðfest-
ingu New Hampshire.
1661 — Kardis-friður Svía og
Rússa sem afsala sér tilkalli til
Líflands.
Afmæli. Leo Páfi IX (1002-1054)
— Rockwell Kent, bandarískur
listmálari (1882-1971) — Jeau-
Paul Sartre, franskur heimspek-
ingur (1905-1980) — Jane Russel,
bandarísk leikkona (1921- —)
Francois Sagan, franskur rithöf-
undur (1935- —).
Andlát. 1631 John Smith, land-
nemi — 1908 Nikolai Rimsky-
Korsakov, tónskáld.
Innlent. 1809 Jörundur kemur
með „Margaret and Anne“ —
1901 oltubruninn mikli á Battarí-
inu — 1931 Tryggvi Þórhaldsson
myndar stjórn eftir kosningar —
1951 „Súðin" fer til Hong Kong í
síðustu ferð sina undir íslenzkum
fána — 1959 Sigurbjörn Einars-
son vígður biskup — 1866 f. Jón
Helgason biskup.
Orð dagsins. Sagan endurtekur
sig, sagnfræðingar endurtaka
hver annan — Phiiip Guedalla,
brezkur sagnfræðingur (1889-
1944).
Frá viðræðum tslendinga og Dana vegna útfærslu fiskveiðilögsögunn-
ar við A-Grænland. (Ljr>»m. Kristján).
Samvinna Islendinga
og Grænlendinga um
fiskvernd og af lamagn
VIÐRÆÐUNEFNDIR Islendinga
og Ilana héldu fund i Reykjavík í
gær og í fyrradag vegna útfærslu
fiskveiðilógsögunnar við Austur-
Grænland. Báðir aðilar gerðu
nákvæma grein fyrir sjónarmiðum
sínum. sem tengjast útfærslunni og
snerta hagsmuni beggja aðila.
Fulltrúar ríkjanna voru sammála
um, að það væri báðum aðilum til
hagsbóta að skiptast á upplýsingum
um hafrannsóknir og ástand fiski-
stofna, til þess m.a. að skapa betri
grundvöll fyrir ákvörðunum um
fiskverndunarmálefni og aflamagn
á hafsvæðunum milli Islands og
Grænlands. í þessu skyni var ákveð-
ið, að komið yrði á samvinnu miili
Fiskirannsóknastofnunar Græn-
lands og Hafrannsóknastofnunar-
innar.
íslenska viðræðunefndin gerði
grein fyrir þeim sjónarmiðum, sem
Island myndi halda fram varðandi
fiskvernd og fiskveiðar á hafsvæð-
inu og undirstrikaði sérstaklega, að
af íslands hálfu væri höfuðáherzla
lögð á raunhæfar friðunarráðstaf-
anir
Samkomulag var um að ríkin
myndu halda áfram samráðum um
þessi málefni.
í íslensku viðræðunefndinni áttu
sæti Hannes Hafstein, skrifstofu-
stjóri utanríkisráðuneytisins, sem
var formaður nefndarinnar, Þórður
Asgeirsson, skrifstofustjóri sjávar-
útvegsráðuneytisins, Jón Jónsson,
forstjóri Hafrannsóknastofnunar-
innar og Már Elísson, fiskimála-
stjóri. Formaður dönsku nefndar-
innar var Skjold Mellbin sendi-
herra, forstöðumaður réttardeildar
danska utanríkisráðuneytisins.
Náðu hljómsveit-
arstjóranum á
Keflavíkurflugvelli
Á ÝMSU hefur gengið hjá stjóm
Listahátíðar vegna lokatónleik-
anna með hinum (ræga söngvara
Luciano Pavarotti, sem söng í
gærkvöldi i Laugardalshöil með
Sinfóniuhljómsveitinni undir
stjórn Kurt Herberts Adlcrs.
Söngvarinn kom sem kunnugt er
með einkaþotu á fimmtudag um
hádegið. rétt i þann mund sem
Sinfóníuhljómsveitin var að Ijúka
æfingu með hljómsveitarstjóran-
um. En þar sem hann helst ekki
vill æfa sama daginn og hann
syngur á hljómleikum, voru
hljómsveitarmenn kallaðir út á
aukaæfingu með honum siðdegis.
Er þeir komu að Laugardalshöll,
var komið bobb í bátinn. Hljóm-
sveitarstjórinn, Kurt Ilerbert
Adler, var ekki til staðar, sagður
farinn af landinu. Þegar blaða-
mannafundur var skyndilega
boðaður með Pavarotti á sama
tima, kl. 6, gaf hann þá skýringu
að verið væri að skipta um
hljómsveitarstjóra. En brátt birt-
ist samt Adler á fundinum.
Það sem gerst hafði, var, að
hlómsveitarstjórinn, sem er 75 ára
gamall, hafði fengið fréttir af því,
að kona hans væri að fæða barn
fyrir tímann. Hann rauk suður á
Keflavíkurflugvöll í von um að fá
flugfar, til að komast til hennar.
En framkvæmdastjóri og stjórn-
arformaður Listahátíðar héldu í
snatri á eftir honum, og tókst að
snúa flóttamanninum við. Hljóm-
sveitarstjóranum fæddist svo dótt-
ir í fyrrinótt. Og æfingin með bæði
hljómsveitarstjóranum og söngv-
aranum fór fram hjá Sinfóníu-
hljómsveitinni í gærmorgun.
Ekki voru þetta fyrstu erfiðleik-
arnir á vegi listahátíðarfólks við
að koma þessum hljómleikum á.
Fyrir utan erfiðleikana með flug-
far, eftir að ferð Flugleiða var felld
niður, sem leystir voru með einka-
þotu, þurfti að leysa húsnæðismál-
ið. Pavarotti vill aldrei búa á
hóteli, og var fengin fyrir hann
íbúð sem Seðlabankinn á við Æg-
issíðu, útvegað þangað píanó við
hæfi o.fl. Þá kom í ljós, að þessir
stærstu hlómleikar hátíðarinnar
féllu á sama tíma og kynning
forsetaframbjóðenda í sjónvarp-
inu, og sýnt að það mundi draga
mjög úr aðsókn, enda fólk í vanda
með hvort velja ætti. Hafði verið
reynt að fá forsetakynninguna
færða til hjá útvarpinu, en án
árangurs. Og jafnvel hafði komið
til tals að seinka hlómleikunum til
kl. 10 um kvöldið, en varð ekki af.
Þrátt fyrir öll þessi ljón og
raunar fleiri, tókst að koma á
þessum hljómleikum í Laugardals-
höll í gærkvöldi. Þar söng Luciano
Pavarotti með Sinfóníuhljómsveit
íslands, undir stjórn Kurts Her-
berts Adlers fyrir þá, sem tóku
hann fram yfir forsetaframbjóð-
endur í sjónvarpi.
„Bréf séra Böðvars“
lesin í danska útvarpinu
KLUKKAN 13 að dönskum tíma í
gær hófst lestur á skáldsögu ólafs
Jóhanns Sigurössonar i danska
útvarpinu.
Skáldsagan heitir Pastor Bödvars
brev (bréf séra Böðvars) og hefur nú
komið út á sænsku, þýsku, búlg-
örsku, og dönsku, en er væntanleg á
tékknesku og fleiri málum bráðlega.
Bókin hefur hvarvetna fengið góða
dóma, m.a. þrjá þýzka dóma, þar
sem hún er kölluð listaverk. Það má
geta þess, að útgáfa bókarinnar var
afráðin 1975, þ.e.a.s. árinu áður en
Ólafur Jóhann hlaut Norðurlanda-
verðlaunin. Þýðandi var Þorsteinn
Stefánsson, en útgefandi Birgitte
Hövring.