Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980 Ingólfur í Útsýn: Á hverjum tíma eru til menn sem með duKnaði. ráðdeildarsemi «K áræði hrjótast úr viðjum meðalmennskunnar «k verða fremstir meðal jafningja. Ginn slíkur maður er Ingólfur Guðbrandsson, sem hóf atvinnurekstur með tvær hendur tómar fyrir 25 árum. ug er nú eÍRandi <>g framkvæmdastjóri eins af traustari fyrirtækjum landsins, Ferðaskrifstofunni Útsýn. Hinn óri vöxtur Útsýnar er í raun skólabókardæmi um það hvernÍK haK.smunir atvinnurekanda ok almenninKs fara saman. Ingólfur hefur með fádæma dugnaði hagnast vel sjálfur, en þeir sem þó hafa haxnast mest eru þúsundir íslcndinga sem hafa átt þess kost að ferðast íyrir marufalt læjíra verð en ella væri raunin á ef ferðaskrifstofur eins og Útsýn hefðu ekki með mikilli vinnu náð að byKkja upp traust viðskiptasamhönd, sem hafa komið þúsundum til Kóða. Á þessu ári er ferðaskrifstofan Útsýn 25 ára, og í tilefni af því ræddi Morxunblaðið við InKÓlf Guðbrandsson forstjóra um aðdragandann að stofnun fyrirtækisins, þróun þess og stöðu ferðamála á íslandi í dag. Hver var aðdrag- andinn að stofn- un (Jtsýnar? Það er engin nýlunda að fátæka námsmenn vanti sumarstarf. Þannig var ástatt með mig sumar- ið 1952, þá nýkominn frá tónlist- arnámi erlendis. Ég þóttist hafa himin höndum tekið, þegar mér bauðst fararstjórastarf hjá Ferða- skrifstofu ríkisins, sem þá hélt uppi nokkrum sumarferðum til Bretlandseyja og Skandinavíu. í þessu starfi entist ég í fjögur sumur. Þetta var mjög lærdóms- ríkur tími sem ég hef alltaf búið að síðan. Þá gerði ég mér strax ljóst, að ferðalög eru í aðalatrið- um tvenns konar. Annars vegar veldur rangt ferðaval og mis- heppnað ferðalag farþegunum meiri skapraun en orð fá lýst og er óbætanlegt. Hins vegar eru vel undirbúin ferðalög, sem farþeginn nýtur út í ystu æsar og opnar honum nýja sýn, oft með bestu dögum ævinnar, og eru óborgan- leg. nýja og nýja staði, í leit að nýrri reynslu og til þess að auka þekk- ingu sína og kynnast heiminum. Áður fyrr bjó fólk á hótelum, helst með fullu fæði. Meiri hluti Islendinga býr nú í íbúðum i leyfum sínum, borðar hingað og þangað og kynnist fjölbreyttri matargerð. Á þann hátt verður gistingin ódýrari, og að vissu marki má segja að ferðafólkið flytji heimili sitt um stundarsakir í nýtt umhverfi. Þetta hentar vel fjölskyldum, sem með þessu móti tekst að eyða nokkrum dögum ársins saman, en á því verður víða misbrestur í heimahúsum vegna annríkis og óróleika. Útsýn fór fyrsta leiguflugið til Spánar 1958, en þá var straumurinn ekki enn byrjaður þangað. Leiguflugið olli straumhvörfum í sögu ferðamála á íslandi eins og víðast hvar annars staðar. Fyrir utan Færey- inga, erum við eina þjóðin í Evrópu sem ekki er í tengslum við samgöngukerfi meginlandsins, „Svo uppsker hver sem sáir, og af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.“ Ingólfi er kappsmál, að störf hans beri ávöxt. Hann á stóra garðyrkjustöð austur i Hreppum, en þessi mynd er tekin i garðgróðurhúsi við hús hans í Reykjavík. „Hér dútla ég i tómstundum, því án grósku og fegurðar er ekkert líf.“ Vínberin mynda stóran klasa, og eru að verða fullþroska. Rikir hér suðrænt andrúmsloft? þeim viðskiptum, eins og öðrum, ber allt að sama brunni. öllu máli skiptir að staðið sé við orð, samninga og greiðslur. Útsýn hef- ur átt því láni að fagna að ná bestu gistiaðstöðu fyrir farþega sína á þeim stöðum sem í boði eru. Fáum dettur í hug að litlu fyrir- tæki norðan af íslandi sé vandi á höndum að ná slíkri fótfestu í samkeppni við öflug fyrirtæki milljónaþjóða. Vandinn er ekki síst sá, að samið er um stórfellda lækkun verðs, gegn því að ábyrgjast greiðslur í lengri tíma, án tillits til nýtingar. Þessa nýtur síðan farþeginn í stórlækkuðum gistikostnaði. Til dæmis má nefna að ef miðað er við gjaldskrá, þá myndi gistikostnað- ur á sumum gististöðum Útsýnar á Costa del Sol í 3 vikur vera nálægt kr. 500.000 (25. þús. kr. á dag). Almenna flugfargjaldið er kr. 490.000, þannig að ef farþegi ferðaðist á eigin spýtur myndi það kosta hann nálægt einni milljón króna. Við bjóðum hins vegar farþegum sams konar ferðir fyrir 300.000—400.000 kr. með þjónustu innifalinni. Að vísu eru til lægri sérfargjöld, en fullyrða má, að Útsýn spari hverjum farþega í sólarlandaferð- um um hálfa milljón króna. Samt biður fólk um afslátt frá þessum verðum, síðan vill það fá fargjald- ið lánað í svo sem hálft ár, og stundum er því líkast að farþeginn ætlist til að maður sé honum eilíflega þakklátur fyrir viðskipt- in! En hinir eru fleiri, sem kunna að meta sparnaðinn og þjónustuna og sýna það í orði og verki. Útsýn er eitt stærsta söluumboð flugfarseðla hér á landi og hefur á að skipa sérfræðingum í að velja hagstæðustu fargjöldin í far- gjaldafrumskóginum, sem svo hef- ur verið nefndur. Samt sniðganga margir Útsýn í fargjaldaviðskipt- um sínum, af því að þeir telja sig ekkert græða á að kaupa flugfar- A þessu er reginmunur, og fyrir tuttugu og fimm árum tók ég þá ákvörðun að freista þess að gera ferðir þannig úr garði að þær væru meira en peninganna virði. Hjartað er í tónlistinni en heilinn sér um Hvort það hefur tekist er ekki mitt að segja um. Hinu verður ekki mótmælt, að Útsýn hefur verið brautryðjandi, opnað Islendingum útsýn frá þess- ari einangruðu tilveru, til menn- ingar og lífshátta þjóða beggja megin Atlantshafsins og raunar miklu lengra. í hverju er breytingin í ferða- venjum íslendinga sérstaklega fólgin, og hvað hefur verið stersta stökkið? Aukinn hraði samfara nýrri tækni hafa gjörbreytt öllum sam- göngum síðustu áratugina. Ferða- iðnaðurinn hefur þróast í kjölfar þess. Örlögin haga því þannig, að ég fæðist inn í þetta tímabil, og ég mun ætíð minnast þess með ánægju að hafa tekið þátt í þeirri þróun að opna Islendingum útsýn út í heiminn. Útlönd voru í augum Islendinga, Kaupmannahöfn áður fyrr, en það er breytt. Á liðnum aldarfjórðungi hefur Útsýn kynnt íslendingum flest öll Evrópulönd, Austurlönd nær, nokkur ríki í Afríku, Ameríku og jafnvel fjarlægari Austurlönd. Ferðavenjurnar hafa einnig breyst. Fólk ætlar sér ekki lengur að skoða hálfan heiminn á nokkr- um dögum. Ekki er lengur miðað við að afgreiða ferðalög með einni ferð, heldur fer fjöldi fólks árlega erlendis til hvíldar og hressingar. Sumir fara æ ofan í æ á sama staðinn, þar sem þeir þekkja sig, og eru svo ánægðir að þeim finnst ekki á betra kosið. Aðrir fara á nema í lofti. Það gera sér fáir grein fyrir hvaða þýðingu leigu- flugið hefur haft. Það styttir ekki aðeins ferðatímann suður að Mið- jarðarhafi úr 10—14 stundum í 4, heldur lækkar það ferðakostnað- inn að sama skapi, og sú viðmiðun hefur haft áhrif á öll önnur flugfargjöld. Skrefi á undan samtíðinni Nú á Útsýn 25 ára starfsemi að baki. Ert þú ekki orðinn þreyttur á þessu? Ég þreytist aldrei, og ég er staðráðinn í að halda mínu striki og vera ungur fram í andlátið! Starfið er þess eðlis að það þolir enga stöðnun. Hugurinn verður að vera síopinn fyrir nýjungum og fundvís á nýjar leiðir, sem sam- lagast þróun þjóðfélagsins og kröfum fólksins á hverjum tíma. Er ekki starf brautryðjandans alltaf fólgið í þessu, og því, að vera skrefi á undan samtíðinni? Sem dæmi má nefna að þegar hótel- gisting var ófáanleg fyrir farþega mína á Spáni, fyrir nærri 20 árum, tók ég íbúðir á leigu í staðinn. Síðan hafa allar íslenskar ferða- skrifstofur fylgt í fótsporið, og svo hefur einnig orðið raunin á ferða- markaði stórþjóðanna. Verðhrun íslensku krónunnar hefur verið fyrirtækinu þyngst í skauti, og þar getum við litlu um ráðið. Frá mínu sjónarmiði er þó viðskiptin hinn dæmalausi skattur á ferða- gjaldeyri landsmanna verstur af öllu illu. Skattur þessi á sér ekki hliðstæðu í nokkru vestrænu ríki. Ég er staðráðinn í að berjast fyrir afnámi þessa skatts, sem nálgast það, að vera brot á mannréttindum, og er refsing af hálfu hins opinbera, sem kemur harðast niður á þeim sem síst skyldi, þ.e. fólkinu sem dregur saman af sparifé sínu á löngum tíma til þess að eiga fyrir utan- landsferð. Fjölbreytt ferða- val — millj- arða sparnaður Hvert liggur straumur ferða- manna i ár, og er um aukningu eða samdrátt að ræða? Costa del Sol á Spáni er enn sem fyrr vinsælasti áfangastaður ís- lendinga í sumarleyfum og ekkert lát er á aðsókn þangað. Þessa dagana er unnið að því að bæta við ferðum til Torremolinos í ágúst og september. Ferðir til Lignano á Ítalíu eru einnig geysivinsælar og því nær uppseldar allt sumarið. Þá hefur mikil aukning verið í pönt- unum í ferðir til Júgóslavíu upp á síðkastið, enda er landið fagurt og aðstaða Útsýnar í Portoroz nýtur vinsælda og viðurkenningar þeirra sem reynt hafa. Svo virtist sem fólk óttaðist ástandið í landinu eftir lát Titos, en sá ótti er nú horfinn, enda allt með kyrrum kjörum í landinu, og verðlag hefur meira að segja lækkað í kjölfar gengisfellingar dinarsins, sem sjálfsagt á eftir að örva ferðamannastrauminn þang- að til muna. Florida vinnur á jafnt og þétt á íslenska ferðamannamarkaðinum, enda er verðlag þar hagstætt og aðstaða ferðamanna frábær. Út- sýn hefur haldið uppi vikulegum ferðum til St. Petersburg frá byrjun maímánaðar, en þátttakan þangað er aðeins brot af þeim fjölda sem enn leitar til Miðjarð- arhafslandanna, enda löng leið að fara og fargjald mun hærra. Nú er það staðreynd að almenn fargjöld flugfélaga og gistikostn- aður er margfalt hærri en sá sem fyrirtæki eins og Útsýn býður uppá. Hver er galdurinn á bak við þetta, og er engum annmörk- um háð að ná slikum samning- um? Ef þú vilt kalla þetta galdur, þá er hann fólginn í því að byggja upp traust viðskiptasambönd á eftirsóttum stöðum erlendis. í seðla sína þar. Umsvifin í sölu almennra farseðla eru samt mikil og vaxandi, enda vinna 10 manns nú eingöngu í því, en að öllu samanlögðu er starfsliðið um 100 manns, við störf hér og erlendis, auk umboðsmanna sem nú eru komnir víða um land. Það liggur mikil vinna i þvi að breyta þvi, sem eitt sinn var sumarstarf eins manns í eitt traustasta atvinnufyrirtæki landsins, auk' þess sem þú ert mikilvirkur í listalifi íslendinga. Hvernig skipuleggur þú starfs- tima þinn? Baráttan við klukkuna er oft hörð, en ég reyni að vinna verkin í réttri röð og af fullri einbeitingu, meðan unnið er. Annars er tími minn ekki eins þaulskipulagður og margir virðast halda. En mér finnst gaman að öllu, sem ég geri, og það hjálpar til að koma verkum áfram. Mér finnst gott að vinna í skorpum og safna þreki á milli, en mér tekst aldrei að koma öllu í framkvæmd, sem mér dettur í hug og langar að fitja upp á. Frelsi er mér jafnnauðsynlegt og lífsloftið, og ég tel athafnafrelsi mikilvægan hvata góðra verka. Til styrktar listum og menn- ingarmálum Nú hefur þú lýst því yfir, að bú hygðist breyta rekstrarformi Ut- 1 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.