Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980
„Það er undrunar- og
áhyggjuefni hvernig stjórn
KSI hefur staðið að
málefnum landsliðsins“
Undanfarin sumur hefur sá háttur verið hafður á hér
á íþróttasíðunni að birtur hefur verið ^reinaflokkur
sem nefndur hefur verið „Á eftir boltanum" þar hafa
komið fram ýmis sjónarmið um knattspyrnuna ofl. Nú
fer þessi greinaflokkur af stað, og í sumar mun Magnús
Sigurjónsson skrifa greinarnar. Maxnús er mikil
áhugamaður um íþróttir almennt og hann hefur um
langt árabil verið fastur gestur á öllum þeim knatt-
fara fram. En gefum nú
spyrnuleikjum sem hér
Magnúsi orðið.
Ein besta skemmtun fjölmargra
landsmanna er að fara á —■
Völlinn — og fylgjast með knatt-
spyrnukappleikjum sumarsins,
um leið og taekifæri gefst til að
njóta útivistar, hitta kunningjana,
sýna sig og sjá aðra.
Að leik loknum er þá gjarnan
farið saman og spjallað um fram-
mistöðu liðanna og einstakra leik-
manna, um það sem gladdi augað
og hitt sem miður fór.
Einn ágætur vinur minn og ég,
sem fyrr á árum var úrvals
knattspyrnumaður, höfum i mörg
ár farið saman eða hitst á Vellin-
um, — þetta er hann Kalli, og
hann veit reyndar ýmislegt um
knattspyrnuna, sem ekki er öllum
Ijóst. „Það er þjálfarinn, vinur
minn,“ sagði hann t.d. um daginn
þegar við fórum af Vellinum eftir
leik Vals og Vestmannaeyinga.
„Svona leikur ekkert lið, nema
hafa topp þjálfara," sagði hann
um leik Valsmanna þá.
Oft höfum við vinirnir spjallað
einmitt um þetta atriði, — þjálf-
unina, og ekki alltaf verið á einu
máli. Þó erum við tiltöluiega
sammála um að eitt helsta vanda-
mál íslenskrar knattspyrnu sé, að
við höfum ekki átt þá þjálfara,
sem leitt gætu leikmenn til fullra
afreka í íþrótt sini.
Eitt sinn sagði Kalli: „Ég tel að
um afturför sé að ræða frá fyrri
árum miðað við þeirra tíma
„standard", hvað gæði þjálfunar
snertir. Það eru raunar ekki nema
tvö félög, sem um nokkurra ára
skeið hafa leikið þá knattspyrnu,
sem fjöldinn vill sjá og skemmtun
er á að horfa. En þessi félög hafa
ekki hikað við að láta umtalsvert
fé í að ráða til sín góða erlenda
þjálfara. Uppskeran hefur svo
ekki látið á sér standa, topplið
undanfarin ár.“
Ég er að mörgu leyti sammála
vini mínum, Kalla um þetta. Við
náum ekki árangri og aukum ekki
gæði knattspyrnunnar nema
þekking og reynsla, sem ekki er
völ á hér heima, komi til. Þetta er
ekki sagt til hnjóðs þeim ágætu,
áhugasömu mönnum sem annast
þjálfun nær allra okkar knatt-
(Knaltspyrna)
spyrnuliða. Það er einungis stað-
reynd, að hér er um að ræða skort
á menntun, þekkingu og reynslu,
sem þeir hafa ekki átt kost á að
afla sér til jafns við þá sem gert
hafa knattspyrnuþjálfun að lífs-
starfi.
Þó þjálfunin sé metin sem
stærsti hlutinn í árangri liðs,
lyftir hún engum á toppinn, ef
ekki er nægur áhugi hjá liðs-
mönnum að mæta á æfingar og
leggja sig alla fram um að tileinka
sér það, sem þeim er kennt.
Eftir landsleikinn við Walesbúa
nú á dögunum, vorum við Kalli
samferða af Vellinu, eins og svo
oft áður. Það var lítil gleði í
hugum pkkar eins og flestra í það
sinn. „Ég get ekki séð að nein
leikaðferð hafi verið æfð hjá
liðinu, alla vega náði það ekki að
útfæra hana, hafi svo verið,“ sagði
Kalli. — Engin tengsl voru milli
varnarinnar og miðvallarspilar-
anna eða þeirra og sóknarinnar.
Þegar andstæðingarnir fundu
þetta, gengu þeir á lagið og leikur
okkar manna hrundi.
Það hefur mikið verið talað og
skrifað um þennn landsleik. Ekki
ætla ég að auka þar við, en
flestum hefur sést yfir frumorsök-
ina, því hún liggur hjá K.S.Í.
Það hefur verið mikið undrunar
og áhyggjuefni hvernig KSI-
stjórnin hefur staðið að málefnum
landsliðsins, þar sem liðinu og
þjálfara þess hefur vart gefist
tækifæri til að vinna saman. Það
væri strax spor í rétta átt, ef
ráðamennirnir vildu sjá af þeim
fjármunum, sem til þarf, svo hægt
væri að gefa liðinu tækifæri í t.d.
tíu til fjórtán daga fyrir stórleiki,
svo sem í Evrópu- og
heimsmeistarakeppni, að vera
saman til kynningar og þjálfunar.
Auðvitað kostar þetta mikið fé, en
ef hugmyndaríkir menn með
brennandi áhuga á málinu leggja
sig alla fram, eiga þeir að geta
klifið þann hamar.
Ef félagslið hafa efni á að fá
góða erlenda þjálfara sem kunna
vel til verka, og greiða þeim há
laun, sem skila sér svo í þeim
árangri að halda þeim á toppinum
árum saman, þá ætti KSI mikið
fremur að leggja metnað sinn í að
gefa sínum mönnum tækifæri til
þeirrar þjálfunar sem lyft gæti
árangri landsliðsins á hærra plan.
Það skilaði sér svo aftur í enn
betri aðsókn að landsleikjum og
einnig því sem mest er um vert,
gleði áhorfenda og leikmanna, en
stjórn knattspyrnumála gæti bor-
ið höfuðið hátt, í stað þess að vita
á sig sökina og hafast ekkert að.
Nú þegar Islandsmótið er nær
hálfnað og geta liðanna að mestu
komin í ljós, munu samræður
okkar Kalla vafalítið fjalla um
það efni. En auk þess hef ég heyrt
á honum, að hann sé ekki alveg
sáttur við skrif sumra þeirra
íþróttablaðamanna, sem fjalla um
knattspyrnuna í dagblöðunum.
Magnús Sigurjónsson
Magnús
Sigurjónsson
A EFTIR
BOLTANUM
$ 1 Lli ðvl ikui inai ' s
_ ólafur Magnússon (Val)
Þorgrimur Þráinsson (Val) Einar Þórhallsson (UBK)
Sigurður Halldórsson (ÍA) Marteinn Geirsson (Fram)
Hinrik Þórhallsson (Vík) Vignir Baldursson (UBK) Harry Hill (Þrótti)
Lárus Guðmundsson (Vík) Helgi Bentsson (UBK) Matthías Hallgrímsson (Val)
Hingað og ekki lengra góði. Þorsteinn Ólafsson landsliðs-
markvörður tekur heldur óbliðiega á móti mótherja sínum. Við
erum þó sannfærðir um að myndin blekkir, Þorsteinn hefur ekki
gefið honum einn á hann.
Auka Valur og
Fram forskotið?
- Margir leikir á
dagskrá um helgina
Knattspyrnumenn hafa i nógu
að snúast um helgina, en þá fara
m.a. fram fjórir leikir i 1. deild
og sá fimmti á mánudagskvöldið.
Efstu liðin Fram og Vaiur verða i
sviðsljósinu og að öllum ólöstuð-
um, þá fær Valur erfiðari mót-
herja á sunnudagskvöldið, en
liðið mætir þá ÍA á Laugardals-
vellinum klukkan 19.30. Sam-
svarandi leikur á síðasta keppn-
istimabili reyndist vera einn
besti leikur sumarsins, en þá
vann ÍA 3—2 og kom sigurmark-
ið á lokamínútunum. En mikið
vatn hefur runnið til sjávar
siðan, Valsmenn virðast hafa
eflst og Skagamenn dalað. Engu
að siður skal engu spáð um
úrslit.
Framarar sækja FH heim í dag
og hefst leikurinn klukkan 16.00.
Eins og liðin hafa leikið að
undanförnu, verður að telja Fram
sigurstranglegri aðilann. í dag
leika einnig Víkingur og ÍBV og
fer leikurinn fram á Laugardals-
vellinum klukkan 14.00. Annað
kvöld leika einnig suður í Keflavík
lið ÍBK og Þróttar. Hefst leikur-
inn klukkan 20.00. Á mánudags-
kvöldið klukkan 20.00 mætast síð-
an á Laugardalsvellinum lið KR
og Breiðabliks. Verður athyglis-
vert að sjá viðureign hinna harð-
skeyttu framherja Blikanna og
miðvarðanna sterku hjá KR. Ef
annað liðanna er líklegra til að
skora, þá er það UBK.
Tveir leikir fara síðan fram í 2.
deild. I dag leika Þróttur og
Völsungur á Norðfjarðarvelli,
hefst leikurinn klukkan 15.00. Á
mánudagskvöldið eigast síðan við
Þór og KA á Akureyri, hefst sá
leikur klukkan 20.00.
Búið að tendra
Olympíueldinn
ELDURINN sem loga á i Moskvu
meðan ólympiuleikarnir fara
þar fram, var tendraður á altari
gyðjunnar Heru i gær og hljóp
fyrsti nlaaparinn þegar af stað
með kyndilinn. Tók hann sfefn-
una á Moskvu. um 5000 manns
munu ýmist hlaupa, hjóla eða
fara á hestbaki með eldinn allar
götur til Moskvu. Er þetta aðeins
i þriðja skipti á tuttugustu öld-
inni sem að kyndillinn er fluttur
alla leið á áfangastað á þennan
hátt. Það var áður gert hjá Hitler
i Berlin 1936 og siðan aftur i
Múnchen 1972.
Á myndinni hér til hægri má sjá
leiðina sem farin verður með
olympiueldinn.