Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1980 Á ferð með forsetaframbjóðanda: fram til þjónustu“ - sagði Albert Guðmundsson m.a. á fundi stuðningsmanna á Akureyri Stuttu áður en Boeing-þota Flugleiða keyrði upp að flugstöðv- arbyggingunni á Akur- eyri sl. fimmtudags- morgun lenti lítil eins hreyfils flugvél með Al- bert Guðmundsson for- setaframbjóðanda og konu hans Brynhildi Jó- hannsdóttur. Frá Akur- eyri var ferðinni heitið til Dalvíkur og ólafs- fjarðar og til baka til Ákureyrar um kvöldið þar sem stuðningsmenn Alberts höfðu boðað til fundar með þeim hjón- unum í íþróttaskemm- unni á Oddeyri. Nú líður senn að lok- um kosningabaráttunn- ar og hefur hún verið ströng. Því kaus frú Brynhildur þann kost- inn að hvíla sig á Akur- eyri fyrir fundinn um kvöldið en þeir Albert og Indriði G. Þorsteins- son, kosningastjóri hans, stigu upp í bifreið og héldu af stað til Dalvíkur og blaðamaður og Ijósmyndari Mbl., sem biðu þeirra á Akur- eyrarflugvelli, slógust í för með þeim. Er til Dalvíkur var komið tóku nokkrir stuðningsmenn Alberts á móti honum með kaffiveitingum í Víkurröst. Yfir kaffibollunum var rætt um það hvernig skipuleggja skyldi vinnustaðafundina og reynt var með öllu móti að koma inn í dagskrána almennum framboðs- og kynningarfundi á Dalvík jn S'iíkt reyndist ómögulegt. Þá var haldið af stað og fyrsti vinnustaðurinn heimsóttur, saumastofan Ylir. Síðan var hald- ið á Netaverkstæði Dalvíkur, bif- reiðaverkstæði, Tréverk hf., Steypustöð Dalvíkur, Elliheimilið, Brynhildur Jóhannsdóttir og Albert Guðmundsson taka á móti fundargestum á Akureyri ásamt Indriða G. Þorsteinssyni. Að loknum fundinum í frysti- húsinu hafði Aibert á orði að hann hefði samviskubit af því að vera að trufla fólkið við bónusvinnuna. „Hefði myndað utanþingsstjórn fyrir löngu“ Frá Dalvík var keyrt sem leið lá til Ólafsfjarðar, gegnum þykka þoku í Ólafsfjarðarmúla. Er inn í bæinn var komið var fyrsti við- komustaðurinn heimili Ásgríms Hartmanssonar fyrrum bæjar- stjóra og þar beið ferðalanganna borð hlaðið tertum og öðru góð- gæti. Undir borðum var rætt um framvindu kosningabaráttunnar og þar kom það einnig í ljós að ÓÍafsfirðingar höfðu átt von á Albert fyrr um daginn þannig að ekki var hægt að heimsækja eins marga vinnustaði á Ólafsfirði og áætlað hafði verið. Fyrst var haldið í Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar. Stuttu eftir að þangað var komið var hringt í kaffi og gekk Albert inn í kaffi- stofuna og ræddi við fólkið um framboð sitt til forsetakjörs. Ein fyrirspurn barst frambjóðandan- um þess efnis hvort forsetinn hefði haft rétt til að skipa alþing- Fylgst með vinnubrögðum í Hraðfrystihúsi ólafsfjarðar. Knattspyrnumálin rædd á ólafsfirði. Bifreiðaverkstæði Dalvíkur, frystihúsið, Stjórnsýslumiðstöð- iuá óg sioasí var gengiö um byggingu útibús Kaupfélags Ey- firðinga á Dalvík. Á vinnustöðunum gekk Albert um meðal starfsfólksins og ræddi við það um atvinnu þess. Á flestum stöðunum var hann spurð- ur að því hvenær hann ætlaði að halda fund á Dalvík. Albert svar- aði því til að honum þætti það mjðg miður að hann tmtí oijs -jJg Komið því við að halda fund á Dalvík. Hann hefði hafið kosn- ingabaráttuna seint og auk þess hefði hann veikst og legið í rúminu í heila viku. Því væri dagskrá hans þétt skipuð og ekki væri alls staðar þar sem hann kæmi við hægt að koma fyrir almennum fundum. -„Forsctinr. verði ábyrgur fyrir markaðsöflun“ í matstofum frystihússins og Bílaverkstæðis Dalvíkur flutti Al- bert ávörp. Þar kynnti hann fram- boð sitt og í frystihúsinu ræddi hann auk þess um vanda frystiiðn- aðarins. Hann sagði að hann vildi ismönnum að mynda ríkisstjórn í stað þess að boöa tii kosninganna í desember sl. Sagði Albert að forsetinn hefði getað reynt það en hann hefði ekki getað komið \ vej? fyrir þingrofið. Sa«$i hann það hins vegar ar.liað mál að margir vildu hánn ekki í forsetastólinn því hann hefði ekki gefið þing- mönnum eins mikinn tíma og þeir fengu til að mynda ríkisstjórn Stund milli stríða. Albert tyllir sér á tröppurnar hjá konunum i frystihúsinu á Dalvík. Kristinn láta gera þær breytingar á for- setaembættinu að forsetinn yrði gerður ábyrgur fyrir markaðsöfl- un erlendis svo sem tíðkast hjá öðrum þjóðum. Tók hann sem dæmi að um það ieyti sem hann hóf kosningabaráttu sína hefði Margrét Danadrottning verið í Japan til að vekja þar athygli á framleiðsluvörum Dana. Sagði hann að vandi frystiiðnaðarins sýndi á hvers konar brauðfótum markaðskerfi okkar stæði nú. Þá undirstrikaði hann á fund- unum að hann væri ekki kominn til þess að biðja þá um stuðning sem þegar hefðu ákveðið að styðja einhvern af hinum þremur for- setaframbjóðendunum. En hann væri kominn til að biðja um aðstoð þeirra sem treystu þeim hjónunum til að sitja á Bessa- stöðum. býð mig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.