Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980 15 Ný íslensk kvikmynd „Óöal feöranna“ veröur frumsýnd í dag. í fyrstu veröur myndin sýnd í tveimur kvikmyndahúsum samtímis, Laugarásbíói og Háskólabíói, en síöan veröur sýningum haldiö áfram í Laugarásbíói. Óöal feöranna er eftir Hrafn Gunnlaugsson, en hann er jafnframt leikstjóri. Myndin er um íslenska fjölskyldu í gleöi og sorg. Söguþráöurinn snýst ööru fremur um yngsta soninn í fjölskyldunni, Stefán, baráttu hans fyrir aö ráöa sínu eigin lífi og láta þá drauma rætast sem hann á sér. Inn í þennan söguþráö fléttast einnig lýsing á harösnúnum veruleika og mannlegum ástríöum. í tilefni af frumsýningu þessarar nýju íslensku kvikmyndar leitaöi Morgunblaöiö til þriggja aöila sem fara meö hlutverk í myndinni og spjallaöi stuttlega viö þá um myndina og starfiö sem henni fylgdi. Bræöurnir Stefán (Jakob Þór Einarsson) og Heigi (Jóhann Sígurðsson) á leið á útimót á Húsafelli. Hin eina sanna ást. Ásthildur Bernharösdóttir í hlutverki sínu í Óðali feöranna. vill ekki söðla um. Hún er bundin þar sem hún er,“ sagði Hólmfríður. — Er það svipað að leika á sviði og í kvikmynd? „Nei, það er mjög ólíkt, en óneitalega sérkennileg reynsla. í leikriti á sviði þróast hlutverkið með hverri sýningu, en í kvik- myndinni verður maður að halda sama tóninum alla myndina út í gegn. Það er ekkert auðveldara að leika í kvikmynd, það er mjög krefjandi. Mér fannst mjög gott að vera þarna uppi í Hvítársíðu, en þar var myndin tekin. Mér fannst einnig heppilegt að vera þarna í þrjár vikur við undirbúning og æfingar. Þá náði maður að kynnast fólkinu, staðnum og efninu. Að vísu voru aðstæður þarna allar lélegar, en sem betur fer er heitt vatn í Reykholti og á Húsafelli, og þar gátum við farið í sund og þ.h. Fólkið var oft mjög þreytt, þegar var mikið álag. Ég undraðist mest þrek kvikmyndatökumannanna og annarra tæknimanna, þeir virtust ódrepandi. Mér líkaði vel við allt fólkið og það var reglulega góður andi innan hópsins. Það var einnig kostur, að mér fannst, hve við vorum einangruð þarna uppfrá, sérstaklega með tilliti til efnisins. Svo er líka fallegt þarna, ég var alveg bergnumin af fegurðinni sem blasti við frá bænum," sagði Hólm- fríður. “Það var sérkennilegt hvernig það atvikaðist að eg var valin í þetta hlutverk. Það hringdi til mín formaður Leikfélags Kópavogs og sagði að Hrafn Gunnlaugsson vildi skoða mig. Ég fór í reynslutöku með hálfum huga, en þá vildi það til að allt small saman. Ég var alls ekki viss um að ég vildi taka þetta að mér og vonaði hálfpartinn að ég yrði ekki valin. Ég held að ég hafi ekki treyst mér í þetta. Það varð þó ofaná að lokum að ég fékk hlutverkið, og ég er fegin því núna. Ég sé ekki eftir þessu á nokkurn hátt. Ég vona aðeins að íslensk kvik- myndagerð fái nú byr undir báða vængi og að kvikmyndagerðar- menn fari að snúa sér að íslensku fornsögunum og öðru slíku. Af nógu er að taka á því sviði og margt er hægt að gera,“ sagði Hólmfríður Þórhallsdóttir. Myndavélin er miskunnarlaus, hun þolir enga sýndarmennsku — segir Ingimundur Jónsson „Það má segja að þetta sé fyrsta hutverk mitt í kvikmynd. Að vísu kom ég fram í mvndinni „Út í óvissuna“ ásamt fleiri leikurum frá Húsavík. Eg held að ég hafi sést í svona tvær sekúndur. en það var nóg til þess að mörgum fannst nóg um, “ sagði Ingimundur Jónsson yfirkennari á Húsavík, en hann fer með hlutverk kaupfélagsstjórans í öðali feðranna. „Ég hafði mjög gaman af að leika í kvikmyndinni, það kom að vísu ýmislegt á óvart eins og gengur, t.d. kom það mér á óvart hve mikill tími fer í þetta. Þetta er afskaplega mikil þolinmæðis- vinna. Undirbúningur undir hvert atriði tekur nánast marg- ar klukkustundir, þó skotið sé ekki nema tveggja til þriggja mínútna langt. Þetta er sjálf- sagt þreytandi fyrir suma, en ég er rólyndur maður að eðlisfari og ég kunni þessu ekkert illa. Það var fallegt og gott í Borg- arfirðinum og okkur leið vel,“ sagði Ingimundur. „Ég leik kaupfélagsstjorann í myndinni en hann heitir Gunn- ar. Áður voru þeð vondir dansk- ir kaupmenn sem voru að hrella íslenska bændur, nú eru það auðvitað kaupfélagsstjórarnir. Mitt hlutverk felst í samskipt- um mínum við bændafólkið. Ég býst við að það verði skiptar skoðanir um það hvernig ég kem fram við bændurna. Gunnar kaupfélagsstjóri hugsar náttúr- iega fyrst og fremst um hag síns fyrirtækis. Að vísu vill hann bændunum vel, en það eru erfiðleikaár í versluninni, en ég vil ekki fara of djúpt í það. Samt verð ég að viðurkenna að ég er kominn af miklum samvinnu- mönnum hér í Þingeyjasýslu og er ekki viss um að þeir hefðu allir verið ánægðir með þennan samvinnumann. Ég held að þessi maður gefi ekki rétta mynd af kaupfélagsstjórum al- mennt, mér fannst ég ekki vera að leika sjálfan mig eða mínar hugmyndir," sagði Ingimundur. „Helsti munurinn á því að leika á sviði og í kvikmynd er sá að á leiksviði þurfa leikararnir alltaf að vængja sig svolítið frammi fyrir áhorfendum, þar þarf að leika I kvikmyndinni hins vegar má ekkert leika. Málið snýst bara um það að reyna að vera sú persóna sem á að túlka. Myndavélin er svo miskunnarlaus, hún þolir enga sýndarmennsku. Þó að ég hafi reynt að gera mitt besta til að vera þessi kaupfélagsstjóri, þá þýðir það ekki að ég hafi verið honum að öllu leyti sammála. Ég hef heilmikla reynslu í því að aðlaga mig hinum ýmsu manngerðum, þannig að mér fannst bara gaman að leika þennan mann. Þessi maður hef- ur vafalaust sínar ástæður fyrir hegðan sinni í myndinni," sagði Ingimundur. „Mér fannst einstaklega skemmtilegt og ljúft að starfa með fólkinu sem vann að þessu verkefni. Samstarfið gekk ein- staklega vel, allir þeir sem stóðu að gerð myndarinar voru ein- stök ljúfmenni og mjög elsku- legir í viðmóti og samstarfið við hina leikarana var í alla staði mjög ánægjulegt. Fólkið þarna í Hvítársíðunni var okkur geysi- lega hjálplegt og elskulegt. Eg gæti vel hugsað mér að taka að mér annað hlutverk, eftir þessa reynslu. En ég vil fyrst sjá árangurinn af þessu áður en ég lýsi skoðunum mín- um á því. Það var ýmislegt hægt að gera þarna á Hvítársíðunni. Þegar rólegt var fórum við á hestbak og einnig renndum við fyrir lax. Einnig fengust sumir við að yrkja og höfðum við af því hina mestu skemmtun. Við sváfum í félagsheimilinu þarna á staðn- um og var aðbúnaðurinn þar eins og við var að búast, þegar allir sofa í einum stórum sal. En samkomulagið var gott og allur viðurgjörningur frábær. Snyrti- aðstaðan var ekki mjög fullkom- in, en það var ekki langt upp í Húsafell eða niður í Reykholt og skruppum við stundum þangað og fórum í bað,“ sagði Ingi- mundur. „Til gamans má geta þess að kaupfélagsstjórinn sem ég leik, á bróður sem er þingmaður. Menn höfðu svolitlar áhyggjur af því að bróðirinn, sem er frá Akranesi, bæri ekki íslenskuna eins fram og ég, en mér er meinilla við að hætta að tala norðlensku. Þá vildi svo heppi- lega til að hann er ættaður af Akureyri og talaði líka norð- lensku. Og ekki nóg með það. Kona mín í myndinni, sem er einnig frá Akranesi, reyndist frá Þingeyjasýslu eins og ég. Þetta passaði því allt saman ágætlega hvað málfarið varðar," sagði Ingimundur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.