Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1980 13 sýnar með þvi að leggja allan arð af fyrirtækinu til listastarfsemi. Ert þú að gefa rikinu fyrirtækið? Þetta er misskilningur. Ég hef fært ríkisstjórn íslands stórt boð um að nýta afrakstur fyrirtækis- ins i þágu lista- og menningar- mála, verði vissum skilyrðum full- nægt af hálfu ríkisvaldsins. Ég vona, að starf mitt hafi verið nokkurs virði fyrir þjóðfélagið, en með þessu móti fengi það tvíþætt gildi. Framlag Útsýnar til ís- lenzkra ferðamála hefur haft ótvíræða þýðingu, bæði þjóðhags- lega og menningarlega, þótt enn sé það ekki viðurkennt nema af fáum. Það yrði mér hvatning til frekari eflingar þessa atvinnu- reksturs, ef tryggt væri að þjóð- inni kæmi afrakstur hans að notum með eflingu fegurra mannlífs í formi listiðkunar og listsköpunar. Þá yrði ég aðeins launþegi míns eigin fyrirtækis eins og aðrir starfsmenn þess. En það er ekki á döfinni, að ég hætti að reka Útsýn, því síður að ég ætli að afhenda ríkinu stjórn ferða- skrifstofunnar. Hún verður rekin sem sjálfseignarfélag í nafni Lista- og menningarfélagsins, nema ríkisstjórnin og alþingi þegi málið í hel. Ég er búinn að bíða í 4 mánuði eftir svari við því, hvort boðinu verði tekið. Skrýtinn kýr- haus þetta íslenzka þjóðfélag. Það er engu líkara en að blessaðir stjórnmálamennirnir þori aldrei að þiggja aðstoð við það, sem þeir ekki geta hrundið í framkvæmd sjálfir. Öll listastarfsemi á ís- landi er í fjársvelti. Samt hefur það kvisast, að einstakir lista- menn séu á móti hugmynd minni af ótta við að það muni skyggja á þá sjálfa og valdabaráttu þeirra. Er (Jtsýn öðruvísi Þegar þú hófst starfrækslu Útsýnar, auglýstirðu að Útsýnar- ferðir væru öðruvísi en aðrar ferðir. Eru Útsýnarferðir það ennþá? Þegar ég stofnaði Útsýn hafði ég talsverða reynslu að baki, hafði lært, hvernig ferðir eiga ekki að vera og mínar eigin hugmyndir um, hvernig gera þyrfti ferðir úr garði, svo að þeirra yrði notið til fulls. Þetta nálgaðist hugsjón, sem ég hef reynt að vera trúr alla tíð síðan, á hverju sem gengið hefur í samkeppninni. Á vissan hátt sýnir það best hvert orð fer af ferða- skrifstofunni, hversu mjög er reynt að líkja eftir því, sem hún gerir. En eftirlíkingar heppnast ekki ævinlega. Dæmin um það eru bæði gömul og ný og deginum ljósari. Reynslan ætti að hafa fært fólki heim sannindi um, að ekki er sama með hverjum er ferðazt. Ég vanda val starfsfólks eins og unnt er og geri til þess miklar kröfur. Þjónustustörf af þessu tagi eru vandasöm og ekki á allra færi. Liggur ekki í augum uppi, að þjónusta einkafyrirtækis er persónulegri og líklegri til að gera viðskiptavininum til hæfis? Einkarekstur getur ekki skellt skuldinni á aðra né leitað í opinbera sjóði, eða annarra fjár- hirslur, þegar illa fer. Hann stendur eða fellur með sjálfum sér og hæfni þeirra, sem að honum vinna. Eðli sínu samkvæmt er hann kröfuharðari við sjálfan sig um vönduð vinnubrögð og hagstæð kjör en hvers konar samsteypu- fyrirtæki eða ríkisrekstur, þar sem enginn einstaklingur verður krafinn ábyrgðar. Útsýn er enn langsterkust á íslenzka ferða- markaðnum. Kannski er það vegna þess, að Útsýnarferðir eru öðruvísi en aðrar ferðir. Að lokum. hvernig ferðu að þvi að samræma tónlistarstörf þin og atvinnureksturinn? Hjarta mitt er í tónlistinni. Heilinn sér um viðskiptin. Ég held að ég sé ekkert verri listamaður, þótt ég hafi dálítið viðskiptavit. Enginn mundi t.d. telja Karajan verri stjórnanda fyrir það, en hann er sem kunnugt er mikill fjáraflamaður. Friðrik Sophusson, alþm: Húsnæðisstofnun og' hagsmunasamtök Undanfarið hefur í Þjóðviljan- um birzt hver heilsíðugreinin af annarri eftir Svavar Gestsson félagsmálaráðherra, þar sem hann gerir lesendum Þjóðviljans grein fyrir efni nýju húsnæðislaganna, fjölmörgum breytingum, sem gerðar voru í meðförum Alþingis og einnig reifar hann lítillega með sinum hætti hugmyndir stjórnar- andstöðunnar. Það er út af fyrir sig ánægjuefni, þegar ráðherrar skýra sín sjónarmið í málgögnum sínum, en vissulega hefði verið æskilegra ef málið hefði verið rætt betur í sölum alþingis áður en lögin voru endanlega sam- þykkt. Það fékkst ekki fram vegna þess að ríkisstjórninni lá svo á að senda þingið heim til að ráðherrar gætu sinnt utanferðum sumir og kjarasamningum aðrir. Sjónarmið sjálfstæðismanna Sá, sem þessi orð ritar, gerði rækilega grein fyrir sjónarmiðum sjálfstæðismanna ásamt Steinþóri Gestssyni og fleiri sjálfstæðis- mönnum i neðri deild Alþingis. Áður höfðu Þorvaldur Garðar Kristjánsson og aðrir sjálfstæð- ismenn í efri deild flutt ítarlegar ræður og reynt að fá fram viðeig- andi breytingar á frumvarpinu eins og það leit út þá. Sjálfstæð- ismenn lögðu einkum aðaláherzl- una á eftirfarandi atriði: 1. Fjármögnunarþátturinn væri ótryggur. 2. Almenni sjóðurinn ætti að vera nægilega sterkur til að duga fyrir allt fólk með venjuleg laun. Sérstök „félagsleg" aðstoð ætti að vera fyrir þá verst settu og ætti þá að vera góð að sama skapi. 3. Hönnunarþátturinn í starfi Tæknideildar ætti að falla niður. 4. Áhrif einstakra hagsmuna- samtaka ættu ekki að birtast í aðild að stjórn stofnunarinnar heldur með öðrum hætti. í þessari grein minni verður einungis gerð grein fyrir hug- myndum sjálfstæðismanna um stjórnaraðild og samráð við hags- munasamtökin. Verður vitnað orðrétt til ræðu minnar á Alþingi til að svara þeim fölsunartilraun- um, sem komið hafa fram hjá félagsmálaráðherra. Væntanlega gefst síðar tækifæri til að rita aðra grein, þar sem fjallað verður um önnur atriði, sem sjálfstæð- ismenn lögðu áherzlu á í umræð- unum á Alþingi. Ranghermi ráðherrans í fyrstu grein Svavars, sem birt er í Þjóðviljanum miðvikudaginn 11. júní, segir hann frá helztu breytingum, sem gerðar voru á frumvarpinu í meðferð Alþingis. Hann gerir grein fyrir þeim hug- myndum, sem ræddar hafa verið um samráð eða aðild verkalýðs- samtakanna að ákvörðunum Hús- næðisstofnunar. í því sambandi segir hann beinlínis að undirritað- ur hafi verið alfarið á móti sérstöku samráði við Alþýðu- sambandið. Hann lýsir afstöðu okkar sjálfstæðismanna á eftir- farandi hátt: „Að óeðlilegt væri með öllu að sérstakt samráð væri haft við verkalýðssamtökin um yfirstjórn húsnæðislánakerfisins, hvorki Byggingarsjóð ríkisins né Bygg- ingarsjóð verkamanna. Enn síður hafa talsmenn þessarar afstöðu talið koma til greina að verka- lýðssamtökin hefðu beina aðild að húsnæðislánakerfinu. Þeir Þor- valdur Garðar Kristjánsson og Friðrik Sophusson töluðu helzt fyrir þessari afstöðu á þingi." Hér fer ráðherrann vísvitandi með rangt mál. Sjálfstæðismenn voru á móti beinni aðild að stjórn Húsnæðisstofnunar, en fylgjandi beinni aðild að stjórn verka- mannabústaðanna og ennfremur fylgjandi samráði við aðila vinnu- markaðarins. I framsöguræðu minni fyrir nefndaráliti sjálfstæð- ismanna sagði ég orðrétt 22. maí sl.: ASÍ hafi áhrif án beinnar aðildar „Ég vil strax í upphafi taka það skýrt fram, að við sjálfstæðis- menn erum ekki á móti því, að ASÍ hafi áhrif á ákvarðanir í húsnæðismálum með eðlilegum hætti. Okkur þykir hins vegar rangt, að slíkt gerist með beinni stjórnaraðild eins og nýjasta gerð frumvarpsins gerir ráð fyrir. Fleiri samtök vinnumarkaðarins eins og BSRB og Vinnuveitenda- samband íslands hafa einnig gert kröfu til beinnar aðildar og auk þess hefur Samband sveitastjórna orðað slíka aðild fyrir sig. Sjálfstæðisflokkurinn telur, að öll þessi samtök eigi að hafa áhrif á ákvarðanir, en óæskilegt sé, að það gerist með beinni stjórnarað- ild þeirra. Afstaða Sjálfstæðis- flokksins og reyndar fjölmargra annarra, sem kynnt hafa sér þessi mál, þar á meðal fulltrúa Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks í húsnæðismálastjórn er hvorki byggð á annarlegum sjónarmiðum gagnvart verkalýðshreyfingunni né heldur skilningsleysi á gildi félagslegra úrræða, þar sem þeirra er þörf. Hér er um að ræða grundvallar- atriði í skipan stjórnsýslunnar og spurninguna um valdmörk Al- þingis og hvenær eðlilegt sé, að þingið framselji vald sitt til hags- munasamtaka. Sjálfstæðisflokk- urinn styður heils hugar, að Al- þýðusamband Islands hafi áhrif á ákvarðanir húsnæðismálastjórnar án beinnar aðildar að stjórninni. Á hinn bóginn telur Sjálfstæðis- flokkurinn eðlilegt og æskilegt, að launþegasamtökin eigi beina aðild að stjórnum verkamannabúst að- anna, sem sérstaklega sinna hin- um svokallaða félagslega þætti húsnæðismálanna “ Umsögn Alþýðu- sambandsins Til þess að gera grein fyrir viðhorfum mínum og sýna enn frekar fram á ranghermi ráðherr- ans kýs ég að birta orðréttan eftirfarandi kafla úr sömu þing- ræðu. „Með breytingu, sem gerð var í efri deild, gera lögin nú ráð fyrir, að Alþýðusamband íslands eigi tilnefningarrétt til tveggja manna í stjórn Húsnæðismálastofnunar ríkisins. Þetta er samkv. kröfu Alþýðusambands íslands og stutt rökum, sem koma fram í umsögn Alþýðusambandsins svo hljóðandi með leyfi forseta: „Frumvarpið gerir ráð fyrir, að báðir byggingarsjóðirnir séu und- ir einni stjórn, húsnæðismála- stjórn, og mæla augljóslega ýmis rök með þeirri tilhögun, þótt fleiri leiðir komi þar vafalaust til álita. Alþýðusamþandið getur þó engan veginn fallist á þá tilhögun, að húsnæðismálastjórn verði ein- göngu skipuð þingkjörnum full- trúum stjórnmálaflokka og hlýtur sem fyrr að gera þá eindregnu kröfu, að Alþýðusamband ísiands verði með beinni aðild að stjórn veðlánakerfisins gert kleift að hafa áhrif á framkvæmd mála, sérstaklega að þvi er félagslegan þátt ibúðalánakerfisins varðar. (Auðkennt hér FS). Þessi krafa er studd þeim al- mennu og' augljósu rökum -að húsnæðismálin eru og hljóta að vera snar þáttur í kjaramálum launafólks og skiptir því fram- kvæmd þeirra miklu máli fyrir afkomu launþega ekki síður en kjaramálin í þrengri merkingu. Þetta sjónarmið hefur reyndar verið viðurkennt af stjórnvöldum i sambandi við gerð kjarasamninga á undanförnum árum. í þessu sambandi skal tekið fram, að Alþýðusambandið telur þá tillögu samráðs, sem gert er ráð fyrir í 36. gr. frumvarpsins Friðrik Sophusson eins og það var i upphafi. alls ófullnægjandi og raunar ekki i neinu samræmi viö stefnumótun fyrrv. ríkisstjórnar. sem birt er sem fylgiskjal með frumvarpinu á bls. 45 undir rómerskum II. (Auðkennt FS). Með hliðsjón af framansögðu gerir ASÍ að tillögu sinni, að 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins verði breytt...“ Ekkert loforð lá fyrir Eins og menn muna var gert ráð fyrir nokkurs konar samráði eða samráðsaðild Alþýðusambandsins í upphaflegu lagafrv. í umsögn Alþýðusambandsins er vísað til fskj. með frumvarpinu og ASÍ byggir sjónarmið sín á vfirlýsingu sem þar kemur fram. Eg ætla að lesa úr þessu fylgiskjali. Það er dags. 6. sept. 1979, undirritað af Guðmundi Vigfússyni, Þráni Valdemarssyni og Georg H. Tryggvasyni. Þar segir um þetta atriði: „Byggingarsjóðirnir verði sjálfstæðir en með aðild að þessu heildstæða lánakerfi undir sam- eiginlegri stjórn. Af ýmsum ástæðum þykja rök standa til þess, að fulltrúum ASÍ og BSRB 8é gefinn kostur á að fylgjast með og hafa áhrif á ákvarðana- töku innan félagslega veðlána- kerfisins.“ Þetta (þ.e. fylgiskjalið og um- sögn ASt — FS) get ég ekki fengið til þess að koma heim og saman. Mér sýnist að tilvitnun, sem getið er í umsögn Alþýðusambands ís- lands sé á einhverjum misskiln- ingi byggð. Eftir sem áður skal ég viðurkenna það, að viss rök hníga til málstaðar þeirra. En það sem skiptir mestu máli er það, að það er ekkert sem bendir í þessu til þess, að um loforð stjórnvalda hafi nokkurn tíma verið að ræða um beina stjórnaraðild að Húsnæð- ismálastofnun ríkisins. Þvert á móti tel ég, að óeðlilegt sé að ein samtök, þótt merk og stór séu, njóti þeirra fríðinda eða forrétt- inda, að tilnefna beint í stjórn, sem er þingkjörin að öðru leyti. Sem rök í því máli vil ég nefna það, að slík tilnefning getur leitt til þess, að um breytingu verði að ræða á pólitískum hlutföllum í slíkri sjóðsstjórn og skiptir þá engu máli hvort þeir menn, sem tilnefndir eru af stjórn slíkra samtaka eru úr sama flokki eða ekki, því að þannig getur staðið á, að þeir séu t.d. báðir í stjórnar- andstöðu á þeim tíma og mynda þannig meiri hluta með minni hluta alþingismanna og ná þannig fram sínum áhugamálum, sem er tiltölulega auðveldara i því kerfi, sem verið er að setja upp heldur en áður, þar sem stjórnin hefur meiri völd heldur en þá var. Hvað um önnur hagsmunasamtök? Mér finnst óeðlilegt, að Alþingi framselji þannig vald sitt og spyrja má, af hverju ættu þá ekki aðrir að eiga aðild að húsnæðis- málastjórninni með sömu rökum, t.d. Vinnuveitendasamband ís- lands, sem er samningsaðili ASÍ. Þess vegna hefur þetta mikla þýðingu fyrir Vinnuveitendasam- bandið, þar sem húsnæðismál eru venjulega hluti af kjarasamning- um á hverjum tíma. Það er ljóst, að Alþýðusam- bandið samdi við vinnuveitendur um þann skatt, sem til skamms tíma hefur verið fastur tekjustofn húsnæðismála og það er ekki óeðlilegt, að annar viðsemjandinn viiji hafa áhrif fyrst hinn fær þau. I öðru lagi má nefna byggingarað- ila, samtök þeirra, og í þriðja lagi sveitarstjórnir, sem vissulega hafa verulegra hagsmuna að gæta ... Annar stjórnunarþáttur í frumvarpinu er um stjórn verka- mannabústaðanna og þar er verkalýðsfélögum tryggð aðild með þeim hætti, að nánast er allt vald tekið af sveitarfélögunum. Við sjálfstæðismenn flytjum breytingartillögu um þetta og telj- um, að meira forræði eigi að vera hjá sveitarfélögunum, en viður- kennum að sjálfsögðu. að þarna er eðlilegt að um beina aðild verkalýðsfélaga sé að ræða.“ Hvað vakir fyrir Svavari? Hér hef ég birt orðrétt ummæli mín á þingi um stjórnaraðild að stjórn Húsnæðisstofnunar. Hver og einn getur dæmt um það, hvort í þessum ummælum komi fram andstaða gegn samráði við verka- lýðssamtökin eins og Svavar Gestsson heldur beinlínis fram í skrifum sínum. Tekið var eftir því, þegar frum- varpið um Húsnæðisstofnunina var til umræðu á Alþingi, hve félagsmálaráðherrann var fáorð- ur. Nú hefur hann tekið á sig rögg og birt þær ræður, sem hann hefur líklega ætlað að flytja á þinginu, en hætt við til að knýja fram þinglausnir sem fyrst. Honum hefur hins vegar láðst að leiðrétta ritsmíðar sínar til samræmis við umræðurnar — nema eitthvað annað vaki fyir tilvonandi for- manni Alþýðubandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.