Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 36
36
Iþróttanám-
skeið fyrir
fatlaða á
Heiðarskóla:
Á Heiðarskóla i Borgarfirði
fara nú fram námskeið i iþrótt-
um fyrir fatlað fólk. Þar sem
starfsemi þessi á sér vart hlið-
stæðu hérlendis fóru blaðamaður
OK Ijósmyndari MorKunblaðsins á
staðinn til þess að kynna sér með
hverjum hætti hún færi fram.
Heiðarskóli stendur á slétt-
lendi skammt frá þar sem Leirá
rennur til sjávar um miðjan dal.
Þaðan sér vítt út yfir Leirársveit,
— Esja og Akrafjall í suðri en
Skarðsheiði í norðri. Við hittum
Siiíurð R. Guðmundsson, skóla-
stjóra, við afleggjarann upp að
skólanum þar sem hann var að
aðstoða fatlaðann dreng við að
sitja hest.
Sigurður R. Guðmundsson er
skólastjóri Heiðarskóla, grunnskóla
Borgarfjarðar sunnan Skarðsheiðar.
Á sumrin stendur hann fyrir
íþróttaskóla, sen nefnist íþróttaskóli
Siguðar R. Guðmundssonar. Þar
fara fram íþróttanámskeið og nýtir
hann húsnæði Heiðarskóla og fé-
lagsheimilið Heiðarborg til þessarar
starfsemi.
Sigurður hefur rekið íþróttaskól-
ann frá 1968 og verið með íþrótta-
námskeiö fyrir fatlaða frá 1977.
Hann segist hafa fengið áhuga á
íþróttamálefnum fatlaðra þegar
hann var í námsleyfi í Noregi 1972.
Þar hafi hann kynnst því hversu
Norðmenn búa vel að fötluðum að
þessu leiti en hérlendis hafi mögu-
leikar fatlaðs fólks til íþróttaiðkana
nánast engir verið. Sigurður fékk
strax mikinn áhuga á að úr þessu
yrði bætt hér á landi en gekk
treglega að afla þessu málefni stuðn-
ings. Það varð því ekki úr fram-
kvæmdum fyrr en hann gekkst
sjálfur fyrir íþróttanámskeiði fyrir
fatlaða 1977 en síðan hafa þessi
námskeið verið þarna á hverju
sumri.
Sigurður segir það helsta agnúann
á námskeiðunum að þau séu of dýr
fyrir fatlað fólk, þar sem þessi
starfsemi njóti ekki neins opinbers
stuðnings. Fatlaðir komist varla á
þessi námskeið öðruvísi en með
styrk frá ýmsum félagssamtökum.
Hann álítur að fatlað fólk sé hvað
þetta varðar hlunnfarið af ríkisvald-
inu, — þeir sem eru heilbrigðir fái
ókeypis íþróttakennslu í skólakerf-
inu en hinir fötluðu fari nær undan-
tekningarlaust á mis við slíka
kennslu. Því væri það ekki annað en
réttlætismál að námsgjöld fatlaðra á
íþróttanámskeiðum væru greidd af
því opinbera.
Á námskeiðinu, sem nú stendur
yfir í Heiðarskóla, eru 35 þátttak-
endur og á meirihluti þeirra við
einhverja fötlun að stríða. Algengt
er að vinir eða skyldmenni hinna
fötluðu séu með þeim á námskeiðinu
og aðstoði þá. Þykir það mjög
æskilegt af hálfu skólans og þurfa
slíkir hjálparmenn ekki að greiða
námsgjöld.
Þátttakendum stendur til boða að
iðka ýmsar íþróttagreinar, boccia
(gólfbolta), „curling", borðtennis,
trampolin, stökk, lyftingar, bogfimi,
sund, hestamennsku, boltaleiki o.fl.
Þessar íþróttir eru stundaðar dag-
langt með hléum. Á Heiðarskóla eru
kvöldvökur fastur liður. Eru þar
ýmsir leikir og skemmtiþættir sem
fólkið semur sjálft og uppfærir en
jafnframt eru söngur og dans fastir
liðir á þessum kvöldvökum.
Blm. Morgunbl. spjallaði við
nokkra þátttakendur á námskeiðinu
og voru miðaldra hjón, Halldór
Jónsson og Stella Eyjólfsdóttir, fyrst
tekin tali. „Hér er mjög gott að
vera,“ sagði Halldór, „við hjónin
vorum hér hálfan mánuð í fyrra og
vorum strax ákveðin í að koma
aftur.“ Halldór er bundinn við hjóla-
stólinn vegna lömunar en lætur það
ekki aftra sér frá að fara á hestbak,
— því hestamennska er hans uppá-
halds íþrótt. Hann segir að hesta-
mennska og sundið styrki sig líkam-
lega en leggur áherslu á að við
dvölina þarna líði sér betur andlega:
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1980
Starfsfólk Iþróttaskóla Sigurðar R. Guðmundssonar ásamt flestum þátttakendunum á iþróttanámskeiðinu
„Hér ná allir miklum árangri
ef þeir leggja sig fram“
„Hér er svo mikið af ágætu fólki
nærri manni,“ segir hann og brosir.
Stella kona hans, sem er ekki
fötluð en aðstoðar hann á námskeið-
inu, tekur undir það. Hún segir að
þeim hjónum hafi verið boðið á
námskeiðið af Lionsklúbbi Andakíls-
hrepps, — annars hefðu þau ekki
komist — „en við hefðum samt reynt
að komast og komum aftur næsta
sumar ef við getum," segir hún að
lokum.
Lýður Hjálmarsson er 22ja ára
Akurnesingur. Hann lætur ekki
hjólastólinn aftra sér frá að taka
þátt í íþróttum og varð nýlega
Islandsmeistari í sveitarkeppni í
boccia (gólfbolta). „Mér var boðið
hingað af Lionsklúbbi Akraness, —
annars hefði ég ekki komist,“ segir
hann. Hann var einnig á námskeiði í
fyrra og segir að dvölin þarna valdi
aldrei vonbrigðum. Að hans áliti er
það félagsskapurinn og hinn góði
félagsandi er þarna ríkir sem gerir
námskeiðið svo vinsælt. „Fatlað fólk
hefur fá tækifæri til að koma fram
— á kvöldvökunum hérna skipulegg-
ur fólkið sjálft ýmsa leiki og uppá-
komur, — það eykur sjálfstraust
Sigurður R. Guðmundsson, skól-
astjóri
Lýður Hjálmarsson
okkar og færir okkur nær hvort
öðru.“ Halldór segir að fötluðu fólki
hætti til að einangrast, það eigi
erfitt með að taka þátt I félagsstarfi
og gefist í sumum tilfellum alveg
upp við að bera sig eftir félagsskap.
Einangrun fatlaðra hafi þó minnkað
mikið við það sem var áður, sérstak-
lega á höfuðborgarsvæðinu, — en úti
á landi eimi ennþá eftir af henni.
„Fyrir sumt fólk eru þessi námskeið
nánast eini möguleikinn til að
stunda íþróttir og njóta félagsskap-
ar í skapandi starfi," segir hann.
Jón Eiríksson leiðbeinir í bogfimi
á námskeiðinu. Hann á við nokkra
lömun að stríða. Jón er í stjórn
íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og
hefur lagt stund á bogfimi undanfar-
in 4 ár. Hann segir að bogfimi njóti
mikilla vinsælda meðal fatlaðra og
margir nái ótrúlega mikilli leikni á
skömmum tíma. Til dæmis um það
nefndi hann Norðlending nokkurn
sem slasaðist nýlega í bílslysi, —
hann lærði bogfimi hjá Jóni í 10
daga og tók þátt í bogfimiskeppni í
Reykjavík núna um helgina. „Ánn-
ars er það hestamennskan sem slær
í gegn hér, — hver einasti þátttak-
andi á námskeiðinu núna hefur farið
á hestbak og má það kallast vel af
sér vikið. Hestamennska virkar
styrkjandi á fatlaða og eykur jafn-
vægisskyn þeirra, — auk þess sem
hún er hin besta skemmtun," segir
Jón.
Að lokum spjallaði blm. Morgunbl.
við Oddnýju K. Óttarsdóttur, 11 ára.
Foreldrar hennar, Jóhanna Stefáns-
dóttir og Óttar Kjartansson, og 6 ára
bróðir hennar, Kjartan Óttarsson,
eru öll með henni á námskeiðinu og
aðstoða hana.
Hún segir að þarna sé mjög
gaman. Skemmtilegastir séu hest-
arnir en þar næst boccia (gólfbolti).
Annars segir Oddný að það sé
félagsskapurinn þarna sem sé svo
mikils virði — hann sé aðalatriðið.
Og svo eru það kvöldvökurnar. „Þar
er mikið sungið og Sigurður spilar
undir á gítar. — Þá er farið í ýmsa
leiki: fatleik, skollaleik, jógúrtát
o.s.frv. Og svo eru alls konar
skemmtiþættir sem fólkið stendur
fyrir.“ Oddný er loks spurð, hvað
henni finnist um árangur af nám-
skeiðinu og svarar eftir nokkra
umhugsun: „Hér ná allir miklum
árangri ef þeir leggja sig fram.“