Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1980 11 ----- 1 María átti kvöldið ListahátíA-1980. Þjóðleikhúsið. ListdanssýninK- Dansarar: María Gisladóttir. Roberto Dimitrievich ok íslenski dansflokkurinn. Danshöfundar: Roberto Dimitrievich. Ro- berto Trinchero ok Kenneth Tillson. BúninKar við „Úr dimmunniu: SÍKurjón Jóhannsson. Lýsing: Kristinn Danielsson. Tónlist: Mahler. Tsjaikovski og Jón Nor- dal. Mánudagskvöldið 16. júní bauð Listahátíð upp á listdans- sýningu í Þjóðleikhúsinu. Sýn- ingin varð mun styttri en í upphafi var gert ráð fyrir, þar sem Sveinbjörg Alexanders ásamt mótdansara tilkynntu forföll á síðustu stundu og komu því ekki til leiks. Sýningin byrjaði með Pas de Deux eftir Roberto Dimitrievich, er hann nefndir „Leikur ástar- innar", tónlist Adagio úr Sin- fóníu Gustavs Mahler. Hann dansaði þar sjálfur ásamt Maríu Gísladóttur, sem loksins dansar hér heima eftir 10 ára dvöl erlendis. Síðast dansaði hún á íslandi á fyrstu Listahátíð í Reykjavík í ballettinum „Úti um græna grundu" eftir Eddu Scheving og Ingibjörgu Björns- dóttur, sem sýndur var í Iðnó. Það var því mikil tilhlökkun sem lá í loftinu er tjaldið fór frá. Maríu og Dimitrievich var fagn- að með dynjandi lófataki. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum. María er fædd ballerína, lítil, nett, útlimafalleg og með háa fallega rist sem er sjaldgæft orðið. Hún er létt og tæknilega góð. Dans- inn hjá þeim var hnökralaus. Næst var ballettinn „Úr dimmunni“ eftir Kenneth Till- son, sem íslenski dansflokkurinn og fleiri dönsuðu. Ballettinn er byggður á leikritinu Galdra Lofti eftir Jóhann Sigurjónsson LISTAHÁTÍÐ 1980 Llstdans Eftir Lilju Hallgrímsdóttur við tónlist eftir Jón Nordal. I leikskrá stendur: „Sagt er að á dauðastund mannsins renni mikilvægar endurminningar hratt og brotakennt fyrir hug- skotssjónum." A þessum orðum hefur Kenneth Tillson byggt ballettinn. En hann hefði ekki átt að fylgja þeim svo ýtarlega. Atriðin voru allt of mörg, allt of hröð og allt of dimmt á sviðinu. Það er ótrúlegt að hér sé sami höfundur á ferð og sá er samdi „Kerruna". Eiginlega leið mér hálfilla við að horfa á þennan ballett. Og það verður að segjast eins og er að það sem sást til dansaranna, fram úr dimmunni, virðist úíslenski dansflokkurin ekki vera í framför núna, því miður. Unnendur Dansflokksins, sem hafa óskað eftir fleiri sýn- ingum hjá honum en verið hafa, vilja að sjálfsögðu einungis góð- ar sýningar. Einnig verður flokkurinn að hafa góða þjálfara og danshöfunda því það stuðlar mest að framförum hans. Þá er tímabært að yngri dansarar, efnilegir komi til liðs við þá sem fyrir eru í flokknum. Síðasta atriðið á dagskránni var Pas de Deaux úr Þyrnirósu (3. þætti), tónlist Tsjaikovski, danshöfundur Roberto Trinch- ero. Þetta atriði var virkilega gott. María naut sín vel og virtist fá góðan styrk frá Dim- itrievich. Hann er ágætur dans- ari, „nafn“ úti í heimi, en sýnist vera kominn á „síðasta snúning". Áhorfendur klöppuðu þau fram aftur og aftur að loknum dansi. Með sama áframhaldi og topp- þjálfurum ætti María að geta lagt heiminn að „fótum sér“. En frá og með júní, hefur hún verið ráðin sem aðalsólódansari í Wiesbaden í Þýskalandi. í nóvember n.k. á hún að dansa þar aðalhlutverk í Gieselle. Óskahlutverk allra ballettmeyja. Um leið og ég þakka þeim er stuðluðu að því að við fengum að sjá Maríu Gísladóttur hér heima, óska ég henni til ham- ingju með árangurinn og vona að hún komi sem fyrst aftur. CLASH Popphljómsveit 9. áratugsins Missið ekki af þessu einstæða tækifæri til að sjá eina af bestu rokkhljómsveitum heims á tónleikum í Laugardalshöll, í kvöld kl. 21.00. Miðasala í Gimli og við innganginn. Sími 28088. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.