Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980 25 lýsing torveldaði að miða vel. Ytri aðstæður munu því hafa verið með þeim hætti, að Snorri hafi ástæðu til að óttast, að líftóran yrði murkuð úr honum með fjölda af klámhöggum, sem afskræmdu líkama hans og yllu ómældum sársauka. Slíkur dauðdagi var ekki fýsilegur. Snorri hefur því haft ástæðu til að óska eftir að falla fremur fyrir lag- vogni en höggvopni. Óþarft virðist að væna Arnbjörn prest um að hafa skýrt þeim Gissuri frá felu- stað Snorra, enda verða menn þess oft varir, hvort holt er undir, ef yfir er gengið. Sagnfræðingar eiga sjald- an kost á að prófa tilgátur á annan hátt en með saman- burði við heimildir og at- hugun á þeim. Gott model hjálpar til að glöggva sig á ytri aðstæðum og því verður fróðlegt að sjá með kvik- mynd af þessum sviplega atburði. Reykjavík 18. júní 1980. anna að einstakir nefndarmenn séu persónulega hlutdrægir í út- deilingu sinni." Nú kann einhver að spyrja hverju manneskjan hafi verið að mótmæla með undirskrift sinni, fyrst engin hlutdrægni hef- ur átt sér stað, hvorki pólitísk né persónuleg. Æ já, það eru alltaf einhverjir einfeldningar, sem ekki skilja brandara. Fátt er fyndnara en rassbögur sem varpað er fram eins og væru þær dýpsta speki. „Hvað er með ljóðformið sem stingur í augu?“ spyr einn höfundurinn bjarnharð- ur; svarar svo sjálfum sér jafn- spaklega — út í hött „Nei, málið er einfalt Ég er rithöfundur ...“ Hún móðir mín sáluga hefði nú senni- lega haft þau orð um þetta, að þá bæri nýrra við, þegar moldin færi að rjúka í logni. Sjálfum þykir mér þetta með því allra hnyttn- asta sem ég hef heyrt lengi. „Ég -Kótti um starfslaun til launasjóðs- ins á sínum tíma. Því var synjað," heldur höfundur áfram. „Sjálfsagt á þeirri forsendu að ég væri fremur ólíklegur til stórafreka." Þetta er nú brandari í lagi; hvernig ætti nokkrum manni að geta dottið slíkt í hug um svo skeleggan ármann íslenskrar tungu?" En ég hef ekki enn nefnt það, sem þó er ef til vill alls fyndnast, en það er hvernig sumir undir- skrifendur vilja helst bæta það misferli að úthlutað hefur verið „eftir flokkspólitísku sjónarmiði." Einn bendir sem sagt á að í landinu sé „5 flokka kerfi" og „höfundar með aðrar stjórnmála- skoðanir [en Alþýðubandalags- fóik] njóta ekki sama tækifæris." Hann virðist láta að því liggja að gera eigi úthlutun ópólitiska með því að dreifa krónunum á allar skoðanir eftir styrkleikahlutföll- um stjórnmálaflokkanna! Og ef þetta er ekki fyndni, þá er það Bakkabræðraháttur. En það er vitaskuld ógerlegt að hugsa sér; hér fer forsvarsmaður aldagam- allar ritmenningr. Þið hafið nú eflaust þear séð það, kæru 2/46, að ykkur hefur skjátlast (skýst þótt skýrir séu), og hef ég þó fráleitt tínt til allt það sem í greinum kollega ykkar er úr að moða. Mér finnst satt að segja að safna ætti þessum skrif- um saman í bók; hún gæti orðið mesti skemmtilestur aldarinnar og hlyti áreiðanlega metsölu. I von um fleira skemmtilegt í næstu blaðasendingu, New York, 30. mái 1980 Það er hins vegar ekki rétt, sem segir í Morgunblaðinu í morgun, að ríkisstjórnin hafi sett fram tilmæli við þingforseta um að þeir hnekktu úrskurði þingfararkaupsnefndar. Ríkisstjórnin hefur aldrei borið fram nein tilmæli í þá átt, hvað þá beitt þrýstingi í málinu." — Nú sagðir þú, að hækkunin mætti ekki og mundi ekki koma til framkvæmda. Nú hafa þingforset- ar og þingfararkaupsnefnd hins vegar aðeins frestað málinu til haustsins, en sjálf ákvörðunin um launahækkunina stendur óbreytt. Kemur hún þá ekki til fram- kvæmda í haust? „Nei. Eins og ég sagði áðan er nú þingmeirihluti fyrir breyttri skip- an mála og í haust fær Alþingi til umfjöllunar frumvarp til laga þar um. — Ef forsetar og þingfararkaup- snefnd hefðu afgreitt málið öðru vísi, hefðir þú þá verið reiðubúinn til aðgerða gegn ákvörðuninni og þá hverra? „Þar sem málinu er nú lokið á þennan veg, er óþarft að ræða það frekar. En ég vil aðeins ítreka það, að ef þingfararkaupsnefnd hefði ekki látið undan, þá hefði verið gripið til annarra ráða til að stöðva þessa kauphækkun." — Hverra? Gunnar Thoroddsen „Ég vil ekki fara fleiri orðum um það.“ — En hvað vilt þú þá segja um þær launahækkanir, sem hafa orð- ið hjá opinberum starfsmönnum og eru tilefni þingfararkaupsnefndar? „Ég lít ekki svo á, að greiðslur ! fyrir aukavinnu opinberra starfs- manna séu launaskrið eða almenn- ar kauphækkanir. Það eru margir opinberir starfs- menn, sem fá fasta yfirgreiðslu fyrir raunverulega yfirvinnu. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: Margir yfirmenn stofnana og starfsgreina verða, þegar þeir hafa skilað sinni föstu vinnuviku, að vinna aukavinnu, þar sem þeir geta þá fyrst, þegar friður er frá síma og viðtölum, farið að afgreiða ýms mál, vinna að bréfaskriftum, skýrslugerð og framvegis. í stað þess að þeir sendi reikninga fyrir þessari vinnu, var fyrir mörgum árum tekinn upp sá háttur að semja við þá um fastar greiðslur fyrir þessa vinnu, og er þar algeng- ast 20 klukkustundir í mánuði. Hins vegar á þetta ekki við um allar stéttir, og sumum stéttum hefur verið neitað um greiðslur fyrir slíka ómælda yfirvinnu,' vegna þess að vinnutími þeirra er nokkuð frjáls og óbundinn. Vinnut- ími þingmanna er ekki með þeim hætti, að þeir eigi að skila sinni vinnu frá til dæmis níu til fimm, og svo eigi það að teljast yfirvinna sem framyfir er. Þótt þingmanns- starfið sé ákaflega margvíslegt og geti orðið mikið álag, ekki bara við þingstörf, heldur einnig við það að sinna ýmsum erindum kjósend- anna, halda fundi og sækja fundi og svo framvegis, þá er þetta starf ekki þess eðlis, að það sé sá grundvöllur fyrir yfirvinnugreiðsl- ur, sem er forsenda þeirra, þar sem um slíkt hefur verið samið. Eðli málsins samkvæmt eiga þessar greiðslur fyrir ómælda yfirvinnu ekki við um þingmenn." — Það á þá að vera betur launað að vera aðstoðarráðherra Gunnars Thoroddsen en stuðningsmaður hans á Alþingi? „Tekjur alþingismanna eru mjög mismunandi. Sumir hafa miklar tekjur til viðbótar við þingfarar- kaupið. Aðrir hafa lítið sem ekkert. Auðvitað á jafn ábyrgðarmikið starf og þingmannsstarfið að vera vel launað. En það mál verður að ákveða að vandlega athuguðu máli og með eðlilegum hætti. Ekki á þennan veg, sem átti að vera nú; með óeðlilegri aðferð, háskalegri tímasetningu og án nægrar stoðar í lögum.“ Sjúklingarnir létu vel af heimsókn sinni og þar sem þeir voru misjafnlega vei rólfærir er starfsfólk deildarinnar þeim til aðstoðar ásamt prestunum og kvenfélagskonunum. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson lengst til hægri á myndinni. Ljósm. ól. K. M. Langlegusjúklingar heimsækja Hallgrímskirkju: Stórviðburður að fá að gera sér slíkan dagamun NOKKUÐ á þriðja tug sjúklinga liggja á svonefndri langlegudeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur við Barónsstíg og eru þeir fiestir meira eða minna rúmliggjandi eða bundnir við hjólastóla. Eiga þeir því ekki kost á að komast á mannamót eða bregða sér bæjarleið jafnvel svo árum skiptir, en Kvenfé- lag Hallgrimskirkju bauð i fyrra hópnum til kaffidrykkju og sam- sætis í safnaöarheimili kirkjunnar og var hópnum öðru sinni i gær boðið til slíkrar samveru. — Við höfum síðustu tvö árin haft nokkuð reglulega þjónustu meðal þessa fólks og reynt að heimsækja það vikulega, spjallað við það og haft helgistundir, sagði sr. Ragnar Fjalar Lárusson annar sóknarpresta í Hall- grímssókn. — Við þekkjum hópinn orðið nokkuð vel og höfum átt mjög gott samstarf við starfsfólk. í fyrra buðu kvenfélagskonurnar til kaffi- drykkju í fyrsta sinn og aftur nú og hefur þetta notið slíkra vinsælda hjá fólkinu að við teljum að hér verði um árvissan atburð að ræða framvegis. — Það hefur komið fram í spjalli við fólkið þegar við heimsækjum það á deildina að það naut þessarar athafnar í fyrra og talaði mikið um hana í allan vetur, sagði sr. Karl Sigurbjörnsson, og má segja að hér sé um stórviðburð að ræða hjá fólkinu, sem á þess engan kost að komast burtu og kannski er þetta eina skiptið á árinu, sem það fær tækifæri til að fara eitthvað. Tuttugu sjúklingar þágu kaffi og góðgerðir kvenfélagsins og hlýddu á einsöng Jóhönnu Möller, ræðu sr. Karls um sr. Hallgrím Pétursson og tóku þátt í helgistund. Tveir eða þrír urðu eftir á deildinni en þeim voru færðar kökur til að þeir misstu ekki alveg af athöfninni. Fólkið er mis- jafnlega rólfært, sumir í hjólastól- um, en aðrir sjá um sig sjálfir að mestu leyti, en prestarnir sögðu hér vera um ákaflega þakklátan hóp að ræða og væri geinilegt að allir hefðu notið stundarinnar. Greiðslur til þingmanna fyrir ómælda yfirvinnu eiga ekki stoð í lögum „ÞAÐ eru tvö meginatriði í þessu máli, sem ég hef í mínum yfirlýs- ingum og umræðum lagt áherzlu á,“ sagði Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra. er Mbl. spurði hann, hvað hann vildi segja um afgreiðslu forseta Alþingis og þingfararkaupsnefndar á launa- hækkunarmálinu og þá gagnrýni, sem þingmenn hafa sett fram á yfirlýsingar hans um málið. „Ilið fyrra er, að ákvörðun þingfarar- kaupsnefndar um 20% kauphækk- un til þingmanna kæmi ekki til framkvæmda. Þetta meginatriði hefur náðst fram. Þingfarar- kaupsnefnd hefur séð að sér. Hækkunin kemur ekki til fram- kvæmda. Hitt atriðið er það, að breytingar verði á lögum á þann veg að óháður, hlutlaus aðili, til dæmis kjaradómur, ákveði kaup og kjör þingmanna, en ekki nefnd þingmanna. Frumvarp i þessa átt var flutt á Alþingi í fyrra. Ég studdi það frumvarp og greiddi atkvæði með þvi við nafnakall, en það var fellt. Nú hafa mál snúizt svo, að öruggur þingmeirihluti er fyrir þessari breytingu og eigum við það þingfararkaupsnefnd að þakka og hennar aðgerðum. Lög um þingfararkaup heyra stjórnarfarslega undir forsætisráð- herra. Ég mun í samráði við forseta Alþingis beita mér fyrir því, að frumvarp verði samið og lagt fyrir Alþingi í haust þess efnis, að hlutlausum aðila, væntan- lega kjaradómi, verði falið að ákvarða launakjör þingmanna. Kjaradómur hefur nú þegar meðal annars það verkefni að ákveða laun forseta Islands, hæstaréttardóm- ara, ráðherra, ríkissaksóknara og ráðuneytisstjóra. Það sem ég sagði um þetta mál, sagði ég vegna þess, að ég taldi að hér væri um alvarlegt mál að ræða og jafnvel hættulegt, ef þessi kaup- hækkun gengi fram, þegar við stöndum í miðjum samningavið- ræðum á hinum almenna vinnu- markaði, og varðandi laun starfs- manna ríkis og bæja höfum við sett fram þá ákveðnu skoðun að ekki sé grundvöllur fyrir almennum kaup- hækkunum, þótt hins vegar lág- launafólkið verði að okkar mati að fá kjarabætur. Því ætti hverjum manni að vera ljóst, hvílík fásinna það væri, að alþingismenn fengju á sama tíma 20% kauphækkun sam- kvæmt ákvörðun þingfararkaups- nefndar. I lögum um þingfararkaup er það ákveðið, samkvæmt hvaða launa- flokki þingmenn skuli fá laun. Ennfremur eru ákvæði þar um greiðslur til þingmanna varðandi ferðakostnað, húsnæðis- og dval- arkostnað. I lögunum er heimild til að hækka þingfararkaup, ef al- mennar breytingar verða á launum starfsmanna ríkisins, en sú heimild á að sjálfsögðu ekki við þetta mál. í lögunum er hvergi veitt heimild til þess að greiða þingmönnum kaup fyrir yfirvinnu, hvorki mælda né ómælda. Ég hef aldrei vitaö til þess á minni alllöngu þingævi, að nokkrum þingmanni dytti í hug að fara fram á greiðslur fyrir yfir- vinnu. Ég lít svo á, að ákvörðun um greiðslur til þingmanna fyrir ómælda yfirvinnu eigi sér ekki stoð í lögum. Það er forsætisráðherra, sem hefur undirritað lögin um þingfar- arkaup og það er stjórnarfarsleg skylda hans að hafa gætur á því, hvort lögin eru brotin. Með allt þetta í huga, sem ég hef nú sagt, ætti það að vera ljóst, að málið er forsætisráðherra ekki með öllu óviðkomandi og því ekki að tilefn- islausu að hann hefur látið í ljós ótvírætt afstöðu sína til málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.