Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980
VlEP
MORgJtv- . y,
KAfF/NU 4 S
Þú verður að raka þig áður en þú
faðmar mig fyrir merkið!
Éíf heyri bara ekki hvað þú
segir, vegna hávaðans!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Nemendur við háskólana í Ox-
ford stunda ekki eingöngu nám
sitt og róður. f þessu fræga
menntasetri cr cinnig mikill
áhugi á hridgc og oft skipulagðar
sérstakar háskólakeppnir. þar
sem jafnvel 1000 manns taka
þátt.
Spilið í dag er frá einni slikri.
Norður gaf, allir utan hættu.
Norður
S. ÁD1064
H. D7
T. ÁKD3
L. D3
Vestur Austur
S. G932 S. 875
H. ÁK832 H. G106
T. G6 T. 742
L. Á4 L. 10952
COSPER
Fíkniefni á
Austurlandi
— eftirlitið óöruggt
Steinþór Eiríksson, Egils-
stöðum skrifar:
„Snemma í þessum mánuði
komu 4 menn úr Reykjavík til
Hafnar í Hornafirði, flæktust þar
inn í verbúð og buðu hass. Þeir
voru svo stöðvaðir fyrir ölvun við
akstur, en héldu síðar af stað
áleiðis til Egilsstaða. Þá frétti
lögreglan af sölutilraunum þeirra
og voru þeir stöðvaðir í Breiðdal,
gerð leit og fannst lítils háttar
hass.
• Reynt að sjá
við smyglinu
Sem betur fer munu þessir
hassmenn hafa haft litil tækifæri
til að dreifa sínum eiturlyfjum hér
en þetta vekur til umhugsunar um
hættuna sem vofir yfir af völdum
slíkra manna. Hér kemur í hverri
viku stórt skip, fullt af fólki og
bílum, sem hópast á land á
stuttum tíma. Ekki efast ég um að
bæði lögregluþjónar og tollverðir
gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að eitursalar komist
ekki inn í landið með sitt skað-
ræði, en við sem höfum séð, hvað
þeir hafa mikið að starfa þessa
stund, trúum því ekki að það sé
fullkomlega öruggt að ekkert
sleppi í land, einkum þar sem ekki
virðist regla, að hafa viðstaddan
hasshund, sem þó gæti að sögn
þeirra, sem þekkingu hafa á þessu,
veitt mikið öryggi.
• Hvað segja
yfirvöld?
Því er víst borið við að það sé
svo dýrt, en mörgum mun þó
finnast að dýrmætari sé heilsa og
Suður
S. K
H. 954
T. 10985
L. KG876
Yfirleitt var opnað á spil norð-
urs á 1 spaða. Suður sagði þá 1
grand. Að vísu er spil hans ekki
stórkostlegt en hugsanlega gat
norður þá sagt í öðrum lit. í
mörgum tilfellum var þá svar
norðurs 3 tiglar, ekki svo óeðlilegt
en þá lentu þeir í að tapa
annaðhvort 5 tíglum eða 4 spöð-
um.
En þeir voru þó fleiri spilararn-
ir í norður, sem völdu að stökkva
beint í 3 grönd við l grandi. Enda
betri sögn.
Með örugga innkomu á laufás er
best fyrir vestur að taka í byrjun
tvo slagi á hjarta og spila þriðja
hjarta. Vörnin fær þá 6 slagi og sú
varð raunin á mörgum borðum.
Þó unnust 3 grönd á nokkrum
borðum en þá spiiaði vestur líka
út lágu hjarta í upphafi. Drottn-
ingin tók þá fyrsta slaginn og
síðan spaðakóngur og fjórir slagir
á tígul. Vestur átti þá í erfiðleik-
um og varð að láta eitt hjarta. Þá
var tekið á spaðaás og síðan laufi
spilað. Vestur gat þá tekið þrjá
slagi á hjarta en varð síðan að
spila frá spaðagosanum og þannig
gefa færi á svíningunni. Níu slagir
— takk fyrir.
Albert Jónsson sÍKurvegari i islenskri tvikeppni situr þann skjótta og einnig
sést Gylfi Gunnarsson en þeir eru hér að keppa til úrslita i fjórganKÍ.
I.jÓNin. J.G.Á.
N orður landsmót
í hestaíþróttum
Um síðustu helgi fór fram á Melgerðismelum í
Eyjafirði Norðurlandsmót í hestaíþróttum og var það
í fyrsta skipti, sem slíkt mót er haldið. Þátttakendur
voru um hundrað frá átta aðildarfélögum á Norður-
landi. en einnig kepptu þar nokkrir gestir og meðal
þeirra var íslandsmeistarinn í hestaíþróttum, Sigur-
björn Bárðarson. Stigahæsti knapi mótsins varð Jón
Matthíasson en hann sigraði einnig í ólympískri
tvíkeppni. Albert Jónsson sigraði í íslenskri tví-
keppni og Ásgeir Herbertsson vann tvíkeppni ungl-
inga.
Veður til mótahalds var
hið ákjósanlegasta báða dag-
ana en áhorfendur voru með
færra móti og þá sérstaklega
á laugardeginum að sögn
forsvarsmanna mótsins.
Framkvæmd mótsins tókst
með ágætum og var árangur
keppenda góður miðað við að
þetta var í fyrsta skipti, sem
siíkt mót er haldið sameigin-
lega af hestamannafélögun-
um á Norðurlandi. Mikil
vinna var lögð í að undirbúa
mótssvæðið fyrir keppnina
og var meðal annars gerður
nýr 200 metra hringvöllur og
gerði fyrir hlýðniæfingar. Er
mótssvæðið á Melgerðismel-
um nú að sögn kunnugra
talið eitt besta mótssvæði
landsins til keppni í hesta-
íþróttum.