Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Jttorjjunblnbií* Þak- gluggar cffi) Nýborg” O Armúla 23 — Sfmi 86755 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980 Nýju samningarnir við ÍSAL: Hafa í för með sér um 12% hækkun kaups ÍSLENZKA álfélajíið hf. hefur nú greitt út laun fyrsta sinni eftir að gerðir voru kjarasamninKar stéttarfélají- anna og ÍSALs nú fyrir skömmu. Samkvæmt upplýsing- um Morjíunhlaðsins munu þessir samninjíar hafa fært starfsfólki ÍSALs að meðaltali um 12% kauphækkun ok munar þar mest um framleiðnibónus, sem samið var um í fyrsta sinn nú. Framleiðnibónusinn er fyrir síðastliðna þrjá mánuði 5,67% að meðaltali á mánuði. Framleiðnibónusinn gaf starfs- fólkinu fyrir marzmánuð 5%, fyrir aprílmánuð 5% og fyrir maímánuð 7%, en samningarnir giltu frá 1. marz síðastliðnum. Bónusinn er reiknaður út miðað við júníkaupgjald og miðast við heildarlaun í hverjum mánuði fyrir sig, þ.e.a.s. tekið er tillit til verðbótahækkana við uppgjör bónusins. Auk þess voru við samnings- gerðina gerðar ýmsar leiðrétt- ingar innan launakerfisins, t.d. voru tveir neðstu flokkarnir felld- ir niður. Það hefur það í för með sér, að hækkun þess starfsfólks, sem þar var, er talsvert meiri en meðaltalshækkunin 12%, en þess- ar leiðréttingar munu hafa fært starfsfólkinu að meðaltali um 6 til 7%. Framleiðnibónusinn, sem nú hefur verið greiddur fyrsta sinni, miðast við framleiðslumagn fyrir- tækisins af áli og aukningu þess. w Pavarotti í Höllinni ÍTALSKA tenórsöngvaranum Luciano Pavarotti var einstaklega vel fagnað af áheyrendum á tónleikunum í Laugardalshöll í gærkvöldi. Pavarotti hefur sagt að áheyrendur skipti sig öllu máli og móttökur þeirra séu fullkominn mælikvarði á, hvernig hann hafi staðið sig hverju sinni. Eftir móttökunum í gærkvöldi að dæma þarf Pavarotti ekki að hafa áhyggjur af frammistöðu sinni. Ljó»m. Emiiia. Samkomulag hjá ríki og BSRB um félagsmálapakka Verðbólgu- hraðinn nú 67,2%? SEÐLABANKINN hefur reiknað út iánskjaravísitölu fyrir júlí- mánuð og reyndist hún vera 167 stig, en var í júni 160 stig. Ilækkun miili mánaða er því 4,38%. Sú hækkun er á 12 mán- aða grunni 67,17%. SAMKOMULAG hefur náðst milli rfkisins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um meginatriði félagsmáiapakka, en samkomulagið er háð samning- um um kaup og kjör, en í þeim hefur litið sem ekkert miðað og nýlega fór Ragnar Arnaids, fjár- málaráðherra, fram á viku til hálfsmánaðarfrest á kjaravið- ræðunum, sem hann rökstuddi með því, að ríkisstjórnin vildi bíða og sjá hver yrði þróun samningamála á hinum aimenna vinnumarkaði. Ráðherra sagði ríkisstjórnina hvorki geta svarað BSRB um kaupgjaldsliði, verð- bótaákvæði né samningatima, en eitt samkomulagsatriði félags- málapakkans er að lagaákvæði um tveggja ára lágmarkssamn- ingstimabil verði fellt niður og lengd þess framvegis samnings- atriði. í félagsmálapakkanum heitir ríkisstjórnin því að beita sér fyrir því að lög um kjarasamninga starfsmanna ríkisins verði einnig látin ná til m.a. sjálfseignarstofn- ana, sameignarstofnana ríkis og sveitarfélaga og stofnana, sem eru í fjárlögum eða njóta fjárfram- laga úr ríkissjóði og myndi þá fjölga um hátt í eitt þúsund manns í þeim hópi, sem BSRB fer með samningamál fyrir. Þá eru í félagsmálapakkanum atriði, sem snerta atvinnuleysis- bætur þeirra félaga BSRB, sem ekki njóta reglu um 6 mánaða laun, ef staða er lögð niður, starfsmenntunarsjóð, lækkun ald- ursskilyrða til aðildar að Lífeyr- issjóði starfsmanna ríkisins og lengingu innborgunarskyldu, ákvæði um mismunandi lífeyris- sjóðsiðgjald verði fellt úr lögum og iðgjald starfsmanna verði framvegis 4% á móti 6% atvinnu- rekanda og breytingarákvæði um eftirlaunagreiðslur. Starfsmannaráðum verði komið á stofn, heimildir til starfa eftir að hámarksaldri verði náð verði rýmkaðar og samningsaðilar eru ásáttir um að lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eigi í áföng- um að taka að sér verðtryggingu eftirlauna úr sjóðnum. Sjá bls. 27 Lr & !»•.. r II og íjor í hrefnuveiðum og vinnslu vestra Brjánslæk. 18. júní. MIKIÐ var um að vera í hrefnustöðinni hér í dag, þegar fréttamaður Morgunblaðsins átti Ieið um. SI. nótt kom m.b. Ilalldór Sigurðsson inn með 3 hrefnur, sem þegar var búið að skera, og m.b. Gissur hvíti var að koma að með aðrar þrjár. Að sögn Tryggva Þ. Guðmundssonar, skip- stjóra á Gissuri hvíta, er sízt minna um hrefnu í ár en í fyrra á Breiðafirði. Þeir byrjuðu veiðar 20. maí, en þrálát suðvestan átt hefur mjög háð veið- unum. í dag hafa veiðst alls 17 hrefnur af þessum tveim bátum, en veiði- kvóti landsins er 200 hrefnur í ár, á 11 báta sem, leyfi hafa fengið. Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri Flóka hf., sem sér um vinnsluna, sagði, að ágætur markað- ur væri fyrir kjöt og rengi í Japan, en þangað hefur verið selt hrefnukjöt um fjögurra ára skeið. Upp- haflega af Rækjustöðinni á ísafirði, en þegar hún hætti móttöku, stofnuðu eigendur bátanna Flóka hf. og hófu starfsemi hér vorið 1978. Um 20 manns hafa at- vinnu af þessum veiðum og vinnslu, flestir héðan úr nágrenninu. (jjfar Vélbáturinn Giss- ur hvíti ÍS með þrjár hreínur á síðunni við bryggju á Brjánslæk. (Ljósm. Úllar). Utankjörstaðakosning: Fáir hafa kosið til þessa UM klukkan hálf sex í gærkvöldi höfðu 2409 manns kosið utankjör- staðar í Miðbæjarskólanum i Reykjavík vettna væntaniegra forsetakosninga 29. júní n.k. Að sögn Jónasar Gústavssonar. b<»rgar- fógeta. er utankjörstaðakosningin nú veruiega minni heldur en i alþingiskosningum, sem fram hafa farið á svipuðum tima síðustu ár eða 1974 og 1978. Sagði Jónas að ekki væri fjarri lagi að utankjörstaða- kosningin nú. væri um 20% minni i Reykjavík heldur en hún var við þingkosningarnar 1978. Gerði grein fyrir áliti Seðlabankans Á FUNDI ríkisstjórnar á fimmtu- dag gerði Jóhannes Nordal, Seðla- bankastjóri, grein fyrir viðhorfum Seðlabankans varðandi gengis- málin. Á fundi þessum var ítar- lega rætt um vanda frystiiðnaðar- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.