Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980
Guðrún E. Hall-
dórsdóttir í
Norræna húsinu
Það eru sjálfsagt fleiri en ég,
sem sakna Norræna hússins sem
þátttakanda í Listahátíð á þessu
ári, en allir muna, hvern þátt þessi
stofnun átti í fyrri hátíðum, og um
það verður ekki deilt, að framlag
til Listahátíðar, sem þaðan kom,
var ómetanlegt bæði fyrir okkur
og einnig fyrir norræna menningu
í heild. Nú eru aftur á móti í
húsinu tv'ær einkasýningar: tveir
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
danskir listamenn með grafík á
göngum og Guðrún Elísabet Hall-
dórsdóttir með verk sín í kjallar-
anum. Enda þótt þessar sýningar
beri upp á sama tíma og Listahát-
íð, eru þær ekki á dagskrá þar í
sveit.
Guðrún Elísabet Halldórsdóttir
hefur haldið sýningu á verkum
sínum hér í borg áður. Þá sýningu
sá ég ekki og get því ekki gert
samanburð á verkum hennar í
Norræna húsinu og því, sem hún
sýndi í Hamragörðum fyrir þrem-
ur árum. Guðrún Elísabet hefur
stundað nám í myndlist um árabil,
ferðast víða og kynnt sér söfn
erlendis. Hún hefur einnig verið
kennari í handavinnu við Kvenn-
askólann í Reykjavík. Allt þetta
sýnir, að hún er enginn byrjandi á
þessu sviði og hefur lagt gjörva
hönd á margt.
Á sýningunni í Norræna húsinu
kynnir Guðrún listiðnað, sem mér
finnst mjög eftirtektarverður. í
þeim fræðum er ég hins vegar ekki
sterkari en svo, að ég kann varla
að nefna þá hluti, sem sýndir eru,
en þeir glöddu hug minn, og ég er
ekki í neinum vafa um, að þarna
er hin sterka hlið Guðrúnar Elísa-
betar. Málverkin á þessari sýn-
ingu eru að mínu áliti nokkuð
misjöfn og ná ekki sama gæða-
flokki og til að mynda teikningai
Guðrúnar Elísabetar né heldur
þeir hlutir, sem ég nefndi hér
áðan. Hvernig sem á því stendur,
eru teikningarnar á þessari sýn-
ingu það, sem mér er minnisstæð-
ast. Það er eins og Guðrún Elísa-
bet nái miklu meira valdi í svörtu
og hvítu en hún nær í málverkum
sínum. Ef til vill gæti það verið
skýring á þessu, að í olíumálverk-
unum virðist fyrirmyndin ráða
nokkuð miklu um myndgerðina, en
myndbyggingin sjálf ekki ná sér á
strik að sama skapi.
Það eru 47 olíumálverk á þess-
ari sýningu, og ef ég ætti að benda
á eitt öðru fremur, yrði það no. 19,
Úr stórborg, en í verki þessu má
sjá ýmislegt, sem ekki er finnan-
legt til dæmis í þeim mörgu
blómamyndum, sem virðast Guð-
rúnu Elísabetu mjög hjartfólgnar.
Viðarkolsteikningar þær, sem
ég hef þegar nefnt, eru fimmtán
talsins og ásamt listmununum
besti vitnisburðurinn um það,
hvar Guðrún er á vegi stödd í
listsköpun sinni. Allur frágangur
á þessari sýningu er hinn besti, en
stundum kemur það fyrir, að
verkin verða eins og ofurliði borin
af mjög merkilegum römmum.
Sannleikurinn er sá, að allt verður
að gerast með gát í sambandi við
myndlist — eitt lítið atriði getur
haft meiri áhrif en margan grunar
bæði til hins betra, en einnig til
hins verra.
Eitthvað í loftinu
Matthías Sigurður
Magnússon:
LYSTIGARÐURINN
Myndirnar gerði Sjón.
Útg. Medúsa 1980.
Matthías Sigurður Magnússon
er einn þeirra ungu höfunda sem
hafa numið af súrrealistum. Þótt
ljóð hans séu síður en svo fjarri
veruleik dagsins er honum mest í
mun að draga upp óvenjulegar
myndir sem spegla hugarástand
sem oft nærist á mótsögnum.
Stundum verður árangurinn eftir-
minnilegur, ekki síst þegar höf-
undinum tekst að lýsa nánast
umhverfi í senn með einföldum
orðum og myndsköpun sem er
hans eigin. Dæmi um þetta er
blakt:
Morgunninn íærir mér treyju.
Dyrnar opnast og inn kemur stúlkan
hjólandi.
Ék drejc Kulan spaðaás úr spilabúnkanum
til að kasta í hádeKÍð.
Strýtan svífur til mín herðabreið
léttskýjuð með himin undir öxl.
Eldur hlaktir i augunum einsoK hvitur
ilmvatnsvasaklútur
Kardinur hlakta í eldinum
Fyrir handan skrjáfið
er veKKurinn nýmúraður. Sóleyjar inni
ok strákarnir hættir að klifra.
í húsagarðinum er jorðin lóKð á hverfi*
stein.
Bókmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Um ljóð Matthíasar Sigurðar
Magnússonar gildir það að í þeim
er spenna, átök sem lofa góðu.
Höfundurinn er ungur að árum, en
hefur engu að síður tileinkað sér
vinnubrögð þar sem gætir aga í
óreiðunni miðri. Það er til of
mikils mælst að ungir höfundar,
ekki síst algjörir byrjendur, komi
fram sem fáguð skáld. En það er
alltaf ánægjulegi að lesa verk
eftir menn sem velta fyrir sér
ýmsum listrænum vandamálum
og eru á góðri leið með að tileinka
sér ljóðræna tjáningu þannig að
árangur verði.
Súrrealisminn er heillandi
stefna í listum. Enn í dag getur
hann hjálpað mönnum að finna
SVART Á HVÍTU.
1. tbl. 4. árg. 1980.
Útgefandi: Gallerí Suður-
gata 7.
Að útgáfu þessa heftis
unnu:
Árni óskarsson, Björn
Jónasson, Friðrik Þór
Friðriksson, Sigfús Bjart-
marsson, Sigrún Árna-
dóttir, Völundur óskars-
son, Þórleifur V. Friðriks-
son og Örn Jónsson.
I leiðara Svart á hvítu er vegna
greinarinnar Gullöld atvinnuleys-
isins eftir André Gorz komist svo
að orði að aldrei hafi verið ætlun-
in að „Svart á hvítu yrði listatíma-
rit í þröngum skilningi þess orðs.“
Tímarit um listir á ekki síst að
fjalla um „skapandi starf" að mati
ritstjóranna, eða eins og þeir
skrifa: „Listsköpun á sér ekki stað
í tómarúmi og menningin er
órjúfanlega tengd samfélags-
þróuninni almennt."
Ég verð að játa að yfirlýsingar
af þessu tagi hljóma í mínum
sjálfa sig. í raun og veru höfðar
hann sérstaklega til æskumanna,
það kaós sem ungir menn lifa í er
náskylt súrrealismanum, inntaki
súrrealískrar listar. Það er aðeins
ein hætta. Með taumlausri iðkun
súrrealisma getur átt sér stað
sjálfvirkni sem er óvinur hvers
kyns sköpunar. Þetta á ekki við
Matthías Sigurð Magnússon frem-
ur en aðra unga menn sem hneigj-
ast til súrrealisma. Hann segir í
ljóðinu Eitthvað í loftinu: „ég finn
til með þessum orðum". Yfirleitt
eru í Lystigarðinum mun þrosk-
eyrum eins og svanasöngur þess
sem gefist hefur upp á að sinna
listrænum markmiðum, en vill
ólmur fara að umturna heiminum
í staðinn fyrir að skapa Iist. En
sem betur fer kemur annað í ljós
þegar lesandinn kynnir sér efni
tímaritsins.
André Gorz sem kynntur er sem
sósíalisti er einn af þessum mið-
evrópumönnum, Austurríkismað-
úr í þokkabót, sem mikið eru fyrir
að hugsa í kerfum og eru sérstak-
lega leiknir í að fara með tölur.
Grein hans má þó lesa án þess
að láta sér leiðast, ekki síst virðist
hann gera sér grein fyrir íhalds-
semi vinstrisinna.
Annar höfundur sem áttar sig á
íhaldssemi þeirra sem líklega eru
af mörgum kallaðir róttækir er
Halldór Guðmundsson sem í
greininni Glíma Lofts við Gússa
skoðar nútímann í tveimur sögum
Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Bréfi
séra Böðvars og Hreiðrinu. Þetta
er ekki ófróðleg bókmenntakönn-
un, en að mörgu leyti heldur
óhagstæð fyrir Ólaf Jóhann, dálít-
ið kaldhæðnisleg gagnrýni frá
vinstri. Ungur róttæklingur leið-
beinir reyndum höfundi af kyn-
slóð Rauðra penna og styðst við
Matthias Sigurður Magnússon.
Walter Benjamin sem glöggvaði
sig fljótt á því sem rómatískir
vinstrimenn virðast ekki enn hafa
skilið. Þeim er að vísu vorkunn
þegar á allt er litið.
Besta efnið í Svart á hvítu að
þessu sinni dæmist viðtal þeirra
Friðriks Þórs Friðrikssonar og
Steingrímss Eyfjörðs Krist-
mundssonar við nýlistamanninn
Dick Higgins.
Higgins er einn af frumkvöðlum
uppákoma eða happenings, kennd-
ur við Fluxushreyfinguna. Þetta
viðtal leiðir margt í ljós um
framsækna listamenn og er gam-
an að mörgu sem Higgins lætur úr
úr sér, til dæmis ummælum hans
um Allen Ginsberg sem hann vill
gera að þjóðskáldi Ameríku. En
að hann sé íhaldssamur listamað-
ur frá tækilegu sjónarhorni er
fráleitt hjá Higgins. Ginsberg
byggir að vísu á arfinum frá Walt
Whitman, en ljóðform hans, list-
ræn tjáning hefur alltaf verið í
anda nýjunga. Hann orti eftir-
minnilega um ráðvillta kynslóð
sína í Howl (1956), en hefur síðan
gengið í gegnum marga eldvígslu
lífs og listar. Þótt stundum minni
hann á mann sem er ölvaður af
aðri ljóð en maður á að venjast
hjá ungum höfundum. En það er
líka margt sem bendir til þess að
hann þurfi að hugsa sig um, finna
sitt eigið tungutak og listrænu
tjáningu. Málkennd hans er dálít-
ið slöpp á köflum og margt væri
hægt að orða á smekklegri hátt.
Mér dettur aftur á móti ekki í hug
að fara að tíunda það hér því að
allt þetta er til marks um höfund
sem er að vaxa. Ég þykist sjá í
þessum ljóðum óvenjulega hæfi-
leika:
í husagarðinum er jörðin lögð á
hverfistein.
í Lystigarðinum eru myndir
eftir Sjón. Þær hafa fyrst og
fremst skreytigildi, eru bókinni
hvorki styrkur né draga úr áhrif-
um ljóðanna.
orðum hefur hann alltaf eitthvað
mikilvægt að segja.
Grein Völundar óskarssonar:
Rokk í andstöðu er viðleitni til að
fræða um merkilega hluti í tónlist.
Sama er að segja um Viðtal við
Brötzmann eftir Árna Óskarsson
og Jóhönnu V. Þórhallsdóttur.
Rokk- og jasstónlist gegna miklu
hlutverki fyrir nýjar kynslóðir,
ekki síst hugmyndafræðilega séð.
Svo að vitnað sé til Chris Cutler:
„Við gerum okkur ljóst að rokk-
músíkin er raunhæft og öflugt
tæki til að miðla gagnrýni og
vonum."
í Svart á hvítu eru ljóð eftir
nokkra höfunda sem eru að þreifa
fyrir sér, finna sér leiðir til
túlkunar (Sigfús Bjartmarsson,
Einar Kárason, Einar Már Guð-
mundsson). Einn þessara höfunda,
Anton Helgi Jónsson, leggur að
jöfnu Dettifoss og lekan krana og
virðist helst hafa fundið sér form.
Það má líka hafa gaman af
smáljóðum Ólafs Ormssonar eins
og til dæmis Piparsveininum:
Elnn meA bókunum, daKblððunum
Hjónvarpinu,
nagar nciflurnar upp i rætar
þar til kvólin er nrðin óbærileK.
spyr sjilfan sík i einverunni:
Er éit hara ekki andsknti iaKÍeKUr?
Vonandi ekki
svanasöngur