Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980 ANNA ODDSOÓTTIR STEPHENSEN lést að morgni hins 19. júní. Aðstandendur. + Maðurinn minn, faöir okkar og tengdafaðir EINAR PÁLSSON, fyrrv. bankaútibússtjóri á Selfossi, lézt í Landakotsspítala 19. júní. Laufey K. Lilliendahl, Ágústa Einarsdóttir, Guöjón Styrkársson. Gestur Einarsson, Páll Einarsson, + Faöir okkar. JAKOB NARFASON, Merkjarteigi 5, andaöist aö Reykjalundi 18. júní. Börnin. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi. ÞORÐUR SIGURDSSON, frá Blómsturvöllum, sem andaöist aö Hrafnistu 12. júní veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 23. júní kl. 11.00. Helga Þórðardóttir Stoner, Roy Stoner, Þorlákur Þóróarson, Björg Randversdóttir, Margrét L. Þóróardóttir, Jón Guömundsson, Fríóa Þóröardóttir, Matzat, Felex Matzat, Lilja Þóröardóttir, Vilborg Ólafsdóttir, Oskar Þ. Þóröarson, Ingen Þóróarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, sonar, fööur, tengdafööur og afa, HEIGA GUÐJÓNSSONAR, Hvammsgeröi 3, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. júnf kl. 3.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent Krabbameinsfélagiö. Borghildur Þóröardóttír, Steinunn Magnúsdóttir, Þóröur Helgason, Jóhanna Hauksdóttir, Guöjón Helgason, Þóra Helgadóttir, Sigurður Sighvatsson, Sólveíg Helgadóttir, Páll R. Pálsson, Helgi Sigurösson, Haukur Þóröarson. á + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför GUDJÓNS GUOMUNDSSONAR, Fellsmúla 2, Reykjavík, fyrrum bónda í Steinsholti, í Leirársveit. Börn og tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, JÓNS ERLENDSSONAR, Blönduhlíö 4. Lis Níelsen, Bryndís Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Höröur Skarphéðinsson, Elín Jónsdóttir, Jónas Haukur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför sonar okkar og bróöur, EGGERTS THORBERGS AGNARSONAR, Reykjavíkurvegi 29. Agnar Elíasson, Lilja Pátsdóttir og deetur. Minning: Svavar Guðmunds- son frá Sauðárkróki í dag verður til moldar borinn, frá Sauðárkrókskirkju, Svavar Guðmundsson, fæddur 5. desem- ber 1905. Svavar átti lengst af heima á Sauðárkróki og þar bjó hann er ég kynntist honum fyrst, vorið 1972. Þá kom ég í fyrsta skipti á Öldustíginn og dvaldi þar yfir páskana í góðu yfirlæti. Þess- ar páskaheimsóknir urðu síðan árvissar allt þar til Svavar og Sigurbjörg Ögmundsdóttir, eftir- lifandi kona hans, flutti til Reykjavíkur. Eg komst brátt að því að Svavar var óvenjulegur maður, skemmti- legur, víðsýnn og söng svo af bar. Hann var líka fullur af fróðleik og það var gaman að hlusta á hann segja frá æsku sinni og eftir- minnilegum mönnum sem höfðu orðið á vegi hans á lífsleiðinni, jafnvel fyrir mig sem ekkert þekkti til. Einnig kunni hann ógrynni af vísum, kviðlingum og gamanmálum sem hann fór svo skemmtilega með. Við töluðum oft um það við hann að skrifa nú niður eitthvað af þessum frásögn- um og kvæðum en hann færðist ævinlega undan. Hann taldi vitn- eskju sína ekki það merkilega að hann gæti farið að færa hana á blað. Það væru aðrir betur til þess fallnir að taka sér penna í hönd en hann. Þetta lýsir vel þeirri hóg- værð og því lítillæti sem var svo snar þáttur í fari hans. Núna sé ég eftir að hafa ekki lagt betur á minnið vísurnar sem hann fór með og frásagnirnar sem hann sagði okkur, því að hætt er við að þær falli með öllu í gleymsku. Allir sem kynntust Svavari og heyrðu hann syngja geta borið vitni um að hann hafði óvenjulega sönghæfileika. Tæplega sjötugur að aldri söng hann ennþá einsöng með Fíladelfíukórnum og mátti vart heyra að þarna væri alls ómenntaður fullorðinn maður á ferð. Söngurinn veitti honum mikla gleði og söngurinn var honum tæki til að tjá þá einlægu trú sem bar til Jesú Krists frels- ara síns. Við ræddum oft trúmál og aldrei fyrr hef ég kynnst manni sem átt hefur eins fölskvalausa og sanna trú sem hann, lausa við fordóma en staðfasta samt. Og ég veit að þessi trú á handleiðslu guðs og gæsku hefur oft verið honum styrkur á erfiðum stund- um í löngum veikindum. Elsku afa þökkum við allar ánægjulegu samverustundirnar sem við áttum með honum og Sibbu ömmu, á Sauðárkróki og ekki síst eftir að þau fluttu suður til Reykjavíkur. Og þó Svavari Orra, nafna hans, auðnist ekki að muna afa sinn munum við segja honum frá „afa langa“, sem var honum svo góður og söng svo vel. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Minning: Helga Metúsalems- dóttir Kirkjulæk Fædd 7. október 1907. Dáin 12. júni 1980. LfKK éK nú hæói líí or ónd. Ijúfi Jrsú. í þina hönd, síöast þeKar ók sofna fer Kitji GuAs enKlar yfir mér. H. Pétursson. I dag verður elskuleg amma okkar Helga Metúsalemsdóttir lögð til hinstu hvíldar við hlið eiginmanns síns, afa okkar, Páls Nikolássonar að Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Lífið er hverfult. Við sáum ömmu í síðasta sinn í skírnar- veislu yngsta barnabarns hennar 25. f.m. Þá hafði ekki hvarflað að okkur að þetta væri í síðasta sinn, sem hún dvaldi með okkur öllum. Amma var fædd á Akureyri 7. okt. 1907. Foreldrar hennar voru Sigrún J. Sörensdóttir og Metúsal- em Jóhannsson. Sigrún var fædd á Hóli í Kinn, en Metúsalem var fæddur á Svalbarði innra. Fimm ára gömul fluttist amma með foreldrum sínum og systkinum til Óspakseyrar í Bitrufirði, þar sem faðir hennar stundaði verslun, útgerð og búskap. Amma var aðeins 7 ára þegar höggvið var stórt skarð í fjöl- skylduna, þegar móðir hennar dó. Metúsalem faðir hennar varð þá að takast á hendur hlutverk móð- ur ásamt föðurhlutverkinu. Amma fluttist ásamt föður sínum og systkinum til Hafnarfjarðar og þaðan til Reykjavíkur. í Reykjavík byggði Metúsalem hús fyrir sig og börn sín að Ingólfsstræti 16.. Enn er sláttumaður á ferð og heggur þung skörð í fjölskylduna. Sören bróðir hennar dó í blóma lífsins aðeins 20 ára og þremur árum síðar missti hún Fríðu systur sína, sem var aðeins átján ára gömul. Áður hafði hún misst þriggja ára bróður sinn Jóhann er þau bjuggu á Akureyri. Milli + Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns fööur okkar og afa, HERMANNS GUÐMUNDSSONAR, frá B», Sólheimum 26. Aöalbjörg Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir faerum viö þeim, sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför VALDIMARS KETILSONAR, varkstjóra, Stigahlíö 43, Guómunda Sveinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. systkinanna þriggja sem eftir lifðu ríkti ávallt mikil vinátta og kærleikur. Elsti bróðir hennar Óli lést 1977 og var það henni þungur missir. Ein eftirlifandi systkin- anna er Regina Sigurlaug. Það var erfitt hlutverk sem Metúsalem faðir þeirra tókst á hendur, að ala upp hin ungu börn sín, án móður þeirra. Metúsalem lagði mikið kapp á að börn sín fengju gott uppeldi og góða menntun. Amma stundaði nám við lýðháskóla í Noregi Nord- hordlands. Ungdomsskule Frek- haug 1924—1925. Einnig var hún um skeið í Danmörku. Eftir að amma kom aftur heim til íslands, hugsaði hún um heim- ilið með föður sínum og starfaði einnig hjá Theodóru Sveinsdóttur. Þann 5. mars 1931 urðu þátta- skil í lífi ömmu okkar. Þann dag giftist hún Páli Nikolássyni frá Kirkjulæk í Fljótshlíð. Þau tóku við búi á Kirkjulæk af Ragnhildi móður Páls afa okkar. Þau eignuðust sex börn sem öll eru á lífi og verða talin hér eftir aldri. Sigrún Fríður gift Elíasi Ey- berg, Ragnhildur Guðrún gift Haraldi Guðnasyni, Kristín Ast- ríður, Regína Sigurlaug, Eggert Sören giftur Jónu Guðmundsdótt- ur, Viðar Metúsalem giftur Sigur- björgu Sveinsdóttur. Við systkinin munum alltaf eftir hve við hlökkuðum mikið til að heimsækja ömmu og afa upp í sveit, því alltaf var svo gott hjá þeim að vera. Við munum aldrei gleyma öllum þeim sögum sem amma sagði okkur þegar við vorum lítil. Amma var mjög gjafmild og góð kona og var það hennar unun að gleðja aðra. Trú- hneigð hennar var mjög mikil. Á hverju einasta kvöldi lét hún okkur barnabörnin lesa bænirnar okkar fyrir svefninn og oft heyrð- um við hana fara með öll ógrynnin af sálmum og versum. Hinn 30. okt. 1968 missti amma eiginmann sinn og var það henni mjög mikið áfall. Eldri sonur hennar Eggert tók þá við búi á Kirkjulæk og bjó hún með honum til ársins 1975. í fjölda ára átti amma við mikla vanheilsu að stríða, sem leiddi til þess að hún þurfti oft að dvelja á sjúkrahúsum. En í júní 1978 varð hún fyrir því slysi sem olli því að hún varð að dvelja inn á sjúkra- húsum þar til yfir lauk. Með þessum fátæklegu og fáu orðum viljum við systkinin kveðja elskulegu ömmu okkar og þakka henni fyrir allt það sem hún var okkur og biðja algóðan Guð að blessa minningu hennar. Megi nú ljós eilífðarinnar lýsa veg hennar! til fullkomnunar í eilífðinni. Helga. Páll og Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.