Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980
ílleöðuf
á morgun
Lúk. 15.: Hinn
týndi sauður.
OÓMKRIKJAN: Kl. 11 messa.
Dómkórinn syngur. Organleikari
Marteinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti
Guómundsson.
ÁRBÆ J ARPREST AK ALL: Guðs-
þjónusta í safnaöarheimili Árbæjar-
sóknar kl. 11 árd. Séra Guðm.
Þorsteinsson.
Safnaöarferö verður farin í Fljóts-
hlíð kl. 9 árd. frá Sunnutorgi.
Messaö aö Breiðabólstað kl. 2
síðd. Sr. Grímur Grímsson.
BREIOHOLTSPREST AK ALL:
Guðsþjónusta kl. 11 í Breiöholts-
skóla. Sr. Lárus Halldórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11
árd. Organleikari Guöni Þ. Guð-
mundsson. Sr. Ólafur Skúlason.
GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Organleikari Jón G. Þórar-
Insson. Almenn samkoma n.k.
fimmtudag kl. 20.30. Sr. Halldór S.
Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Fyrlr-
bænamessa þriðjudag kl. 10.30
árd. Beöið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Mnm kl. 10.
Sr. Karl Sigurbjörnason.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Organleikari Árni Arinbjarnarson.
Sr. Tómas Sveinsson.
KÓPAVOGSKRIKJA: Guösþjón-
usta kl. 11. Sr. Erlendur Si-
gmundsson messar. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL:
Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr.
Sig. Haukur Guöjónsson. Ræðu-
efni: „Að leita að hinu tínda.”
Organleikari Ólafur Finnsson.
Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Guösþjón-
usta kl. 11 árd. Þriöjudagur 14.
júni: Bænaguösþjónusta kl. 18.00.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.
Sr. Úlfar Guömundsson sóknar-
prestur á Ólafsfiröi annast guös-
þjónustuna. Orgel og kórstjórn
Reynir Jónasson. Sr. Guömundur
Óskar Ólafsson.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa
kl. 2. Organleikari Siguröur isólfs-
son. Prestur sr. Kristján Róberts-
son.
FRÍKIRKJAN Í HAFNARFIRÐI:
Guösþjónusta kl. 11. Vinsamlegast
athugiö breyttan messutíma —
útvarpsmessa. Sr. Magnús Guö-
jónsson þjónar fyrir altari. Sr.
Bernharöur Guömundsson predik-
ar. Orgelleikur og kórstjórn: Jón
Mýrdal. Safnaöarstjórn.
FÍLADELFÍUKIRKJAN:Safnaöar-
guösþjónusta kl. 2 síöd. Almenn
guösþjónusta kl. 8 síöd. Organisti
Arni Arinbjarnarson. Einar J. Gísla-
son.
KIRKJA Óhéöa safnaöarina:
Messa kl. 11 árd. Þetta er síöasta
messa fyrir sumarleyfiö. Sr. Emil
Björnsson.
DÓMKIRKJA KRISTS Konungs i
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd.
Hámessa kl. 10,30 og lágmessa kl.
2 síöd. Alla virka daga er lágmessa
kl. 6 síöd., nema á laugardögum,
þá kl. 2 síöd.
FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl.
11 árd.
GUND elli- og hjúkrunarheimili:
Messa kl. 2 síöd. Sr. Lárus Hall-
dórsson messar.
KFUM & K: Almenn samkoma aö
Amtmannsstíg 2 kl. 20.30. Nýstúd-
entar tala.
HJÁLPRÆDISHERINN: Kveöju-
samkoma fyrir flokksforingjanna í
Reykjavík, þær Solveigu Edvard-
sen og Audhild Goksoyr.
NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háa-
leitisbr. 58: Messa kl. 11 og 17.
KAPELLA St. Jósepssystra (
Garóabæ: Hámessa kl. 2 síöd.
VÍÐISTADASÓKN: Guösþjónusta f
kapellu sóknarinnar í tengslum viö
ráöstefnu um „Öldrunarþjónustu
kirkjunnar. Sr. Þórhallur Höskulds-
son á Mööruvöllum í Eyjafiröi
prédikar. Sr. Siguröur H. Guö-
mundsson.
KAPELLA St. Jósefsspítala Hafn.:
Messa kl. 10 árd.
KARMELKLAUSTUR: Messa kl.
8.30 árd. Virka daga er messa kl. 8
árd.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl.
11 árd. Sóknarprestur.
STOKKSEYRARKIRKJA: Guös-
þjónusta kl. 2 síöd. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Messa kl.
10.30 árd. Sr. Björn Jónsson.
Vilhjálmur Hjálmarsson:
Víðtæk reynsla
— valið létt
VíAtæk reynsla — vallö létt
vert er síst aö lóna.
(iiiólauKur tenjfir stétt vió stétt.
strenKÍum betur klóna.
Eins og dæmin sanna eru
flestir Islendingar þeirrar
skoðunar, að kosning forseta
íslands sé þýðingarmikil at-
höfn. Þeir líta svo á, að enda
þótt vald forsetans sé tak-
markað, þá séu og eigi áhrif
hans í þjóðfélaginu að vera
mikil.
Við alþingiskosningar eru
stefnur og stjórnmálaflokkar í
sviðsljósi. Þegar kjósa skal
forseta er frambjóðandinn
sjálfur í brennipunkti.
Þess er ekki að vænta að
allur þorri fólks þekki forseta-
frambjóðendur persónulega.
Og það er hvorki sérlega þén-
anlegt fyrir frambjóðendur og
þeirra fylgjara að setja á
langar ræður um gáfur þeirra
og gervileika né heldur
aðgengilegt fyrir kjósandann
að fara eftir slíkum forskrift-
um.
Öðru máli gegnir um ævi-
starfið, menntun og margvísleg
viðfangsefni frambjjoðend-
anna. Þar finnum við eðlilegar
forsendur fyrir þeim dómi sem
fella ber 29. júní.
Guðlaugur Þorvaldsson á
rætur að rekja til dugandi
alþýðufólks suður með sjó.
Hörð lífsbarátta er honum ekki
framandi. Hann aflaði sér
traustrar menntunar, sem hef-
ur gert honum mögulegt að
Vilhjálmur Hjálmarsson
fást við breytileg og vandasöm
viðfangsefni.
Það er svo einkum tvennt
sem auðkennir eðli þeirra
starfa sem Guðlaugur hefur
tekist á hendur, t.d. á Hagstofu
íslands, í ráðuneyti, í háskól-
anum og við lausn kjaradeilna.
Annars vegar glögg kynni af
atvinnu- og efnahagsmálum og
afkomu fólks í flestum starfs-
greinum. Á hinn bóginn marg-
slungin og náin tengsl við
fjölda manna á öllum aldri
hvaðanæva af landinu.
Allt þetta byggir upp traust-
an bakgrunn fyrir frambjóð-
anda við foisetakjör. Að þessu
leyti komast hinir frambjóð-
endurnir þrír naumast með
tærnar þar sem Guðiaugur
hefur hælana. Er þá í engu
gert lítið úr því sem þeir hafa
fengist við heldur beinlínis
viðurkennt að meginstörf
þeirra, utanríkisþjónustu, leik-
hússtörf og kaupsýslu og þing-
mennsku, hafi þeir rækt af
alúð.
Þegar af þessum ástæðum
hvet ég eindregið til þess að
kjósa Guðlaug Þorvaldsson 29.
júní. — En fleira kemur til.
Persónulega þekki ég alla
frambjóðendurna nokkuð en
ekki mikið, hef t.d. aldrei
komið á heimili neins þeirra.
En öll þau kynni eru af hinu
góða. Guðlaugi kynntist ég
hins vegar náið í starfi þau
fjögur ár sem ég vann í
menntamálaráðuneytinu og
hann var rektor Háskóla ís-
lands. Þau kynni færðu mér
heim sanninn um það að hann
er ágæta vel verki farinn,
gjörhugull og góðviljaður at-
orkumaður. Samvinna okkar
og kynni á vettvangi starfsins
voru með þeim hætti, að ég ber
til hans óskorað traust síðan.
— Þykir mér full ástæða til að
koma þessu á framfæri.
íslendingum er ærinn vandi
á höndum þegar velja skal
forseta lýðveldisins. Undan
honum verður þó ekki vikist.
Og skyldi helst enginn skjóta
sér á ská frá.
Nú hljótum við að velja um
menn en ekki stefnur né
stjórnmálaflokka. Með þessum
línum vil ég leitast við að
benda á hvernig samt sem áður
er unnt að beita hlutlægu mati
við samanburð. Einnig að
skýra frá kynnum mínum af
störfum þess frambjóðanda
sem ég tel tvímælalaust að hafi
best skilyrði til að skipa með
sóma hið virðulega sæti hús-
föður á þjóðarheimilinu.
NYTJAJURTIR
- SJÖTTI HLUTI
Margar skrautplöntur eru jafnframt góðar krydd-
jurtir og eða varnar- og lækningaplöntur.
SKJALDFLÉTTAN — Nasturdium — er skrautlegt
sumarblóm. Bæði blöð hennar og blóm eru æt. Blöðin
má nota í salat og blómin má skera fínt niður og strá á
til bragðbætis og fegurðarauka. Vaxi skjaldflétta í
nánd við kálplöntur, ver hún þær fyrir kálflugunni,
einkum er rauða afbrigðið af skjaldfléttunni góð
varnarplanta, bæði úti og inni í gróðurhúsum.
HJÓLKRÓNA — Boragó — er fallegt bláblómstr-
andi sumarblóm. Blöð þess eru góð í salat meðan þau
eru ung. Eins eru þau ágæt í te, ný eða þurrkuð. Sérlega
hollt að drekka slíkt te, það hressir og léttir af þreytu.
Holl jurt fyrir lungun.
EINÆR HÖR er fallegt sumarblóm. Fræið af því er
alþekkt hægðameðal.
MORGUNFRÚ — Calendula — er ekki eingöngu
fallegt sumarblóm, heldur líka góð lækningajurt. Hún
styrkir veikt hjarta, græðir sár, læknar æðahnúta,
ógleði, niðurgang og linar tannpínu. Einnig er jurtin
góð við margskonar veikleika í húð og sagt er að hún
geti læknað vörtur. Ef reynt er að nota hana við
vörtum, eru blöð og blóm marin og blönduð salti, sem
svo er sett í bakstri við vörtuna. Einnig eru blöð og
Morgunfrú
blóm notuð í bakstri við æðahnúta (þá saltlaus). I
inntöku er dálítið af blöðum og blómum sett í bolla af
sjóðandi vatni og látið trekkja. Síðan tekin inn ein
teskeið á tveggja tíma fresti.
FAGURFIFILL — Bellis — er góður við höfuðverk,
bæði blöð og blóm.
JAKOBSSTIGI — Polemonium — er alþekkt og feiki
harðgerð skrautjurt. Nota má te af blöðum hans við
hósta og kvefi.
ÍSÓPUR Hyssopus officinalis — er fjölær og ber blá
blóm. Er gamalkunn lækningajurt. Te af jurtinni er
almennt hressandi og gott við slími í lungum, asma,
gigt o.fl. Einnig má nota jurtina í bakstra við bólgum.
ESAÚFÍFILL — Erigeron aurantiacus — sem sé
gula afbrigðið er varnarplanta gegn skordýrum.
BISKUPSBRÁIN — Pyrethreum — er einnig
varnarplanta gegn skordýrum og hefur lengi verið
þekkt og viðurkennd sem slík. Þurrkuð blóm plöntunn-
ar eru mulin og þá talin vera gott skordýraduft. Það er
óskaðlegt mönnum, en skordýrin hverfa fyrir áhrif
þess. Einnig má sjóða blómin,«ía þau síðan frá og úða
með soðinu yfir blóm og grænmeti. Öll þessi framan-
töldu blóm eru fögur garðblóm.
MINTA — er ágæt varnarplanta gegn kálflugu, en
hefur þann ókost að hún er alltof frek til fjörsins svo að
ekki er hægt að mæla með henni í nánd við kálið. Aftur
á móti má gjarnan planta henni í nánd við gripahús og
ver hún þau fyrir ágangi músa og rotta. Minta er
fjölær. Mintublóm má þurrka og nota sem krydd- eða
tejurt til bragðbætis með öðru te. Mörg afbrigði eru til
af mintu, mun piparmintan vera þeirra þekktust.