Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA i 10100 KL. 13-14 . FRÁ MÁNUDEGI hamingja þeirra, sem tækist að forða frá ógæfunni, að ánetjast eitrinu. En við spyrjum. Hvert er álit viðkomandi yfirvalda? Finnst þeim ekki ástæða til að gera allt sem unnt er?“ • Svar til 6078— 7107 Einn í verkamanna- bústaðaibúð skrifar: „Lög um verkamannabústaði voru sett á valdadögum Dana á íslandi. Ekki veit ég um það hvernig slík mál hafa þróast í Danmörku, en það væri forvitni- legt að vita. Nú hefur lögunum verið breytt hvað varðar nýjar íbúðir, þannig að kaupandinn eignast íbúðina eftir 20 ár. Hvað á íbúðarkaupandinn að gera, sem hefur fest kaup á íbúð, sem hann er ekki ánægður með? í þéttbýli verður erfitt að upp- fylla skilyrði ánægðra kaupenda, eins og að hafa sérlóð eða sérinn- gang inn í hverja íbúð o.s.frv. Auðvitað verður hver og einn að gera slíkt upp við sig, áður en hann tekur bindandi ákvörðun fyrir 20 ár. Jafnframt vaknar sú spurning, hvers vegna fjárfest- ingaraðilar vilja ekki byggja leiguhúsnæði, vistheimili eða gistiheimili. Slík starfsemi virðist ekki nægilega örugg og húsaleiga þá væntanlega ekki metin í sam- ræmi við kostnaðinn. Dæmið hef- ur ekki verið reiknað frá því sjónarmiði. Líklega vilja flestir eignast sitt eigið húsnæði." • Fyrirfriðar- hugsjónina Húsmóðir skrifar: „Af því að mér fannst kvöld- dagskráin í sjónvarpinu hinn 17. júní ekki of þjóðleg, jafnvel þótt Abba-flokkurinn sé sænskur, þá fór ég að hlusta á lestur úr bréfum Jóns Sigurðssonar forseta. Ég var svo heppin að heyra þegar Jón skrifar það, að Danir séu svo forstokkaðir, að ekki þýði að koma skríðandi að fótum þeirra. Þetta ættu þeir að hugleiða, sem segja það, að fyrir friðarhugsjón Ólympíuleikanna eigi frjálsar þjóðir að fara til Moskvu, jafnvel þótt gestgjafarnir hafi þvegið íþróttavettvanginn upp úr blóði stúdentanna frá Afganistan. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétríkjunum fyrir skömmu kom þessi staða upp í viðureign meistaranna Efimov og Pigusov, sem hafði svart og áttileik. 27.... RÍ3+!, 28. gxf3 - Bxf3 (Nú á hvítur ekkert viðunandi svar við hótuninni 29. ... Dg4+. Hann reyndi:) 29. Rxf3 — Dxh6,30. Be4 — Hxdl, 31. Hxdl — Dxh5 og nú gafst hvítur upp. • Kyssa á kúg- undarvöndinn Ég hefði viljað sjá hina 300 andófsmenn, sem gengu í kringum rússneska sendiráðið í París, og sjálfur Búkovský lagði blómsveig í minningu Ólympiuleikanna á tröppur hússins. Þessir andófs- menn vinna betur í anda ólympíu- leikanna heldur en þeir, sem gleyma grískum frelsisanda og vilja fórna heiðri og peningum til þess eins að fá að kyssa á kúgunarvönd sósíalismans. Það hlægir mig núna að heyra frétt- irnar frá Rússlandi, þegar breskir blaðamenn eru barðir og meiddir, af því að þeir eru að grennslast fyrir um Gyðingaofsóknirnar sem núna eru bara stundaðar í Rúss- landi, vegna þess að Rússar tóku við af Hitler. • Killanin og Blunt Mér finnst að saga Killanins lávarðar, sem leyfði Rússum að halda Ólympíuleikana, sé að verða lík sögu Blunts. Björn Th. Björnsson flýtti sér að segja okkur frá því, þegar Blunt var að skamma kommúnista, á sama tíma og hann sjálfur var að svíkja sitt föðurland í þjónkun sinni við Rússa. Falska flaggið sem komm- únistar alltaf vinna undir sannar svo að ekki verður um villst baráttuaðferð sósíalismans. Drengskapur og djarfleg fram- koma eru ekki til í baráttu sósíal- ista. Þeir fara alltaf inn bakdyra- megin og skríða upp eftir bakinu á manni, og rýtingur þeirra kemur alltaf í bakið." • Fann seðlaveski Helga Jakobsdóttir skrifar: Velvakandi góður. í vandræðum mínum leita ég til þín. Erindi mitt er það, að mig vantar eiganda að seðlaveski, sem ég fann á Laugaveginum 29. maí. Ekki hefi ég séð auglýst eftir því þrátt fyrir aðgát þar um, en ég auglýsti það í Vísi í tvo daga, án árangurs. Engin skilríki eru í veskinu, svo að ég á ekki hægt um vik að koma því til skila. Ég vona því að réttur eigandi lesi þessar línur og vitji sinna peninga, sem að vísu eru ekki stór upphæð, en ég tel samt að betra sé að eiga en glata. Ef mér tekst ekki að hafa upp á eiganda peninganna mun ég gefa þá til góðgerðarstarfsemi. Sími minn er 34347.“ HÖGNI HREKKVÍSI Hjartans þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum og góöum kveöjum á níræöisafmæli mínu þann 25. maí sl. Guö blessi ykkur öll. Kristín Halldórsdóttir frá Öndveróanesi. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem meö vinsemd og gjöfum geröu mér áttræðisaf- mælið 10. júnísl. að sannkallaöri hátíö. Skúli Oddleifsson, Keflavík. ímvMmm GUÐLAUGS Aöalskrifstofa Brautarholti 2, (áöur húsgagnaverzlun Reykjavíkur). Símar: 39830, 39831, 22900. Utankjörstaðaþjónusta símar: 29962 og 29963. ÍSIANDSMÓT íslandsmót í hestaíþróttum 21. og 22. júní á Melavelli í Reykjavík Mikil þátttaka er í mótinu og búast má viö haröri keppni því margir hæfustu knapar og hestar landsins eru skráöir til keppni. Dagskrá: Laugardagur 21. júní 1980 9.30 Fjórgangur ungl. 12 ára og yngri. 9.30 Fjórgangur unglinga 13—15ára. 11.00 Hlýönikeppni B. 11.05 Tölt ungl. 12 ára og yngri. 11.25 Töltungl. 13—15ára. 12.40 Úrslit í fjórgangi 12 ára og yngri. 12.55 Úrslit í tölti 12 ára og yngri. 13.10 Fjórgangur. 13.30 Hlýönikeppni unglinga. 15.30 Tölt. 17.30 Hindrunarstökk. Sunnudagur 22. júní 1980 10.00 Fimmgangur. 11.45 Úrslit fjórgangur 13—15 ára. 13.00 Mótiö sett. 13.05 Úrslit fjórgangur. 13.30 Úrslit í tölti ungl. 13—15 ára. 14.00 Úrslit fimmgangur. 14.30 Úrslittölt. 15.00 Gæöingaskeiö. 15.45 Skrautreiö og verölauna- afhending. Hópunktur mótsins Athugiö aö úrslit og ýmis sýn- ingaratriði s.s. hindrunarstökk veröa kl. 13.00—15.30 á sunnu- dag. íþróttadeildir hestamannafélaga Suövesturlands. YMUS H.F. Superfire Arininn Fyrir hús og sumarbústaöi. Auöveldur t i uppsetningu. P. O. BOX 330 - 202 KÓPAVOGi - ICELAND Heimasímar: 43442 og 28721

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.