Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980
Indriði G. Þorsteinsson:
Albert Guðmundsson og hinir
Þá er farið að síga á seinni hluta
þeirrar kosningabaráttu, sem nú
stendur yfir. Tólf ár eru liðin
síðan flest okkar stóðu frammi
fyrir vali á forseta. Það er langur
tími. Miklu skiptir að kosningar
eins og þessar skilji ekki eftir
varanleg sárindi eða vonbrigði.
Kosið er um fjóra frambjóðendur.
En hópur stuðningsmanna Al-
berts Guðmundssonar er að gera
meira. Hann er að vinna að því að
forsetaembættið sem slíkt verði til
eflingar lifi í landinu með ýmsu
móti. Við viljum að það verði
embætti lifandi manns í þessa
orðs bestu merkingu.
Albert Guðmundsson á sterka
andstæðinga. En það er eðli sam-
tíðar að deila. Seinni tíminn
skrifar eftirmælin. Mörg dæmi
höfum við um merka menn, sem
gagnrýndir voru hart af samtíð
sinni fyrir það sem þeir gerðu best
og viturlegast. Vegna drengskapar
Alberts Guðmundssonar hefur
viðureign við andstæðinga haft
meiri keim af íþróttakeppni en
undirmálum. Það hefur verið
styrkur Alberts Guðmundssonar
hvað hann hefur átt auðvelt með
að mæta gagnrýni á opinskáan
hátt, og hvernig hann hefur með
pólitískri sanngirni gert pólitísk-
um andstæðingum mögulegt að
virða þau viðhorf, sem hann hefur
haft uppi hverju sinni. Þessir
Á síðastliðnum vetri, þegar til
orða kom að dr. Kristján Eldjárn,
yrði ekki í endurkjöri sem forseti
Isiands, tók ég að hugleiða hver
hæfastur væri til að taka við
þessu æðsta embætti þjóðar vorr-
ar.
Eftir umhugsun varðandi þetta
efni, kom mér í hug að tilvalinn
maður í embættið væri Guðlaugur
Þorvaldsson, fyrrverandi háskóla-
rektor með meiru og núverandi
ríkissáttasemjari.
Þegar frá leið kom og í ljós, að
fjöldi fólks var á þeirri skoðun að
Guðlaugur væri manna hæfastur
til að takast á hendur embætti
forseta íslands.
Að undangengnum fjöldaáskor-
ununum, féllst Guðlaugur á að
vera í kjöri.
Guðlaugur hefur að baki fjöl-
þættan og litríkan starfsferil, sem
aflað hefur honum góðrar yfirsýn-
ar yfir íslenzkt þjóðlíf. — Marg-
háttuð störf sín hefur hann í
hvívetna af höndum leyst með
sóma og til farsældar landi og lýð.
Hann er hæfileikamaður, manna-
sættir; hefur yfirlætislausa og
kostir eru að skila sér nú, þegar
fjöldi manna úr öllum flokkum
koma til fylgis við hann í forseta-
kosningum og beita kröftum sín-
um til að fá hann kjörinn.
I kosningabaráttunni hefur Al-
bert Guðmundsson lagt á það
áherslu, að hann vildi ekki með
neinu móti að mælt yrði gegn
mótframbjóðendum sínum. Við
þessum óskum höfum við stuðn-
ingsmenn hans orðið. Við höfum
þagað við hverju því tali sem leitt
hefði til deilna, og ýtt til hliðar
öllum sögum, sem jafnan ganga í
kosningum eins og þessum. Við
höfum fyrst og fremst barist fyrir
því, að samtíðin gerði sér ljóst, að
hún á ekkert forsetaefni betra en
Albert Guðmundsson.
Mótframbjóðendur hans þrír
eru allir háskólaborgarar. Þeir eru
allir án þeirrar stjórnmála-
reynslu, sem Albert hefur. Og
enginn þeirra hefur lýst áhuga
sínum á atvinnuvegum landsins
utan þess venjulega. í þessum
skilningi er því Albert Guð-
mundsson einn á móti þremur í
komandi kosningum. Það eru að-
eins tveir í framboði, Albert
Guðmundsson og hinir.
Ég ætla að leyfa mér að skýra
þetta ofurlítið. Við höfum í tólf ár
búið óumdeilt við ágætan forseta.
Hann gat ekki kallast stjórnmála-
maður þegar hann var kosinn. Að
Hallgrímur Jónsson
alþýðlega framkomu, sem aflar
honum lýðhylli. Hann fann sig
ekki sjálfur, sem tilvalinn eða
sjálfsagðan mann til forsetafram-
boðs, heldur vöru það aðrir, er
hvöttu hann til þess.
Indriði G. borsteinsson.
því leyti var kjör hans frábrugðið
kosningu Sveins Björnssonar og
Ásgeir Ásgeirssonar. í alþýðuleg-
um virðuleik sínum stendur hon-
um enginn á sporði. í alþýðlegum
virðuleik sínum myndaði hann sex
ríkisstjórnir, flestar eftir 1974.
Stjórnir falla ekki fyrir tilverknað
forseta. En það er óhjákvæmilegt
að mynda ríkisstjórnir. Þá eru það
þeir, sem hafa völdin.
Að undanförnu hafa verið birt-
ar skoðanakannanir varðandi for-
setaframboðið. Heildarniðurstöð-
ur þeirra sýna, að yfirgnæfandi
atkvæðamagn fellur til Guðlaugs
Þorvaldssonar og Vigdísar Finn-
bogadóttur.
Með hliðsjón af þessu má ráða,
að baráttan um sigur í höndfar-
andi forsetakosningum standi
milli þeirra tveggja.
Að mínu mati er valið auðvelt.
Ég segi því: Kjósið Guðlaug Þor-
valdsson og stuðlið þar með að því
að hæfileikamaður, gæddur góð-
um gáfum, menntun, fjölþættri
starfsreynslu, stjórnunarhæfni,
sáttfýsi, glæsileika og aðlaðandi
framkomu, verði næsti forseti
okkar.
Við stuðningsmenn Guðlaugs
Þorvaldssonar vil ég segja þetta:
Stutt er til kosninga. Notið því
vel tímann. Stuðlið að því, að sem
flest pundin verði lögð réttu meg-
in á vogarskálina þann 29. júní
n.k., eða fyrr, ef fjarvera frá
kjörstað þann dag er líkleg.
Hallgrimur Jónsson
frá Laxamýri.
Þeir þrír aðilar, sem nú bjóða
sig fram á móti Albert Guð-
mundssyni, og komu til sögunnar
löngu eftir að hann hafði ákveðið
sitt framboð, hafa allir með einum
eða öðrum hætti tileinkað sér
svipmót núverandi forseta. Það er
eðlilegt. Núverandi forseti hefur
verið ástsæll með þjóðinni. Þeir
sem skoruðu á þessa þrjá mót-
frambjóðendur hafa eflaust haft í
huga að hver og einn þeirra félli
að ímynd núverandi forseta. Leit-
in að dr. Kristjáni Eldjárn hefur
vissulega borið ríkulegan ávöxt í
mótframbjóðendum Alberts Guð-
mundssonar.
Kannski kemur þessi skoðun
núverandi kosningabaráttu ekkert
við. En prívat og persónulega er ég
þakklátur fyrir, að til skuli einn
maður í framboði, sem ekki er
ætlað að vera einskonar ljósrit af
núverandi forseta. Ég studdi hann
dyggilega fyrir tólf árum og met
hann mikils, en mér finnst að
áskorendur hefðu mátt hafa meiri
hugkvæmni. Tíðin er önnur nú en
fyrir tólf árum. Og það er óþarfi
að snúa tólf ár til baka i svo
mikilsverðu máli sem forsetaemb-
ættið er.
Eftir að þjóðin hafði kosið sér
lýðveldi árið 1944 voru það stjórn-
málamennirnir, sem tóku við,
stofnuðu til embættis forseta og
settu því lög. Þótt fyrstu tveir
forsetar lýðveldisins væru stjórn-
málamenn, leituðu flokksforingjar
strax eftir mótframbjóðendum.
Þeir sem leitað var voru afdrátt-
arlaust menn sem aldrei höfðu
nálægt stjórnmálum komið í eig-
inlegum skilningi. Á Lögbergi
1944 ákváðu fimm þingmenn að
kjósa skrifstofustjóra Alþingis
fyrir forseta, en fimmtán skiluðu
auðu. Sveinn Björnsson hafði þá,
sem ríkisstjóri, leyft sér að mynda
utanþingsstjórn fyrir tveimur ár-
um, þegar öll sund voru lokuð
fyrir stjórnmálaflokkana að koma
sér saman. Á tímabilinu fram að
lýðveldistökunni voru tilraunir
gerðar. Viku fyrir lýðveldistökuna
gáfust stjórnmálaflokkarnir end-
anlega upp við að mynda stjórn.
Engu að síður skyldu þessi vand-
kvæði stjórnmálaforingjanna
sjálfra koma fram á Sveini
Björnssyni við atkvæðagreiðsluna
á Lögbergi.
Sérlegur sendimaður Breta við
lýðveldistökuna lýsir málsatvik-
um þannig í Lesbók Morgunblaðs-
ins nýlega að vegna hugrekkis,
skörungsskapar og stjórnvisku
hafi Sveinn Björnsson mætt and-
stöðu frá eigingjörnum flokks-
broddum, sem hefðu kosið sér að
hafa „auðveldan lepp“ í sæti
ríkisstjóra á örlagatímum. Og
ofan í þessar upplýsingar keppast
nú mótframbjóðendur Alberts
Guðmundssonar við að lýsa því
yfir að þeir frábiðji sér stjórn-
visku sem stjórnmálastarf er eitt
fært um að veita, að þeir frábiðji
sér skörungsskap, sem er vörn
gegn ágangi flokksbrodda og
hugrekki — ja hugrekkinu geta
menn leitað að þegar þar að
kemur.
Mennirnir, sem m.a. gátu
ómögulega komið sér saman um
stjórnarmyndun fyrir lýðveldis-
tökuna, þeir Hermann Jónasson,
formaður Framsóknarflokksins og
Ólafur Thors, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, sameinuðust síðar um
að biðja séra Bjarna Jónsson að
fara í framboð gegn stjórnmála-
manninum Ásgeir Ásgeirssyni.
Það var síðasta sameining þessara
virtu flokksforingja sem ég hef
haft spumir af siðan þjóðstjórnin
sprakk 1942. Svo mikið lá við.
Þessar upplýsingar og sú lína
stjórnmálamanna, sem byrjaði að
örla á við kjör Sveins Björnssonar,
og kom síðan fram til fulls við
kjör Ásgeir Ásgeirssonar, sýnir
alveg ákveðið viðhorf ýmissa ráða-
manna til forsetaembættisins. Ég
legg engan dóm á það, hvort þetta
viðhorf sé rétt eða rangt, en ég
þykist sjá á samansöfnuðum mót-
frambjóðendum Alberts Guð-
mundssonar, að það þykir að
minnsta kosti vinsælt.
Yngsta lýðræðisríki Evrópu,
Vestur-Þýzkaland, ákvað einmitt,
væntanlega vegna reynslu ann-
arra, að velja forsetann úr þingliði
sínu í Bonn. Við höfum um margt
betri hátt á þessum málum. Hér
er forsetinn kosinn í almennri
atkvæðagreiðslu. Hún þýðir að
okkur gefst tækifæri til að ræða
um forsetaembættið með vissu
árabili og glöggva okkur á hvernig
það er að þróast. Þótt í liði
stuðningsmanna Alberts Guð-
mundssonar sé að finna margan
stjórnmálamanninn, þá virðast
átökin núna standa milli stærsta
hluta stjórnmálamanna annars
vegar og almennings hins vegar,
um það hvort á Bessastöðum skuli
sitja meðfærilegur forseti, eða
maður sem veit og kann og hlýðir
samvisku sinni einni til heilla
fyrir land og lýð.
Albert Guðmundsson ákvað
sjálfur sitt framboð í anda þess
lýðræðis sem hér ríkir. Hann er
frambjóðandi almennings í land-
inu; þess almennings sem lætur
sig raunverulega varða um for-
setaembættið og hvernig það er
setið. Albert Guðmundsson var
ekki valinn til framboðs af okkur,
sem nú eru stuðningsmenn hans.
Albert Guðmundsson er ekki ljós-
rit af neinum manni, allra síst
einhverri þeirri persónuímynd,
sem ákveðinn hópur valdamanna
úr öllum flokkum vill fyrir alla
muni hafa á Bessastöðum.
Söguleg atvik varpa ljósi á þá
kosningabaráttu, sem nú er háð.
Og það er ekki á hverjum degi,
sem við erum kvödd á vettvang til
að eiga þátt í sögulegum atburð-
um. Helst er það við kosningar.
Þau sögulegu eftirmæli sem hér
hafa verið höfð uppi um fyrri
forseta raðast í undarlega röð,
þegar fjallað er um þau í sam-
hengi.
Og nú er röðin komin að al-
menningi og Albert Guðmunds-
syni. Nú er eftir að sjá hvort
sjóðandi straumiðufall eða hinn
brjóstþrekni klár hefur betur i
Valagilsá íslenzkra stjórnmála.
Indriði G. Þorsteinsson.
Hallgrímur Jónsson:
Guðlaugur Þorvaldsson
er hæf astur f rambjóðenda
Auður Matthíasdóttir:
Kvennaárið 1975 og skrípa-
lætin á Lækjartorgi
Þegar ég heyrði að Vigdís Finn-
bogadóttir myndi gefa kost á sér
til forseta datt mér ekki annað í
hug en að kvennasamtökin í land-
inu létu til sín taka og yrði mál
þetta rætt á fundum kvenfélaga
víðs vegar um landið. Skorað yrði
á konur að veita henni brautar-
gengi, en lítið hefur heyrst úr
þeim herbúðum. Ef rétt hefði
verið á málum haldið væri henni
nú sigurinn vís. Skyldu konur ekki
gera sér grein fyrir því að í Vigdísi
eigum við glæsilegan og menntað-
an fulltrúa sem við gætum lyft til
æðstu metorða þjóðarinnar?
Skrítið að áskorunin skyldi koma
frá sjómönnunum, og þó. Þessar
hetjur hafsins hafa löngum verið
þekktar fyrir að bera gott skyn-
bragð á kosti kvenna. Þær eiga
þakkir skildar hetjurnar. Mér eru
enn í minni baráttusöngvarnir á
Lækjartorgi kvennaárið 1975. Þá
var sungið „Áfram stelpur". Þar
skorti nú ekki eldmóðinn og
hamaganginn. Nú virðist sem
blaöran sem blásin var upp þar á
torginu sé sprungin. Að minnsta
kosti er nú nokkuð af liðinu sem
hæst lét í, farið að hefja frambjóð-
endur úr röðum karla upp til
skýjanna, og það svo um munar.
Það skyldi nú ekki vera að konur
séu alls ekki vinir kvenna þegar á
hólminn er komið, heldur öfugt.
Hvað myndu okkar góðu gömlu
súffragettur eins og Bríet heitin
Bjarnhéðinsdóttir, Laufey Vald-
imarsdóttir og nafna hennar Vil-
hjálmsdóttir, svo einhverjar séu
nú nefndar segja um svona vinnu-
Auður Matthíasdóttir
brögð? Mér þætti ekki mikið þó
þær snéru sér við í gröfinni. Þetta
voru alvöru kvenréttindakonur.
Það fer ekki milli mála að hver
þeirra karla sem nú er í framboði
myndi sóma sér vel í embætti
forseta. Það eru ágætir menn.
Hinsvegar fæ ég ekki annað séð en
að Vigdís standi þeim fyllilega á
sporði, jafnframt því að vera
glæsiiegasti keppandinn. Betri
auglýsingu en hana fyrir land og
þjóð er vart hægt að hugsa sér. Nú
gefst okkur kostur á að kjósa
kvenforseta í fyrsta sinn í sögu
þjóðarinnar. Slíkt verður tæplega
aftur á þessari öld. Ég leyfi mér að
skora á landsmenn úr öllum stétt-
um að nota þetta tækifæri. Stönd-
um saman. Veljum Vigdísi.
Auður Matthiasdóttir
0880-4648
Rituhólar 8, R.