Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1980 21 Frá fundi stuðningsmanna Alberts á Akureyri. Jón Arnþórsson fundarstjóri í ræðustól. eftir desemberkosningarnar, hann hefði verið búinn að mynda utan- þingsstjórn miklu fyrr. Frá frystihúsi Magnúsar var haldið í Hraðfrystihús Ólafsfjarð- ar. Gekk Albert þar um vinnslu- salinn og heilsaði starfsfólkinu og ræddi við það um stund. Hitti hann þar m.a. náfrænku konunnar sinnar. Fyrir utan frystihúsið voru nokkrir strákar að spila knatt- spyrnu. Albert gerði því hlé á ferð sinni smá stund og horfði á strákana í boltaleiknum. Eftir á sagðist hann hafa séð þar ungan dreng sem hann ætlaði að benda landsliðsnefnd á, hann hefði mjög góða knattmeðferð. Síðan gekk hann niður á bryggj- una og ræddi við nokkra menn sem voru að huga að bátum sinum. Og að lokum var farið og heilsað upp á smiðina sem vinna að frágangi á nýja hótelinu sem er að rísa á Olafsfirði. „Stjórnmálin eru mér gott veganesti“ Eftir að hafa fengið kaffisopa hjá Ásgrími og konu hans var haldið til baka til Akureyrar og ekki hafði þokan í Ólafsfjarðar- múlanum minnkað. Komið var til Akureyrar um kvöldmatarleytið svo lítill tími gafst til hvíldar áður en fundurinn í Iþróttaskemmunni hófst kl. 21. Blásarasveit Tónlist- arskóla Akureyrar tók á móti gestum með lúðrablæstri og Árni Ingimundarson lék nokkur létt lög á píanó en er ieið á fundinn kom þangað Sigfús Halldórsson tón- skáld og lék nokkur lög við mikinn fögnuð fundargesta. Ávörp fluttu Jódís Jósefsdóttir, Ásgrimur Hartmansson, Hafliði Guðmunds- son, Hallgrímur Antonsson, Birna Lárusdóttir og Sigurbjörn Gunn- arsson. Fundarstjóri var Jón Arn- þórsson. I lok fundarins töluðu þau hjónin Brynhildur og Albert. í ávarpi sínu sagði Albert, eins og hann hafði reyndar líka minnst á í ávörpum sínum á vinnustaðafund- unum, að nú undir lok kosninga- baráttunnar hefði hann aðallega heyrt fólk gagnrýna tvennt í sambandi við framboð sitt. í fyrsta lagi að hann skuli vera stjórnmálamaður og í öðru lagi það að hann skuli ekki vera háskólagenginn. Sagðist hann vilja svara þessu því að hann áliti forsetaembættið vera hápólitískt og því teldi hann það gott veganesti fyrir sig að hafa pólitíska reynslu en tók það fram að þegar hann talaði um póiitík ætti hann ekki við flokks- pólitík. Hvað háskólagönguna varðaði sagði hann að samkvæmt stjórn- arskrá íslands hefðu allir íslend- ingar 35 ára og eldri með óflekkað mannorð kost á að bjóða sig fram til forsetaembættisins. Ef þjóðin ætlaði að afsala sér þessum rétti til einhvers skóla eða einhverrar stéttar væri hún að afsala sér hluta af sjálfstæði sínu og það sagðist hann vona að ætti aldrei eftir að koma fyrir. Undir lok ávarps síns sagði Albert: „Því hef ég boðið mig fram til þjónustu að ég hef séð, bæði hér á Ákureyri og annars staðar, ungar og gamlar hendur vinna hlið við hlið að velferð þjóðarinn- ar. Ég býð mig fram til þjónustu til að leiða þetta fólk en ég sækist ekki eftir rólegu starfi". Að lokum gafst fólki kostur á því að spyrja frambjóðandann og það notfærði sér einn fundargest- anna. Bað hann Albert um að útskýra hinn sanna íþróttaanda. „Ég get aðeins gert það með því að lýsa minni eigin reynslu af mínum eigin félögum erlendis," sagði Albert. „En sú lýsing á líka við um félaga mína hér innan- lands. Þeir rækta það góða í manni, lyfta manni upp. Maður verður meiri og betri og þeir stoltari og stoltari af því að hafa mann meðal sín, en á sama tíma keppa þeir eftir að verða betri menn.“ Jón Arnþórsson fundarstjóri sleit síðan fundinum og bað menn um að rísa úr sætum og syngja lagið „Ég vil elska mitt land“. Er söngurinn var allur þyrptist yngri kynslóðin kringum Álbert til að biðja hann að skrifa nafn sitt á bæklinginn „Áfram ísland". Milli þess sem hann skrifaði kvaddi hann stuðningsfólk Bitt á Akui- eyri og þakkaði því starfið í kosningabaráttunni. rmn Heilsað upp á ibúa á Elliheimilinu á Dalvik. Málin rædd á Netaverkstæði Dalvikur. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.