Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980
29
smáauglýsingar — smáauglýslngar — smáauglýsingar — smáauglýslngar
Til sölu er í Ólafsvík
íbúð á 1. hæð og í kjallara. í
sama húsi. ásamt bílskúr. Uppl. í
síma 6221.
Múrviðgerðir sími 84736.
húsnæöi
óskast
Ibúö óskast
sem fyrst helst t Vesturbænum.
Fyrirframgr. Húshjálp kemur til
greina. Uppl. ís: 15761.
Edda 59806247-HTV.ST.
Skráning í mat kl. 5—7 mánu-
dag 23/6.
Heimatrúboðiö
Óöinsgötu 6A
Almenn samkoma á morgun kl.
20.30. Allir velkomnir.
UTIVIST ABI I RtliH
Sunnud.
22. júni kl. 13:
E»ja eða Esjuhlíöar, steinaleit,
jaspis. Verð: 3.000 kr.
Ménud. 23. júní kl. 20.
Jónsmes.unæturganga, létt
ganga um Reykjanesskaga með
Kristjáni M. Batdurssyni. Verö:
4000 kr. Farið frá BSÍ, bensín-
sölu.
Arnarvatn.haiði, á þriöju-
dagsmorgun.
Geitland.jökull -Þórisdalur um
næstu helgi.
Horn.trandir og fleiri sumarleyf-
isferðir í júlí.
3 Grænland.ferðir í júlí og
ágúst.
Útivist s. 14606.
Krossinn
Æskulýðssamkoma í kvöld kl.
8.30 að Auöbrekku 34, Kópa-
vogi. Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferöir:
1. Laugardag 21. |úní kl. 20:
Næturganga á Esju um sólstöð-
ur. Skoðiö miönætursólina á
Kerhólakambi,
2. Sunnudag 22. júní kl. 10:
Sögustaöir Njálu. Leiösögumað-
ur Dr. Haraldur Matthíasson.
3. Sunnudag 22. júní kl. 10:
Hrafnabjörg (891m).
4 Sunnudag 22. júní kl. 13:
Gengið um eyöibýlin á Þingvöll-
um. Létt ganga.
Sumarleyfisterðir:
T- 26.-29. júnt' (4 dagar):
Skagafjörður — Drangey —
Málmey.
2. 26.—29 júní (4 dagar): Þing-
vellir — Hlööuvellir — Geysir,
gönguferð gist í tjöldum og
húsum. _
Allar nánari upplýsingar á
skrifstofunni. Öldugötu 3, s.
19533 og 11798.
.ASIMINN F.H:
22480 ÚOÍ
JBorotinblflíiib
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar
nauöungaruppboö
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 28., 30. og 33. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á
fiskverkunarhúsi á Breiödalsvík, þinglesinni eign Hraöfrystihúss
Breiðdælinga hf„ fer fram samkvæmt kröfu Fiskveiðasjóös íslands á
eiginni sjálfri mánudaginn 30. júní 1980 kl. 15.00.
SýslumaOurinn í S-Múlasýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 11. tbl. Lögbirtingablaðsins 1979 og 5. og 10. tbl.
sama blaðs 1980 á einbýlishúsi aö Reykholti Borgarfjarðarsýslu.
þinglesinni eign Sigríðar Elísabetar Jónsdóttur, fer fram að kröfu
Olíufélagsins Skeljungs ht„ Stefán Hirst hdl„ Eimskipafélags íslands
og lögmanna Garðastræti 3 Reykjavík. á eiginni sjálfri fimmtudaginn
26. júní n.k. kl. 14.00.
Sýslumadur Mýra- og BorgarfjarOarsýslu.
EF ÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁ ERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al GLYSINGA-
SÍMINN KR:
22480
Yfirlýsing vegna sjónvarpskvik-
myndar um Snorra Sturluson
Þar sem Ríkisútvarpið — sjón-
varp (RUV) hefur virt að vettugi
ákvæði í samkomulagi um með-
ferð handrits undirritaðra starfs-
manna Lifandi mynda hf. að
kvikmyndinni um Snorra Sturlu-
son, bæði hvað varðar upplýs-
ingaskyldu og höfundarétt, og
vegna þess að grundvallarbreyt-
ingar hafa verið gerðar á handrit-
inu án okkar vitundar, firrum við
okkur allri ábyrgð á „Snorra-
mynd“ þeirri, sem sjónvarpið
vinnur nú að og óskum eftir því,
að nöfn okkar sem höfunda verði
ekki tengd þeirri útgáfu verksins,
sem sjónvarpið vinnur nú eftir.
Reykjavík, 18. júní 1980,
Erlendur Sveinsson,
Sigurður Sverrir Pálsson.
Þar sem fæstum mun kunn
forsaga þessa máls, mun hér reynt
að varpa nokkru ljósi á helstu
staðreyndir:
1) Frumhugmyndin að þessu
verki er komin frá ES og auk þess
hugmyndin að samstarf yrði haft
við Norðmenn. Þessar hugmyndir
voru fyrst kynntar sjónvarpinu 5.
janúar 1977, til að kanna hvort
það hefði áhuga á samstarfi um
gerð slíkrar myndar. Reyndi sjón-
varpið þá strax að gera þessar
hugmyndir að sínum, en eftir
nokkurt þref fól útvarpsráðsfund-
ur 28.1 1977 sjónvarpinu að ræða
við ES um þessar hugmyndir. 2
mánuðum síðar, 25.3 voru ES og
SSP boðaðir til fundar í sjónvarp-
inu og ákveðið var, að þeir hæfust
handa um undirbúning að mynd-
inni.
2) 2.6.1977 afhenda ES/SSP RUV
fyrstu drög að handriti, ásamt
greinagerð um grunnhugmynd
verksins og tilgang. Var óskað
eftir viðbrögðum um stærðar-
gráðu verksins og að tekin yrði
ákvörðun um framhaldið. Sú
ákvörðun kom ekki fyrr en hálfu
ári seinna og ekki reyndist unnt
að hefja vinnu að nýju við verkið
fyrr en sumarið 1978.
3) 13.7. 1978 undirritaði RUV
samning um gerð handritsins við
ES/SSP (Lifandi myndir hf.), og
sagði þar m.a., að báðir aðilar
væru sammála um það, að félagið,
þ.e. Lifandi myndir hf., annaðist
gerð myndarinnar í samvinnu við
sjónvarpið, eftir að handritsstigi
lyki.
4) Eftir margvíslegan undirbún-
ing, m.a. skoðunarferð til Noregs
afhentu ES/SSP RUV endurskoð-
að handrit 21.11 1978. Var þetta
gert til þess að RUV gæti tekið
afstöðu til umfangs verksins og
kostnaðar en viðbrögð bárust ekki.
5) 21.12 1978 afhenda ES/SSP
RUV handrit, sem var fullkomin
efnislýsing á myndinni, lýsing á
þulartexta og auk þess var sett
fram efni í samtöl. Jónas Krist-
jánsson, sem var erlendis þennan
vetur, tók nú til við að semja
samtölin.
6) Á tímabilinu frá janúar til maí
1979 vinna ES/SSP áfram við
handritið aðallega í samtalsatrið-
um þeim, sem Jónas sendi nú frá
London. Einnig var unnið að því
að kynna verkið fyrir helstu sam-
starfsmönnum í sjónvarpinu, gerð
var kostnaðaráætlun og vinnu- og
framkvæmdaáætlun. Allt miðaði
þetta að því, að fyrstu upptökur
gætu hafist um sumarið og haust-
ið 1979 en auk þess áttu áætlan-
irnar að auðvelda RUV og út-
varpsráði að taka afstöðu til
verksins. Staðan á þessu tímabili
var sem sé sú, að sjónvarpið vildi
ráðast í gerð myndarinnar um-
svifalaust en í fyrsta lagi voru
fastir starfsmenn sjónvarpsins
svo önnum kafnir við önnur verk-
efni, að þeir fengu ekki tíma til að
sinna Snorra, og í öðru lagi stóð á
endanlegu samþykki útvarpsráðs
um að hefja framkvæmdir. (Nú
var komið nýtt útvarpsráð).
9. maí 1979 hafði verið ákveðið
að halda Nordvision fund í
Tromsö í Noregi og átti þar að
taka Snorramálið fyrir með tilliti
til þátttöku Norðurlandanna. í
tilefni af þessum fundi skrifuðum
við nú handritið upp í fjórða sinn,
einfölduðum það og samræmdum í
framsetningu. Var þetta handrit
afhent formanni útvarpsráðs 1.
maí 1979 og óskað eftir afstöðu
útvarpsráðs fyrir fundinn í
Tromsö. Þá var þetta handrit
einnig þýtt á norksu og dreift til
hinna Norðurlandastöðvanna á
fyrrnefndum fundi.
Á fundi útvarpsráðs 4. maí var
Snorraverkið formlega samþykkt.
Tveggja og hálfs árs barátta
okkar fyrir tilurð þessa verks
virtist þar með á enda. Nú lá fyrir
að loks væri hægt að hefjast
handa af fullum krafti. Verkið var
nú á mjög viðkvæmu stigi. Allir
þræðir þess voru nú um það bil að
falla í einn farveg, mótun leik-
myndar og leikmuna var að byrja,
leikaraval stóð fyrir dyrum og
ásamt þessum þáttum var endan-
leg gerð samtala með Jónasi
framundan, þegar hann kæmi
heim frá London.
7) Leikstjóramálið. Á þessum
tíma var RUV háð því ákvæði í
samningum við leikara, að leik-
stjórn stærri verka í sjónvarpi
skyldi unnin af meðlimum Félags
leikstjóra á íslandi. ES/SSP, sem
ekki eru í þessu félagi (enda megin
uppistaða þess leikstjórar úr leik-
húsum) fengu til samstarfs mann
úr þessu félagi og var þetta gert
samkvæmt tilmælum RUV. En
áður en til þess kæmi, að það
reyndi á þetta samstarf, óskaði
RÚV skyndilega eftir því, að við
leituðum eftir samstarfi við kvik-
myndaleikstjóra (þrátt fyrir rök
okkar gegn þeirri ákvörðun) og
fyrir atbeina leiklistarráðunautar
sjónvarpsins var sérstök áhersla
lögð á einn aðila, Þráinn Bertels-
son. í mars ræddu ES/SSP við
hann, og virtist í fyrstu, sem um
samstarf gæti orðið að ræða. Eftir
að verkið hafði verið samþykkt í
maí, kom hins vegar í ljós, að
Þráinn ætlaði sér langtum stærri
hlut en áður hafði verið um rætt.
Leiddi það til þess, að við slitum
frekari samvinnu við hann og
óskuðum eftir því að leikstjóra-
málið yrði endurskoðað. Svarið við
þessari málaleitan var einhliða
ákvörðun RUV (4.6. 1979) um að
fela Þráni Bertelssyni alla stjórn
á verkinu. Hér var um að ræða
starfspólitíska ákvörðun. Snorra-
verkefnið lenti í því, að vera notað
til að koma á skipulagsbreytingu
innan sjónvarpsins hvað varðar
starfssvið dagskrárgerðar manna.
Þessi skipulagsbreyting er nú orð-
in að deilumáli milli RUV og
leikarastéttarinnar, eins og fram
hefur komið í fjölmiðlum og verð-
ur ekki farið nánar út í það mál
hér.
8) Þegar ljóst var, að við yrðum
sviptir öllum ákvörðunarrétti um
framkvæmd og mótun verksins
(sem var brot á viljayfirlýsingu
gildandi samnings, sbr. 3 hér að
framan), áttum við ekki annarra
kosta völ en að skiljast við verkið.
Var það gert með samkomulagi
við RUV, sags. 11.7 1979 um
meðferð handrits, þar sem m.a.
var tekið fram, að eigi skyldi
„skertur höfundaheiður viðkom-
andi“ (þ.e. ES/SSP). Auk þess var
tekið fram að „áður en
kvikmyndataka hefst skal Lifandi
myndum hf. gerð grein fyrir þeim
breytingum, sem um væri að
ræða.“
9) Upptökur á Snorramynd hófust
28. maí sl., án þess að fyrrnefnd-
um skilyrðum samningsins væri
fullnægt. 7 dögum eftir að upptök-
ur hófust, var okkur afhent sam-
talshandrit myndarinnar, eftir að
við höfðum gert kröfu um að
sjónvarpið stæði við gerða sam-
ninga og afhenti greinagerð um
breytingar. Af þessu samtals-
handriti má ráða, að svo miklar
breytingar hafa verið gerðar á
formi og megin inntaki verksins,
án okkar samráðs, að við erum
neyddir til að firra okkur allri
ábyrgð á þeirri Snorramynd, sem
nú er í upptöku.
Breytingar á aðskilnaði loftfara á N-Atlantshafi:
Minnkun aðskilnaðar leiðir
til hagkvæmari flugreksturs
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd flug-
málastjórnar vegna frétta um
breytingar á aðskilnaði loftfara i
háloftunum yfir N-Atlantshafi:
Vegna óljósra fregna í fjölmiðl-
um um væntanlegar breytingar á
aðskilnaði loftfara á N-Atlants-
hafi, er rétt að eftirfarandi komi
fram.
Sérstök nefnd á vegum alþjóða-
flugmálastofnunarinnar (ICA0)
er fjallar um skipulagningu og
framkvæmd flugumferðarþjón-
ustu á N-Atlantshafi, svonefnd
NAT/SPG (North Atlantic Sys-
tem Planning Group), ákvað á
fundi sínum-í París dagana 10. til
21. mars sl., að mæla með minnk-
un hliðaraðskilnaðar í „MNPS-
loftrými" úr 120 í 60 sjómílur frá
og með 30. október 1980, þar sem
nákvæmni flugleiðsögu þeirra
loftfara er fóru um langdrægni
radarstöðva er kanna þessa ná-
kvæmni, hafði á undangengnu
könnunartímabili náð þeim mörk-
um er sett voru sem forsenda fyrir
minnkuðum hliðaraðskilnaði í
„MNPS-loftrými“.
„MNPS-loftrými (Minimum Na-
vigation Performance Specifica-
tions), er tiltekið loftrými á
N-Atlantshafssvæðinu milli flug-
laga 275 og 400 (27.500 og 40.000
feta flughæð), þar sem frá árslok-
um 1977 hafa gilt alþjóðlegar
kröfur um sérstaka nákvæmni í
flugleiðsögu. Ákvörðun um
minnkun hliðaraðskilnaðar í
„MNPS-loftrými“ skyldi byggja á
reynslu er fengist hefði á ná-
kvæmni flugleiðsögu notenda
loftrýmisins. Radarstöðvar beggja
megin við Atlantshafið, svo og
radarstöðvar á íslandi og Azoreyj-
um hafa fylgst með hliðarskekkj-
um í flugleiðsögu.
Á fyrrgreindum fundi NAT/
SPG var einnig ákveðið að mæla
með minnkun lengdaraðskilnaðar
loftfara í „MNPS-loftrými“, vegna
aukinnar nákvæmni í flugleið-
sögu. Þessar minnkanir aðskilnað-
ar munu væntanlega leiða til þess
að loftför munu geta flogið hag-
kvæmari flugleiðir, og að fleiri
loftför rúmist í hagkvæmari flug-
hæðum, er aftur leiðir til hag-
kvæmari flugreksturs á svæðinu.
Fulltrúar flugmálastjórna
Bandaríkjanna, Bretlands, Kan-
ada, Hollands, Frakklands og ír-
lands eiga aðild á NAT/SPG, en
einnig sitja fulltrúar þeirra ríkja
annarra, er flugumferðarþjónustu
veita á N-Atlantshafi, þ.e. Islands,
Portúgals og Danmörku, fundi
nefndarinnar.