Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1980 Glæsilegt Mjólkursam- lag KEA vígt á Akureyri: Á AKUREYRI var á fimmtu- daKÍnn víkO hin nýja og Klasi- le^a mjólkurstöð Kaupfélags EyfirðinKa. að viðstöddum tæp- lejfa 800 «estum viðsvejíar að. IleiðursKestir við vÍKsluna voru forsetahjónin. Halldóra ok Kristján Eldjárn, ok víkóí for- sctinn stöðina með þvi að draKa íslenska fánann að húni. Stefán Halldórsson bóndi. formaður samlaKsráðs, flutti aðalræðuna <>K Hjörtur I‘órarinsson stjórn- arformaður KaupfélaKsins flutti ávarp. Auk þeirra tóku fjölmarKÍr til máls <>k einnÍK bárust MjólkursamlaKÍnu marKar KÓðar Kjafir. Valur Arnþórsson stjórnaði vÍKlsuat- höfninni. GlæsileKar veitinKar voru á boðstólum. aöalleKa mjólkurafurðir <>k aðrar kræs- inKar. Um kvöldið var 150 manna samsæti á Hótel KEA. Nýja mjólkursamlagið er án efa staersta og ein merkasta framkvæmd, sem Kaupfélagið hefur ráðist í til þessa og stórt skref fram á við. Mjólkursam- lagið var stofnað á Akureyri og tók til starfa í mars 1928 og var innvegið magn mjólkur fyrsta árið 600 þúsund lítrar. 1939 fluttist Mjólkursamlagið svo í nýtt húsnæði í Grófargili og var þá mjólkurinnleggið komið upp í 3,1 milljón lítra. Það var svo stækkað oftar en einu sinni og hefur starfsemin að mestu verið þar til þessa dags. Árið 1958 var fyrst farið að huga að nýju húsnæði, en framkvæmdir hóf- ust ekki fyrr en 1965, byggingin fór hægt af stað, en eftir 1974 hefur verið unnið við fram- kvæmdirnar af fullum krafti þar Tæplega átta hundruð gestir voru viðstaddir vigslu Mjólkursamlags KEA á Akureyri. Afkastagetan 28 milljónir lítra á ári til nú, að þeim er að fullu lokið. Allur búnaður stöðvarinnar er hinn fullkomnasti. Allar vinnsluvélar eru keyptar frá Alfa Laval í Svíþjóð og hafði það einnig yfirumsjón með uppsetn- ingu mjólkur- og þvottalagna og frágangi á vinnuvélum. Stjórnkerfi Mjólkursamlags- ins er mjög fullkomið og stjórn- ast af tölvu í tengslum við þrýstiloftslagnir. Aðalheilinn er staðsettur í vélasal, en síðan eru nokkrir minni heilar í hverri deild Samlagsins. Þetta er el- ektróniskt stjórnkerfi, sem byggir að mestu á 7 mismunandi gerðum stjórnkorta, sem síðan má tengja saman á ýmsan hátt innbyrðis, eftir því hvaða leið mjólkin á að fara og hvað á að vinna úr henni. Afkastageta Mjólkursamlags- ins er 28 milljónir lítra á ári, en síðastliðið ár var mjólkurfram- leiðslan um 24 milljónir á lítra. Um 20% prósent mjólkurinnar fara í neyslu, en afgangurinn í aðra vinnslu. Nýja húsnæðið býður upp á aukna fjölbreytni í framleiðslunni og eru nú ýmsar nýjungar á döfinni, aðallega í gerð osta og jógúrtar. Samanlagður gólfflötur húss- ins er rúmlega 7500 fermetrar og ólokið er skrifstofu- og starfs- mannahúsi, sem mun verða 764 fermetrar á tveim hæðum og verður þá byggingin fullgerð rúmir 8 þúsund fermetrar. Framreiknaður byggingarkostn- aður í samræmi við reglur skattalaga var um síðustu ára- mót 3.696,1 milljón króna. í Samlagsráði eiga sæti: Stef- án Halldórsson bóndi, formaður, Haraldur Hannesson bóndi, rit- ari, og meðstjórnendur Vern- harður Sveinsson samlagsstjóri og Valur Arnþórsson, kaupfé- lagsstjóri. ið nýja <>g (ullkomna Mjólkursamlag KEA, Akureyri. Uósmvndir Páll Pálsson. ___________________27 Sterkt hrað- skákmót í Búnaðar- bankanum SKÁKSVEIT Búnaðarbanka tslands heldur hraðskákmót í aðalsal hankans í dag í tilefni 50 ára afmælis bankans. Stór- meistararnir Friðrik Ólafsson ök Guðmundur Sigurjónsson verða meðal keppenda ok einn- ig alþjóðlegu meistararnir Helgi ólafsson. Jón L. Árnason ok Margeir Pétursson svo ok Jóhann Iljartarson íslands- meistari, en í frétt frá Búnað- arbankanum segir, að að minnsta kosti 8 fyrrverandi íslandsmeistarar verði í hópi keppenda. Leifur Jósteinsson í Búnaðar- bankanum sagði í gær, að þetta mót væri framlag bankans til Listahátíðar í Reykjavík. Aðalsal- ur bankans verður opinn meðan á keppni stendur og ýmislegt gert til að auðvelda áhorfendum að fylgj- ast með keppninni. Einnig verða töflur yfir stöðu keppenda í glugg- um bankans. Góð verðlaun eru í boði og munu þau vera 150 þúsund krónur fyrir efsta sætið í mótinu. Lítur vel út með grassprettu StaÓarhakka. 19. júni. VORIÐ hefur veriö hér einn sam- felldur góðviðriskafli og lítur vel út með grassprettu. Eftir nokkuð langvarandi þurrka voru tún orðin nokkuð þurr, en síðustu daga hefur rignt mikið. í dag er norðan þokuloft og heldur kaldara. Lík- legt er að sláttur geti hafist upp úr næstu mánaðamótum. Benedikt. Dregið í happ- drætti SVFI DrettiA hefur verið i Happdrætti Slysa- varnafélaits íslands og komu vinnmyar á eftirtalin númer: 7086 Mazda 929 station Wagon 1980, 16776 tvegnja vetra hestur, 32689 DBS reiðhjól, 8540, DBS reiðhjól, 22670 DBS reiðhjól, 24784 DBS reiðhjól, 4608 DBS reiðhjól, 11979 DBS reiðhjól, 2356 DBS reiðhjól, 26508 DBS reiðhjól, 11178 DBS reiðhjól, 22905 DBS reiðhjól, 17535 DBS reiðhjól, 11135 DBS reiðhjól, 20883 DBS reiðhjól, 16313 DBS reiðhjól, 3078 DBS reiðhjól, 32151 DBS reiðhjól, 23005 DBS reiðhjól, 14257 DBS reiðhjól. BSRB og ríkið: Samkomulag um megin- atriði félagsmálapakkans SAMKOMULAG hefur tekizt milli ríkisins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um meginatriði félagsmálapakkans. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir niðurfellingu lagaákvæðis um tveggja ára samningstima og verði lengd samningstímabils framvegis samningsatriði. Samn- ingstiminn nú er til umræðu í viðræðunum um kaup og kjör og er samkomulagið um félagsmála- pakkann háð því að samningar takizt um launin. Tillögur BSRB um verklok með lífeyri eftir 60 ára aldur i stað 67 ára, eins og nú er, fylgja einnig viðræðunum um launamálin. Enn er ágreiningur milli aðila um samningsrétt sumarleyfis- og afleysingafólks. I félagsmálasamkomulaginu heitir ríkisstjórnin breytingum á lögum um kjarasamninga ríkis- starfsmanna, þannig að þau nái einnig til sjálfseignarstofnana, sem starfa í almannaþágu sam- kvæmt lögum, stofnana, sem eru í fjárlögum eða njóta fjárframlaga úr ríkissjóði og sameignarstofn- ana ríkis og sveitarfélaga, enda komi til samþykki viðkomandi stofnana. Með þessu myndi samn- ingsréttur BSRB ná til 500 til eitt þúsund fleiri manns en nú er. Þá ábyrgist ríkið með lagasetn- ingu, að þeir félagar BSRB, sem ekki njóta ákvæða laga um 6 mánaða laun, ef staða er lögð niður, njóti sambærilegra at- vinnuleysisbóta við annað launa- fólk, en þeir, sem nú njóta 6 mánaða reglunnar, eru þeir, sem æfiráðning gildir enn um. Ekki er stefnt að myndun sérstaks sjóðs í þessu skyni, heldur skal sérstök nefnd ákveða atvinnuleysisbæt- urnar og úrskurða ágreining og skal hún skipuð tveimur fulltrúum BSRB, einum fulltrúa fjármála- ráðuneytis, einum frá Sambandi íslenzkra sveitarfélaga og einum frá Hæstarétti. Stofnaður verði starfsmenntun- arsjóður fyrir starfsmenn ríkisins innan BSRB og greiði ríkissjóður sem svarar 0,15% af föstum mán- aðarlaunum félagsmanna í sjóð- inn, en hlutfallið verði endurskoð- að árlega. Sérstök nefnd skipuð tveimur fulltrúum hvors aðila skal skipuleggja námskeiðshald og annast ráðstöfun fjárins, en markmið sjóðsins verði m.a. að starfsmenn beri ekki kostnað né verði fyrir tekjutapi vegna náms, sem miðast að tileinkun framfara og tæknibreýtinga á þeirra sér- sviðum og verði störf lögð niður vegna tækni- eða skipulagsbreyt- inga eigi starfsmenn án tilkostn- aðar kost á menntun, sem geri þeim kleift að taka að sér önnur störf með óbreyttum tekjumögu- leikum. Starfsmenn ríkisins 16 ára og eldri fái aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, en aðildin er nú bundin við 20 ára aldur. Á móti komi innborgunarskylda í 34 ár í stað 30. Fellt verði úr lífeyris- sjóðslögunum ákvæði um mis- munandi iðgjald og iðgjald starfs- manna verði 4% á móti 6% frá vinnuveitanda. Felld verði úr lög- um skipting eftirlauna í 21 flokk frá 1,6-2% fyrir ár og hjá öllum verði 2% fyrir árið. Sambúðarfólk njóti sama réttar cg hjón. Þá kemur inn nýjung, að iðgjöld og eftirlaun skuli auk viðmiðunar við dagvinnulaun miða við vaktaálag hjá því vaktavinnufólki, sem vinnutími færist til hjá með reglu- bundnum hætti. Ágreiningur er milli aðila um það til hve margra, sem hættir eru störfum, eftir- launaákvæði vaktavinnufólksins skuli ná til. Eftirlaun verði áfram hlutfall af launum þess starfs, sem viðkomandi gegndi síðast, en þó skal starfsmaður, sem gegnt hefur hærra launuðu starfi í að minnsta kosti 10 ár fyrr á starfs- ferlinum, eiga rétt á lífeyri miðað við það starf. Starfsmannaráðum verði komið á fót í ríkisstofnunum, þar sem vinna 15 manns eða fleiri. Sett verði nefnd til að gera tillögur um rýmri heimildir starfsmanna til að halda störfum eftir að hámarksaldri er náð og skal þar hafa hliðsjón af tillögum nefndar, sem fjallaði um endur- skoðun á reglum um aldurshá- mark starfsmanna Reykjavíkur- borgar. Framvegis verði aðalstarf túlk- að þannig, að undir það falli hlutastörf, jafnvel þótt þau nái ekki hálfsdagsstarfi, enda sé um samfellt starf að ræða og viðkom- andi ekki í öðru aðalstarfi í þjónustu ríkisins. Samningsaðilar eru sammála um, að lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eigi í áföngum að taka að sér verðtryggingu eftirlauna úr sjóðnum eftir því sem sjóðurinn eflist vegna ávöxtunar hans í verðtryggðum skuldabréfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.