Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980
IscarKo vélin hlaðin á flugveliinum i Rotterdam eftir ad ekid hafði verið meA kjúklingana frá
býzkalandi.
í samfloti með 129 þjús-
und kjúklingum til íran
MEÐ eitt hundraA ok tuttuKuþúsund ok átta líf innanhorAs hóf Lockheed Electra skrúfuþota Íscariío sij? til
flujfs frá fluKveilinum í Rottcrdam eitt síAkvold fyrir nokkru ok var ferAinni heitiA til írans. „Farþegarnir“
voru 129 þúsund sprelllifandi kjúklinKar. sem komiA höfAu frá þýzkalandi ok áttu fyrir höndum líf í landi
Khomeinis. íran. Hinir átta. sem með vélinni fóru. voru áhöfnin og fyltcifiskar kjúklinKanna.
íscarKo hefur nú ÍIokíA einar fimm eða sex fcrðir til íran með kjuklinxa. en þar eru þeir aldir ok eÍKa að
verða þar aA stórum hænsnastofni ok Kefa af sér miklar afurðir. Enda veitir vart af. landið hrauðfæðir ekki
alla þeKna sina ok verður þvi að flytja inn matvæli héðan ok þaðan úr heiminum. íscarKo er heldur ekki eini
aðilinn. sem flutt hefur kjúklinKa til fran. þar hafa önnur fluKféloK komið við söku ök hafa þessir flutninKar
staðið yfir í mörK ár.
Heinz von Haren heitir kjúkl-
innabóndi þýzkur, sem í tvo áratuKÍ
hefur ræktað kjúklinga og flutt til
fjarlægra landa í félagi við fleiri
bændur í nágrenni Cuxhaven og
Bremerhaven. Hann fylgdi kjúkl-
ingunum til áfangastaðar og varð
samferða í Iscargovélinni til baka.
Kvaðst hann hafa komið til Iran I
fimm eða tíu skipti í maímánuði og
hefur í sambandi við þennan at-
vinnuveg verið á sífelldum ferðalög-
um hingað og þangað. Meðal annars
hefur hann sent kjúklinga til Suður
Ameríku og til ýmissa Afríku- og
Asíuianda. Heinz lætur lítið yfir
sér, býr ódýrt á ferðalögum og þykir
mátulega mikið til koma þessa
atvinnurekstrar síns, sem þó er
bæði umfangsmikill og gefur án efa
nokkuð í aðra hönd. Enda má það
vera þegar leigð er heil flugvél með
öllu tilheyrandi til nokkurra daga
ferðar til íran, sem flýgur tóm til
baka og allir eru ánægðir með
viðskiptin.
Sem fyrr segir var kjúklingunum
ekið eins til tveggja daga gömlum
frá Norður Þýzkalandi til Rotter-
dam, en þar hefur Iscargo aðstöðu
sína og annast vöruflutninga þaðan
til íslands eða eitthvað annað út í
heim. Fékk félagið um áramótin
síðustu, nýja flugvél, Lockheed El-
ectra skrúfuþotu, búna fjórum
hreyflum og hefur hún haft miklum
verkefnum að sinna síðan. íscargo
átti fyrir eina „sexu“, DC—6, og er
Páll Eyvindsson flugmaAur und-
irbýr heimflugiA á hótelherbergi
sinu áður en haldið er út á
flugvöll.
gripið til hennar þegar verkefnin
hrúgast upp og hún notuð til vara ef
Electra—vélin skyldi verða frá
vegna bilunar, sem þó hefur ekki
komið til. Hefur vélin nýja reynst
félaginu vel og verið mikið notuð að
undanförnu. Félagið hefur að jafn-
aði farið eina til tvær ferðir í viku
milli Rotterdam og íslands og hefur
síðustu misserin verið að kynna sig
á mörkuðum erlendis og ná viðskipt-
um. Kjúklingaflutningarnir eru
dæmi um það og má nefna að mikil
samkeppni er um það milli fragtfé-
laganna að búa þannig um hnúta, að
sem fæstir kjúklinganna týni líftór-
unni meðan á fluginu stendur.
Þegar 80 kjúklingar kúldrast í
einum kassa, sem síðan er staflað í
stæður fer ekki hjá því að nokkuð
volgni hjá þeim. Verður því að gæta
þess að hitastigið fari ekki upp úr
öllu valdi og ungarnir fari að
leggjast, því geri þeir það troðast
þeir undir og kafna á stuttum tíma.
Heinz kjúklingabóndi og Sigurður
Gíslason flugvirki hjá íscargo og
„reddari" í ferðinni, sáu um að
nægilegt loft léki um „farþegarým-
ið“ og að hitinn færi ekki mikið upp
fyrir 20 gráður.
Kjúklingaflytjendur gera ráð
fyrir allt að 10% afföllum í flutn-
ingunum, en íscargo hefur sloppið
með um og innan við 1% og þykir
það góður árangur. Tölurnar eru þó
ekki nákvæmar, en von Haren bóndi
kvaðst ánægður með árangurinn og
Heins von Haren kjúklingahóndi
taldi alveg óhætt að liggja á
eggjunum og fá sér blund, en
engar sogur fara af þvi hvernig
til tókst meA útungunina.
töldu íscargomenn það þýða að
afföllinn væru langt innan við 10%
meðaltalið. Aðalatriðið í sambandi
við kjúklingaflutninga sem þessa er
að fá að byrja og sýna hvernig
gengur og þegar í ljós kemur að
óhætt er að treysta viðkomandi
flugfélagi fyrir farminum hefur það
örugg viðskipti í langan tíma.
Flugstjóri í ferðinni var Jón
Waage, sem í 14 ár hefur m.a. flogið
með ferðamenn og aðra milli Evr-
ópu og Ameríku fyrir Loftleiði og
síðar Flugleiði. Kvað hann fragt-
flugið talsvert frábrugðið hinu, það
væri óreglulegt og oft erfitt að segja
til um hvenær heim væri komið
þegar lagt væri upp í ferð frá
Islandi. Flugmaður var Páll Ey-
vindsson og flugvélstjóri Ljótur
Ingason. Þá var og í ferðinni Einar
Frederiksen flugmaður, sem lengi
hefur flogið fyrir ýmsa aðila bæði
hérlendis og erlendis og nú starfar
hjá Iscargo, og kvaðst hann hafa
komið með til að kynna sér málin,
en hlutverk hans hjá fyrirtækinu er
hvers kyns skipulagning og umsjón
með fluginu. Sigurðar og kjúkl-
ingabóndans er áður getið, en aðrir
eru ekki nafngreindir.
En kjúklingar eru ekki einu
skepnurnar, sem Iscargo hefur flutt.
Á milli ferða til Iran hefur félagið
annast seiðaflutning til Noregs og
einnig flogið með nokkur hross í
útlandið og þannig mætti lengi
telja. Þá verða á næstunni fluttir
kjúklingar til Kairó, Saudi—Arabíu
og írak. Auk þess færir félagið
viðskiptamönnum sínum varning
fra Rotterdam, sem oft hefur verið
ekið þangað langar leiðir sunnan úr
Evrópu. Þá hefur félagið nýverið
fengið leyfi til að fljúga reglubundið
með vörur til Kaupmannahafnar og
hefjast vikulegar ferðir þangað í
næsta mánuði. Verður flogið til
Hafnar og síðan Rotterdam eina
vikuna, en hina vikuna til Rotter-
dam fyrst og síðan Kaupmanna-
hafnar. Sagði Kristinn Finnbogason
framkvæmdastjóri íscargo að nokk-
uð hefði verið um vöruflutninga frá
Kaupmannahöfn að undanförnu og
hefði þeim fram til þessa verið ekið
til Rotterdam. Nú gæfist hins vegar
tækifæri til betri þjónustu. Að-
spurður kvað hann að búast mætti
við meiri samkeppni við Flugleiði á
Kaupmannahafnarleiðinni, en
Kristinn sagði samkeppnina nauð-
synlega fyrir báða aðila. Starfs-
menn íscargo eru nú milli 20 og 25.
jt-
Jón Waage flugstjóri fylgist með aA allt sé meA felldu. en hin
sjálfvirku stjórntæki létta flugmönnunum störfin.
Ljótur Ingason flugvirki meö einn kjúklinganna og til hliðar má sjá
hvernig búið er um þá i kössum, 80 i hverjum.
Þeir fengu svo sem ekkert slorlegar móttökur kjúklingarnir, heill
floti af þægilegum langferðabilum beið þeirra og her manns horfði á
nokkra stafla farminum á bilana.
Þar sem við vorum nánast beint undir sólinni og hitinn hæfilegur
fyrir sólþyrsta Islendlnga var gott að nota hverja minútu. Ljótur
lætur sólina baka sig meðan Sigurður Gislason sinnir einhverjum
störfum.