Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980 31 TÓNLIST Kór frá Þrándheimi i Ytri-Njarðvíkurkirkju Á MORGUN. sunnudag, kl. 17.00 syngur kórinn Collegium Cantum í Ytri-Njarðvíkur- kirkju. Kórinn, sem er frá Þrándheimi og er vel þekktur á Norðurlöndum, er staddur hér á landi í tónleikaferð, og mun kórinn m.a. syngja í Reykjavík og Kópavogi. Stjórnandi er Bard Bonsaksen. Collegium Cantum er skipað- ur 35 manns og er ’pví kammer- kór, stofnaður ári‘< 1969 af John Magne Bonsakse , organleikara við Lademoe i-kirkjuna í Þrándheimi. Kr :inn heldur fjöl- marga tónleik. árlega, bæði í Noregi og öðri m löndum. Efnis- skrá kórsins hefur verið mjög fjölbreytt og tekið til verka allt frá endurreisnartíma til nútíð- ar. Einnig hefur kórinn sungið Bard Bonsaksen jazz og nýlega hélt hann tón- leika með Björn Alterhaugs- sextett og sænska vísnasöngv- aranum Göran Fristorp. Arið 1979 söng kórinn á jazztónleik- um með Arve Domnerus-sext- ett. Þá hefur kórinn komið fram með þekktum listamönnum, svo sem Arve Tellevsen, Kare Bjorkoy og Alfred Mitterhofer frá Austurríki. Stjórnandi kórsins er Bard Bonsaksen. Bonsaksen hélt til Vínarborgar að loknu námi heima fyrir. Þar var hann í kirkjutónlistardeild Tóniistar- háskólans í Vín og lærði kór- stjórn undir leiðsögn dr. Hans Gillesbergers og orgelleik undir leiðsögn Alfred Mitterhofers. Að loknu námi tók Bard Bon- saksen við stjórn „Collegium Cantum" og orgelleikarastarfi föður síns við Lademoen- kirkjuna í Þrándheimi. Þrándheimski kórinn Collegium Cantum á æfingu. Kórinn syngur i Ytri-Njarðvikurkirkju kl. 17.00 á morgun, sunnudag. LISTAHÁTÍÐ Listsýningum að Ijúka ÝMSAR listisýningar eru víðs vegar um borgina á vegum Lista- hátiðar 1980. í Listasafni íslands eru sýnd verk eftir spænska málarann Ant- onio Saura, þ.á m. 13 verk sem listamaðurinn sýnir nú í fyrsta sinn og nefnir „Islenska mynd- flokkinn". Sýningin stendur til 28. júní. Á Kjarvalsstöðuir. sru yfirlits- sýningar á verkum listakvenn- anna Kristínar Jónsdóttur og Gerðar Helgadóttur. Þetta eru fyrstu yfirlitssýningar, sem haldnar eru á verkum þessara tveggja látnu listakvenna. Sýning- in stendur til 27. júní. í Listasafni alþýðu stendur yfir sýning á grafíkröðinni „Hörmung- ar stríðsins" eftir listmálarann Francisco Goya. Sýningunni lýkur í næstu viku. í FÍM-salnum við Laugarnesveg efnir Félag íslenskra myndhöggv- ara til sýningar á verkum Sigur- jóns ólafssonar myndhöggvara. í tengslum við sýninguna í FÍM- salnum er sýning á vinnustofu Sigurjóns á Laugarnestanga. Sýn- ingunum lýkur á sunnudagskvöld. I Gallerí Langbrók er sýning á smámyndum eftir 14 listakonur. Er þar um að ræða textíl, keramik og grafík. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld. Á Korpúlfsstöðum stendur yfir sýning á islenskum höggmyndum og vinnustofum myndhöggvara á staðnum. Þar er einnig mynd- smiðja fyrir börn. Sýningunni lýkur 29. júní. Sýningum á verkum Sigurjóns ólafssonar i FlM-salnum og í vinnustofu myndhöggvarans á Laugarnestanga lýkur á sunnudagskvöld. MYNDLIST Ljósgjörningar í Suðurgötu 7 í DAG kl. 16 opnar þýski myndlistarmaðurinn Wolf Kahl- en sýningu á verkum sínum í Gallerí Suðurgötu 7. Kahien hefur dvalist hér á landi undan- farna daga og unnið að gerð sýningarinnar, sem einkum er unnin með ljósmyndatækni. Við opnun sýningarinnar mun Wolf Kahlen flytja gjörning (Per- formance), sem hann nefnir „Ljósfair, en listamaðurinn er einmitt þekktastur fyrir mynd- segulbandsgjörninga. Á FJÖLUNUM Wolf Kahlen er búsettur í Berlín, en er á stöðugum sýn- ingarferðalögum. Hingað kom hann frá Portúgal. Stendur nú yfir sýning á verkum hans í Portúgalska listasafninu í Lissa- bon. Kahlen hefur sýnt víða um heim og verk eftir hann eru í eigu þekktra listasafna. Sýningin verður opin daglega frá kl. 4—10 virka daga en 2—10 um helgar og stendur til 6. júlí. Leikárinu lýkur í Þjóðleikhúsinu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýnir Smalastúlkuna í kvöld kl. 20.00 og lýkur þar með leikárinu. Myndin sýnir aðalleikendurna, Tinnu Gunnlaugsdóttur og Árna Blandon, í hlutverkum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.